Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
ÍA
0
1
Víkingur R.
Marko Vardic '54
0-1 Helgi Guðjónsson '56 , víti
25.05.2024  -  17:00
ELKEM völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Mikill vindur
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 348
Maður leiksins: Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur Reykjavík)
Byrjunarlið:
Rúnar Már S Sigurjónsson ('45)
1. Árni Marinó Einarsson
3. Johannes Vall
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson (f)
10. Steinar Þorsteinsson ('60)
11. Hinrik Harðarson
13. Erik Tobias Sandberg
17. Ingi Þór Sigurðsson ('60)
19. Marko Vardic
66. Jón Gísli Eyland Gíslason

Varamenn:
5. Arnleifur Hjörleifsson
7. Ármann Ingi Finnbogason
18. Guðfinnur Þór Leósson ('45)
22. Árni Salvar Heimisson ('60)
23. Hilmar Elís Hilmarsson
88. Arnór Smárason ('60)

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Jón Þór Hauksson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Teitur Pétursson
Dino Hodzic
Mario Majic
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
Rúnar Már S Sigurjónsson ('38)

Rauð spjöld:
Marko Vardic ('54)
Leik lokið!
Þetta er búið Erlendur flautar til leiksloka. Víkingar mæta hér á Skagann og vinna 1-0. Má alveg segja iðnaðarsigur.

Takk fyrir mig í dag.
96. mín
ÍA fær horn Skagamenn fá annað horn í framhaldi. Er dramatík?
94. mín
Áhorfendur hér í dag eru 348.
93. mín
Hætta ÍA með hornspyrnu frá hægri. Viktor Jóns skallar boltann yfir markið.
90. mín
Klukkan slær 90 á Norðurálsvellinum Uppbótartíminn er að lágmarki fimm mínútur.
89. mín
Arnór Smárason fær boltann inn á teig Víkinga og nær skoti en boltinn framhjá.
88. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.)
Viktor Örlygur kemur hér inn fyrir Gísla Gotta sem hefur verið frábær inn á miðsvæðinu hjá Víkingum í dag.
86. mín
Lítið í gangi þessar síðustu mínútur. Víkingar eru hægt og rólega að sigla þessum þremur stigum í hús.
79. mín
Inn:Jón Guðni Fjóluson (Víkingur R.) Út:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
78. mín
Hornspyrna Víkingur Önnur hættuleg spyrna en Víkingar ná ekki að setja boltann á markið.
77. mín
Víkingar fá hornspyrnu Víkingar liggja aðeins núna á Skagamönnum.

Hornspyrnan er góð og Skagamenn bjarga nánast á marklínu.
76. mín
Erlingur fær boltann inn á teig ÍA og nær skoti en Oliver nær að henda sér fyrir skotið og boltinn af honum og afturfyrir. Hornspyrna Vikes.
70. mín
Inn:Nikolaj Hansen (Víkingur R.) Út:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
70. mín
Inn:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.) Út:Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
66. mín
Upp úr hornspyrnunni keyra Skagamenn upp og Viktor Jónsson er allt í einu aleinn gegn Ingvari en Gísli Gotti gerir vel og eltir Viktor uppi.

Viktor lætur sig falla og ÍA stúkan og Jón Þór ærist. Held þetta hafi verið hárrétt hjá Erlendi en Viktor virtist vera að sækja þetta.
66. mín
Víkingar fá hornspyrnu
65. mín
Djuric fær boltann og á skot en boltinn fer yfir markið.
63. mín
Arnór Smárason tekur spyrnuna sem er góð og Ingvar þarf að slá þennan frá sér. Skagamaður fellur inn á teignum og Skagamenn kalla eftir víti en Erlendur dæmir ekkert.
61. mín
Oliver Ekroth tekur Viktor Jónss niður.

Skagamenn fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
60. mín
Inn:Arnór Smárason (ÍA) Út:Steinar Þorsteinsson (ÍA)
60. mín
Inn:Árni Salvar Heimisson (ÍA) Út:Ingi Þór Sigurðsson (ÍA)
58. mín Gult spjald: Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
56. mín Mark úr víti!
Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Víkingar leiða Helgi setur boltann uppi hægra megin. Sendir Árna í vitlaust horn, virkilega öruggur!

0-1.
54. mín Rautt spjald: Marko Vardic (ÍA)
Marko Vardic er að fara hér í sturtu. Tekur Djuric niður sem var að fara láta vaða á markið.

Erlendur væntanlega metur þetta svoleiðis að Marko hafi rænt Djuric upplögðu marktækifæri.
54. mín
VÍKINGUR FÆR VÍTIIII

Marko Vardic virðist taka Djuric niður inn á teig ÍA
52. mín
Djuric vinnur hornspyrnu fyrir Víkinga
48. mín
Víkingar fá aukaspyrnu á fínum stað.
47. mín
Valdimar Þór með fyrirgjöf sem Árni kýlir í burtu og er brotið á Árna og Skagamenn fá aukaspyrnu.
47. mín
Víkingar fá hornspyrnu
46. mín
Síðari hálfleikurinn er farinn af stað
45. mín
Inn:Guðfinnur Þór Leósson (ÍA) Út:Rúnar Már S Sigurjónsson (ÍA)
45. mín
Hálfleikur
Erlendur flautar til hálfleiks Staðan er markalaus hér á Norðurálsvellinum á Akranesi.

Fáum okkur smá pásu og komum síðan með síðari hálfleikinn.
45. mín
1 mínúta í uppbótartíma
43. mín
Víkingar fá hornspyrnu Helgi Guðjóns tekur spyrnuna og fer boltinn afturfyrir.

Markspyrna frá marki ÍA
38. mín Gult spjald: Rúnar Már S Sigurjónsson (ÍA)
Brýtur á Karl Friðleifi og er ekki sáttur.

Fékk væntanlega spjaldið fyrir mótmæli frekar en brotið.
35. mín
Víkingar fá dauðafæri Valdimar kemur boltanum á Helga sem lætur vaða og Árni Marinó ver boltann út til Djuric sem nær skoti sem Árni Marinó ver í hornspyrnu.

Þetta var færiii fyrir Víkinga.
32. mín
Víkingar fá hornspyrnu Karl Friðleifur tekur hana og er spyrnan er mjög góð en Marko Vardic hreinsar boltann í burtu.
30. mín
Einn annar leikur í gangi í Bestu deild karla Sævar Þór er á Meistaravöllum þar sem KR er með Vestramenn í heimsókn. KR 2 - 2 Vestri
27. mín
Gísli Gottskálk fær boltann fyrir utan og lætur vaða en boltinn þægilegur fyrir Árna Marinó sem grípur boltann.
25. mín
Karl Friðleifur brýtur á Viktori Jóns og ÍA fær aukaspyrnu á ágætum fyrirgjafarstað.

Aukaspyrnan tekin stutt og boltinn berst á Inga Þór sem nær máttlausu skoti beint á Ingvar.
20. mín
Erlingur Agnars gerir ágætlega úti við endarlínu og nær fyrirgjöf en boltinn útaf og markspyrna frá marki ÍA.
17. mín
Áfram ekkert að gerast Núna er fyrri hálfleikur rúmlega hálfnaður og það hefur ekki komið eitt einasta færi í þetta.
12. mín
Víkingar reyna fyrirgjöf inn á teig ÍA en boltinn beint í hendurnar á Árna Marinó.
5. mín
Fer rólega af stað Vindurinn er að fara hafa einhver áhrif á þennan leik hér í dag. það er nokkuð ljóst.
2. mín
ÍA fær fyrstu hornspyrnu leiksins Ekkert kemur uppúr henni.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað Viktor Jónsson sparkar leiknum af stað.

Góða skemmtun.
Fyrir leik
Liðin ganga til leiks Liðin ganga til leiks hér á Norðurálsvellinum. Vallaþuilur ÍA byrjar að kynna liðin til leiks.

Stutt í upphafsflaut.
Fyrir leik
Pablo Punyed ekki með Pablo Punyed er hvergi sjáanlegur á leikskýrslu Víkinga fyrir þennan leik. Við munum að sjálfsögðu hléra Arnar Gunnlaugs eftir leik en Víkingar fara í Kópavoginn á fimmtudaginn næstkomandi og mæta þar Breiðablik.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Ég er mættur á Akranes Þá erum við mætt á Akranes. Það er mikill vindur hér upp á Skaga í dag og verður fróðlegt að sjá hvernig leik við förum að fá hérna í dag.
Fyrir leik
Byrjunarliðin- Aron Elís og Arnór Smára ekki með - Matti Villa byrjar Í síðustu umferð gerði ÍA 1 - 1 jafntefli úti gegn Fram. Frá þeim leik gerir Jón Þór Hauksson þjálfari liðsins eina breytingu. Ingi Þór Sigurðsson kemur inn fyrir Arnór Smárason sem fór útaf í hálfleik í síðasta leik og situr á bekknum í dag.

Víkiongar unnu 1 - 4 útisigur á Vestra í síðustu umferð en frá þeim leik gerir Arnar Gunnlaugsson þjálfari liðsins fjórar breytingar. Jón Guðni Fjóluson, Viktor Örlygur Andrason, Ari Sigurpálsson, Aron Elís Þrándarson fara út en inn koma þeir Helgi Guðjónsson, Gísli Gottskálk Þórðarson, Matthías Vilhjálmsson og Davíð Örn Atlason.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Staðan í deildinni Það eru sjö umferðir búnar af mótinu eru gestirnir í Víkingi á toppnum með 18 stig, hafa unnið sex og tapað einum gegn HK.

Heimamenn í ÍA hafa unnið 3, gert eitt jafntefli og tapað þremur og eru í sjötta sæti.

1. Víkingur - 18 stig
2. Breiðablik - 15
3. Valur - 14
4. Fram - 12
5. FH - 12
6. ÍA - 10
7. KR - 10
8. Stjarnan - 10
9. HK - 7
10. Vestri - 6
11. KA - 5
12. Fylkir - 1
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Spákonan Fótboltamamman Helga Birkisdóttir spáir í 8. umferð Bestu deildarinnar en sonur hennar, Birkir Már Sævarsson spilar með Val og hinn, Aron Elí Sævarsson með Aftureldingu.
ÍA 1 - 2 Víkingur
Arnór Smárason skorar fyrsta mark leiksins en Víkingar ná smám saman yfirtökum á leiknum með mörkum frá Jóni Guðna Fjólusyni og Nikolaj Hansen.
Mynd: Raggi Óla
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarateymið Erlendur Eiríksson dæmir leikinn í dag og er með þá Bryngeir Valdimarsson og Svein Inga Sigurjónsson Waage sér til aðstoðar á línunum. Helgi Mikael Jónasson er svo skiltadómari.

KSÍ sendir svo árbæinginn skelegga Viðar Helgason til að hafa eftirlit með störfum dómara og umgjörð leiksins.
Erlendur dæmir í dag. | Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikdagur á Akranesi Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá Akranesi. Hér mætast ÍA og Víkingur í 8. umferð Bestu-deildar karla.

Leikurinn hefst klukkan 17:00 á ELKEM-vellinum og hér verður fylgst með öllu sem gerist.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
9. Helgi Guðjónsson ('70)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson ('88)
19. Danijel Dejan Djuric ('70)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
24. Davíð Örn Atlason ('79)
25. Valdimar Þór Ingimundarson
27. Matthías Vilhjálmsson

Varamenn:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
5. Jón Guðni Fjóluson ('79)
8. Viktor Örlygur Andrason ('88)
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Ari Sigurpálsson ('70)
18. Óskar Örn Hauksson
23. Nikolaj Hansen ('70)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Markús Árni Vernharðsson
Aron Baldvin Þórðarson
Þórdís Ólafsdóttir

Gul spjöld:
Erlingur Agnarsson ('58)

Rauð spjöld: