Hermann Hreiðarsson spjallaði stuttlega við Fótbolta.net fyrir leik um viðureignina framundan gegn Víkingum sem hefst klukkan 17:00.
Hermann var brattur og klár í slaginn en Eyjamenn vilja hefna fyrir tapið í Eyjum í byrjun sumars þar sem Víkingar skoruðu sigurmarkið seint í uppbótartíma.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 6 - 0 ÍBV
„Okkur hlakkar til allra leikja, þeir eru búnir að vera heitir í sumar svo þetta verður hörku leikur.''
„Það er aldrei leyndarmál hvað við erum að gera og það vita það allir. Við fáum alltaf okkar færi og svo er bara spurning hvernig færanýtingin verður, það er stemning og við höfum bullandi trú á okkur að vinna alla leiki.''
Sigur í dag hleypir Eyjamönnum í baráttuna um efri lokakeppni, er Hermann að horfa í það?
„Að sjálfssögðu, það eru nánast öll lið að því, það eru top 3 og svo eru öll önnur lið í reytingi, það getur farið á alla vegu þannig að við horfum að sjálfssögðu á það.''
Eyjamenn fengu rautt spjald í fyrri hálfleik hér í Víkinni í fyrra og svo jöfnunrmark á sig seint í uppbótartíma, horfa Eyjamenn í þann leik til þess að mótivera sig í dag?
„Já við erum að horfa í það og þann dómaraskandal sem var hér í fyrra, þetta hafa alltaf verið hörku leikir.''