Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
Breiðablik
0
1
Zorya Luhansk
0-1 Igor Gorbach '35
05.10.2023  -  16:45
Laugardalsvöllur
Sambandsdeild UEFA
Aðstæður: 7 gráður og smá gola
Dómari: Aleksandar Stavrev (MKD)
Áhorfendur: 1738
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('77)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
11. Gísli Eyjólfsson
13. Anton Logi Lúðvíksson
14. Jason Daði Svanþórsson
20. Klæmint Olsen
21. Viktor Örn Margeirsson

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
35. Hilmar Þór Helgason (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('77)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
16. Dagur Örn Fjeldsted
18. Eyþór Aron Wöhler
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
27. Gabríel Snær Hallsson
28. Atli Þór Gunnarsson
30. Andri Rafn Yeoman

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Svekkjandi tap Aleksandar Stavrev flautar til leiksloka, svekkjandi tap niðurstaðan. Ótrúlegt að þessi leikur hafi endað 1-0 nóg af færum hjá bæði liðum.
Breiðablik sótti mikið undir lok leiks en náðu ekki að koma boltanum í netið.
94. mín
Anton Logi í frábærri stöðu! Gísli með fyrirgjöf í teiginn, Höskuldur lætur boltann fara. Anton fær boltann við vítapunkt en er of lengi að koma sér í skotið og varnarmaður Zorya kemst fyrir.
93. mín
FÆRI! Kiddi Steindórs með fyrirgjöf og Viktor Örn rennir sér í boltann sem fer rétt framhjá!
92. mín
Gísli reynir hjólhestaspyrnu eftir fyrirgjöf Kidda Steindórs en boltinn fór langt framhjá marki Zorya, skemmtileg tilraun samt sem áður.
91. mín Gult spjald: Jordan (Zorya Luhansk)
90. mín
Fjórum mínútum bætt við!
89. mín Gult spjald: Roman Vantukh (Zorya Luhansk)
Rífur í Jason á sprettinum og fær réttilega gult fyrir.
86. mín
Eftir gott samspil Jasons og Kidda Steindórs hleypir Jason Daði af skoti fyrir utan teig en boltinn fer framhjá.
83. mín
Inn: Petar Micin (Zorya Luhansk) Út:Dmytro Myshnov (Zorya Luhansk)
Myshnov tekur sér nægan tíma í að fara út af.
80. mín
Þvílík varsla! Gísli með góða fyrirgjöf á Höskuld sem stangar boltann á markið en Mykyta með frábæra vörslu í marki Zorya.
77. mín
Inn:Oleg Danchenko (Zorya Luhansk) Út:Denys Antiukh (Zorya Luhansk)
Zorya með varnarsinnaða skiptingu.
77. mín
Inn:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) Út:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
76. mín
Breiðablik með frábæra sókn sem endar á að Jason fer í skotið í teignum en varnarmaður Zorya kemur sér fyrir skotið og markvörður Zorya handsamar boltann.
73. mín
Gísli með skot fyrir utan teig sem fer yfir mark Zorya.
71. mín
Igor Gorbach gefur út á Guerrero sem tekur hann í fyrsta en skot hans fer hátt yfir markið.
69. mín
Igor Gorbach leikur á þrjá Blika og fer svo í skotið sem Anton ver örugglega.
68. mín
SLÁIN! Jason Daði sendir á Gísla sem er í þröngri stöðu í teignum en tekur skotið og boltinn fer í slánna og þaðan aftur fyrir í markspyrnu.
66. mín Gult spjald: Ihor Snurnitsyn (Zorya Luhansk)
Ihor mætir strax að mótmæla og fær því spjald.
66. mín Gult spjald: Dmytro Myshnov (Zorya Luhansk)
Myshnov brýtur á Alexander Helga og fær fyrsta spjald leiksins að launum.
63. mín
Zorya fær hornspyrnu, boltinn berst á milli manna og þaðan út úr teignum á Vantukh sem tekur skotið en það fer hátt yfir markið.
60. mín
Gísli Eyjólfs með hörkuskot rétt fyrir utan teig sem Mykyta ver í marki Zorya.
Þetta er betra hjá Blikum!
58. mín
Breiðablik í frábæru færi! Kiddi Steindórs með fyrirgjöf á Klæmint Olsen sem á góðan skalla en Mykyta ver frábærlega í marki Zorya, þarna munaði litlu!
57. mín
Enn og aftur er Guerrero í færi. Hann fær boltann í teig Breiðabliks snýr og tekur kraftlítið skot sem Anton Ari ver örugglega.
55. mín
Damir með lélegan bolta sem Zorya kemst inn í, Guerrero tekur skotið úr þröngu færi sem fer rétt framhjá.
55. mín
Guerrero kominn í frábæra stöðu utarlega í teignum en rennir boltanum framhjá marki Blika.
53. mín
Zorya í hættulegri sókn en eftir lélegt skot er flögguð rangstæða.
52. mín
Breiðablik með aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu, Viktor Karl á lélega spyrnu sem fer beint útaf og í markspyrnu.
52. mín
Höskuldur tekur hornið, leikmenn Blika fara allir í markteiginn en Mykyta markmaður Zorya kýlir boltann burt.
51. mín
Blikar vinna bolt hátt uppi í pressunni og vinna út frá því hornspyrnu.
48. mín
Jason Daði kemur með fyrirgjöf frá hægri á Gísla sem fer í skotið en boltinn fer framhjá, Gísli svekktur með sjálfan sig eftir þetta klúður.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað! Blikar byrja með boltann.
45. mín
Nokkrar myndir úr fyrri hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson


Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson



Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson


Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

45. mín
Hálfleikur
Aleksandar Stavrev flautar til hálfleiks, Zorya leiðir með einu marki. Breiðablik búnir að koma sér í góðar stöður en vantar meiri gæði í lokasendinguna.
45. mín
Þremur mínútum bætt við.
43. mín
Breiðablik fá horn, Viktor Örn á slakan skalla. Boltinn berst svo út á Viktor Karl sem tekur skotið sem fer hátt yfir, Viktor á að gera betur þarna.
42. mín
Anton Ari! Igor Gorbach sleppur í gegn og er einn gegn Antoni Ara, Igor fer í skotið en Anton ver frábærlega.
40. mín
Yatsyk liggur niðri og þarfnast aðhlynningar.
35. mín MARK!
Igor Gorbach (Zorya Luhansk)
Stoðsending: Denys Antiukh
Zorya kemst yfir! Zorya taka hornspyrnuna stutt og koma síðan boltanum inn í Igor lúrir þar á fjærsvæðinu og vinnur Anton Loga í skallabarátunni og stangar boltann í netið.
35. mín
Zorya Luhansk fær hornspyrnu.
33. mín
Klæmint Olsen liggur niðri eftir að hafa fengið hné í hné.
31. mín
Roman Vantukh með skot utan af velli sem fer langt framhjá marki Breiðabliks, engin hætta.
29. mín
Blikar búnir að spila nokkuð vel en vantar upp á lokasendingu í sóknum.
27. mín
Gísli Eyjólfs fer í skotið eftir góða sókn Breiðabliks en skotið fer vel yfir mark gestanna.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
23. mín
Blikar fá hornspyrnu, Zorya skalla hann aftur fyrir og í annað horn sem ekkert kemur upp úr.
22. mín
Guerrero við það að sleppa í gegn en Anton Logi stöðvar hann með frábærum varnarleik.
20. mín
Myshnov með fyrirgjöf sem dettur fyrir framan mark Blika en enginn Zorya maður mættur.
18. mín
Breiðablik fær horn, boltinn berst á Alexander Helga sem er langt fyrir utan teig og tekur skotið en boltinn fer langt framhjá.
16. mín
Denys Antiukh á ágætis sprett, kominn í ágætis skotfæri og lætur vaða en boltinn endar í innkasti, stuðningsmönnum Blika til mikilla skemmtunar.
11. mín
Kópacabana heldur uppi stuðinu í stúkunni.
9. mín
Guerrero með skot utarlega í teignum sem fer rétt framhjá marki Blika.
8. mín
Gestirnir fá hornspyrnu en ekkert kemur úr henni.
7. mín
Viktor Karl kemur með fyrirgjöf sem varnarmenn Zorya koma frá.
2. mín
Igor Gorbach tekur skot fyrir utan teig, boltinn fer af varnarmanni Blika og í horn sem Breiðablik hreinsar frá.
1. mín
Zorya tekur langt innkast, boltinn berst á Denis Nagnoynyi sem tekur skot sem fer hátt yfir mark Blika.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað Gestirnir byrja með boltann, koma svo!
Fyrir leik
Styttist í þetta! Liðin ganga hér inn á völlinn og tryllta Sambands/Evrópudeildarlagið er í botni, nú styttist í þennan sögulega leik.
Leikmenn Zorya eru allir með Ukraínska fánann utan um sig.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fyrir leik
Fyrir leik
Byrjunarlið Breiðabliks
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Fyrir leik
Fyrir leik
Evrópulyktin komin í Laugardalinn
Fyrir leik
Líklegt byrjunarlið Breiðabliks Fótbolti.net setti saman líklegt byrjunarlið Breiðabliks á eftir.

Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Tveir blikar meiddir Davíð Ingvars er meiddur á ökkla og Kristófer Ingi er meiddur á kálfa og verða þeir því ekki með í dag.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Hvernig mæta Blikar í leikinn? Óskar Hrafn er með skýra sýn á það hvernig liðið eigi að mæta til leiks í þessa Evrópuleiki.

„Menn hafa misjafnar skoðanir á því hvernig eigi að nálgast þessa leiki. Sumir vilja hafa varkárni í þetta og aðrir vilja fara með allt á fullt. Þeir sem standa ekki nálægt liðinu hafa ekkert að segja. Þeir geta talað en ég hlusta ekki á þá.
Ég held að þetta hafi sýnt fram á það að við þurfum að vera hugrakkir, kraftmiklir og við þurfum að þora að vinna fram á við. Við þurfum að þora að halda boltanum og við þurfum að stíga upp með liðið. Ef við ætlum að leggjast sjálfir, þá verður enginn ákefð í varnarleiknum okkar.
Góð lið þrýsta okkur niður á köflum en þá reynum við alltaf að komast aftur upp. Um leið og við föllum sjálfur, þá getum við orðið mjög flatir. Eins og við urðum í fyrri hálfleik í Ísrael. Við þurfum að reyna að komast alltaf upp á völlinn, að stíga upp. Við erum bestir eftir því sem við getum varist ofar."


Mynd: EPA

   04.10.2023 14:25
Stór stund fyrir Blika - „Þeir geta talað en ég hlusta ekki á þá"
Fyrir leik
Hvað vitum við um Zorya? Zorya er í næst neðsta sæti Úkraínsku úrvalsdeildarinnar eftir 8 leiki. Liðið gerði gott jafntefli við Gent í síðustu umferð í Sambandsdeildinni. Fyrirfram myndi maður segja að mesti möguleiki Blika að ná í góð úrslit í riðlinum væri gegn Zorya.

Mynd: Getty Images


Óskar Hrafn um Zorya

„Við vitum að þeir gerðu jafntefli við Gent í fyrsta leiknum. Þeir spiluðu þann leik mjög vel og voru mjög skipulagðir, og öflugir. Þeir eru gríðarlega duglegir, þetta er ungt og orkumikið lið. Þeir eru sterkir í skyndisóknum og með öflugan framherja frá Panama, Guerrero. Þeir hafa farið í riðlakeppnina nokkrum sinnum".
,,Ég met okkar möguleika bara fína. Zorya er mjög öflugt lið og menn skulu ekki láta plata sig á því að þeir hafi átt í smá vandræðum í deildinni.
Við mætum í þennan leik með tvö markmið, að sýna góða frammistöðu og að henni fylgi góð úrslit. Við mætum í leikinn til að vinna hann og ætlum okkur að vinna þennan leik og teljum okkur eiga raunhæfa möguleika á því."


   04.10.2023 14:35
Mótherjar Breiðabliks vanir því að spila fyrir framan tómlega stúku


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli Kópavogsvöllur stenst ekki kröfur sem UEFA gerir til leikja Í Evrópukeppni og fer því leikurinn fram á Laugardalsvelli.
Leikmenn Zorya eru vanir því að spila fyrir framan tómlega stúku.
Aðeins 539 áhorfendur voru á 15 þúsund sæta leikvangi í Lúblin í Póllandi þegar Zorya gerði 1-1 jafntefli gegn Gent í heimaleik í 1. umferð riðilsins. Vegna stríðsástandsins í Úkraínu leikur Zorya heimaleiki sína í Póllandi.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Sögulegur leikur! Breiðablik spilar sinn fyrsta heimaleik í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar og er það jafnframt fyrsta skiptið sem íslenskt karlalið spilar heimaleik í riðlakeppni í Evrópu.
Andstæðingar Breiðabliks er Zorya Luhansk frá Úkraínu.

Mynd: Getty Images
Byrjunarlið:
30. Mykyta Turbaievskyi (m)
5. Oleksandr Yatsyk
7. Denys Antiukh ('77)
9. Dmytro Myshnov ('83)
10. Denis Nagnoynyi
17. Igor Gorbach
39. Eduardo Guerrero
47. Roman Vantukh
55. Jordan
70. Igor Kyryukhantsev
74. Ihor Snurnitsyn

Varamenn:
1. Oleksandr Saputin (m)
3. Anton Bol
11. Daniil Alefirenko
15. Kyrylo Dryshliuk
16. Vikentii Voloshyn
19. Vladyslav Bugay
22. Petar Micin ('83)
36. Anton Zhylkin
78. Wendell
94. Oleg Danchenko ('77)

Liðsstjórn:
Valeriy Kryventsov (Þ)

Gul spjöld:
Ihor Snurnitsyn ('66)
Dmytro Myshnov ('66)
Roman Vantukh ('89)
Jordan ('91)

Rauð spjöld: