Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mið 12. júlí 2023 22:44
Haraldur Örn Haraldsson
Fúsi: Var tilkynnt að það yrðu breytingar ef ekki færi vel
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Vigfús Arnar Jósefsson þjálfari Leiknis var mjög ánægður með liðið sitt eftir að liðið hans sigraði Ægi á dramatískan hátt á lokamínútum leiksins.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  2 Ægir

„Það er bara frábært hjá strákunum að koma til baka og bara geggjað, ótrúlega sætt að vinna þennan leik 3-2. Ég verð líka að segja að það var algjör óþarfi að þessi leikur, að við værum 2-1 undir í hálfleik, það var bara algjör óþarfi. Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum að koma til baka og við ætluðum bara að gera það sem þyrfti til, til að ná í 3 stigin og strákarnir gerðu það. Þeir eiga bara allt hrós skilið fyrir það."

Leikurinn spilaðist að mestu leiti inn á vallarhelming Ægis í seinni hálfleik en það gekk erfiðlega fyrir Leikni að skapa góð færi. Það tókst þó í endan en Vigfús var alveg sammála þessu.

„Boltinn gekk kannski full hægt, við vorum að reyna komast út í breiddina og skapa okkur einn á einn stöðuna og reyna koma svona á bakvið þá í vítateignum. Það gekk svona allt í lagi en síðan þegar boltinn var að koma fyrir markið þá vorum við ekki alveg að skila hlaupunum. Það er náttúrulega búið að vera svolítið bras á okkur í deildinni og smá hikst í sóknarleiknum en það var klárlega mikill sóknarþungi í okkur. Við gerðum bara það sem þurfti til, við skoruðum þessi 2 mörk sem þurfti til og við vorum alveg klárir á því að þeir væru ekki að fara skora meira á okkur í leiknum og bara afskaplega sætt að vinna þessi 3 stig."

Það voru sögusagnir um það fyrir leik að ef þessi leikur skyldi tapast þá myndi Vigfúsi verið vísað úr starfi. Vigfús staðfesti þetta við okkur í þessu viðtali.

„Já það var tilkynnt fyrir Njarðvíkur leikinn, við unnum hann. Það hefur ekkert breyst svo, við töpuðum fyrir Fjölni og svo unnum við þennan leik og það er bara afskaplega skrýtin staða að vera í. En ég hef ekki stjórn á því, ég bara hérna til að þjálfa liðið og vinna fótboltaleiki og það er undir örðum komið hvort þeir vilja hafa mig áfram í starfi eða ekki." Sagði Vigfús en hann staðfesti einnig að þetta væru ekki bara slúður sögur heldur hefði stjórnin tilkynnt honum þetta. Vigfús segist reyndar vera handviss um að hann sé ennþá rétti maðurinn í þetta starf. „Okkur var tilkynnt að það yrðu mögulega breytingar eftir Njarðvíkurleikinn ef sá leikur myndi ekki fara vel," sagði hann.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.



Athugasemdir
banner
banner