Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   mið 20. mars 2024 21:01
Anton Freyr Jónsson
Jón Þór um veturinn: Fengum þá leikmenn sem við ætluðum okkur að fá
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Heilt yfir vorum við að vinna okkar varnarvinnu mjög vel og ég var mjög ánægður með það, leikskipulagið hélt hvað það varðar en mér fannst við byrja leikinn virkilega vel, fyrstu 20 mínúturnar komum við virkilega vel inn í leikinn og skorum frábært mark og síðan svona missum við svolítið taktinn seinni hluta fyrri hálfleiks og svona hættum að gera þá hluti sem við höfum verið að gera virkilega vel í vetur."


Lestu um leikinn: Valur 5 -  6 ÍA

„Eins og leikur tveggja öflugra liða verða, það verða kaflar í leiknum og mér fannst við koma aftur vel inn í seinni hálfleikinn og eigum fljótlega sláarskot og álitleg upphlaup og góðar stöður sem við hefðum geta nýtt betur en svona heilt yfir erum við virkilega ánægðir með liðið í dag."

Jón Þór Hauksson var spurður út í veturinn og hvort hann sé búin að vera ánægður með veturinn.

„Gríðarlega vel. Við höfum unnið vel og strákarnir lagt hart af sér í vetur og það hefur gengið mjög vel á alla kanta má segja. Við höfum styrkt liðið virkilega vel og þeir nýju leikmenn sem komu og gengu til liðs við okkur hafa komið vel inn þetta hjá okkur, við fengum þá leikmenn sem við ætlðum okkur að fá og ég er bara gríðarlega ánægður með það."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan. 



Athugasemdir