Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
Afturelding
3
0
Leiknir R.
Arnór Gauti Ragnarsson '17 1-0
Oliver Bjerrum Jensen '19 2-0
Ivo Braz '25 3-0
24.09.2023  -  14:00
Malbikstöðin að Varmá
Lengjudeild karla - Umspil
Aðstæður: Bara ágætar. Smá blástur og skýjað.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 803
Maður leiksins: Ivo Braz
Byrjunarlið:
1. Yevgen Galchuk (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
4. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('80)
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Ásgeir Marteinsson ('73)
10. Elmar Kári Enesson Cogic
11. Arnór Gauti Ragnarsson ('62)
13. Rasmus Christiansen
17. Ásgeir Frank Ásgeirsson ('62)
22. Oliver Bjerrum Jensen
77. Ivo Braz ('83)

Varamenn:
1. Arnar Daði Jóhannesson (m)
8. Rúrik Gunnarsson ('62)
9. Andri Freyr Jónasson ('62)
15. Hjörvar Sigurgeirsson ('80)
16. Bjartur Bjarmi Barkarson ('73)
26. Hrafn Guðmundsson ('83)
32. Sindri Sigurjónsson

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Baldvin Jón Hallgrímsson
Þorgeir Leó Gunnarsson
Enes Cogic
Amir Mehica
Gunnar Ingi Garðarsson
Garðar Guðnason

Gul spjöld:
Ivo Braz ('49)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Afturelding eru á leiðinni á Laugardalsvöll! Afturelding vinnur Leikni sannfærandi 3-0 og eru að fara á Laugardalsvöll. Þar fer fram leikur þar sem laust sæti í Bestu deildinni og 50 milljónir króna eru í boði.

Takk fyrir mig!

Skýrsla og viðtöl á leiðinni!
91. mín
Omar reynir skot sem fer af varnarmanni og í þaðan í hendurnar á Yevgen
90. mín
3 mínútur í uppbót!
89. mín
Hornið er tekið stutt sem endar með því að Leiknir á innkast.
88. mín
Elmar Kári með aukaspyrnu sem Viktor ver í horn!
88. mín Gult spjald: Sindri Björnsson (Leiknir R.)
Tekur Aron Elí þegar hann er kominn einn í gegn
85. mín
Elmar Kári með gott skot fyrir utan vítateiginn esm Viktor ver. Boltinn fer þá til Hrafns en hann er fyrir innan.
83. mín
Inn:Hrafn Guðmundsson (Afturelding) Út:Ivo Braz (Afturelding)
82. mín
Andri Freyr kominn í fína skotstöðu inn í d-boganum og tekur skotið en Binni Hlö hendir sér fyrir það.
80. mín
Inn:Hjörvar Sigurgeirsson (Afturelding) Út:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Afturelding)
80. mín
Leiknir í ágætis færi Ósvald reynir fyrirgjöf inn á teiginn sem Róbert Hauks nær til og skallar rétt framhjá.
78. mín
Þetta er að fjara út. Mjög tíðindalítill seinni hálfleikur.
77. mín
Inn:Brynjar Hlöðvers (Leiknir R.) Út:Róbert Quental Árnason (Leiknir R.)
76. mín
Mosfellingarnir ná að hreinsa frá!
76. mín
Leiknir að fá horn!
75. mín
Frábær sókn! Rúrik fær boltann ofarlega á vellinum og rennur honum til hliðar á Andra Frey sem tekur skotið rétt framhjá. Þetta hefði verið geggjað mark!
74. mín
Mjög rólegt. Lýtur út fyrir það að Leiknir sé búið að sætta sig við þetta og Afturelding eru að drepa leikinn niður hægt og rólega.
73. mín
Inn:Bjartur Bjarmi Barkarson (Afturelding) Út:Ásgeir Marteinsson (Afturelding)
71. mín
Inn:Sindri Björnsson (Leiknir R.) Út:Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
65. mín
Leiknir að sækja Arnór Ingi kemur með fyrirgjöf inn á teiginn þar sem Róbert Hauks er. Robbi nær að skalla boltann en boltinn flýgur rétt yfir.
62. mín
Inn:Andri Freyr Jónasson (Afturelding) Út:Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding)
62. mín
Inn:Rúrik Gunnarsson (Afturelding) Út:Ásgeir Frank Ásgeirsson (Afturelding)
61. mín
Hörkuskot! Afturelding taka hornið stutt og það leit allt út fyrir það að sóknin væri að fjara út en þá kemur Ásgeir Marteins með geggjað skot rétt yfir!
61. mín
Leiknismennirnir skalla í annað horn
60. mín
Litla tæklingin! Arnór keyrir upp völlinn og sér Ivo Braz vinstra meginn og rennir boltanum á hann. Ivo er þá kominn einn á móti markmanni en Daði Bærings kemur með geggjaða björgun og tæklar boltann í horn!
59. mín
Róbert fær boltann inni á vítateig Aftureldingar eftir mikið klafs og nær skoti en það fer framhjá. Síðan fer flaggið á loft og Afturelding fá boltann.
57. mín
Afturelding vilja vítaspyrnu! Ivo Braz gerir frábærlega við endalínuna og kemst framhjá Arnóri Inga. Arnór tekur hann þá bara niður alveg við vítateigslínuna. Afturelding vilja vítaspyrnu en fá ekkert. Fannst þetta vera alltaf brot samt sem áður.
52. mín
803 áhorfendur sem er bara ansi góð mæting miðað við að það eru nokkrir aðrir stórir leikir á sama tíma.
51. mín
Aron Elí sparkar boltanum frá
51. mín
Leiknir að fá hornspyrnu!
50. mín
Leiknir byrjar leikinn mun betur. Þeir ætla greinilega að henda öllu fram og reyna að ná í mark snemma í seinni hálfleik.
49. mín Gult spjald: Ivo Braz (Afturelding)
Hann var vissulega ekki í hættu með að missa af úrslitaleiknum
47. mín
Afturelding ná að hreinsa
47. mín
Leiknir að fá hornspyrnu!
46. mín
Leikur hafinn
Afturelding koma okkur aftur í gang!
46. mín
Inn:Jón Hrafn Barkarson (Leiknir R.) Út:Davíð Júlían Jónsson (Leiknir R.)
45. mín
Hálfleikur
Bara mjög sanngjörn forysta í hálfleik að mínu mati!

Frábær leikur hjá Aftureldingu og þetta er þá bara mjög líklega komið hjá þeim. Leiknir þurfa núna fjögur mörk til að jafna þetta einvígi. Persónulega sé ég það ekki gerast.

Tökum okkur korter!
45. mín
Samskeytin! Danni Finns með aukaspyrnuna sem fer í slána og í burtu. Þetta hefði gefið þeim einhverja von í hálfleik!
45. mín
Leiknir að fá aukaspyrnu í flottri fyrirgjafastöðu!
42. mín
Elmar gerir vel Elmar Kári fær boltann við vítateigslínuna frá Oliveri og tekur skotið í fyrsta sem Viktor ver. Hann er hinsvegar í allskonar basli með skotið og missir hann út í teiginn en Leiknis varnarmennirnir eru vel vakandi og koma boltanum frá.
39. mín
Mosfellingarnir eru núna að fylgjast grant með gangi mála í leik Fjölnis og Vestra. Vestri eru komnir yfir og mér skilst að Afturelding hefur ekki tapað á móti þeim í sumar. Spurning hvort þeir vilji þá ekki bara mæta Vestra?

Fjölnir 0-1 Vestri
37. mín
Omar Sowe fær háan bolta inn fyrir varnarlínu Aftureldingar og tekur á móti boltanum og nær skotinu sem Yevgen ver en Omar tekur á móti boltanum með hendinni og aukaspyrna dæmd.
33. mín
Elmar búinn að vera geggjaður í dag! Elmar Kári fær boltann úti hægra meginn og leitar inn á völlinn. Hann er þá kominn í ágætis stöðu og nær einhvernveginn skotinu sem fer hinsvegar rétt yfir markið.
31. mín
Banter í stúkunni! Stuðningsmenn Aftureldingar syngja nú „3-0 fyrir sveitinni!“ eftir að Breiðhyltingarnir sungu fyrr í leiknum „Mosfellsbær er sveit!“.
25. mín MARK!
Ivo Braz (Afturelding)
Stoðsending: Bjarni Páll Linnet Runólfsson
HVAÐ ER EIGINLEGA Í GANGI HÉRNA?!?! Ivo skorar þriðja markið fyrir Aftureldingu og það ætlar allt um koll að keyra hér í stúkunni!

Elmar Kári vinnur boltann ofarlega á vellinum og kemur honum út á kantinn á Bjarna Pál. Bjarni kemur með frábæra fyrirgjöf inn á teig Leiknis þar sem Ivo Braz er og fær boltann. Ivo tekur við boltanum og gerir frábærlega áður en hann klárar frábærlega!

Er þetta strax búið fyrir Leikni?!?!
24. mín
Leiknismennirnir hafa náð að róa leikinn aðeins eftir þessi mörk en ég sé þá ekki koma til vaka miðað við í hvernig gír Afturelding er í!
19. mín MARK!
Oliver Bjerrum Jensen (Afturelding)
Stoðsending: Aron Elí Sævarsson
Þeir skora strax aftur!! Þetta er orðin brekka fyrir Leikni!

Aron Elí fær boltann á miðjum vellinum og keyrir upp völlinn áður en hann kemur boltanum á Oliver. Oliver tekur á móti boltanum við vítateigslínuna og tekur skotið í annari snertingunni. Frábær afgreiðsla hjá Oliver!

Þungt högg fyrir Leikni þar sem bæði lið hafa varla fengið færi fram að þessum tveimur mörkum hjá Aftureldingu!
17. mín MARK!
Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding)
Stoðsending: Ivo Braz
Afturelding í frábærri stöðu!!!! Mikilvægt mark fyrir Mosfellinga!!

Leiknismennirnir klikka algjörlega í uppspilinu og tapa boltanum á klaufalegum stað. Elmar Kári kemur þá með bolta inn á teiginn sem Ivo Braz skallar út í teiginn á Arnór. Arnór er þá staðsettur við D-bogann og gerir frábærlega áður en hann klárar með glæsibrag!

Geggjað mark!
15. mín
Elmar Kári með flotta takta Elmar Kári með frábæra takta úti hægra meginn og köttar inn á völlinn áður en nær skotinu sem fer í, að mér sýnist, Patryk og í hendurnar á Viktori í markinu.
14. mín
Geggjuð tækling! Robbi Hauks við það að sleppa einn í gegn en Bjarni Páll bjargar Aftureldingu með frábærri tæklingu!
13. mín
Það vantar færi! Ekkert um opnanir hérna fyrstu mínúturnar. Bæði lið halda aðeins í boltann en engar opnanir.
8. mín
Jökull úr Kaleo mættur að sjálfsögðu á leikinn!
7. mín
Mosfellingarnir hreinsa!
5. mín
Róbert Hauks að vinna hornspyrnu fyrir gestina!
5. mín
Mosfellsbær er sveit syngja Breiðhyltingarnir!
4. mín
Geggjuð stemning í Mosó! Leikurinn byrjar mjög rólega bara inn á vellinum. Það er hinsvegar læti í stúkunni!
1. mín
Leikur hafinn
Gestirnir úr Breiðholtinu koma þessu í gang!

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Það styttist í þetta! Liðin ganga þá til vallar og gera sig klár slaginn.

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Annar leikur á sama tíma Sigurvergarinn í dag fær annaðhvort Fjölni eða Vestra í úrslitaleiknum. Sæbjörn Þór Steinke verður á lyklaborðinu í Grafarvoginum!
Fjölnir - Vestri
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin í hús! Magnús Már, þjálfari Aftureldingar, gerir engar breytingar á liðinu sem vann Leikni í vikunni 2-1. Það vakti athygli hversu aftarlega Afturelding féllu niður á völlinn í Breiðholtinu þegar þeir unnu í fyrri leiknum. Magnús var greinilega sáttur með sína menn þar og kemur með óbreytt lið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Vigfús Arnar, þjálfari Leiknis, gerir hinsvegar eina breytingu á liðinu sínu frá 2-1 tapinu gegn Aftureldingu fyrr í vikunni. Inn í liðið kemur hann Árni Elvar Árnason fyrir hann Andi Hoti, sem er ekki í hóp. Andi Hoti meiddist einmit í fyrri leiknum gegn Aftureldingu. Seinustu fréttir af honum segja okkur að hann sé kinnbeinsbrotinn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Dómarateymið Helgi Mikael Jónasson sér um að dæma leikinn í dag. Honum til aðstoðar verða þeir Jakub Marcin Róg og Smári Stefánsson. Varadómarinn er hann Ásmundur Þór Sveinsson en Þórður Georg Lárusson sér um eftirlitið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
INNKASTIÐ - NÝR MAGGIBALL OG MESTU SKEMMTIKRAFTAR BESTU Hlustaðu á Innkastið! Farið yfir fyrri leikinn og hitað upp fyrir seinni leikinn!

Innkastið
Alltaf geggjuð umgjörð í Mosó!
Veisla!
Fyrir leik
Leikurinn sýndur í beinni á Youtube!
Fyrir leik
Horfðu á fyrri leiki liðanna! Leiknir R. 1-2 Afturelding


Afturelding 0-2 Leiknir R.



Leiknir R. 2-2 Afturelding

Fyrir leik
Viðtölin úr seinasta leik Það kom Fúsa í opna skjöldu hversu aftarlega Afturelding féllu. Verður Andi Hoti klár?



Fyrsta skiptið sem Maggi fagnar ekki eftir sigurleiki á þjálfaraferlinum!


Afturelding komu inn í þennan leik með öðruvísi nálgun!
Fyrir leik
Eldingin byrjar vel en endar illa Afturelding byrjaði tímabilið gífurlega vel og töpuðu fyrsta leiknum sínum ekki fyrr en í 14. umferð gegn ÍA. En eftir það tap fylgdu fjórir aðrir tapleikir og liðið sem var með 7 stiga forystu á toppnum þegar 9 leikir voru eftir endaði í 2. sætinum 6 stigum á eftir toppsætinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Nýr Maggiball
Margir töluðu um hvernig þeir myndu koma stefndir inn í þessa umspilsleiki eftir að hafa tapað niður fyrsta sætinu alveg í lokin. Afturelding hinsvegar komu mjög ólíkir sjálfum sér í fyrsta umspilsleikinn er þeir lögðu Leikni 2-1. Maggi breytti algjörlega um leikplan en Afturelding voru meira og minna bara í djúpri blokk að verja vítateiginn. En það virkaði og maður verður að hrósa Magga fyrir það. Því í þessum leikjum snýst þetta alfarið um úrslit en ekki frammistöður. Síðan er líka spurning hvort þeir séu að undirbúa sig fyrir Bestu deildina?

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Viðtalið fræga vendipunkturinn Tímabilið hjá Leikni hefur verið mjög áhugavert. Þeir hafa oftar en ekki gefið okkur fullt af skemtilegum leikjum og boðið upp á flotta knattspyrnu. Eftir mjög slaka og bara hreint út sagt lélega byrjun fór Vigfús Arnar, þjálfari Leiknis, í mjög furðulegt viðtal eftir hádramatískan 3-2 sigur á Ægi. Hann sagði í því viðtali að hann hefði verið látinn fara ef leikurinn hefði tapast. Eftir þann leik, og það viðtal, hafa fáir getað stoppað þessa vél í 111.

Viðtalið fræga við Fúsa
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Leikir liðanna í sumar hafa verið jafnir og skemmtilegir Liðin hafa mæst þrisvar sinnum í sumar þar sem Afturelding hefur unnið einu sinni, Leiknir einu sinni og einu sinni endaði leikurinn með jafnefli. Samkvæmt þessari tölfræði ættum við að fá mjög jafnan leik þar sem bæði lið hafa sýnt okkur fyrr á leiktíðinni að þau geta unnið hvort annað.

Leiknir R. 1 - 2 Afturelding
0-1 Rasmus Steenberg Christiansen ('24 )
0-2 Ásgeir Marteinsson ('76 )
1-2 Omar Sowe ('84 )
Lestu um leikinn

Á 24. skoraði Rasmus Christiansen fyrir gestina. Afturelding fékk hornspyrnu sem Ásgeir Marteinsson kom inn í teiginn. Þar skapaðist mikill vandræðagangur sem endaði með því að Rasmus reis manna hæst og stangaði boltann í netið.

Afturelding fór með forystu inn í hálfleikinn eftir fremur kaflaskiptan fyrri hálfleik.

Afturelding tvöfaldaði forystuna á 76. mínútu. Oliver Jensen gerði vel í teignum, lagði boltann út á Ásgeir sem tók skotið og sendi markvörðinn í vitlaust horn.

Sowe tókst að halda lífi í einvíginu er hann minnkaði muninn sex mínútum fyrir leikslok. Sowe hafði reynt nokkur skot en leikmenn Aftureldingar komust fyrir öll áður en hann fékk boltann aftur í aðeins betri stöðu og kláraði vel.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Afturelding 0-2 Leiknir R.
Lestu nánar um leikinn hér
Róbert Hauksson '11
Davíð Júlían Jónsson '49

Seinast þegar liðin mættust í Mosfellsbænum fór leikurinn 2-0 fyrir Leikni þar sem Róbert Hauksson og Davíð Júlían sáu um markaskorunina. Leikurinn fór fram í Mosfellsbæ þar sem liðin munu síðan mætast aftur á sunnudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Leiknir 2-2 Afturelding
Daníel Finns Matthíasson '20 1-0
1-1 Elmar Kári Enesson Cogic '48
1-2 Arnór Gauti Ragnarsson '69
Daníel Finns Matthíasson '70 2-2
Lestu nánar um leikinn hér

Það var síðan í júní þegar liðin mættust í Breiðholtinu þar sem Danni Finns bjargaði stigi fyrir heimamenn. Leiknir byrjuðu leikinn betur en Daníel kom þeim yfir á 20. mínútu. Í seinni hálfleik komu Elmar Kári og Arnór Gauti Aftureldingu yfir áður en Daníel jafnaði þetta fyrir Leikni þegar það voru 20 mínútur eftir.
Fyrir leik
Seinni í umspili! Heilir og sælir ágætu lesendur og veriði hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu úr Mosfellsbænum þar sem Afturelding fær Leikni í heimsókn í seinni undanúrslitaleiknum í umspilinu um sæti í Bestu deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Byrjunarlið:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
Ósvald Jarl Traustason
4. Patryk Hryniewicki
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
7. Róbert Quental Árnason ('77)
8. Árni Elvar Árnason ('71)
9. Róbert Hauksson
10. Daníel Finns Matthíasson
14. Davíð Júlían Jónsson ('46)
23. Arnór Ingi Kristinsson
67. Omar Sowe

Varamenn:
12. Indrit Hoti (m)
6. Andi Hoti
8. Sindri Björnsson ('71)
10. Shkelzen Veseli
11. Brynjar Hlöðvers ('77)
18. Marko Zivkovic
19. Jón Hrafn Barkarson ('46)
66. Valgeir Árni Svansson

Liðsstjórn:
Vigfús Arnar Jósefsson (Þ)
Gísli Friðrik Hauksson
Halldór Geir Heiðarsson
Atli Jónasson
Guðbjartur Halldór Ólafsson

Gul spjöld:
Sindri Björnsson ('88)

Rauð spjöld: