Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Dóri Árna svarar gagnrýnisröddum - „Ég vona einhver gefi þeim gott knús heima"
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
   mið 20. mars 2024 21:01
Anton Freyr Jónsson
Jón Þór um veturinn: Fengum þá leikmenn sem við ætluðum okkur að fá
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Heilt yfir vorum við að vinna okkar varnarvinnu mjög vel og ég var mjög ánægður með það, leikskipulagið hélt hvað það varðar en mér fannst við byrja leikinn virkilega vel, fyrstu 20 mínúturnar komum við virkilega vel inn í leikinn og skorum frábært mark og síðan svona missum við svolítið taktinn seinni hluta fyrri hálfleiks og svona hættum að gera þá hluti sem við höfum verið að gera virkilega vel í vetur."


Lestu um leikinn: Valur 5 -  6 ÍA

„Eins og leikur tveggja öflugra liða verða, það verða kaflar í leiknum og mér fannst við koma aftur vel inn í seinni hálfleikinn og eigum fljótlega sláarskot og álitleg upphlaup og góðar stöður sem við hefðum geta nýtt betur en svona heilt yfir erum við virkilega ánægðir með liðið í dag."

Jón Þór Hauksson var spurður út í veturinn og hvort hann sé búin að vera ánægður með veturinn.

„Gríðarlega vel. Við höfum unnið vel og strákarnir lagt hart af sér í vetur og það hefur gengið mjög vel á alla kanta má segja. Við höfum styrkt liðið virkilega vel og þeir nýju leikmenn sem komu og gengu til liðs við okkur hafa komið vel inn þetta hjá okkur, við fengum þá leikmenn sem við ætlðum okkur að fá og ég er bara gríðarlega ánægður með það."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan. 



Athugasemdir
banner
banner
banner