Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Gvatemala
0
1
Ísland
0-1 Ísak Snær Þorvaldsson '79
14.01.2024  -  00:00
DRV PNK Stadium
Vináttulandsleikur
Aðstæður: 19 gráðu hiti og mikill raki
Dómari: Rubiel Vasquez (Bandaríkin)
Áhorfendur: 4000
Byrjunarlið:
1. Nicholas Hagen (m)
4. José Carlos Pinto
5. Marco Domínguez-Ramírez
9. José Carlos Martinez ('77)
10. Antonio López
13. Alejandro Galindo ('46)
16. José Morales
17. Óscar Castellanos ('62)
18. Óscar Santis ('77)
22. Diego Santis ('31)
25. Kevin Ruiz ('62)

Varamenn:
21. Diego Bolaños (m)
3. Carlos Estrada ('62)
7. Cristian Jiménez ('31)
8. Jonathan Franco
11. José Espinoza
14. Darwin Lom ('77)
15. Marlon Sequén ('46)
19. Gabriel García ('62)
20. Gerardo Gordillo
23. Elmer Cardoza ('77)

Liðsstjórn:
Luis Fernando Tena (Þ)

Gul spjöld:
José Carlos Martinez ('45)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÓTRÚLEGUR DARRAÐADANS! Hvernig jafnaði Gvatemala ekki?!?! Hákon Rafn bjargar tvisvar og Brynjar Ingi einu sinni. Boltanum er hreinsað í burtu og Vasquez flautar til leiksloka.

Ísland vinnur og lokatölur 1-0. Fyrsta mark Ísaks Snæs fyrir A-landsliðið er munurinn á liðunum.

Ekki frábær leikur og Gvatemala fékk í raun fleiri færi í seinni hálfleiknum. En sigurinn sætur og sigurmarkið gott.

Takk fyrir mig í kvöld. Seinni leikur verkefnisins verður gegn Hondúras og fer fram aðfaranótt fimmtudags.
94. mín
Gvatemala fær horn. Þetta fer að klárast.
92. mín
Jason Daði og Ísak Snær, sem tengdu svo vel í markinu, eru auðvitað báðir uppaldir í Aftureldingu og léku svo saman í Breiðabliki tímabilið 2022. Þá voru þeir saman hluti af öflugustu framlínu landsins.
91. mín
Þremur mínútum bætt við
90. mín
Smá bras inn á vítateig og Gvatemala fær hornspyrnu.

Hornspyrnan er tekin stutt, fyrirgjöf frá hægri og Gabriel García reynir hjólhestaspyrnu en hittir ekki markið.
89. mín
Gvatemala á aukaspyrnu á vallarhelmingi Íslands. Dagur Dan brotlegur.
88. mín
Elmer Cardoza í fínasta færi en skot með vinstri fæti sem fer framhjá íslenska markinu. Brynjar Ingi á sinn þátt í því að þetta fór ekki á markið, fltotur varnarleikur.
86. mín
Skot yfir úr teignum José Morales með skot yfir úr teignum eftir flotta takta hjá Jose Pinto. Íslenska liðið lifir þessa sókn af.
86. mín
Smá vandræðagangur. Hákon Rafn með vörslu og þarf svo að verja annað skot eftir frákastið.
85. mín
Gvatemala fær hornspyrnu, boltinn af Degi Dan og aftur fyrir.

Gvatemala fær svo aðra hornspyrnu.
Sjáðu fyrsta landsliðsmark Ísaks
83. mín
Spyrnan frá Lopez fer beint í varnarvegginn.
82. mín
Antonio López vinnur aukaspyrnu við D-bogann á vítateig Íslands. Sýndist það vera Kolbeinn sem var brotlegur, en mögulega var það Stefán Teitur fyrir snertingu rétt á undan.
79. mín MARK!
Ísak Snær Þorvaldsson (Ísland)
Stoðsending: Jason Daði Svanþórsson
ÞARNA!!! Flott sókn upp vinstri kantinn, Eggert Aron finnur þar Loga sem á fyrirgjöf.

Boltinn fer á Jason sem dempar boltann fyrir Ísak sem klárar með föstu skoti í hægra hornið. Frábært mark! Varamaður með stoðsendingu á annan varamann.

Fyrsta A-landsliðsmark Ísaks!
77. mín
Inn:Elmer Cardoza (Gvatemala) Út:Óscar Santis (Gvatemala)
77. mín
Inn:Darwin Lom (Gvatemala) Út:José Carlos Martinez (Gvatemala)
77. mín
Fremstu sex Jason - Kolbeinn - Stefán - Eggert
Ísak - Kristall
75. mín
Leikurinn verið stopp í rúma mínútu. Gabriel García þurfti á aðhlynningu að halda.
75. mín
Inn:Jason Daði Svanþórsson (Ísland) Út:Brynjólfur Willumsson (Ísland)
74. mín
Logi tekur hornspyrnuna og boltinn finnur Daníel á nærsvæðinu. Skallinn fer beint á Hagen í markinu.
73. mín
Fínt spil hjá íslenska liðinu, Dagur finnur Eggert inn á teignum og Eggert reynir fyrirgjöf sem fer af varnarmanni og aftur fyrir.
71. mín
Inn:Kolbeinn Þórðarson (Ísland) Út:Arnór Ingvi Traustason (Ísland)
Kolbeinn kemur inn á og spilar sinn annan landsleik. Mér sýnist Stefán Teitur vera kominn með fyrirliðabandið.
68. mín
Vel unnið til baka hjá Eggerti, vinnur boltann og svo er Gabriel García dæmdur brotlegur.

Kolbeinn Þórðarson undirbýr sig fyrir það að koma inn á.
67. mín
Antonio López reynir að finna fjærhornið en skotið fer framhjá. Gvatemala ofan á þessar síðustu mínútur. Þessi sókn mjög fín.
65. mín
Íslenska liðið stálheppið Fyrirgjöf frá hægri, frábær bolti sem Gabriel García fær einhvern veginn í sig inn á markteig og boltinn vel framhjá. Íslenska liðið stálheppið að lenda ekki undir þarna.
64. mín
Eggert kemur boltanum í netið en búið að flauta brot á Brynjólf í aðdraganda skotsins. Álitleg sókn og svekkjandi brot.
62. mín
Inn:Gabriel García (Gvatemala) Út:Óscar Castellanos (Gvatemala)
62. mín
Inn:Carlos Estrada (Gvatemala) Út:Kevin Ruiz (Gvatemala)
62. mín
Hættuleg fyrirgjöf sem José Carlos Martinez rétt missir af.
61. mín
Þung sókn frá íslenska liðinu en tekst ekki að búa til almennilegt skotfæri. Endar á því að Kristall brýtur af sér hægra megin í teignum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

60. mín
Mikill kraftur í Eggerti, óheppilegt að dómari leiksins elskar að dæma hann brotlegan í návígum.
58. mín
Skot frá Óscar Santis fyrir utan teig sem fer langt framhjá.
56. mín
Antonio López með takta úti á vinstri vængnum, tekur tvo klobba og Eggert brýtur svo á honum.
56. mín
Brynjar Ingi með skot/fyrirgjöf sem Nicholas Hagen er í smá brasi með og þarf að slá boltann til hliðar.
55. mín
Arnór Ingvi með flotta sendingu inn á Kristal sem er úti vinstra megin í vítateig Gvatemala. Cristian Jiménez rennir sér og kemst í boltann. Fínasti varnarleikur en talsverð áhætta.
54. mín
Einhvern veginn fær Ísak ekki hornspyrnu þarna. Leit út fyrir að hafa farið af leikmanni Gvatemala og aftur fyrir en AD1 sér það ekki þannig.
53. mín
Ísak ætlaði að reyna læða boltanum inn á Kristal við vítateig Gvatemala en varnarmaður Gvatemala kemst á milli.
53. mín
Marlon Sequén með skot fyrir utan teig sem fer beint á Hákon Rafn. Gott ef þetta var ekki það fyrsta sem Hákon hefur þurft að gera í leiknum.
51. mín
Eggert vinnur aukaspyrnu á vallarhelmingi Gvatemala, José Morales brotlegur, togaði í Eggert.

Logi fær boltann úti vinstra megin en tekst ekki að koma með fyrirgjöf inn á teiginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
49. mín
Vel gert hjá Eggerti úti hægra megin, vinnur návígi og kemst á ferðina, finnur Dag Dan en Gvatemala verst ágætlega.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
46. mín
Inn:Ísak Snær Þorvaldsson (Ísland) Út:Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland)
Þreföld breyting
46. mín
Inn:Kristall Máni Ingason (Ísland) Út:Birnir Snær Ingason (Ísland)
46. mín
Inn:Logi Tómasson (Ísland) Út:Kolbeinn Finnsson (Ísland)
46. mín
Inn:Marlon Sequén (Gvatemala) Út:Alejandro Galindo (Gvatemala)
45. mín
Hálfleikur
Aron Can í græjunum í Florida. Skemmtilegt.
45. mín
Hálfleikur
Markalaust en íslenska liðið líklegra Gvatemala hefur ekki gert mikið í leiknum og íslenska liðið verið líklegra aðilinn. Brynjólfur fékk besta færi leiksins til þessa en fór illa með það.
45. mín
Hálfleikur
45+2

Hendi dæmd á Eggert. Aukaspyrna á miðjum vallarhelmingi Íslands.

Aukaspyrnan tekin inn á íslenska vítateiginn en rangstaða er dæmd. Í kjölfarið er svo flautað til hálfleiks.
45. mín
45+2

Kolbeinn með fyrirgjöf sem Jose Pinto skallar til baka á markvörð sinn.
45. mín
Tvær mínútur í uppbót 45+1
45. mín Gult spjald: José Carlos Martinez (Gvatemala)
Brýtur á Birni, groddaraleg tækling á vallarhelmingi Gvatemala.
45. mín
Birnir með fyrirgjöf sem skölluð er aftur fyrir. Birnir tekur hornspyrnuna.
42. mín
Flottur varnarleikur hjá Andra Lucasi og Stefáni Teiti og Birnir getur keyrt upp völlinn. Hann finnur Eggert en Eggert má ekki við margnum og missir boltann frá sér. Álitleg skyndisókn sem ekkert varð úr.

Eggert svo dæmdur rangstæður í næstu sókn. Fellur ekki alveg með honum þessa stundina.
38. mín
Brynjólfur í hörkufæri Langur bolti frá Kolbeini í gegn og Brynjólfur gerir vel í því að koma sér fram fyrir varnarmann Gvatemala. Hann er vinstra megin í teignum, opnar líkamann, ætlar að skjóta í fjærhornið en skotið er laust og lesið af markverði Gvatemala. Þetta færi vill Binni fá aftur!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
37. mín
Óscar Castellanos með skottilraun vel fyrir utan íslenska teiginn. Skotið fer langt framhjá.
36. mín
Daníel Leó kemst í boltann frá Kolbeini en skallinn laus. Gvatemala keyrir svo upp í skyndisókn. Dagur Dan verst vel og kemur boltanum í innkast með vel tímasettri tæklingu.
35. mín
Eggert Aron hársbreidd frá því að finna Brynjólf inn á vítateignum. Ísland á núna hornspyrnu.
33. mín
Gvatemala í fínni stöðu en Alejandro Galindo er dæmdur brotlegur gegn Brynjari Inga. Áhorfendur ekki sáttir við dóminn.
32. mín
Brot dæmt á íslenska liðið inn á vítateig Gvatemala. Fínustu hornspyrnur hjá Kolbeini!

Þetta er í svona 15. skiptið sem leikmaður Gvatemala liggur eftir í leiknum.
31. mín
Inn:Cristian Jiménez (Gvatemala) Út:Diego Santis (Gvatemala)
Skipting vegna meiðsla.
31. mín
Fínasta spyrna frá Kolbeini, José Carlos Martinez skallar aftur fyrir og Ísland á aðra hornspyrnu.
30. mín
Andri Lucas vill víti Flott sending inn fyrir frá Eggerti, finnur Andra Lucas og José Carlos Pinto rennir sér. Boltinn fer aftur fyrir og hornspyrna dæmd. Andri Lucas vill fá vítaspyrnu þarna, er ekki sáttur!
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
29. mín
Tilfinningin er sú að íslenska liðið búi yfir meiri gæðum en Gvatemala og það vanti einungis örlítið upp á til að búa til frábært færi.
28. mín
Kolbeinn gerir vel úti vinstra megin, kemur sér í fyrirgjafarstöðu af harðfylgi, á fyrirgjöf á fjærstöngina en Brynjólfur nær ekki að gera sér mat úr þessu - skalli framhjá marki Gvatemala.
26. mín
Boltinn dettur fyrir Brynjólf inn á vítateig Gvatemala eftir sókn upp hægra megin. Skottilraun hans er eitthvað mislukkuð og fer af varnarmanni og í hendur Nicholas Hagen.
25. mín
Stefán Teitur með langt innkast sem veldur usla. Vasquez dæmir brot á eitthvað sem ég sé ekki hvað er og Gvatemala á aukaspyrnu inn á eigin vítateig.
24. mín
Daníel fær aðhlynningu, nóg af kælispreyi og fer af velli. Hann er kominn aftur inn á og heldur áfram í bili hið minnsta.
23. mín
Daníel Leó sest niður Eitthvað að hrjá grindvíska varnarmanninn. Logi Hrafn, Hlynur Freyr og Sverrir Ingi eru til taks á bekknum ef Daníel getur ekki haldið áfram.
21. mín
Menn láta vel finna sér á vellinum og menn óhræddir að henda sér í tæklingar. Á móti er minna um fína spilkafla.
17. mín
Fínasta spyrna frá Degi, djúpt inn á teiginn og á fjærstöngina. Þar er Brynjar Ingi og nær hann til boltans en nær ekki að koma nægilega miklum krafti í skallann og Hagen hirðir upp boltann.
17. mín
Íslenska liðið á aukaspyrnu á vallarhelmingi Gvatemala. Dagur Dan býr sig undir að gefa boltann inn á teiginn.
15. mín
Gvatemala er að leika sinn sjötta leik á þessum velli. Liðið hefur aldrei tapað hér til þessa.

Moli frá Magga Matt sem lýsir leiknum á Stöð 2 Sport.
13. mín
Stefán Teitur skýtur en boltinn fer vel yfir mark Gvatemala. Mislukkuð aukaspyrna.
12. mín
Frábærlega gert Glæsilega spilað hjá Brynjólfi og Birni úti vinstra megin og Brynjólfur vinnur svo aukaspyrnu á góðum stað.

