Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   sun 12. maí 2024 13:40
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Ég er rotta og hann er líka rotta“
Böðvar Böðvarsson.
Böðvar Böðvarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH.
Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður spennandi toppslagur í Bestu deildinni í kvöld þegar Víkingur tekur á móti FH klukkan 19:15 en liðin tróna saman tvö á toppnum, bæði með tólf stig.

Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.

Þar var hann meðal annars spurður út í ummæli sín fyrir mót um að FH gæti orðið Íslandsmeistari.

„Ef við yrðum Íslandsmeistarar í ár yrði það gríðarlegt afrek. Fyrir Víking, Val og Breiðablik er það afhroð að vinna ekki. Það er erfitt að ná því markmiði að verða Íslandsmeistari í ár en við getum orðið Íslandsmeistarar. Við erum á þeirri vegferð að verða alvöru lið, ég skrifaði undir fjögurra ára samning og hef fulla trú á því að við verðum Íslandsmeistarar á þeim tíma," segir Böðvar.

„Ég held að fyrsta markmið í ár sé að tryggja Evrópusæti. FH hefur ekki verið í Evrópukeppni í þrjú eða fjögur ár. FH er þannig klúbbur að ef við myndum ná Evrópusæti en ekki vinna titilinn er fólk ekki sátt. Við förum í alla leiki til að vinna þá og ég hef fulla trú á þessu liði."

Kjartan Henry Finnbogason lagði skóna á hilluna fyrir tímabilið og tók að sér starf aðstoðarmanns Heimis Guðjónssonar. Böðvar segir Kjartan hafa komið frábærlega inn í nýtt hlutverk.

„Hann hefur verið geggjaður. Hann er búinn að koma mjög vel inn í þetta. Hann er winner með Heimi, tilbúinn að gera allt til að vinna. Ég er rotta og hann er líka rotta. Það er geggjað að hafa hann á Hliðarlínunni og ég öfunda sóknarmennina okkar að hafa mann í þessum gæðaflokki til að vinna með sig. Hann sér um föstu leikatriðin og er að taka þetta aðstoðarþjálfaragigg og pakka því saman," segir Böðvar.

Hann býst að sjálfsögðu við hörkuleik í kvöld.

„Þetta verður það. Við höfum spilað tvo leiki gegn þessum liðum sem spáð hefur verið titlinum og átt einn góðan hálfleik þar. Það var seinni hálfleikurinn gegn Breiðabliki. Það er kominn tími á að sýna að við getum gert eitthvað gegn þessum liðum sem hafa verið þau bestu síðustu ár. Þetta verður alvöru próf og ég held að við séum heldur betur tilbúnir í það"
Útvarpsþátturinn - Böddi gestur og vangaveltur um Óskar Hrafn
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner