Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Víkingur R.
2
0
FH
Aron Elís Þrándarson '45 1-0
Nikolaj Hansen '77
Helgi Guðjónsson '84 2-0
12.05.2024  -  19:15
Víkingsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Allt upp á tíu
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Ingvar Jónsson (Víkingur R.)
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
5. Jón Guðni Fjóluson ('45)
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson ('96)
10. Pablo Punyed ('93)
17. Ari Sigurpálsson ('66)
21. Aron Elís Þrándarson ('66)
23. Nikolaj Hansen (f)
24. Davíð Örn Atlason
27. Matthías Vilhjálmsson

Varamenn:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
8. Viktor Örlygur Andrason ('93)
9. Helgi Guðjónsson ('66)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson ('96)
18. Óskar Örn Hauksson
19. Danijel Dejan Djuric
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('45)
25. Valdimar Þór Ingimundarson ('66)

Liðsstjórn:
Sölvi Ottesen (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Benedikt Sveinsson
Rúnar Pálmarsson
Markús Árni Vernharðsson

Gul spjöld:
Nikolaj Hansen ('44)

Rauð spjöld:
Nikolaj Hansen ('77)
Leik lokið!
Þessi leikur klárast með sigri Víkinga. Komast aftur á sigurbraut eftir tap gegn HK í síðustu umferð. Eru núna einir á toppnum með 15 stig. FH er með 12 stig.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
96. mín
Inn:Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
96. mín
Stuðningsmenn Víkings standa upp og klappa.
95. mín
FH-ingar setja hvern boltann á fætur öðrum inn á teiginn, en það gekk ekkert hjá þeim að búa til færi úr þessu.
93. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Pablo Punyed (Víkingur R.)
90. mín
Sex mínútum bætt við
89. mín Gult spjald: Finnur Orri Margeirsson (FH)
Jæja, núna fær Finnur gult. Þannig að Úlfur hefur fengið gula spjaldið áðan.
87. mín
Helgi með flotta takta eftir hraða sókn en Ísak Óli setur svo boltann aftur fyrir endamörk.
86. mín
Böðvar með skot lengst út í skóg.
84. mín MARK!
Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Karl Friðleifur Gunnarsson
MARK!!!!! Karl Friðleifur með frábæra aukspyrnu og Helgi - ofurvaramaðurinn - mætir til að stanga boltann í netið.

