„Heilt yfir vorum við að vinna okkar varnarvinnu mjög vel og ég var mjög ánægður með það, leikskipulagið hélt hvað það varðar en mér fannst við byrja leikinn virkilega vel, fyrstu 20 mínúturnar komum við virkilega vel inn í leikinn og skorum frábært mark og síðan svona missum við svolítið taktinn seinni hluta fyrri hálfleiks og svona hættum að gera þá hluti sem við höfum verið að gera virkilega vel í vetur."
Lestu um leikinn: Valur 5 - 6 ÍA
„Eins og leikur tveggja öflugra liða verða, það verða kaflar í leiknum og mér fannst við koma aftur vel inn í seinni hálfleikinn og eigum fljótlega sláarskot og álitleg upphlaup og góðar stöður sem við hefðum geta nýtt betur en svona heilt yfir erum við virkilega ánægðir með liðið í dag."
Jón Þór Hauksson var spurður út í veturinn og hvort hann sé búin að vera ánægður með veturinn.
„Gríðarlega vel. Við höfum unnið vel og strákarnir lagt hart af sér í vetur og það hefur gengið mjög vel á alla kanta má segja. Við höfum styrkt liðið virkilega vel og þeir nýju leikmenn sem komu og gengu til liðs við okkur hafa komið vel inn þetta hjá okkur, við fengum þá leikmenn sem við ætlðum okkur að fá og ég er bara gríðarlega ánægður með það."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.