Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Breiðablik
4
1
ÍA
Kristófer Ingi Kristinsson '24 1-0
1-1 Marko Vardic '39
Höskuldur Gunnlaugsson '45 2-1
Jason Daði Svanþórsson '51 3-1
Höskuldur Gunnlaugsson '75 4-1
27.03.2024  -  19:15
Kópavogsvöllur
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Höskuldur Gunnlaugsson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f) ('78)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson ('88)
11. Aron Bjarnason
14. Jason Daði Svanþórsson ('67)
19. Kristinn Jónsson ('67)
21. Viktor Örn Margeirsson
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('46)
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Daniel Obbekjær ('67)
16. Dagur Örn Fjeldsted ('67)
20. Benjamin Stokke ('46)
25. Tumi Fannar Gunnarsson ('78)
26. Ásgeir Helgi Orrason
27. Tómas Orri Róbertsson ('88)

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Særún Jónsdóttir
Eyjólfur Héðinsson
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson

Gul spjöld:
Dagur Örn Fjeldsted ('88)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Til hamingju Breiðablik! Viðtöl og fleira á leiðinni!

Þangað til næst, takk fyrir mig!
92. mín
Inn:Hilmar Elís Hilmarsson (ÍA) Út:Arnór Smárason (ÍA)
Þeir fá að koma inn í 10 sek eða svo
92. mín
Inn:Ísak Máni Guðjónsson (ÍA) Út:Hlynur Sævar Jónsson (ÍA)
Þeir fá að koma inn í 10 sek eða svo
90. mín
+2 í uppbót
90. mín
Árni Salvar er á svakalegum spretti upp völlinn þegar hann nær skotinu á markið sem Anton ver þægilega!
88. mín
Inn:Tómas Orri Róbertsson (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
88. mín Gult spjald: Dagur Örn Fjeldsted (Breiðablik)
Dýfa! Gerir frábærlega og er kominn í vænlega stöðu inn á teig Skagamanna þegar hann fer niður. Villi flautar og allir halda að hann sé að fara að benda á punktinn en hins vegar dæmir hann dýfu og spjaldar Dag!

Mér sýndist þetta vera víti fyrst en Villi sér þetta betur en ég.
85. mín
Arnór með hornið aftur og núna kemst Viktor Jóns í boltann sem skallar hann á markið en Blikar hreinsa. Skagamenn halda hins vegar áfram að pressa á mark Blika!
84. mín
ÍA fær horn! Skagamenn hafa ekki sungið sitt síðasta og liggja á Blikum þessa stundina!
81. mín
Árni vakandi í markinu! Blikarnir komnir einir í gegn en nýta það illa! Dagur Örn fær boltann og ætlar að senda Benjamin Stokke einan í gegn og að klára leikinn en svo var ekki. Árni Marínó var vel vakandi í marki Skagamanna og nær að bjarga ÍA frá enn stærra tapi!
78. mín
Inn:Tumi Fannar Gunnarsson (Breiðablik) Út:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Tveggja marka maðurinn og fyrirliðinn fær heiðursskiptingu!
76. mín
Inn:Árni Salvar Heimisson (ÍA) Út:Ingi Þór Sigurðsson (ÍA)
76. mín
Inn:Albert Hafsteinsson (ÍA) Út:Steinar Þorsteinsson (ÍA)
75. mín MARK!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Stoðsending: Kristinn Steindórsson
VÁ! Kiddi Steindórs og Höskuldur að spila á milli sín eins og þeir eru á skólalóðinni!

Blikarnir voru búnir að halda í boltann vel og spila honum vel á milli sín. Höskuldur fær þá boltann og kemur honum á Kidda sem vippar boltanum yfir vörn Skagamanna og Höskuldur tekur skotið í fyrsta sem syngur í netinu!

