Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   mið 12. júlí 2023 22:44
Haraldur Örn Haraldsson
Fúsi: Var tilkynnt að það yrðu breytingar ef ekki færi vel
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Vigfús Arnar Jósefsson þjálfari Leiknis var mjög ánægður með liðið sitt eftir að liðið hans sigraði Ægi á dramatískan hátt á lokamínútum leiksins.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  2 Ægir

„Það er bara frábært hjá strákunum að koma til baka og bara geggjað, ótrúlega sætt að vinna þennan leik 3-2. Ég verð líka að segja að það var algjör óþarfi að þessi leikur, að við værum 2-1 undir í hálfleik, það var bara algjör óþarfi. Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum að koma til baka og við ætluðum bara að gera það sem þyrfti til, til að ná í 3 stigin og strákarnir gerðu það. Þeir eiga bara allt hrós skilið fyrir það."

Leikurinn spilaðist að mestu leiti inn á vallarhelming Ægis í seinni hálfleik en það gekk erfiðlega fyrir Leikni að skapa góð færi. Það tókst þó í endan en Vigfús var alveg sammála þessu.

„Boltinn gekk kannski full hægt, við vorum að reyna komast út í breiddina og skapa okkur einn á einn stöðuna og reyna koma svona á bakvið þá í vítateignum. Það gekk svona allt í lagi en síðan þegar boltinn var að koma fyrir markið þá vorum við ekki alveg að skila hlaupunum. Það er náttúrulega búið að vera svolítið bras á okkur í deildinni og smá hikst í sóknarleiknum en það var klárlega mikill sóknarþungi í okkur. Við gerðum bara það sem þurfti til, við skoruðum þessi 2 mörk sem þurfti til og við vorum alveg klárir á því að þeir væru ekki að fara skora meira á okkur í leiknum og bara afskaplega sætt að vinna þessi 3 stig."

Það voru sögusagnir um það fyrir leik að ef þessi leikur skyldi tapast þá myndi Vigfúsi verið vísað úr starfi. Vigfús staðfesti þetta við okkur í þessu viðtali.

„Já það var tilkynnt fyrir Njarðvíkur leikinn, við unnum hann. Það hefur ekkert breyst svo, við töpuðum fyrir Fjölni og svo unnum við þennan leik og það er bara afskaplega skrýtin staða að vera í. En ég hef ekki stjórn á því, ég bara hérna til að þjálfa liðið og vinna fótboltaleiki og það er undir örðum komið hvort þeir vilja hafa mig áfram í starfi eða ekki." Sagði Vigfús en hann staðfesti einnig að þetta væru ekki bara slúður sögur heldur hefði stjórnin tilkynnt honum þetta. Vigfús segist reyndar vera handviss um að hann sé ennþá rétti maðurinn í þetta starf. „Okkur var tilkynnt að það yrðu mögulega breytingar eftir Njarðvíkurleikinn ef sá leikur myndi ekki fara vel," sagði hann.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.



Athugasemdir
banner
banner
banner