Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
banner
   sun 30. júlí 2023 16:17
Baldvin Már Borgarsson
Hemmi Hreiðars brattur fyrir leik: Þetta hafa alltaf verið hörku leikir
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Hermann Hreiðarsson spjallaði stuttlega við Fótbolta.net fyrir leik um viðureignina framundan gegn Víkingum sem hefst klukkan 17:00.

Hermann var brattur og klár í slaginn en Eyjamenn vilja hefna fyrir tapið í Eyjum í byrjun sumars þar sem Víkingar skoruðu sigurmarkið seint í uppbótartíma.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 6 -  0 ÍBV

„Okkur hlakkar til allra leikja, þeir eru búnir að vera heitir í sumar svo þetta verður hörku leikur.''


„Það er aldrei leyndarmál hvað við erum að gera og það vita það allir. Við fáum alltaf okkar færi og svo er bara spurning hvernig færanýtingin verður, það er stemning og við höfum bullandi trú á okkur að vinna alla leiki.''

Sigur í dag hleypir Eyjamönnum í baráttuna um efri lokakeppni, er Hermann að horfa í það?

„Að sjálfssögðu, það eru nánast öll lið að því, það eru top 3 og svo eru öll önnur lið í reytingi, það getur farið á alla vegu þannig að við horfum að sjálfssögðu á það.''

Eyjamenn fengu rautt spjald í fyrri hálfleik hér í Víkinni í fyrra og svo jöfnunrmark á sig seint í uppbótartíma, horfa Eyjamenn í þann leik til þess að mótivera sig í dag?

„Já við erum að horfa í það og þann dómaraskandal sem var hér í fyrra, þetta hafa alltaf verið hörku leikir.''


Athugasemdir
banner
banner
banner