Íslenska liðið pressaði vel fyrir rúmri mínútu og vann boltann. Í kjölfarið hélt liðið boltanum vel og úr varð góð sókn.
10. mín
Hressileg tækling hjá Marco Domínguez-Ramírez og Dagur Dan fékk að finna fyrir þessu. Ísland á aukaspyrnu við miðlínu.
9. mín
Eggert Aron liggur aðeins eftir að hafa fengið högg. Hann fær aukaspyrnu og er nokkuð fljótur að standa upp og halda áfram.
8. mín
Kolbeinn með nóg pláss og lætur vaða utan teigs. Skotið fer beint á Hagen í markinu. Það var hægt að gera meira úr þessari stöðu, en ágætt að enda sókn með skoti.
5. mín
Stefán Teitur er að spila sinn fyrsta leik undir stjórn Hareide. Hann var ekki valinn á síðasta ári og var líka að glíma við meiðsli.
4. mín
Stefán Teitur ætlar að kasta boltanum djúpt inn á teiginn úr innkasti en eins og þetta innkast mislukkist eitthvað og ekkert kemur upp úr þessu.
3. mín
Alejandro Galindo í fínasta færi hægra megin í teignum, smá þröngur skotvinkill en skotið er misheppnað og fer framhjá.
1. mín
Birnir með fyrstu tilraun leiksins en skot hans vinstra megin í teignum fer í varnarmann - ætlaði að skrúfa boltann í fjær. Hröð sókn og laglegt spil.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað!
Fyrir leik
Eins og það séu pollar á vellinum Leiknum var seinkað um hálftíma vegna veðurs. Þegar horft er á völlinn er eins og það séu pollar á nokkrum stöðum á vellinum.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn Íslenski þjóðsöngurinn spilaður á undan. Íslenska liðið spilar í hvítum búningum í kvöld.
Fyrir leik
Samkvæmt yr.no þá eru 19°C, smá úrkoma og smá norðangola við leikvanginn.
Fyrir leik
Bandarískir dómarar Rubiel Vasquez er dómari leiksins og honum til aðstoðar eru þeir Jose Da Silva og Luis Uranga. Fjórði dómari er svo Alyssa Nichols.
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands - Þrír byrja í sínum fyrsta landsleik Byrjunarlið Íslands hefur verið opinberað og er Arnór Ingvi Traustason fyrirliði liðsins í kvöld.

Þrír leikmenn byrja sinn fyrsta landsleik og eru það þeir Brynjólfur Willumsson, Eggert Aron Guðmundsson og Birnir Snær Ingason. Birnir var valinn bestur í Bestu deildinni 2023 og Eggert sá efnilegasti. Brynjólfur hjálpaði Kristiansund að komast aftur upp í norsku úrvalsdeildina.

Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
,,Maður var pínu sjokkeraður" Anton Logi Lúðvíksson kíkti í heimsókn á skrifstofu Fótbolti.net á dögunum og ræddi um verkefnið.

,,Það var mikill heiður. Maður var pínu sjokkeraður þar sem þú býst ekki alltaf við því að vera valinn í A-landsliðið. Þetta er janúarverkefni og allt það en að fá að spila mögulega fyrir A-landslið Íslands er mikill heiður," sagði Anton Logi í samtali við Fótbolta.net.

,,Ég var ekki að hugsa um þetta og var ekki búinn að velta því upp með þetta verkefni, pæla neitt í því. Þetta kom á óvart. Þegar maður skoðar hópinn þá er maður sáttur að vera valinn."

   11.01.2024 13:12
Heiður að vera valinn - „Væri gaman að sjá Messi þarna"
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
,,Hélt að hann ætlaði að láta mig heyra það" Birnir Snær Ingason, einn af nýliðunum í hópnum, ræddi við Fótbolta.net í gær.

,,Tilfinningin er mjög skemmtileg. Ég ætla að njóta þess að vera hérna. Þetta er mikill heiður og ég er stoltur af því að vera hérna. Ég ætla að reyna að njóta þess eins mikið og ég get, og reyna að standa mig ef ég fæ eitthvað tækifæri."

,,Mér fannst kallið koma á óvart en ég er þvílíkt sáttur. Það var búið að velja hópinn, en mig langaði upprunalega að vera í hópnum. Þetta er sterkur og skemmtilegur hópur."

,,Arnar (Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga) sagði mér frá þessu þegar við vorum á leiðinni á æfingu. Arnar sagði mér frá þessu fyrst en þegar ég kíkti svo á símann, þá var ég með ósvarað símtal frá Jóa Kalla. Við vorum að gera okkur tilbúna fyrir æfingu og svo kemur hann inn í klefa og segir: 'Biddi, komdu aðeins'. Ég hélt að hann ætlaði að láta mig heyra það. Nei, ég segi svona. Þetta var bara geggjað."

,,Það var smá skrítið að vera með þetta svo á bak við eyrað á æfingunni og maður var mikið að hugsa um þetta,"
segir Birnir en hann hugsar ekkert um það hvernig kallið kom, að það hafi komið seint. Það skiptir engu máli því heiðurinn er mikill. ,,Mér er alveg sama hvernig kallið kom. Það er mikill heiður að fá þetta tækifæri og ég ætla að njóta þess í botn."

Mynd: KSÍ



   13.01.2024 13:30
Hélt kannski að Arnar ætlaði að láta sig heyra það en fékk í staðinn draumafréttirnar
Fyrir leik
,,Þurfum að gefa þessum leikmönnum tækifæri til að sýna sig" Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide ræddi við Fótbolta.net í síðustu viku um verkefnið.

,,Það er hlýrra í Ameríku en í Noregi, sem er gott," sagði Hareide léttur.

,,Ég hlakka til því þetta er tækifæri til að skoða aðra unga leikmenn og leikmenn sem eru að spila á Íslandi. Ég hef séð þá alla spila en ég hlakka til að sjá þá í þessu umhverfi. Þetta eru mjög áhugaverðir leikmenn. Ég hef talað mikið við Davíð Snorra, þjálfara U21 landsliðsins, og hann kemur með okkur í ferðina. Ég tel það mikilvægt að sameina hans þekkingu um þessa leikmenn og okkar hugmyndafræði um það hvernig við viljum spila."

,,Jóhannes Karl, Ég og Davíð munum einnig nýta ferðina til að tala saman um íslenskan fótbolta og hvað sé hægt til að bæta hann. Við erum alltaf að skoða það. Við sáum U19 landsliðið spila á Evrópumótinu í sumar eftir að hafa unnið England. Framtíðin er góð hjá Íslandi og við þurfum bara að vera þolinmóð. Það er mikið bil á milli U21 landsliðsins og A-landsliðins en við þurfum að gefa þessum leikmönnum tækifæri til að sýna sig. Fyrr eða síðar verða þessir leikmenn mjög mikilvægir fyrir Ísland,"
sagði Hareide.

   09.01.2024 14:30
Hareide: Alltaf bænin áður en ég fer að sofa

   10.01.2024 14:30
Vonaðist eftir að hafa Gylfa og Aron með - „Hef alltaf áhyggjur af þeim"
Búast við 4000 manns á leikinn í kvöld Hér er myndband frá æfingu í gær.

Fyrir leik
,,Á ekki að vera til í okkar orðaforða" Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Jóhannes Karl Guðjónsson ræddi við KSÍ TV í gær.

,,Þetta eru svipaðir tveir leikir fyrir okkur og gæti hentað okkur ágætlega inn í okkar framhald, við getum unnið í varnarleiknum. Það verða mikið um læti, mikil ástríða í báðum liðum, við þurfum að vera klárir í slag, einhver stimpill um einhverja æfingaleiki á ekki að vera til í okkar orðaforða," sagði Jói Kalli.

,,Við erum klárir í tvo hörku leiki. Þetta er frábær hópur sem við erum með í höndunum, það er góð blanda af ungum strákum, við erum með reynslu hérna líka."

   13.01.2024 07:00
Jói Kalli: Á ekki að vera til í okkar orðaforða
Fyrir leik
Hópurinn hjá Gvatemala Langflestir sem hafa verið í hópum landsliðsins að undanförnu spila í heimalandinu. Einhverjir spila í Bandaríkjunum og svo eru leikmenn sem spila í Ísrael, Venesúela, Rúmeníu og einn með Derby County á Englandi.

Fyrir leik
Landsliðshópurinn Leikurinn í kvöld er fyrri leikurinn í þessu verkefni. Seinni leikurinn verður gegn Hondúras aðfaranótt 18. janúars. Leikirnir fara fram utan alþjóðlegs landsleikjaglugga og því eru ekki leikmenn í hópnum sem eru í liðum þar sem deildirnar eru í fullum gangi.

Sjö nýliðar eru í hópnum: Logi Hrafn, Birnir Snær, Hlynur Freyr, Eggert Aron, Brynjólfur, Lúkas Petersson og Anton Logi.

Arnór Ingvi Traustason (53) og Sverrir Ingi Ingason (46) eru með mestu landsleikjareynsluna í íslenska hópnum í þessu verkefni en hópinn má sjá hér að neðan.

Markmenn
Hákon Rafn Valdimarsson, IF Elfsborg
Patrik Sigurður Gunnarsson, Viking FK
Lukas J. Blöndal Petersson, Hoffenheim

Aðrir leikmenn
Arnór Ingvi Traustason, IFK Norrköping
Sverrir Ingi Ingason, FC Midtjylland
Andri Lucas Guðjohnsen, Lyngby BK
Stefán Teitur Þórðarson, Silkeborg IF
Brynjar Ingi Bjarnason, HamKam
Daníel Leó Grétarsson, SönderjyskE
Andri Fannar Baldursson, IF Elfsborg
Kolbeinn Birgir Finnsson, Lyngby BK
Dagur Dan Þórhallsson, Orlando City SC
Ísak Snær Þorvaldsson, Rosenborg BK
Kristall Máni Ingason, SönderjysskE
Logi Tómasson, Strömsgodset IF
Kolbeinn Þórðarson, IFK Göteborg
Anton Logi Lúðvíksson, Breiðablik
Brynjólfur Andersen Willumsson, Kristiansund BK
Eggert Aron Guðmundsson, Stjarnan
Hlynur Freyr Karlsson, Haugesund
Birnir Snær Ingason, Víkingur
Jason Daði Svanþórson, Breiðablik
Logi Hrafn Róbertsson, FH
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Lúkas Petersson
Fyrir leik
Spilað á heimavelli Inter Miami Spilað er á Drive Pink leikvanginum sem er heimavöllur Inter Miami í MLS deildinni. Lionel Messi er á meðal leikmanna Inter Miami.

Leikvangurinn tekur 19100 (skv heimasíðu Inter Miami en 21000 samkvæmt Wikipedia) manns í sæti og er völlurinn í Fort Lauterdale.
Mynd: Getty Images

Inter Miami vann Leagues Cup í haust
Fyrir leik
Leikurinn færður til 00:00 Góða kvöldið lesendur kærir og veriði velkomnir í textalýsingu frá vináttulandsleik Gvatemala og Íslands sem fram fer í Flórída í Bandaríkjunum.

Leikurinn átti upphaflega að hefjast 23:30 en hefur verið færður aftur um hálftíma.

Þið lesendur kærir getið séð leikinn á Stöð 2 Sport þar sem hann er í opinni dagskrá. Stuðst er við þá útsendingu í þessari textalýsingu.
Mynd: KSÍ
Byrjunarlið:
12. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
6. Brynjar Ingi Bjarnason
10. Birnir Snær Ingason ('46)
14. Kolbeinn Finnsson ('46)
15. Dagur Dan Þórhallsson
16. Stefán Teitur Þórðarson
18. Daníel Leó Grétarsson
19. Eggert Aron Guðmundsson
21. Arnór Ingvi Traustason ('71)
22. Andri Lucas Guðjohnsen ('46)
22. Brynjólfur Willumsson ('75)

Varamenn:
12. Patrik Gunnarsson (m)
13. Lukas J. Blöndal Petersson (m)
2. Logi Hrafn Róbertsson
3. Logi Tómasson ('46)
5. Sverrir Ingi Ingason
7. Kristall Máni Ingason ('46)
8. Andri Fannar Baldursson
11. Jason Daði Svanþórsson ('75)
17. Kolbeinn Þórðarson ('71)
18. Ísak Snær Þorvaldsson ('46)
20. Hlynur Freyr Karlsson
23. Anton Logi Lúðvíksson

Liðsstjórn:
Age Hareide (Þ)
Davíð Snorri Jónasson
Jóhannes Karl Guðjónsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: