Tel vill helst fara til Man Utd - Annað tilboð í Mitoma - Watkins opinn fyrir Arsenal
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
   mið 12. júlí 2023 22:44
Haraldur Örn Haraldsson
Fúsi: Var tilkynnt að það yrðu breytingar ef ekki færi vel
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Vigfús Arnar Jósefsson þjálfari Leiknis var mjög ánægður með liðið sitt eftir að liðið hans sigraði Ægi á dramatískan hátt á lokamínútum leiksins.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  2 Ægir

„Það er bara frábært hjá strákunum að koma til baka og bara geggjað, ótrúlega sætt að vinna þennan leik 3-2. Ég verð líka að segja að það var algjör óþarfi að þessi leikur, að við værum 2-1 undir í hálfleik, það var bara algjör óþarfi. Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum að koma til baka og við ætluðum bara að gera það sem þyrfti til, til að ná í 3 stigin og strákarnir gerðu það. Þeir eiga bara allt hrós skilið fyrir það."

Leikurinn spilaðist að mestu leiti inn á vallarhelming Ægis í seinni hálfleik en það gekk erfiðlega fyrir Leikni að skapa góð færi. Það tókst þó í endan en Vigfús var alveg sammála þessu.

„Boltinn gekk kannski full hægt, við vorum að reyna komast út í breiddina og skapa okkur einn á einn stöðuna og reyna koma svona á bakvið þá í vítateignum. Það gekk svona allt í lagi en síðan þegar boltinn var að koma fyrir markið þá vorum við ekki alveg að skila hlaupunum. Það er náttúrulega búið að vera svolítið bras á okkur í deildinni og smá hikst í sóknarleiknum en það var klárlega mikill sóknarþungi í okkur. Við gerðum bara það sem þurfti til, við skoruðum þessi 2 mörk sem þurfti til og við vorum alveg klárir á því að þeir væru ekki að fara skora meira á okkur í leiknum og bara afskaplega sætt að vinna þessi 3 stig."

Það voru sögusagnir um það fyrir leik að ef þessi leikur skyldi tapast þá myndi Vigfúsi verið vísað úr starfi. Vigfús staðfesti þetta við okkur í þessu viðtali.

„Já það var tilkynnt fyrir Njarðvíkur leikinn, við unnum hann. Það hefur ekkert breyst svo, við töpuðum fyrir Fjölni og svo unnum við þennan leik og það er bara afskaplega skrýtin staða að vera í. En ég hef ekki stjórn á því, ég bara hérna til að þjálfa liðið og vinna fótboltaleiki og það er undir örðum komið hvort þeir vilja hafa mig áfram í starfi eða ekki." Sagði Vigfús en hann staðfesti einnig að þetta væru ekki bara slúður sögur heldur hefði stjórnin tilkynnt honum þetta. Vigfús segist reyndar vera handviss um að hann sé ennþá rétti maðurinn í þetta starf. „Okkur var tilkynnt að það yrðu mögulega breytingar eftir Njarðvíkurleikinn ef sá leikur myndi ekki fara vel," sagði hann.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.



Athugasemdir
banner
banner
banner