Fyrirliðinn með sitt annað mark í kvöld!
75. mín
Anton Ari grípur alla bolta núna Spyrnan er tekin stutt á Jón Gísla sem kemur með boltann fyrir en þar er Anton aftur mættur og nær að handsama boltann.
74. mín
Obbekjær skallar boltann út í horn sem Skagamenn eiga!
73. mín
Arnór tekur spyrnuna en hún er hreinsuð af fyrsta varnarmanni. Skagamenn koma síðan boltanum aftur inn á teig en þar er Anton Ari mættur og handsamar boltann.
72. mín
Skagamenn að fá hornspyrnu eftir glæsilega tæklingu frá Obbekjær!
72. mín
Höskuldur tekur spyrnuna stutt, fær hann aftur og kemur honum fyrir en Skagamenn hreinsa.
71. mín
Dagur Örn fær boltann úti vinstra meginn og sækir hornspyrnu fyrir Breiðablik!
67. mín
Inn:Dagur Örn Fjeldsted (Breiðablik) Út:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
67. mín
Inn:Daniel Obbekjær (Breiðablik) Út:Kristinn Jónsson (Breiðablik)
67. mín
Frábær varsla! Jason gerir frábærlega og leikur á vörn ÍA og kemur mep geggjaðan bolta fyrir. Boltinn endar á enninu á Benjamin Stokke sem er aleinn og skallar hann á markið mjög nálægt markinu en Árni sér við honum!
65. mín
Blikaliðið fær aukaspyrnu í laglegri stöðu út við hliðarlínu.
64. mín
Langt innkast inn á teig Blika. Breiðablik ná ekki að hreinsa almennilega frá og boltinn fellur til Arnórs Smára sem er aleinn inn í D-boganum. Hann lætur vaða í fyrsta en skotið var alls ekki gott og fer langt yfir. Hann er allt annað en sáttur með sjálfan sig þarna!
59. mín
Skagamenn vilja víti! Ingi Þór fær boltann einn inn á teig Blika og hikar og hikar en tekur aldrei skotið. Hann fær þá einhverja snertingu í bakið, sem varsamt ekki mikil sýndist mér, frá varnarmanni Blika. Skagamenn allt annað en sáttir upp í stúku!
58. mín
Blikaliðið hefur gert mjög vel í seinni hálfleik að ná stjórn á leiknum. Held að Skagamenn þurfi einhvern eins og Hinrik Harðar til að sprengja þetta upp.
54. mín
DAUÐAFÆRI! Guðfinnur Þór keyrir af stað og nær frábæru skoti á markið sem Anton ver út í teiginn. Þar er Viktor mættur til að refsa en skotið fer langt yfir markið. Þarna hefði Viktor getað gert mun betur!

Breiðablik brjálaðir. Þeir vildu fá brot á Skagamenn í aðdragandanum. Allt annað en sáttir.
51. mín MARK!
Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Stoðsending: Andri Rafn Yeoman
Jason með stórt mark! Fínasta spil hjá Blikaliðinu sem endar með frábærri sendingu Andra Rafns inn fyrir vörn ÍA á Jason Daða sem vippar yfir Árna í markinu og staðan er orðin 3-1 fyrir Breiðablik!

Næsta mark leiksins er það mikilvægasta!
48. mín
Skagamenn byrja af krafti! Ingi Þór fær boltann og keyrir af stað inn á teiginn og nær skoti sem fer í hliðarnetið. Alvöru kraftu herna í Skagaiðinu til að byrja með!
47. mín
Arnór kemur boltanum inn á teiginn en þar eru bara grænar treyjur sem ná að koma sér í boltann.
47. mín
Skagamenn fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Arnór Smára ætlar að taka hana
46. mín
Leikur hafinn
Og við erum komin í gang á ný!

Skagamenn byrja með boltann
46. mín
Inn:Guðfinnur Þór Leósson (ÍA) Út:Erik Tobias Sandberg (ÍA)
Skagamenn gera einnig eina breytingu
46. mín
Inn:Benjamin Stokke (Breiðablik) Út:Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
Áhugaverð skipting. Kristófer búinn að vera flottur
45. mín
Hálfleikur
Og eftir geggjaðan fyrri hálfleik hefur Villi Alvar flautað í flautu sína og það er kominn hálfleikur.

Sjáumst aftur eftir ca korter elsulegu lesendur!
45. mín
Arnór Smára tekur hornið sem er skallað frá og Arnleifur á skotið sem fer yfir.
45. mín
Viktor Jóns með laglegt færi sem fer af varnarmanni og í horn!
45. mín MARK!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Beint úr aukaspyrnu! Þetta þarf ekkert alltaf að vera flókið!

Kiddi Jóns feikar og hleypur yfir boltann. Höskuldur tekur þá skotið í markmannshornið og skorar! Spurning hvort Árni hefði átt að gera betur í markinu.

Kiddi Jóns, Aron Bjarna, Damir og Höskuldur voru búnir að ræða þetta mjög lengi hvernig þeir ættu að fara með þessa spyrnu sem þeir gerðu mjög vel.
44. mín Gult spjald: Erik Tobias Sandberg (ÍA)
Breiðablik að fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað! Klaufagangur í varnarleik ÍA sem endar með því að Erik Tobias bara verður að brjóta á Kristóferi Inga sem er nánast kominn einn í gegn. Kristófer þarf aðhlynningu en það virðist vera allt í góðu með hann.

Þetta var appelsínugult!
42. mín
Skagamenn hársbreidd frá því að taka forystuna! Hvernig eru Skagamenn ekki komnir yfir?!

Ingi Þór og Arnleifur leika glæsilega á milli sín úti vinstra meginn. Boltinn kemur síðan inn á teiginn, beint á Steinar Þorsteins sem er aleinn og skallar hann yfir.
39. mín MARK!
Marko Vardic (ÍA)
ÞESSI SLEGGJA BARA! Ertu ekki að grínast í mér?!

Marko Vardic fær boltann fyrir utan D-bogann og lætur vaða og bara vá! Frábært skot sem fer beint í samskeytin og lítið sem Anton gat gert í þessu!

Sturlað mark og allt er orðið jafnt upp úr engu!
37. mín
Þeir taka hana stutt á Aron Bjarna sem kemur honum fyrir. Við það myndast stöðug sóknarpressa hjá Blikum sem endar með skoti hjá Kidda Steindórs beint á Árna í markinu.
36. mín
Hornspyrna sem Blikar fá!
33. mín
Arnór Smára með flotta fyrirgjöf sem Höskuldur hreinsar enn og aftur í burtu.
32. mín
Skagamenn að fá hornspyrnu!
31. mín
Langt innkast inn á teig Blika hjá Arnleifi sem Blikar koma frá. Erik Tobias fær boltann og kemur honum aftur fyrir sem Höskuldur hreinsar beint á Inga Þór sem tekur skotið langt langt yfir.
30. mín
Kristófer Ingi allt í öllu Höskuldur finnur Jason Daða með frábærri sendingu. Jasoni tekst ekki að taka á móti boltanum. Boltinn fer þá í lappirnar á Kristófer Inga sem snýr og tekur skotið beint á Árna í marki Skagamanna.
27. mín
Nánast copy paste! Það er Höskudur sem tekur spyrnuna sem Árni Maríno kýlir frá. Boltinn endar hjá Aroni Bjarna á svipuðum stað og hann lagði upp markið. Hann kemur honum fyrir á Kristófer Inga sem er í svipaðri stöðu og þegar hann skoraði nema núna skallar hann boltanum framhjá.
26. mín
Breiðablik fá hornspyrnu!
24. mín MARK!
Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
Stoðsending: Aron Bjarnason
MAAAARRRKKKK!! Marko Vardic í allskonar vandræðum í kvöld!

Hann fær boltann fyrir utan teig skagamanna og ætlar koma boltanum út á Hlyn Sævar. Sending fyrir markið sem Aron Bjarna gerir frábærlega og kemst fyrir. Aron keyrir þá upp að endalínunni og kemur boltanum fyrir á Kristófer sem skallar boltann í netið!

1-0 og það lá í loftinu!
21. mín
Skjóttu drengur! Marko Vardic vinnur boltann ofarlega á vellinum af Viktori Karli og gerir frábærlega og fer framhjá einum varnarmanni. Hann er þá mættur inn á teiginn með boltann en tekur aldrei skotið og tapar boltanum á endanum.

Mikill pirringur hjá Skagamönnum í stúkunni. Skiljanlega, mjög góð staða sem hann nýtti sér mjög illa.
18. mín
Árni Marínó virðist hafa fengið eitthvað hnjask rétt í þessu og þarf aðhlynningu. Vonum bara að það sé ekkert alvarlegt.

Hann er staðinn á fætur og leikurinn er hafinn á ný!
17. mín
Blikarir eru ekki að ná að refsa Skagamönnum nóg. Viktor Karl vinnur boltann ofarlega á vellinum og Blikarnir keyra 5 á móti þremur varnarmönnum ÍA. Viktor gefur hann út á Jason sem á slæma mótöku og missir hann langt frá sér.

Alltof mikið af svona atvikum að eiga sér stað hjá Breiðablik.
14. mín
Blikarnir að vakna Breiðablik eru hægt og rólega að vinna sig inn í leikinn og það kæmi ekki á óvart að við myndum fá mark í leikinn öðru hvoru meginn innan skamms.
12. mín
Arnleifur og Ingi Þór leika mjög vel á milli sín úti vinstra meginn. En áður en Ingi ætlar að láta vaða á markið nær Damir að hreinsa boltanum frá.
8. mín
Breiðablik (4-3-3)
Anton
Höskuldur - Damir - Viktor - Kiddi Jóns
Viktor Karl - Andri Rafn - Kristinn Steindórs
Jason Daði - Kristófer Ingi - Aron Bjarna

ÍA (3-4-3)
Árni
Hlynur - Erik - Oliver
Jón Gísli - Arnór - Marko - Arnleifur
Steinar - Viktor - Ingi Þór
6. mín
Áfram heldur sóknarpressan Skagamenn eru allt í öllu hérna þessar upphafsmínútur. Þeir pakkfylla teiginn af gulum treyjum, Jón Gísli kemur síðan með fyrirgjöf sem Viktor skallar beint á Anton í marki Blika.
2. mín
Skagamenn byrja af krafti Skagamenn byrja leikinn vel. Þora að pressa Breiðablik hátt upp völlinn og voru næstum því búnir að skapa eitt mjög hættulegt færi
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað! Það eru Breiðablik sem koma okkur af stað hérna í kvöld!

Góða skemmtun kæru lesendur!
Fyrir leik
Jæja þá halda liðin til búningsklefa og gera sig klár í slaginn!
Ná Blikar í þann þriðja eða Skagamenn í þann fjórða?
Það er bongó!
Fyrir leik
Fyrri viðureignir Leikurinn í kvöld verður númer 89 milli Blika og ÍA. Skagamenn hafa í gegnum tíðina haft betur í þessari viðureign. En í þessum 88 leikjum hefur ÍA unnið 40 sinnum (45%). Breiðablik hafa unnið Skagamenn 34 sinnum (39%) en liðin hafa 14 sinnum (16%) skilið jöfn að. Markatalan í þessum 88 leikjum er 148-163 ÍA í vil.

Seinast þegar liðin mættust unnu Blikar 3-1 á Kópavogsvelli 1. ágúst, 2022, í Bestu deildinni.

Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson

Fyrir leik
Dómarateymið Vilhjálmur Alvar hefur fengið það skemmtilega hlutverk að dæma þennan leik. Honum til aðstoðar eru þeir Gylfi Már Sigurðsson og Ragnar Þór Bender. Varadómari kvöldsins er Elías Ingi Árnason en eftirlitsmaður KSÍ er Frosti Viðar Gunnarsson.

Vilhjálmur Alvar hefur dæmt 55 leiki í Lengjubikarnum, gefið 191 gul spjöld, dæmt 14 vítaspyrnur og spjaldað rauðu fjórum sinnum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Breiðablik í endurnýjun? Breiðablik unnu Þór A. í Boganum 1-0 í undanúrlistum Lengjubikarsins. En þrátt fyrir tap gegn FH og jafntefli gegn Vestra rúlluðu þeir yfir Keflavík, Grindavík og Gróttu.

Blikarnir koma auðvitað úr fáranlega furðulegu tímabili í fyrra. Það er ekkert Íslenskt félagslið sem átti lengra tímabil en Blikarnir þar sem þeir komust auðvitað í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. En það sást í seinustu leikjum Blika í fyrra að það var komin mikil þreyta í hópin og skiljanlega.

Blikarnir hafa misst marga mikilvæga leikmenn og auðvitað Óskar Hrafn líka út til Noregs. Dóri Árna er tekinn við liðinu og þjálfarateymi Blika er núna mjög ungt og spennandi. En ásamt því að hafa misst marga mikilvæga leikmenn hafa þeir náð að styrkja sig líka ágætlega með leikmönnum eins og Aroni Bjarna, Kidda Jóns, Benjamin Stokke og fleiri góðum leikmönnum. En það er spurning hvort Blikaliðið sé nógu sterkt til þess að berjast við Víking R. og Val um Bestu deildar skjöldinn þegar umspilið hefst. En liðið og hópurinn lítur mjög spennandi út eins og staðan er í dag.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Svona lítur þessi ágæti gluggi út hjá Breiðablik:

Komnir
Aron Bjarnason frá Sirius
Benjamin Stokke frá Kristiansund
Kristinn Jónsson frá KR
Arnór Gauti Jónsson frá Fylki
Daniel Obbekjær frá Færeyjum
Tómas Orri Róbertsson frá Grindavík (var á láni)

Farnir
Gísli Eyjólfsson til Svíþjóðar
Anton Logi Lúðvíksson til Haugesund
Davíð Ingvarsson til Danmerkur
Klæmint Olsen til NSÍ (var á láni)
Ágúst Eðvald Hlynsson til Danmerkur
Ágúst Orri Þorsteinsson til Genoa
Oliver Stefánsson til ÍA
Arnar Númi Gíslason til Fylkis (var á láni hjá Gróttu)
Alex Freyr Elísson til Fram (var á láni hjá KA)
Fyrir leik
Skagamenn lofa góðu Eftir frábært sumar í fyrra, fyrir utan kannski fyrstu fimm leiki tímabilsins, eru Skagamenn mættir aftur í deild þeirra bestu. Það er alveg morgunljóst að þeir ætla svo sannarlega að selja sig dýrt í sumar. Ásamt því að hafa styrkt sig vel í vetur hafa þeir átt gott undirbúnigstímabil.

Skagamenn unnu feykisterkt Valslið í endurkomuleik Gylfa Sig í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum Lengjubikarsins. Fyrir þann leik unnu þeir riðilinn sinn með KA, Víkingi R, Leikni R, Dalvík Reyni og Aftureldingu í riðli.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Þór nefndi það í viðtali eftir leikinn gegn Val við Anton Frey Jónsson að Rúnar Már hafi farið með Skagaliðinu út í æfingarferð og sé hugsanlega á leiðinni heim í gulu treyjuna. Það væri gífurlega sterkt fyrir ÍA að fá Rúnar Má. Margir telja það vera svo sterkt fyrir Skagamenn að þeir muni enda í topp 6 með komu Rúnars.

En svona lítur gluggi Skagamanna út í dag:

Komnir
Erik Tobias Sandberg frá Noregi
Hinrik Harðarson frá Þrótti R.
Marko Vardic frá Grindavík
Oliver Stefánsson frá Breiðabliki
Guðfinnur Þór Leósson frá Kára
Ísak Máni Guðjónsson frá Víkingi Ó.

Farnir
Gísli Laxdal Unnarsson til Vals
Indriði Áki Þorláksson hættur
Alex Davey
Marteinn Theodórsson til ÍR
Pontus Lindgren til Svíþjóðar(var á láni frá KR)
Fyrir leik
Under the lights! Heil og sæl! Veriði hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá úrslitaleik Breiðabliks og ÍA í Lengjubikarnum, A deild. Leikurinn fer fram undir ljósunum á Kópavogsvelli.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson
4. Hlynur Sævar Jónsson ('92)
5. Arnleifur Hjörleifsson
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson (f)
10. Steinar Þorsteinsson ('76)
13. Erik Tobias Sandberg ('46)
17. Ingi Þór Sigurðsson ('76)
19. Marko Vardic
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
88. Arnór Smárason ('92)

Varamenn:
11. Hinrik Harðarson
18. Guðfinnur Þór Leósson ('46)
20. Ísak Máni Guðjónsson ('92)
22. Árni Salvar Heimisson ('76)
23. Hilmar Elís Hilmarsson ('92)

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Jón Þór Hauksson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Albert Hafsteinsson
Hjalti Rúnar Oddsson
Dino Hodzic
Orri Þór Jónsson
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
Erik Tobias Sandberg ('44)

Rauð spjöld: