Breiðablik tekur á móti Zorya Luhansk frá Úkraínu á morgun í Sambandsdeildinni, leikurinn verður spilaður á Laugardalsvelli þar sem Kópavogsvöllur er ekki löglegur.
Ljóst er að Laugardalsvöllur, sem tekur um 10 þúsund áhorfendur, verður nokkuð tómlegur en það eru aðstæður sem Zorya menn eru ansi vanir.
Ljóst er að Laugardalsvöllur, sem tekur um 10 þúsund áhorfendur, verður nokkuð tómlegur en það eru aðstæður sem Zorya menn eru ansi vanir.
Aðeins 539 áhorfendur voru á 15 þúsund sæta leikvangi í Lúblin í Póllandi þegar Zorya gerði 1-1 jafntefli gegn Gent í heimaleik í 1. umferð riðilsins. Vegna stríðsástandsins í Úkraínu leikur Zorya heimaleiki sína í Póllandi.
Það hafa lengi geysað átök í heimaborg liðsins, Lúhansk, og Rússar ráða yfir henni að stærstum hluta í dag. Frá 2014 hafa heimaleikir Zorya í úkraínsku deildinni verið spilaðir í Zaporizhzhia. Þegar liðið gat spilað í heimaborg sinni voru að meðaltali 8 - 10 þúsund manns á leikjum liðsins en þeim snarfækkaði í þriggja stafa tölu eftir flutninginn.
Leikur Breiðabliks og Zorya Luhansk á morgun hefst klukkan 16:45 á Laugardalsvelli.
04.10.2023 14:25
Stór stund fyrir Blika - „Þeir geta talað en ég hlusta ekki á þá"
Athugasemdir