

DRV PNK Stadium
Vináttulandsleikur
Aðstæður: 19 gráðu hiti og mikill raki
Dómari: Rubiel Vasquez (Bandaríkin)
Áhorfendur: 4000
('77)
('46)
('62)
('77)
('31)
('62)
('62)
('31)
('77)
('46)
('62)
('77)
Ísland vinnur og lokatölur 1-0. Fyrsta mark Ísaks Snæs fyrir A-landsliðið er munurinn á liðunum.
Ekki frábær leikur og Gvatemala fékk í raun fleiri færi í seinni hálfleiknum. En sigurinn sætur og sigurmarkið gott.
Takk fyrir mig í kvöld. Seinni leikur verkefnisins verður gegn Hondúras og fer fram aðfaranótt fimmtudags.
Jújú besti vinur minn að skora fyrir landsliðið! Og ég fullur í munchen! Megið velja hvor er að gera betur!
— Ægir Líndal (@AegirLindal) January 14, 2024
My brother @isaks10 ????????
— damir muminovic (@damirmuminovic) January 14, 2024
Hornspyrnan er tekin stutt, fyrirgjöf frá hægri og Gabriel García reynir hjólhestaspyrnu en hittir ekki markið.
Gvatemala fær svo aðra hornspyrnu.
¡YA PIERDE GUATEMALA! ???? Enorme jugada de Islandia que Thorvaldsson finaliza con un fuerte remate para el primer gol del partido. #AmistosoEnFOX pic.twitter.com/ViCMcZXFfJ
— FOX Deportes (@FOXDeportes) January 14, 2024
Isak Thorvaldsson????????
— Fredrik Øvrum (@fredrikovrum) January 14, 2024
MARK!Stoðsending: Jason Daði Svanþórsson
Boltinn fer á Jason sem dempar boltann fyrir Ísak sem klárar með föstu skoti í hægra hornið. Frábært mark! Varamaður með stoðsendingu á annan varamann.
Fyrsta A-landsliðsmark Ísaks!
Kolbeinn Þórðarson undirbýr sig fyrir það að koma inn á.

Logi fær boltann úti vinstra megin en tekst ekki að koma með fyrirgjöf inn á teiginn.

Hendi dæmd á Eggert. Aukaspyrna á miðjum vallarhelmingi Íslands.
Aukaspyrnan tekin inn á íslenska vítateiginn en rangstaða er dæmd. Í kjölfarið er svo flautað til hálfleiks.
Gult spjald: José Carlos Martinez (Gvatemala)
Eggert svo dæmdur rangstæður í næstu sókn. Fellur ekki alveg með honum þessa stundina.

Þetta er í svona 15. skiptið sem leikmaður Gvatemala liggur eftir í leiknum.

Moli frá Magga Matt sem lýsir leiknum á Stöð 2 Sport.
Íslenska liðið pressaði vel fyrir rúmri mínútu og vann boltann. Í kjölfarið hélt liðið boltanum vel og úr varð góð sókn.
?? INICIA PARTIDO | Amistoso Internacional
— FEDEFUT GUATE (@fedefut_oficial) January 14, 2024
????????Guatemala (0) ???? (0) Islandia????????
???? @TigoSportsGt
???? DRV PNK Stadium#ModoSelección #VamosGuate ?????????????????? pic.twitter.com/9v78Cn8WvK
Þrír leikmenn byrja sinn fyrsta landsleik og eru það þeir Brynjólfur Willumsson, Eggert Aron Guðmundsson og Birnir Snær Ingason. Birnir var valinn bestur í Bestu deildinni 2023 og Eggert sá efnilegasti. Brynjólfur hjálpaði Kristiansund að komast aftur upp í norsku úrvalsdeildina.

,,Það var mikill heiður. Maður var pínu sjokkeraður þar sem þú býst ekki alltaf við því að vera valinn í A-landsliðið. Þetta er janúarverkefni og allt það en að fá að spila mögulega fyrir A-landslið Íslands er mikill heiður," sagði Anton Logi í samtali við Fótbolta.net.
,,Ég var ekki að hugsa um þetta og var ekki búinn að velta því upp með þetta verkefni, pæla neitt í því. Þetta kom á óvart. Þegar maður skoðar hópinn þá er maður sáttur að vera valinn."

,,Tilfinningin er mjög skemmtileg. Ég ætla að njóta þess að vera hérna. Þetta er mikill heiður og ég er stoltur af því að vera hérna. Ég ætla að reyna að njóta þess eins mikið og ég get, og reyna að standa mig ef ég fæ eitthvað tækifæri."
,,Mér fannst kallið koma á óvart en ég er þvílíkt sáttur. Það var búið að velja hópinn, en mig langaði upprunalega að vera í hópnum. Þetta er sterkur og skemmtilegur hópur."
,,Arnar (Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga) sagði mér frá þessu þegar við vorum á leiðinni á æfingu. Arnar sagði mér frá þessu fyrst en þegar ég kíkti svo á símann, þá var ég með ósvarað símtal frá Jóa Kalla. Við vorum að gera okkur tilbúna fyrir æfingu og svo kemur hann inn í klefa og segir: 'Biddi, komdu aðeins'. Ég hélt að hann ætlaði að láta mig heyra það. Nei, ég segi svona. Þetta var bara geggjað."
,,Það var smá skrítið að vera með þetta svo á bak við eyrað á æfingunni og maður var mikið að hugsa um þetta," segir Birnir en hann hugsar ekkert um það hvernig kallið kom, að það hafi komið seint. Það skiptir engu máli því heiðurinn er mikill. ,,Mér er alveg sama hvernig kallið kom. Það er mikill heiður að fá þetta tækifæri og ég ætla að njóta þess í botn."

,,Það er hlýrra í Ameríku en í Noregi, sem er gott," sagði Hareide léttur.
,,Ég hlakka til því þetta er tækifæri til að skoða aðra unga leikmenn og leikmenn sem eru að spila á Íslandi. Ég hef séð þá alla spila en ég hlakka til að sjá þá í þessu umhverfi. Þetta eru mjög áhugaverðir leikmenn. Ég hef talað mikið við Davíð Snorra, þjálfara U21 landsliðsins, og hann kemur með okkur í ferðina. Ég tel það mikilvægt að sameina hans þekkingu um þessa leikmenn og okkar hugmyndafræði um það hvernig við viljum spila."
,,Jóhannes Karl, Ég og Davíð munum einnig nýta ferðina til að tala saman um íslenskan fótbolta og hvað sé hægt til að bæta hann. Við erum alltaf að skoða það. Við sáum U19 landsliðið spila á Evrópumótinu í sumar eftir að hafa unnið England. Framtíðin er góð hjá Íslandi og við þurfum bara að vera þolinmóð. Það er mikið bil á milli U21 landsliðsins og A-landsliðins en við þurfum að gefa þessum leikmönnum tækifæri til að sýna sig. Fyrr eða síðar verða þessir leikmenn mjög mikilvægir fyrir Ísland," sagði Hareide.
Alltaf skemmtilegt :-) #reitur pic.twitter.com/qFW7J8oefb
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 12, 2024
,,Þetta eru svipaðir tveir leikir fyrir okkur og gæti hentað okkur ágætlega inn í okkar framhald, við getum unnið í varnarleiknum. Það verða mikið um læti, mikil ástríða í báðum liðum, við þurfum að vera klárir í slag, einhver stimpill um einhverja æfingaleiki á ekki að vera til í okkar orðaforða," sagði Jói Kalli.
,,Við erum klárir í tvo hörku leiki. Þetta er frábær hópur sem við erum með í höndunum, það er góð blanda af ungum strákum, við erum með reynslu hérna líka."
????NÓMINA OFICIAL · Selección Mayor.
— FEDEFUT GUATE (@fedefut_oficial) January 11, 2024
El Director Técnico de la #SeleMayor Luis Fernando Tena convoca a los siguientes jugadores para el Partido Amistoso Internacional ante la Selección de Islandia. #VamosGuate #ModoSelección #JuntosGuate ?????????????? pic.twitter.com/qyPBXirpc6
????¡DE GALA PARA EL PRIMER PARTIDO DE LA SELE del 2024! ??????????????
— FEDEFUT GUATE (@fedefut_oficial) January 13, 2024
????????Guatemala ???? Islandia????????
??17:30hrs (GUA)
???? DRV PNK Stadium#ModoSelección #VamosGuate ?????????????????? pic.twitter.com/ghrIrmsRr1
Sjö nýliðar eru í hópnum: Logi Hrafn, Birnir Snær, Hlynur Freyr, Eggert Aron, Brynjólfur, Lúkas Petersson og Anton Logi.
Arnór Ingvi Traustason (53) og Sverrir Ingi Ingason (46) eru með mestu landsleikjareynsluna í íslenska hópnum í þessu verkefni en hópinn má sjá hér að neðan.
Markmenn
Hákon Rafn Valdimarsson, IF Elfsborg
Patrik Sigurður Gunnarsson, Viking FK
Lukas J. Blöndal Petersson, Hoffenheim
Aðrir leikmenn
Arnór Ingvi Traustason, IFK Norrköping
Sverrir Ingi Ingason, FC Midtjylland
Andri Lucas Guðjohnsen, Lyngby BK
Stefán Teitur Þórðarson, Silkeborg IF
Brynjar Ingi Bjarnason, HamKam
Daníel Leó Grétarsson, SönderjyskE
Andri Fannar Baldursson, IF Elfsborg
Kolbeinn Birgir Finnsson, Lyngby BK
Dagur Dan Þórhallsson, Orlando City SC
Ísak Snær Þorvaldsson, Rosenborg BK
Kristall Máni Ingason, SönderjysskE
Logi Tómasson, Strömsgodset IF
Kolbeinn Þórðarson, IFK Göteborg
Anton Logi Lúðvíksson, Breiðablik
Brynjólfur Andersen Willumsson, Kristiansund BK
Eggert Aron Guðmundsson, Stjarnan
Hlynur Freyr Karlsson, Haugesund
Birnir Snær Ingason, Víkingur
Jason Daði Svanþórson, Breiðablik
Logi Hrafn Róbertsson, FH

Lúkas Petersson
Leikvangurinn tekur 19100 (skv heimasíðu Inter Miami en 21000 samkvæmt Wikipedia) manns í sæti og er völlurinn í Fort Lauterdale.

Inter Miami vann Leagues Cup í haust
Leikurinn átti upphaflega að hefjast 23:30 en hefur verið færður aftur um hálftíma.
Þið lesendur kærir getið séð leikinn á Stöð 2 Sport þar sem hann er í opinni dagskrá. Stuðst er við þá útsendingu í þessari textalýsingu.

('46)
('46)
('75)
('71)
('46)
('46)
('46)
('75)
('71)
('46)