Víkingar eru að klára þetta manni færri!
82. mín
BJARGAÐ Á LÍNU! Helgi Guðjóns allt í einu í dauðafæri og kemur honum undir Sindra, en Ástbjörn bjargar óaðfinnanlega!
79. mín
Finnur Orri með frábæra sendingu á Böðvar sem reynir að skalla hann fyrir markið. Ingvar kemur út og handsamar boltann.
78. mín
Jæja, núna verða þetta mjög svo áhugaverðar lokamínútur.
77. mín Rautt spjald: Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Fær sitt annað gula spjald. Hefði jafnvel getað verið beint rautt.
76. mín
Nikolaj Hansen með ljóta tæklingu og hann er að fara í sturtu.
74. mín
Inn:Arnór Borg Guðjohnsen (FH) Út:Logi Hrafn Róbertsson (FH)
74. mín
Inn:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (FH) Út:Sigurður Bjartur Hallsson (FH)
74. mín
FH ætlaði að taka innkast hratt en þeir voru búnir að biðja um skiptingu. Eru ekki sáttir þegar Erlendur stoppar leikinn.
71. mín
Logi Hrafn með skot á hættulegum stað sem fer í Grétar Snæ. Flaggið fer á loft.
70. mín
FH fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika.
66. mín
Inn:Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.) Út:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
66. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
65. mín
Ágætlega útfærð aukaspyrna hjá Víkingum en Aron Elís setur boltann aftur fyrir endamörk.
64. mín
Hættulegt! Úlfur Ágúst með frábæran bolta fyrir markið og Sigurður Bjartur nær ágætis skalla, en rétt fram hjá markinu fer boltinn.
62. mín
Inn:Vuk Oskar Dimitrijevic (FH) Út:Kjartan Kári Halldórsson (FH)
61. mín
Það er baulað á Bödda þegar hann snertir boltann.
61. mín
Ágætis kraftur í FH en þeir eru ekki að skapa sér neitt öguðum Víkingum.
58. mín
Kjartan Kári lætur sig falla mjög auðveldlega og fær réttilega ekki aukaspyrnu.
56. mín
Fín sókn hjá Víkingum. Endar með fyrirgjöf á kollinn á Nikolaj, en hann þarf aðeins að teygja sig í boltann og yfir fer hann.
53. mín
Þessi seinni hálfleikur er að fara afar rólega af stað.
49. mín
FH að þjarma að Víkingum. Fá hér sína þriðju hornspyrnu í röð. Þessar spyrnur eru að skapa hættu.
48. mín
Böðvar með hornspyrnu sem Davíð Atla skallar aftur fyrir. Kjartan Henry brjálaður þar sem Erlendur ætlaði fyrst ekki að dæma hornspyrnu. Fær svo aðra hornspyrnu.
47. mín
Pablo Punyed með aukaspyrnu og Matti Villa nær skallanum, en það er ekki mikill kraftur í honum.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn!
45. mín
Inn:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.) Út:Jón Guðni Fjóluson (Víkingur R.)
Breyting í hálfleik Jón Guðni tekur bara hálfleik í dag.
45. mín
Rautt spjald? Hafliði tók þessar frábæru myndir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
45. mín
Þessi örugglega sáttur með stöðuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
45. mín
Hálfleikur
Það er búið að flauta til hálfleiks. Bara nokkuð skemmtilegur leikur og mikil barátta. FH-ingar fengu dauðafæri til að skora áður en Víkingar tóku svo forystuna.

Fáum vonandi frábæran seinni hálfleik.
45. mín
Kjartan Kári kominn í fínt færi á fjærstönginni hinum megin en Ingvar sér við honum.
45. mín MARK!
Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Stoðsending: Jón Guðni Fjóluson
MARK!!!!! Víkingarnir taka forystuna.

Jón Guðni með frábæran bolta fyrir markið og þar mætir Aron Elís til að skila boltanum í netið. Frábær afgreiðsla, utanfótar.

Aron Elís bendir á hausinn á Jóni Guðna í fagninu. Sköllóttur á sköllótan.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
45. mín
Tveimur mínútum bætt við
44. mín Gult spjald: Björn Daníel Sverrisson (FH)
Fyrir almenn leiðindi.
44. mín Gult spjald: Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Fyrir almenn leiðindi.
43. mín Gult spjald: Böðvar Böðvarsson (FH)
Stoppar hraða sókn. Stuðningsmenn Víkinga eru gjörsamlega trylltir. Vilja annan lit á þetta spjald.

Böddi tekur utan um hálsinn á Matta og er kannski heppinn að sleppa.
43. mín
Jón Guðni skallar boltann frá markinu.
42. mín
FH fær hornspyrnu þegar markamínútan er að detta í hús...
41. mín
Ekki mikið að frétta hjá Víkingi þessar síðustu mínútur og FH-ingar klóra sig örugglega verulega í handarbökin að vera ekki einu marki yfir.
41. mín
Algjörir töfrar hjá Birni Daníeli í aðdraganda þessa færis.
40. mín
DAUÐAFÆRI!!! Langbesta færi leiksins til þessa! Björn Daníel með ÓTRÚLEGA sendingu inn fyrir á Sigurð Bjart sem er sloppinn einn í gegn á móti Ingvari. Markvörður Víkinga sér þó við honum. Þarna átti Sigurður Bjartur að gera betur!
36. mín
Grétar Snær fer í tæklingu og Aron Elís liggur eftir. Er alveg brjálaður að fá ekki aukaspyrnuna. Grétar virtist ná til boltans.
34. mín
Ari aftur! Ástbjörn aftur í vandræðum á sama stað og áðan. Ætlar að skýla boltanum út af en Matthías vinnur hann af honum. Kemur honum svo á Ara sem er í svipuðu skotfæri og áðan, en hann setur boltann aftur fram hjá.

Ástbjörn ekki ánægður með Sindra í þessu atviki.
31. mín
Grétar kominn upp völlinn og er við það að komast í skotfæri, en Víkingarnir ná að koma sér fyrir.
29. mín
Úlfur með langan bolta upp og Ingvar þarf að vera vel vakandi. Kemur út og skallar hann til að vera á undan Sigurði Bjarti. Það heppnast vel hjá honum.
27. mín
Nikolaj fellur í teignum en það er búið að flauta rangstöðu á danska sóknarmanninn.
27. mín
Víkingar fá aukaspyrnu á góðum stað, með fyrirgjafarmöguleika.
26. mín
Myndir frá Hafliða Maðurinn sefur ekki, hann tekur bara myndir.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
25. mín
Hvor fékk gula spjaldið? Það er eins og Úlfur Ágúst fái það, en ekki Finnur. Mögulega hefur hann sagt eitthvað því brotið verðskuldaði ekki gult spjald.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

20. mín
FH fær núna sína fyrstu hornspyrnu í leiknum. Gerðu vel að vinna hana. Stuðningsmenn FH láta þá vel í sér heyra.
19. mín
Áhugaverð byrjun á þessum leik. Liðin enn að þreifa hvort á öðru og baráttan er svo sannarlega til staðar. Nokkur færi líka.
19. mín
Hornspyrnan á nærsvæðið og Nikolaj skallar fram hjá.
18. mín
Frábært færi! Ari vinnur boltann á stórhættulegum stað og Ástbjörn rennur. Ari er kominn í frábært færi en setur boltann af varnarmanni og langt fram hjá. Hornspyrna sem Víkingur fær.
14. mín
Það er brotið á Ástþóri þegar aukaspyrnan er tekin, en boltinn er ekki í leik. Erlendur lætur endurtaka aukaspyrnuna en Grétar skallar svo frá.
13. mín Gult spjald: Úlfur Ágúst Björnsson (FH)
Fer aftan í Ara Sigurpáls og fær gult. Ódýrt.
11. mín
Sigurður Bjartur fellur þegar hann er að elta langan bolta inn fyrir. Ekkert dæmt á það og það er bara hárréttur dómur. Heimir Guðjóns alls ekki sáttur en brosir svo.
9. mín
Grétar með óþægilega sendingu til baka á Sindra sem þarf að sparka honum í innkast.
8. mín
Þegar Víkingar eru með boltann þá fara þeir í þriggja manna varnarlínu. Gunnar Vatnhamar stígur upp. Aron Elís fer svo hærra líka. Alls konar flæði í þessu að venju.
6. mín
Færi! Flott sókn hjá Víkingum. Langur bolti úr vörninni upp í hægra hornið á Erling. Hann á flottan bolta fyrir og þar kemur Matti Villa á ferðinni, en skot hans fer beint í Ísak Óla. Svo brýtur Matti á miðverði FH-inga.
4. mín
Björn Daníel hleypur hér utan í Ingvar þegar hann er að sparka út. Kemur á blindu hliðina. Ingvar liggur eftir. Spurning með gult spjald en þaðfer ekkert á loft.
3. mín
Arnar Gunnlaugs flottur í boxinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
3. mín
Svona eru Víkingar að stilla upp
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. mín
Svona er FH að stilla upp
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
1. mín
Hættulegt! Langur bolti upp og Úlfur er í fínni stöðu. Sendir hann til hliðar en sendingin er fyrir aftan Sigurð Bjart. Fínasta sókn en vantaði aðeins upp á útfærsluna í lokin.
1. mín
Leikurinn er hafinn! Þá er þessi veisla farin af stað. Góða skemmtun!
Fyrir leik
Liðin að ganga út á völlinn. Þetta fer að bresta á!
Fyrir leik
Fyrsti leikurinn í Víkingi framundan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Stúkan að fyllast Það eru um tíu mínútur í leik og stúkan er að fyllast. Það er góð stemning í Fossvoginum og mikil spenna fyrir þessum leik.
Fyrir leik
Sölvi stýrir Víkingsskútunni í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Liðin mætt út á völl Upphitun hafin á Víkingsvelli og fólk er byrjað að streyma inn á völlinn. Það verður vel mætt, það er 100%.
Fyrir leik
Það er gríðarlega vel tekið á móti manni í fjölmiðlastúkunni í Fossvoginum. Flottar veitingar og ískaldir drykkir. Víkingarnir kunna þetta.
Fyrir leik
Ísak Óli snýr aftur úr banni Hjá FH snýr Ísak Óli Ólafsson úr leikbanni og byrjar hann í staðinn fyrir Dusan Brkovic.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Jón Guðni spilar sinn fyrsta leik í sumar Víkingar töpuðu síðasta leik 3-1 gegn HK en frá þeim leik kemur Ingvar Jónsson aftur í markið fyrir Pálma Rafn Arinbjörnsson. Ari Sigurpálsson, Aron Elís Þrándarson og Nikolaj Hansen koma einnig inn í liðið fyrir Helga Guðjónsson, Danijel Dejan Djuric og Valdimar Þór Ingimundarson.

Jón Guðni Fjóluson leikur þá sinn fyrsta leik í sumar en hann kemur inn fyrir Karl Friðleif Gunnarsson.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár Búið er að opinbera byrjunarliðin fyrir leikinn. Víkingar gera fimm breytingar á milli leikja og FH gerir eina breytingu.

Byrjunarlið Víkings:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
5. Jón Guðni Fjóluson
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
10. Pablo Punyed
17. Ari Sigurpálsson
21. Aron Elís Þrándarson
23. Nikolaj Hansen (f)
24. Davíð Örn Atlason
27. Matthías Vilhjálmsson

Byrjunarlið FH:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
6. Grétar Snær Gunnarsson
7. Kjartan Kári Halldórsson
8. Finnur Orri Margeirsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
21. Böðvar Böðvarsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Ísak Óli Ólafsson
33. Úlfur Ágúst Björnsson
34. Logi Hrafn Róbertsson
Fyrir leik
Arnar að koma sér fyrir Arnar Gunnlaugs er að koma sér fyrir í stúkunni. Er í felulitum og ætlar ekki að láta neinn sjá sig. Það var auðvitað frægt í fyrra þegar hann var í símasambandi við bekkinn hjá Víkingum á meðan hann var í leikbanni gegn Val. Víkingar fengu 250 þúsund króna sekt fyrir það.

Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Fyrir leik
Arnar er í banni Þjálfari Víkinga fékk rauða spjaldið undir lok leiks Víkings gegn HK. Hann verður ekki á hliðarlínunni í kvöld.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Fyrir leik
Erlendur dæmir stórleikinn Erlendur Eiríksson er með flautuna í dag.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Stórar fréttir fyrir Víkinga Það bárust stórar fréttir úr Fossvogi í síðustu viku því Gunnar Vatnhamar endursamdi við félagið. Fyrri samningur átti að renna út eftir yfirstandandi tímabil.

Nýr samningur gildir til þriggja ára, út tímabilið 2027.

Gunnar er 29 ára fjölhæfur leikmaður sem getur bæði spilað í öftustu línu og á miðsvæðinu. Hann er færeyskur landsliðsmaður sem gekk í raðir Víkings fyrir síðasta tímabil og varð Íslands- og bikarmeistari.

Fyrir frammistöðu sína í fyrra var hann valinn í úrvalslið tímabilsins.

Hann kom frá Víkingi í Götu þar sem hann hafði leikið allan sinn feril. Hann varð færeyskur bikarmeistari árin 2014 og 2015 með Víkingi og færeyskur meistari með liðinu tímabilin 2016 og 2017.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Víkingur vann alla leikina í fyrra Þessi lið mættust þrisvar í Bestu deildinni í fyrra og vann Víkingur alla þrjá leikina. Fyrsti leikurinn í Víkinni endaði 2-0 þar sem Birnir Snær Ingason og Nikolaj Hansen skoruðu mörkin. Niðurstaðan í Kaplakrika var svo 1-3 þar sem Kjartan Henry Finnbogason, núverandi aðstoðarþjálfari FH, gerði fyrsta markið en svo skoraði Birnir Snær tvisvar áður en Erlingur Agnarsson gerði þriðja markið.

Eftir að deildinni var skipt, þá vann Víkingur 2-1 sigur á heimavelli. Þar skoruðu Aron Elís Þrándarson og Nikolaj Hansen fyrir Víkinga eftir að Björn Daníel Sverrisson hafði komið FH yfir.

Birnir fór illa með FH í fyrra en hann er núna að spila í Svíþjóð

Fyrir leik
Kom á óvart með liðsvali í síðasta leik Það vakti athygli í síðasta leik Víkings gegn HK að Pálmi Rafn Arinbjörnsson var í byrjunarliðinu í stað Ingvars Jónssonar. Pálmi var fenginn til Víkings frá Wolves í vetur og spilaði hann nokkra leiki í vetur og bikarleikinn gegn Víði í síðasta mánuði. Pálmi er fæddur árið 2003 og hefur verið nálægt U21 landsliðinu.

„Pælingin var einfaldlega að láta Pálma fá mínútur. Ég held hann hafi varla spilað leik í fullorðinsfótbolta á sínum ferli. Við vildum ekki lenda í þeirri stöðu að vera farnir í útileik í Meistaradeildinni og staðan þannig að Ingvar væri meiddur og þá allt í einu væri það fyrsti alvöru leikur Pálma með Víkingi. Við ræddum þetta við Ingvar," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, við Fótbolta.net eftir leikinn gegn HK.

,,Ég hef verið frekar stöðugur í mínum skilaboðum í allan vetur. Ég veit að til þess að geta átt möguleika á því að vinna báða titlana og komast í riðlakeppni þá þarftu hóp. Hópur er ekki bara eitthvað orð sem þú talar um þegar þér hentar. Þú þarft að nota hópinn. Við erum búnir að nota hann mjög vel í sumar. Þegar þú vinnur leiki þá ertu snillingur en þegar þú tapar þá ertu hrokafullur. Það er bara gaman að svoleiðis gagnrýni, ég tek því ekkert persónulega, þetta er bara hluti af leiknum."

Fyrir leik
Þrír leikir í dag Það eru alls þrír leikir í Bestu deildinni í dag. Veislan byrjar í Vesturbænum núna klukkan 17:00.

sunnudagur 12. maí
17:00 KR-HK (Meistaravellir)
19:15 Fylkir-Breiðablik (Würth völlurinn)
19:15 Víkingur R.-FH (Víkingsvöllur)
Fyrir leik
Leikur umferðarinnar Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals í körfubolta, er spámaður umferðarinnar. Finnur er í miðju undanúrslitaeinvígi gegn Njarðvík en þar verður oddaleikur.

Víkingur 3-2 FH
Leikur umferðarinnar. Hérna á allt eftir að sjóða uppúr. Nýju áherslurnar ná hámarki og Íslandsmet (heimsmet) í spjöldum verður sett. Það er þetta með að það er erfitt að kenna gömlum hundum að setjast (og þegja). Helgi Guðjóns hetjan fyrir Víkinga með glæsimark. Að þessi myndarpiltur sé bróðir Arnars Guðjóns þjalfara Stjörnunnar í körfu er mér ráðgáta.



Helgi Guðjónsson
Fyrir leik
FH komið á óvart Það er ekki annað hægt að segja en að FH hafi komið á óvart til þessa. Flestir bjuggust við því að FH-ingar yrðu í baráttu um að vera með í efri hlutanum, en þeir eru með jafnmörg stig og Víkingar eftir fyrstu fimm leikina. Ansi vel gert hjá Heimi Guðjónssyni og hans lærisveinum.

FH vann 3-2 sigur á Vestra í hörkuleik um síðustu helgi.

Fyrir leik
Víkingar slegnir niður á jörðina í Kórnum Íslands- og bikarmeistarar Víkings voru slegnir harkalega niður á jörðina fyrir viku síðan þegar þeir mættu HK í Kórnum. Flestir þar bjuggust við þægilegum sigri Víkinga en annað kom á daginn og HK bar sigur úr býtum, 3-1.

Fyrir leik
Getur FH orðið Íslandsmeistari?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.

Þar var hann meðal annars spurður út í ummæli sín fyrir mót um að FH gæti orðið Íslandsmeistari.

„Ef við yrðum Íslandsmeistarar í ár yrði það gríðarlegt afrek. Fyrir Víking, Val og Breiðablik er það afhroð að vinna ekki. Það er erfitt að ná því markmiði að verða Íslandsmeistari í ár en við getum orðið Íslandsmeistarar. Við erum á þeirri vegferð að verða alvöru lið, ég skrifaði undir fjögurra ára samning og hef fulla trú á því að við verðum Íslandsmeistarar á þeim tíma," segir Böðvar.

„Ég held að fyrsta markmið í ár sé að tryggja Evrópusæti. FH hefur ekki verið í Evrópukeppni í þrjú eða fjögur ár. FH er þannig klúbbur að ef við myndum ná Evrópusæti en ekki vinna titilinn er fólk ekki sátt. Við förum í alla leiki til að vinna þá og ég hef fulla trú á þessu liði."

Hann býst að sjálfsögðu við hörkuleik í kvöld.

„Þetta verður það. Við höfum spilað tvo leiki gegn þessum liðum sem spáð hefur verið titlinum og átt einn góðan hálfleik þar. Það var seinni hálfleikurinn gegn Breiðabliki. Það er kominn tími á að sýna að við getum gert eitthvað gegn þessum liðum sem hafa verið þau bestu síðustu ár. Þetta verður alvöru próf og ég held að við séum heldur betur tilbúnir í það"

   12.05.2024 13:40
„Ég er rotta og hann er líka rotta“
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Tvö efstu liðin að mætast
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan daginn! Og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Víkings og FH í Bestu deild karla. Um er að ræða einn stærsta leik tímabilsins til þessa.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
6. Grétar Snær Gunnarsson
7. Kjartan Kári Halldórsson ('62)
8. Finnur Orri Margeirsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson ('74)
10. Björn Daníel Sverrisson
21. Böðvar Böðvarsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Ísak Óli Ólafsson
33. Úlfur Ágúst Björnsson
34. Logi Hrafn Róbertsson ('74)

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
5. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('74)
11. Arnór Borg Guðjohnsen ('74)
16. Bjarni Guðjón Brynjólfsson
25. Dusan Brkovic
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('62)
37. Baldur Kári Helgason

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Emil Pálsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma
Kjartan Henry Finnbogason
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:
Úlfur Ágúst Björnsson ('13)
Böðvar Böðvarsson ('43)
Björn Daníel Sverrisson ('44)
Finnur Orri Margeirsson ('89)

Rauð spjöld: