Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   mið 12. júlí 2023 22:44
Haraldur Örn Haraldsson
Fúsi: Var tilkynnt að það yrðu breytingar ef ekki færi vel
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Vigfús Arnar Jósefsson þjálfari Leiknis var mjög ánægður með liðið sitt eftir að liðið hans sigraði Ægi á dramatískan hátt á lokamínútum leiksins.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  2 Ægir

„Það er bara frábært hjá strákunum að koma til baka og bara geggjað, ótrúlega sætt að vinna þennan leik 3-2. Ég verð líka að segja að það var algjör óþarfi að þessi leikur, að við værum 2-1 undir í hálfleik, það var bara algjör óþarfi. Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum að koma til baka og við ætluðum bara að gera það sem þyrfti til, til að ná í 3 stigin og strákarnir gerðu það. Þeir eiga bara allt hrós skilið fyrir það."

Leikurinn spilaðist að mestu leiti inn á vallarhelming Ægis í seinni hálfleik en það gekk erfiðlega fyrir Leikni að skapa góð færi. Það tókst þó í endan en Vigfús var alveg sammála þessu.

„Boltinn gekk kannski full hægt, við vorum að reyna komast út í breiddina og skapa okkur einn á einn stöðuna og reyna koma svona á bakvið þá í vítateignum. Það gekk svona allt í lagi en síðan þegar boltinn var að koma fyrir markið þá vorum við ekki alveg að skila hlaupunum. Það er náttúrulega búið að vera svolítið bras á okkur í deildinni og smá hikst í sóknarleiknum en það var klárlega mikill sóknarþungi í okkur. Við gerðum bara það sem þurfti til, við skoruðum þessi 2 mörk sem þurfti til og við vorum alveg klárir á því að þeir væru ekki að fara skora meira á okkur í leiknum og bara afskaplega sætt að vinna þessi 3 stig."

Það voru sögusagnir um það fyrir leik að ef þessi leikur skyldi tapast þá myndi Vigfúsi verið vísað úr starfi. Vigfús staðfesti þetta við okkur í þessu viðtali.

„Já það var tilkynnt fyrir Njarðvíkur leikinn, við unnum hann. Það hefur ekkert breyst svo, við töpuðum fyrir Fjölni og svo unnum við þennan leik og það er bara afskaplega skrýtin staða að vera í. En ég hef ekki stjórn á því, ég bara hérna til að þjálfa liðið og vinna fótboltaleiki og það er undir örðum komið hvort þeir vilja hafa mig áfram í starfi eða ekki." Sagði Vigfús en hann staðfesti einnig að þetta væru ekki bara slúður sögur heldur hefði stjórnin tilkynnt honum þetta. Vigfús segist reyndar vera handviss um að hann sé ennþá rétti maðurinn í þetta starf. „Okkur var tilkynnt að það yrðu mögulega breytingar eftir Njarðvíkurleikinn ef sá leikur myndi ekki fara vel," sagði hann.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.



Athugasemdir
banner