Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
   sun 30. júlí 2023 16:17
Baldvin Már Borgarsson
Hemmi Hreiðars brattur fyrir leik: Þetta hafa alltaf verið hörku leikir
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Hermann Hreiðarsson spjallaði stuttlega við Fótbolta.net fyrir leik um viðureignina framundan gegn Víkingum sem hefst klukkan 17:00.

Hermann var brattur og klár í slaginn en Eyjamenn vilja hefna fyrir tapið í Eyjum í byrjun sumars þar sem Víkingar skoruðu sigurmarkið seint í uppbótartíma.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 6 -  0 ÍBV

„Okkur hlakkar til allra leikja, þeir eru búnir að vera heitir í sumar svo þetta verður hörku leikur.''


„Það er aldrei leyndarmál hvað við erum að gera og það vita það allir. Við fáum alltaf okkar færi og svo er bara spurning hvernig færanýtingin verður, það er stemning og við höfum bullandi trú á okkur að vinna alla leiki.''

Sigur í dag hleypir Eyjamönnum í baráttuna um efri lokakeppni, er Hermann að horfa í það?

„Að sjálfssögðu, það eru nánast öll lið að því, það eru top 3 og svo eru öll önnur lið í reytingi, það getur farið á alla vegu þannig að við horfum að sjálfssögðu á það.''

Eyjamenn fengu rautt spjald í fyrri hálfleik hér í Víkinni í fyrra og svo jöfnunrmark á sig seint í uppbótartíma, horfa Eyjamenn í þann leik til þess að mótivera sig í dag?

„Já við erum að horfa í það og þann dómaraskandal sem var hér í fyrra, þetta hafa alltaf verið hörku leikir.''


Athugasemdir
banner