Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 12. maí 2024 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vilja Eze til að fylla í skarðið fyrir Richarlison
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
BBC hefur tekið saman slúðurpakka dagsins á þessum fjöruga fótboltasunnudegi. Það er nóg að frétta í dag þar sem keppnistímabilinu fer að ljúka og styttist óðfluga í félagsskiptaglugga sumarsins.


Al-Hilal ætlar að leggja mikið púður í að reyna að kaupa Richarlison í sumar. Richarlison er 27 ára landsliðsmaður Brasilíu sem myndi spila með ýmsum samlöndum sínum, til dæmis Neymar, í stjörnum prýddu liði Al-Hilal. (Daily Mail)

Tottenham vill kaupa Eberechi Eze, 25, frá Crystal Palace til að fylla í skarðið sem Richarlison skilur eftir. Manchester City hefur þó einnig áhuga á Eze. (Football Insider)

Napoli vill kaupa Radu Dragusin, 22 ára miðvörð Tottenham sem hefur ekki tekist að festa sig í sessi í byrjunarliðinu síðan hann var keyptur í janúar. Spurs vill fá 40 milljónir punda fyrir Dragusin, sem kostaði um 25 milljónir í janúar. (Sun)

Barcelona og Atlético Madrid eru að gefast upp í baráttunni um Mason Greenwood, 22 ára kantmann Manchester United sem leikur á láni hjá Getafe. Rauðu djöflarnir vilja rúmlega 50 milljónir punda fyrir leikmanninn umdeilda. (Marca)

Man Utd hefur enn mikinn áhuga á Frenkie de Jong, 26 ára miðjumanni Barcelona og hollenska landsliðsins. Rauðu djöflarnir hafa reynt við De Jong í fortíðinni en án árangurs. (Mundo Deportivo)

Steve McClaren, aðstoðarþjálfari, verður líklega áfram hjá Man Utd í sumar þó að Erik ten Hag og aðrir meðlimir þjálfarateymisins verði mögulega reknir. (Mirror)

FC Bayern er að íhuga að bjóða 60 milljónir punda fyrir Adam Wharton, 20 ára miðjumann Crystal Palace. (Sun)

Vonir Arsenal um að krækja í spænska miðjumanninn Martin Zubimendi, 25, minnkuðu umtalsvert á dögunum eftir ummæli frá Imanol Alguacil, þjálfara Real Sociedad, sem sagði leikmanninn ekki vera til sölu í sumar. (Metro)

Raphinha, 27, er tilbúinn til að yfirgefa Barcelona í sumar ef hann fær gott tilboð úr ensku úrvalsdeildinni. (Mundo Deportivo)

Barca gæti hætt við að krækja í Bernardo Silva frá Man City til að reyna frekar við Xavi Simons, ungstirni PSG sem er að gera flotta hluti á láni hjá RB Leipzig. (Sport)

Arsenal hefur sett sjö leikmenn á sölulista fyrir sumarið og þar af eru þrír enskir landsliðsmenn. Aaron Ramsdale, Eddie Nketiah og Emile Smith Rowe eru allir falir í sumar. (Mirror)

Pascal Gross, 32 ára miðjumaður Brighton, gæti gengið til liðs við Eintracht Frankfurt í sumar. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við Brighton. (Sky Germany)

Everton hefur áhuga á Kelechi Iheanacho, 27 ára framherja Leicester og nígeríska landsliðsins. (Football Insider)

Bayern hefur áhuga á Oliver Glasner til að taka við þjálfarastarfinu hjá sér. Glasner er nýtekinn við hjá Crystal Palace og hefur ekki áhuga á að skipta um félag í sumar. (Sky Sports)

Real Madrid ætlar ekki að tilkynna félagsskipti Kylian Mbappé fyrr en eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Dortmund. (Athletic)
Athugasemdir
banner
banner