Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
   mið 20. mars 2024 21:01
Anton Freyr Jónsson
Jón Þór um veturinn: Fengum þá leikmenn sem við ætluðum okkur að fá
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Heilt yfir vorum við að vinna okkar varnarvinnu mjög vel og ég var mjög ánægður með það, leikskipulagið hélt hvað það varðar en mér fannst við byrja leikinn virkilega vel, fyrstu 20 mínúturnar komum við virkilega vel inn í leikinn og skorum frábært mark og síðan svona missum við svolítið taktinn seinni hluta fyrri hálfleiks og svona hættum að gera þá hluti sem við höfum verið að gera virkilega vel í vetur."


Lestu um leikinn: Valur 5 -  6 ÍA

„Eins og leikur tveggja öflugra liða verða, það verða kaflar í leiknum og mér fannst við koma aftur vel inn í seinni hálfleikinn og eigum fljótlega sláarskot og álitleg upphlaup og góðar stöður sem við hefðum geta nýtt betur en svona heilt yfir erum við virkilega ánægðir með liðið í dag."

Jón Þór Hauksson var spurður út í veturinn og hvort hann sé búin að vera ánægður með veturinn.

„Gríðarlega vel. Við höfum unnið vel og strákarnir lagt hart af sér í vetur og það hefur gengið mjög vel á alla kanta má segja. Við höfum styrkt liðið virkilega vel og þeir nýju leikmenn sem komu og gengu til liðs við okkur hafa komið vel inn þetta hjá okkur, við fengum þá leikmenn sem við ætlðum okkur að fá og ég er bara gríðarlega ánægður með það."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan. 



Athugasemdir
banner