Napoli vill kaupa Dragusin - Greenwood kostar 50 milljónir punda - Man Utd vill Frenkie de Jong - Arsenal setur sjö leikmenn á sölu - Mbappe kynntur í...
Besta-deild karla
Víkingur R.
19:15 0
0
FH
Besta-deild karla
Fylkir
19:15 0
0
Breiðablik
Besta-deild karla
KR
56' 0
1
HK
Víkingur R.
4
2
KA
0-1 Sveinn Margeir Hauksson '7
Danijel Dejan Djuric '20 , víti 1-1
Nikolaj Hansen '36 2-1
Aron Elís Þrándarson '45 3-1
Danijel Dejan Djuric '63 4-1
4-2 Elfar Árni Aðalsteinsson '76
28.04.2024  -  16:15
Víkingsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Léttskýjað en hlýtt, príma aðstæður
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Áhorfendur: 885
Maður leiksins: Danijel Dejan Djuric (Víkingur)
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
10. Pablo Punyed (f) ('67)
12. Halldór Smári Sigurðsson ('58)
17. Ari Sigurpálsson ('67)
19. Danijel Dejan Djuric
21. Aron Elís Þrándarson ('58)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen ('67)
24. Davíð Örn Atlason

Varamenn:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
8. Viktor Örlygur Andrason ('67)
9. Helgi Guðjónsson ('67)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson ('58)
25. Valdimar Þór Ingimundarson ('67)
27. Matthías Vilhjálmsson ('58)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Rúnar Pálmarsson
Aron Baldvin Þórðarson
Óskar Örn Hauksson

Gul spjöld:
Nikolaj Hansen ('62)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Víkingar vinna hér í dag eftir viðburðaríkan leik. Nóg af punktum sem verður talað um eftir þetta en viðtöl og skýrsla er væntanlegt seinna í kvöld.
91. mín
Uppbótartíminn er 3 mínútur.
88. mín
KA menn orðnir mjög opnir núna og langur bolti fram gerir Erlingi kleift að vera einn á móti markmanni. Steinþór lokar hinsvegar vel á hann og ver skotið.
87. mín
Þessi hornspyrna líka hættuleg en Víkingar voru hársbreidd frá því að ná til boltans en í staðin siglir boltinn yfir alla og í markspyrnu.
85. mín
Danijel nálægt þrennunni! Víkingar vinna boltan ofarlega á vellinum og setja boltan inn í teig þar sem Danijel er í dauðafæri en skotið hans er varið af Steinþóri í horn.

Víkingar eru svo hættulegir úr horninu en skotið fer í varnarmann og annað horn.
81. mín
Inn:Valdimar Logi Sævarsson (KA) Út:Rodrigo Gomes Mateo (KA)
81. mín
Inn:Andri Fannar Stefánsson (KA) Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
76. mín MARK!
Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Stoðsending: Ívar Örn Árnason
KA minnkar muninn! Einfalt en gott skalla mark.

Ívar lyftir boltanum inn í teiginn þar sem Elfar rís hæst og setur hann í nærhornið.
71. mín
Inn:Breki Hólm Baldursson (KA) Út:Ingimar Torbjörnsson Stöle (KA)
70. mín Gult spjald: Rodrigo Gomes Mateo (KA)
Brást illa við aukaspyrnu sem Víkingur fékk.
69. mín
Þvílíkt dauðafæri fyrir KA!!! Daníel setur boltan fyrir markið og Elfar er dauðafrír inn í teig. Hann skallar í stöngina og þá fylgir Hans eftir bara örfáum metrum frá markinu en skýtur boltanum yfir.
67. mín
Inn:Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.) Út:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
67. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
67. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Pablo Punyed (Víkingur R.)
66. mín
Víkingar sækja hratt og Ari keyrir á teiginn en skotið hans fer framhjá.
63. mín MARK!
Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
Stoðsending: Erlingur Agnarsson
Þvílíkt mark!!!! Víkingar vinna boltan á miðjum vellinum og Erlingur er fljótur að setja boltan á Danijel. Hann tekur svo eina snertingu og þrumar frá löngu færi niður í fjærhornið. Frábært skot!
62. mín Gult spjald: Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Bæði Elfar og Niko fá spjald fyrir þessar stimpingar.
62. mín Gult spjald: Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Þá fer Danijel niður inn í teig KA manna, það verða svo einhverjar stimpingar eftir þetta.
60. mín
KA vildi fá vítaspyrnu fyrir nokkru síðan þar sem Elfar var tekinn niður inn í teig. Hann er klárlega tekinn niður og KA menn fok illir á hliðarlínunni.
60. mín Gult spjald: Hans Viktor Guðmundsson (KA)
58. mín
Inn:Matthías Vilhjálmsson (Víkingur R.) Út:Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Matthías fer niður í hafsentinn.
58. mín
Inn:Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.) Út:Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
56. mín
Inn:Viðar Örn Kjartansson (KA) Út:Bjarni Aðalsteinsson (KA)
Það er sett strikerana inná
56. mín
Inn:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) Út:Harley Willard (KA)
Það er sett strikerana inná
53. mín
Seinni hálfleikurinn fer heldur rólega af stað, mikið af stöðubaráttum en færin hafa ekki verið að koma strax.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
Menn á X-inu ekki sammála þessum vítaspyrnudómi
45. mín
Hálfleikur
Hrikalegur rýtingur fyrir gestina að fá þetta mark á sig alveg í blá lokin. KA menn verið miklu betri en í síðustu leikjum. Aftur á móti er þetta Víkings lið bara eins og smurð vél, þeir hafa ekki boðið upp á neina flugeldasýningu en eru eitraðir þegar þeir fá sín færi og klára þau vel.
45. mín MARK!
Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Stoðsending: Ari Sigurpálsson
Hrikalega einfalt mark fyrir Víkingana! Ari fær boltan út á vinstri kanti og KA vörnin splúndrast alveg. Ari er svo ekki neinum vandræðum með að setja boltan út á Aron sem klárar snyrtilega í fjærhornið.

KA vörnin leit hrikalega út í þessu.
43. mín
Ari með gott skot fyrir utan teig Víkingar spila mjög vel í gegnum KA liðið og Ari fær boltan fyrir utan teig. Hann lætur vaða en Steinþór er fljótur niður og ver frá honum.
36. mín MARK!
Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Stoðsending: Pablo Punyed
Dauðafrír inn í teig og Víkingar leiða! Pablo tekur hornspyrnu sem hann lyftir inn í teig. Þá er maðurinn sem má aldrei vera frír inn í teig algljörlega ó dekkaður. og hann stangar boltanum inn.
34. mín
Djuric tekur skotið úr spyrnunni og hún er stórhættuleg. Boltinn dettur vel og Steinþór þarf að hafa sig allan við að verja þetta skot.
33. mín Gult spjald: Ívar Örn Árnason (KA)
Víkingar fá aukaspyrnu á hættulegum stað.
30. mín
Ingvar í vandræðum! KA menn sækja hratt upp hægri kantinn í gegnum Ingimar sem kemur boltanum svo inn á völlinn, þar skoppast boltinn aðeins á milli manna þegar Harley tekur svo boltan á lofti og skýtur í átt að marki. Ingvar reynir að grípa boltan en hann missir hann næstum í eigið mark.
28. mín
KA menn með fína sókn hérna, Bjarni setur boltan á Harley sem er í fínni stöðu fyrir utan teig þar sem hann tekur skotið en Ingvar gerir vel og ver skotið.
24. mín
Hættulegt skot rétt framhjá Erlingur keyrir inn á völlinn frá hægri kantinum og tekur skotið en það siglir rétt framhjá stönginni.
20. mín Mark úr víti!
Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
Þeir jafna leikinn! Eins öruggt og það gerist, Danijel setur boltan hátt upp í hægra hornið og Steinþór fer í vitlaust horn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
19. mín Gult spjald: Ingimar Torbjörnsson Stöle (KA)
Fyrir eitthvað tuð. KA menn eru brjálaðir, þetta virtist soft dómgæsla.
18. mín
Víti fyrir Víkinga!! Nikolaj Hansen er tekinn niður inn í teig og Gunnar hugsar sig aðeins um áður en hann bendir á punktinn.
18. mín
Hafliði auðvitað mættur með myndavélina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

13. mín
Karl Friðleifur í góðri stöðu Víkingar sækja vel á KA og boltinn færist til vinstri á Karl sem stingur manninn sinn af þegar hann sækir inn á völlinn. Hann tekur svo skotið fyrir utan teig en Steinþór sér við honum í markinu.
11. mín
KA menn skapa smá hættu eftir aukaspyrnu. Boltinn ping pongast milli manna og Harley nær boltanum og keyrir í átt að markinu. Hann tekur skotið en það er ekki nægilega gott og Ingvar er ekki í miklum vandærðum.
7. mín MARK!
Sveinn Margeir Hauksson (KA)
Stoðsending: Ásgeir Sigurgeirsson
KA komast yfir!!! KA menn spila hratt úr öftustu línu og Ásgeir setur boltan hátt fram á við. Sveinn Margeir vinnur þar kapphlaupið við Halldór Smára og lætur vaða við vítateiglínunni og boltinn syngur í netinu!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
4. mín
Djuric með fína stöðu fyrir utan teig og hann tekur skotið en það fer rétt framhjá.
3. mín
KA menn fá fyrstu hornspyrnu leiksins Daníel setur boltan á fjærstöngina þar sem Bjarni reynir að setja boltan aftur fyrir teiginn en Víkingar hreinsa.
2. mín
Uppstilling liðana Víkingur 4-3-3
Ingvar
Davíð - Gunnar - Halldór - Karl
Pablo - Danijel - Aron
Erlingur - Nikolaj - Ari

KA 4-3-3
Jajalo
Hrannar - Hans - Ívar - Ingimar
Willard - Rodri - Daníel
Bjarni - Sveinn - Ásgeir
1. mín
Leikur hafinn
Gunnar Oddur dómari flautar leikinn af stað og það eru Víkingar sem taka upphafs sparkið.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin! Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga gerir tvær breytingar á liði sínu sem sigraði Breiðablik 4-1 í síðustu umferð. Það eru þeir Aron Elís Þrándarson og Halldór Smári Sigurðsson sem koma inn í liðið á kostnað Gísla Gottskálk Þórðarson og Oliver Ekroth, en sá síðarnefndi er í leikbanni.

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA gerir tvær breytingar á liði sínu sem tapaði 1-0 fyrir Vestra í síðustu umferð. Það er Harley Willard og Steinþór Már Auðunsson sem koma inn í liðið á kostnað Elfars Árna Aðalsteinssonar og Kristijan Jajalo.
Fyrir leik
Danni Hafsteins skoraði svakalegt mark í bikarnum
Fyrir leik
AI spáir í leikinn Albert Brynjar Ingason, þáttastjórnandi Gula Spjaldsins og sérfræðingur í Stúkunni á Stöð 2 Sport, spáir í leikina sem eru framundan í fjórðu umferðinni.

Víkingur R. 2 - 0 KA
Hafa verið jafnir leikir þarna í Víkinni milli þessara liða, Gunnar Vatnhamar með late winner í fyrra og voru einnig með late winner árið á undan. Víkingar skora hins vegar tvö í þessum leik og mark í sitthvorum hálfleiknum, Djuric og Vatnhamar með mörkin og Rodri fær rautt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómari leiksins Gunnar Oddur Hafliðason mun dæma þennan leik en honum til aðstoðar verða Bryngeir Valdimarsson og Hreinn Magnússon.

EFtirlitsmaður er Kristinn Jakobsson og varadómari er Erlendur Eiríksson.
Mynd: Hulda Margrét
Fyrir leik
Fyrsti útileikur KA manna KA liðið hefur spilað alla sína fyrstu 3 leiki í deildinni á heimavelli en sitja eftir með aðeins 1 stig úr þeim leikjum. Gengi KA manna hefur verið töluvert langt undir getu en þeir bættu stöðu sína aðeins í miðri viku þegar þeir sigruðu ÍR naumlega í bikarnum. Það er spurning hvort leikmannahópurinn mun hafa gott af því að spila á útivelli í dag og það getur mögulega lyft þeim eitthvað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Íslandsmeistararnir líta út eins og meistarar Víkingarnir hafa hlaupið af stað inn í mótið þar sem þeir eru eina liðið með fullt hús stiga eftir 3 leiki. Núna í miðri viku slóu þeir út Víðismenn í bikarnum en þeir náðu að hvíla stóran hluta af byrjunarliðinu í þeim leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikur á besta tíma Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Víkings og KA í Bestu deild karla.

Leikurinn hefst klukkan 16:15 og verður spilaður í hamingjunnni á Víkingsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo ('81)
5. Ívar Örn Árnason
7. Daníel Hafsteinsson
8. Harley Willard ('56)
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f) ('81)
22. Hrannar Björn Steingrímsson
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle ('71)
28. Hans Viktor Guðmundsson
30. Sveinn Margeir Hauksson
77. Bjarni Aðalsteinsson ('56)

Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('56)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
14. Andri Fannar Stefánsson ('81)
18. Hákon Atli Aðalsteinsson
19. Breki Hólm Baldursson ('71)
23. Viðar Örn Kjartansson ('56)
44. Valdimar Logi Sævarsson ('81)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Elmar Dan Sigþórsson
Petar Ivancic
Árni Björnsson
Steingrímur Örn Eiðsson
Michael Charpentier Kjeldsen

Gul spjöld:
Ingimar Torbjörnsson Stöle ('19)
Ívar Örn Árnason ('33)
Hans Viktor Guðmundsson ('60)
Elfar Árni Aðalsteinsson ('62)
Rodrigo Gomes Mateo ('70)

Rauð spjöld: