Leik lokið!
Flautað af þegar Ísland er í sókn... Hefði mátt leyfa leiknum að halda áfram þarna.
1-1 jafntefli niðurstaðan. Held að bæði liðin séu svolítið svekkt með þessa niðurstöðu. Liðin mætast aftur á Íslandi eftir helgi.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
94. mín
Olla Sigga svo nálægt því!!
VÁÁÁ!!
Karólína með spyrnuna, frábær fyrirgjöf, Ólöf Sigríður á skalla sem fer á markið en Zinsberger nær að verja.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
93. mín
Sveindís tekur innkast inn á teig
Ísland fær hornspyrnu! Mínúta eftir af leiknum.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
92. mín
Karólína tekur aukaspyrnu á vallarhelmingi Austurríkis. Boltinn alltof innarlega og beint í hendurnar á Zinsberger.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
91. mín
Íslenska liðið fær aukaspyrnu við eigin vítateig. Búin að vera stíf pressa síðustu mínútur.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
91. mín
Fjórar mínútur í uppbótartíma
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
89. mín
Austurríki á horn. Hanshaw tekur.
Austurríki fær annað horn.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
88. mín
Hanshaw með skot en íslenska liðið nær að hreinsa, sá ekki hver átti skallann úr markteignum.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
88. mín
Jeminn... Austurríska liðið fær gjöf, aukaspyrna fyrir utan íslenska teiginn. Það var ekkert á þetta.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
87. mín
Sveindís gerir vel að hlaupa uppi þennan bolta, hún sér svo ekkert annað en markið og reynir skot fyir utan teig. Það hefði verið hægt að gera eitthvað meira úr þessari stöðu.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
85. mín
Inn:Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Ísland)
Út:Diljá Ýr Zomers (Ísland)
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
85. mín
Verena Hanshaw reynir skot úr aukaspyrnu sem var vel úti á velli. Þetta var bjartsýni.
Hildur gerði mjög vel í vörninni rétt á undan, vel varist inn á íslenska teignum.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
83. mín
Glódís með skalla og Diljá svo með skot yfir í kjölfarið.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
82. mín
Inn:Julia Hickelsberger (Austurríki)
Út:Barbara Dunst (Austurríki)
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
82. mín
Inn: Laura Wienroither (Austurríki)
Út:Katharina Schiechtl (Austurríki)
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
82. mín
Inn: Celina Degen (Austurríki)
Út:Sarah Puntigam (Austurríki)
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
81. mín
Fyrirgjöf sem Glódís skallar í burtu, Diljá gerir svo vel að vinna innkast í kjölfarið. Dugnaður í liðinu.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
80. mín
Karólína tekur skærin sín og á svo fyrirgjöf sem fer á fjærstöngina. Diljá átti ekki alveg von á að fá boltann á þessum stað og nær ekki stjórn á boltanum.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
79. mín
Sarah Puntigam með tilraun sem fer rétt framhjá fjærstönginni, leit út fyrir að hafa átt að vera fyrirgjöf. Fanney var með þetta allan tímann.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
78. mín
Sveindís með frábæran sprett
Sveindís labbar framhjá Marina Georgieva úti við hliðarlínuna, kemur sér inn á teiginn og svo tilraun úr þröngu færi. Skotið fer í hliðarnetið.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
77. mín
Inn: Laura Feiersinger (Austurríki)
Út:Marie Höbinger (Austurríki)
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
77. mín
Heppnin með okkur þarna
Maður hefði orðið alveg brjálaður ef Ísland hefði fengið þetta víti á sig.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
76. mín
Mark úr víti!Glódís Perla Viggósdóttir (Ísland)
MARKK!!!!!!
ÖRUGG!!!
Fyrirliðinn ísköld á punktinum og skorar örugglega. Loksins kom markið!
75. mín
VÍTI!
Alexandra með tilraun. Boltinn fer í olnboga á leikmanni Austurríkis sem er með höndina alveg upp við líkamann á sér, mjög hart að fá á sig víti fyrir þetta! En við tökum því!
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
74. mín
Diljá með fína tilraun
Diljá fær boltann hægra megin í teignum og á skot sem fer rétt yfir mark Austurríkis. Flott sending frá Alexöndru yfir á Diljá.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
73. mín
Eftir að Manuela Zinsberger fékk aðhlynningu áðan hefur lítið verið að frétta hjá íslenska liðinu.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
71. mín
Amanda og Hafrún Rakel eru ekki að hita upp með hinum varamönnunum. Spurning hvort þær séu klárar í þennan leik.
70. mín
Guðrún dæmd brotleg, ég veit ekki á hvað er dæmt...
Fín fyrirgjafarstaða fyrir Dunst.
Fín fyrirgjöf frá Dunst en Alexandra skallar burt. Dunst nær annarri fyrirgjöf, austurríska liðið nær skalla en Fanney örugg í markinu.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
68. mín
Gult spjald: Hlín Eiríksdóttir (Ísland)
Brýtur á Lilli Purtscheller, fyrsta brot, kannski svolítið grimmt að fá spjald fyrir þetta.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
67. mín
Dunst vinnur hornspyrnu fyrir heimakonur.
Fanney slær boltann upp í loftið en íslenska liðið nær svo að hreinsa.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
65. mín
Sveindís með langt innkast, Alexandra kemst í boltann og á skalla sem fer beint á Zinsberger í markinu.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
64. mín
Inn: Viktoria Pinther (Austurríki)
Út:Eileen Campbell (Austurríki)
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
62. mín
Manuela Zinsberger fær aðhlynningu, finnur eitthvað til í vinstri hendi. Liðsfundir við hliðarlínuna.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
62. mín
Karólína núna með tilraun og boltinn nokkuð laus í teignum, Guðrún fellur við og nær ekki að komast í boltann. Austurríki hreinsar í innkast.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
60. mín
Hvernig er íslenska liðið ekki búið að skora?
Austurríska liðið lifir á lyginni hérna!
Karólína með tilraun.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
60. mín
Manuela Zinsberger fer í úthlaup og er heppin að boltinn fer út fyrir hliðarlínu þarna. Sveindís var að komast framhjá henni.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
59. mín
Gult spjald: Guðný Árnadóttir (Ísland)
Sparkaði boltanum í burtu.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
58. mín
Inn:Hlín Eiríksdóttir (Ísland)
Út:Sandra María Jessen (Ísland)
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
57. mín
Guðrún í dauðafæri!
Langt innkast frá Sveindísi, boltinn fellur fyrir Guðrúnu á fjær og þar er Guðrún í dauaðfæri en þær austurrísku bjarga einhvern veginn marki þarna. Svekkjandi.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
56. mín
Hlín Eiríksdóttir er að koma inn á.
53. mín
Barbara Dunst í fínu færi, hoppar upp við markteigslínuna og nær skalla. Guðný truflar hana og boltinn fer vel yfir.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
52. mín
Gult spjald: Sandra María Jessen (Ísland)
Braut af sér, virðist vera hárrétt gult spjald. Vill meina að hún hafi farið í boltann en endursýning sýnir annað.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
51. mín
Karólína með aukaspyrnuna, fyrirgjöf utan af hægri kanti sem Austurríki nær að hreinsa í burtu.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
50. mín
Fyrrum stjóri Manchester United í stúkunni
Ralf Rangnick, landsliðsþjálfari austurríska karlalandsliðsins, er í stúkunni.
Mynd: EPA
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
49. mín
Sveindís kemur sér í fína stöðu en nær ekki að gera nógu mikið úr henni. Fær hornspyrnu. Ekkert kom upp úr hornspyrnunni.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
49. mín
Austurríska liðið komist tvisvar sinnum inn á vítateig Íslands í byrjun seinni hálfleiks. Vörnin haldið vel í þau skipti.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
45. mín
Hálfleikur
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
45. mín
Hálfleikur
Spurning hversu snemma við sjáum skiptingar. Erum með spennandi kosti á bekknum. Við þurfum mark. Erum með Emilíu Kiær, markahæsta leikmann dönsku deildarinnar, á bekknum og Kötlu Tryggva sem er búin að vera að raða inn með Kristianstad. Fá þær sénsinn? Amanda Andradóttir getur líka gert eitthvað úr engu og Hlín Eiriksdóttir er einn besti leikmaður sænsku deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
45. mín
Hálfleikur
Staðan 1-0 í hálfleik fyrir Austurríki en það er eiginlega fáránlegt að Ísland hafi ekki skorað hérna. Vonandi náum við að snúa þessu við í seinni hálfleiknum.
45. mín
GUÐRÚN!!
Karólína með frábæra hornspyrnu á fjærstöngina. Zinsberger missir af boltanum en Guðrún nær ekki nægilega góðum skalla.
Hvað þurfum við eiginlega mörg færi??
44. mín
,,Nú jöfnum við þetta," kallar Óli Péturs þegar Ísland fær hornspyrnu.
43. mín
Við höfum svo sannarlega fengið færin til að skora í þessum leik, en klaufar að nýta það ekki betur. Vantar eina Margréti Láru eða Hörpu Þorsteins til að drulla boltanum yfir línuna.
42. mín
DAUÐAFÆRI!
Sveindís með langt innkast sem fer beint á austurrískt höfuð. Boltinn settur aftur inn í teig og hann fellur fyrir Hildi sem er í algjöru dauðafæri, en hún hittir boltann hörmulega. Langt yfir markið!
40. mín
Puntigam við það að komast í fínt færi en Glódís - hver önnur - mætt til að bjarga á síðustu stundu.
39. mín
Síðasta snertinginn sveik Sveindísi aðeins í þessu færi.
38. mín
SVEINDÍS!
Sloppin í gegn og er í frábæru færi, en setur boltann fram hjá markinu! Þarna átti hún að gera betur. Karólína með geggjaða sendingu á Sveindísi.
37. mín
Hættuleg spyrna inn á teiginn hjá heimakonum en Glódís stangar þetta í burtu.
36. mín
Katla og Olla hlæja saman er þær ganga aftur að varmannabekkjunum eftir að hafa hitað aðeins upp. Komnar langa leið frá því þær voru að leika sér saman í yngri flokkum Vals.
34. mín
HEPPNAR!
Ingibjörg klobbuð og Puntigam er í dauðafæri að bæta við öðru marki sínu en skotið er sem betur fer beint á Fanneyju. Íslenska liðið heppið þarna!
32. mín
Guðrún Arnar að lenda í talsverðu brasi vinstra megin og hún leit alls ekki vel út í markinu.
32. mín
Gult spjald: Verena Hanshaw (Austurríki)
Jæja, hún fær þá gult spjald.
31. mín
Brotið á Dilja í uppbyggilegri sókn en finnski dómarinn leyfir leiknum að halda áfram. Enginn hagnaður í þessu en dæmir svo ekkert.
28. mín
GOTT FÆRI!
Fín sókn hjá Íslandi. Hildur fellur innan teigs en var að reyna að sækja þetta. Svo á Sandra María skot sem fer rétt yfir markið! Þetta var ágætis færi til að jafna!
Selma og Kristín í stúkunni
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
28. mín
Dómarinn gaf Alexöndru gult spjald en hætti svo við það. Skrítið því þetta brot verðskuldaði það alveg.
27. mín
Karólína að komast í hættulega stöðu eftir markið en nær ekki að taka boltann almennilega með sér.
26. mín
Ég er búinn að sjá endursýningu af vítadómnum. Klárt brot á Alexöndru og virðist alveg hafa verið innan teigs. Afskaplega klaufalegur varnarleikur, fyrst hjá Guðrúnu og svo hjá Alexöndru. Fékk bara að valsa þarna í gegn.
25. mín
Mark úr víti!Sarah Puntigam (Austurríki)
Tæpt var það! Fanney var í boltanum en Austurríki tekur hér forystuna.
24. mín
AUSTURRÍKI FÆR VÍTI!
Núna er allt að gerast. Sú finnska er viss í sinni sök.
23. mín
DILJÁ!!!
Á hinum endanum fær Ísland frábært færi! Sandra María með frábæra fyrirgjöf eftir stórhættulega sókn en Diljá hittir ekki boltann úr dauðafæri.
22. mín
Stórhættulegt!
Höbinger, leikmaður Liverpool, í besta færi leiksins hingað til. Fær boltann rétt fyrir utan teig og fær nóg af tíma. Lætur auðvitað bara vaða og á fínasta skot sem fer rétt yfir markið.
20. mín
Það hefur ekkert tempó verið í þessum leik, mjög lokað á leiðinlegt hingað til.
20. mín
Sveindís með langt innkast inn á teiginn og Glódís vinnur baráttuna. Dettur fyrir Alexöndru sem á skot úr vonlausu færi. Langt fram hjá markinu.
19. mín
Austurríska liðið tekur aukaspyrnu inn á teig Íslands en rangstaða dæmd.
18. mín
Einhverjir 20 stuðningsmenn Íslands að jarða Austurríkismenn í söngvum.
17. mín
Sveindís fær boltann rétt fyrir aftan miðju og keyrir af stað. Maður heyrir andköfin í stúkunni en síðasti varnarmaður Austurríkis nær því að stöðva hana.
15. mín
Fólk reykir og reykir í stúkunni. Öðruvísi menning hérna.
13. mín
Sveindís með góða pressu en boltinn fer í innkast.
12. mín
Heimakonur reyna langt innkast en Glódís sparkar boltanum auðveldlega frá.
9. mín
Austurríki með aukaspyrnu inn á teiginn. Kemur skot af einhverjum 30 metrum. Fanney var að búast við fyrirgjöf en náði að leiðrétta sig í tæka tíð.
7. mín
Það eru nokkrir íslenskir stuðningsmenn í horninu og þeir láta vel í sér heyra hérna í Ried. Vel gert!
5. mín
Hættulegt!
Íslenska liðið nær ekki að koma boltanum almennilega frá og þetta endar með því að Lilli Purtscheller á bakfallsspyrnu sem fer rétt fram hjá markinu! Fanney virtist ekki vera alveg viss með þetta.
4. mín
Austurríki fær aukaspyrnu á fínum stað. Fyrirgjafarmöguleiki, en íslenska liðið skallar frá. Sóknin heldur áfram og Austurríki fær hornspyrnu.
3. mín
Það er stemning í stúkunni. Fólk að syngja og tralla.
2. mín
Ísland byrjar á löngu innkasti og hornspyrnu. Sveindís tekur innkastið og á svo skallann fram hjá markinu eftir hornspyrnuna.
1. mín
Rangnick mættur á leikinn
Það er tilkynnt að Ralf Rangnick, þjálfari karlalandsliðs Austurríkis, sé mættur á leikinn. Hann er vinsælli hérna en á Old Trafford, það er á hreinu.
Mynd: EPA
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað! Ísland í gráum varabúningum í dag. Mjög flottir að mínu mati.
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir að baki og leikurinn fer að byrja. Selma Sól og Kristín Dís sitja hérna aðeins fyrir framan okkur. Örugglega mikið af hugsunum. Selma Sól er í stuttbuxum og var tilbúin að spila.
Fyrir leik
Flosi Eiríksson þeirra Austurríkismanna mættur með blóm fyrir leik. Leikmaður Austurríkis fær viðurkenningu fyrir flott störf.
Fyrir leik
Það er svolítið kalt í Austurríki. Rigningarlegt og í kringum tólf gráðurnar. Kaldara en hitastigið gefur til kynna og ég er í minni hlýjustu peysu. Ekki alveg fullt á pöllunum en góð stemning samt sem áður.
Fyrir leik
Hvað þýðir það eiginlega?
Ég skil ekki alveg orðið tæknilegir örðugleikar í tilkynningu KSÍ en við fáum vonandi betri útskýringu á því eftir leik. Svona gerist aldrei og á ekki að gerast, sérstaklega í svona mikilvægum leik.
Fyrir leik
Austurríska liðið er farið inn þegar 20 mínútur eru í leik en íslenska liðið er enn úti að hita. Væntanlega verið mikið kaos í gangi inn í klefa fyrir leik.
Fyrir leik
Tilkynning frá KSÍ
Fyrir leik
Íslenska liðið er að hita upp á fullu. Steini, landsliðsþjálfari, er frekar þungur á brún en vonandi hefur þetta engin truflandi áhrif í þessum leik.
Fyrir leik
Ísland með tveimur færri í hóp
Hvorki Kristín Dís né Selma Sól Magnúsdóttir eru í hópnum ef marka má UEFA. Hvorug þeirra er að hita upp.
Fyrir leik
Kristín Dís ekki í hópnum
Kristín Dís Árnadóttir er ekki í staðfestum hóp UEFA. Mjög svo athyglisvert. Orri Rafn Sigurðarson, fyrrum fréttamaður Fótbolta.net, segir að það hafi gleymst að skrá hana í hópinn.
Fyrir leik
Fanney Inga stendur vaktina í dag
Ólafur Pétursson, markvarðarþjálfari Íslands, er alltaf fyrstur út á völl. Svo koma markverðirnir á eftir honum. Fanney Inga Birkisdóttir stendur vaktina í dag en hún er nýútskrifuð úr Verzlunarskóla Íslands og er að spila sinn fjórða A-landsleik í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fyrir leik
Byrjunarlið Austurríkis og liðin sem þær spila fyrir
1. Manuela Zinsberger (m) - Arsenal
6. Katharina Schiechtl - Austria Vín
8. Barbara Dunst - Eintracht Frankfurt
9. Sarah Zadrazil - Bayern München
11. Marina Georgieva - Fiorentina
13. Virginia Kirchberger - Eintracht Frankfurt
14. Marie Höbinger - Liverpool
17. Sarah Puntigam - Houston Dash
19. Verena Hanshaw - Eintracht Frankfurt
20. Lilli Purtscheller - SGS Essen
22. Eileen Campbell - Freiburg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Mjög svo varnarsinnuð varnarlína
Öftustu fjórir leikmenn Íslands eru allt nátturulegir miðverðir. Guðný Árnadóttir hefur síðustu árin breytt sér meira í bakvörð en er samt ekki mjög sóknarsinnuð. Verður áhugavert að sjá hvernig þetta kemur út.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Sandra María á kantinum
Sandra María Jessen, markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar, byrjar á vinstri kanti en ekki í vinstri bakverði eins og var í líklegu byrjunarliði Fótbolta.net í gær. Guðný Árnadóttir kemur þá inn í liðið frá því síðast og Guðrún Arnardóttir byrjar í vinstri bakverði.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Svona er BYRJUNARLIÐ Íslands!
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Spottið villuna!
Það eru reyndar tvær villur þarna.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Mætt til Ried
Þá er undirritaður mættur ásamt öðru fjölmiðlafólki frá Íslandi til Ried í Austurríki. Þetta er klárlega ekki fallegasti bærinn hér í landi en hér er mjög afslappað andrúmsloft. Völlurinn minnir svolítið á velli í neðri deildum á Englandi. Stelpurnar eru einnig mættar og hefja upphitun eftir sirka hálftíma.
Fyrir leik
Sveindís er klár í slaginn
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveindís Jane Jónsdóttir er klár í slaginn fyrir þetta verkefni sem eru frábær tíðindi. Hún meiddist í leik gegn Þýskalandi í síðasta mánuði og svo aftur núna með Wolfsburg í síðasta leik fyrir landsleikjahlé, en hún er klár og ætlar að spila af fullum krafti í dag.
Fyrir leik
Búið að selja vel af miðum
Það er búið að selja vel af miðum á leikinn á eftir. Leikurinn fer fram á Josko Arena í Ried, bæ sem er í rúmlega klukkustundar akstursfjarlægð frá Salzburg. Völlurinn tekur um 7300 manns í sæti en miðað við heimasíðu SV Ried er búið að selja um 7000 miða á leikinn.
Liðin mætast svo aftur á Laugardalsvelli á þriðjudaginn en vonandi mun miðasalan á þann leik ganga eins vel.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Draumurinn að fara beint á EM
Með því að vinna báða þessa leiki gegn Austurríki, þá eru miklar líkur á því að Ísland komist beint á EM.
„Það væri algjör draumur að klára þetta verkefni og vera komnar beint á EM. Að þurfa ekki að berjast um það í erfiðum leikjum í næsta glugga. En við förum bara inn í næsta leik til að vinna og við sjáum hvernig hann fer. Eftir þetta verkefni sjáum við hvernig staðan er," sagði landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir við Fótbolta.net í gær.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, tók undir það en hann lítur á þessa tvo leiki gegn Austurríki sem einvígi.
,,Það er draumurinn en við horfum bara á þennan leik á morgun. Það snýst algjörlega um hann. Það þýðir ekkert að horfa lengra en það. Í grunninn þurfum við að horfa á þetta sem tveggja leikja einvígi. Við viljum eftir þessa tvo leiki vera yfir í innbyrðis viðureignum. Það gefur okkur aukastig og er gríðarlega mikilvægt. Við förum á morgun og gerum allt til að spila góðan leik og vinna," sagði Þorsteinn í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Fyrri viðureignir
Þetta austurríska liðið verður erfitt viðureignar en möguleikarnir eru klárlega staðar ef við hittum á okkar bestu dag. Samkvæmt vefsíðu KSÍ þá hafa Ísland og Austurríki aðeins mæst tvisvar í A-landsliðum kvenna.
Fyrri leikurinn var 2017 og hann var alveg hörmulega lélegur af hálfu íslenska liðsins. Það var síðasti leikurinn í riðli á EM og endaði hann 3-0 fyrir Austurríki. Glódís Perla og Sandra María Jessen voru þær einu sem spiluðu þann leik fyrir Ísland sem eru í hópnum í dag.
Svo var það vináttulandsleikur í fyrra sem Ísland vann 1-0. Mark Íslands í þeim leik gerði Hafrún Rakel Halldórsdóttir í lokin, en hún var kölluð inn í hópinn í gær.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Stór nöfn í liði Austurríkis
Mynd: Getty Images
Í liði Austurríks eru margir öflugir leikmenn en þær spila flestar í þýsku úrvalsdeildinni. Það er mikil reynsla í liði þeirra og eru alls sex leikmenn í liðinu sem hafa spilað yfir 100 landsleiki og þá hefur markvörðurinn Manuela Zinsberger spilað 98 landsleiki. Í liði Íslands er aðeins einn leikmaður sem hefur spilað yfir 100 landsleiki og kemst nálægt því en það er fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdótitir.
En hverjar eru stærstu stjörnurnar í liði Austurríkis. Hér eru þrír leikmenn sem mega alveg eiga vondan dag á þessum annars ágæta föstudegi:
Sarah Zadrazil (Bayern München)
Miðjumaður sem er liðsfélagi Glódísar Perlu, Cecilíu Rán Rúnarsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur hjá Bayern München. Zadrazil er með gríðarlega góða tækni og frábært auga fyrir spili. Hún er í raun með allan pakkann sem miðjumaður. Þegar hún er upp á sitt besta þá er hún í hópi með bestu miðjumönnum Evrópu, án nokkurs vafa.
Sarah Puntigam (Houston Dash)
Er fyrirliði og hjartað í austurríska landsliðinu. Hún hefur spilað 144 landsleiki og gengið í gegnum margt með liðinu. Hún er fjölhæfur varnar- og miðjumaður, og er alveg gríðarlegur leiðtogi. Spilar með Houston Dash í Bandaríkjunum í afar sterkri deild.
Manuela Zinsberger (Arsenal)
Íslenska landsliðið þarf að finna leið fram hjá markverði einu besta liði Englands til að eiga möguleika á að vinna leikinn í dag.
„Manu er einn besti markvörður í heimi," sagði Jonas Eidevall, þjálfari Arsenal, um Zinsberger fyrr á þessu ári. Þú kemst ekkert í Arsenal með heppni; hún er frábær markvörður.
Það er klárlega hægt að nefna fleiri leikmenn hérna; Verena Hanshaw og Virginia Kirchberger eru varnarmenn sem leika báðar með Frankfurt, Laura Wienroither er varnarmaður Arsenal, Laura Feiersinger er miðjumaður hjá Ítalíumeisturum Roma og Nicole Billa hefur á síðustu árum verið öflugasti framherji þýsku úrvalsdeildarinnar en hún leikur með Hoffenheim.
Fyrir leik
Voru pirraðar síðast út í þennan dómara
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Dómari leiksins í dag kemur frá Finnlandi og heitir Lina Lehtovaara. Henni til aðstoðar eru landar hennar Heini Hyvönen og Tonja Weckström. Fjórði dómari er Minka Vekkeli, líka frá Finnlandi. Það er ekki VAR í þessum leik.
Lehtovaara dæmdi síðast hjá Íslandi í 1-1 jafntefli gegn Ítalíu á EM 2022. Leikmenn Íslands voru mjög pirraðar út í hana í þeim leik.
Fyrir leik
Svona er staðan í riðlinum
Svona er staðan þegar tveir leikir eru búnir og fjórir leikir eru eftir. Tvö efstu liðin fara beint á EM en hin tvö fara í umspil. Ísland vann 3-0 sigur á Póllandi í fyrsta leik en tapaði svo 3-1 gegn Þýskalandi í öðrum leik sínum.
1. Þýskaland - 6 stig (+3 í markatölu)
2. Austurríki - 3 stig (+1 í markatölu)
3. Ísland - 3 stig (+1 í markatölu)
4. Pólland - 0 stig (-5 í markatölu)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Allar fréttir fyrir leikinn
Fyrir leik
Svona er hópurinn fyrir leikinn í dag
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
12. Telma Ívarsdóttir (m)
13. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
2. Berglind Rós Ágústsdóttir
3. Sandra María Jessen
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
5. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
7. Selma Sól Magnúsdóttir
8. Alexandra Jóhannsdóttir
9. Diljá Ýr Zomers
10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
11. Ásta Eir Árnadóttir
14. Hlín Eiríksdóttir
15. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
16. Hildur Antonsdóttir
17. Katla Tryggvadóttir
18. Guðrún Arnardóttir
19. Kristín Dís Árnadóttir
20. Guðný Árnadóttir
21. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
22. Amanda Andradóttir
23. Sveindís Jane Jónsdóttir
Fyrir leik
Breytingar gerðar á hópnum eftir að hann var fyrst kynntur
Landsliðsþjálfarinn hefur þurft að gera tvær breytingar á leikmannahópnum frá því hann var fyrst kynntur. Natasha Anasi, leikmaður Brann, meiddist fyrst og kom Ásta Eir Árnadóttir, leikmaður Breiðabliks, inn í hennar stað. Ásta hefur leikið vel með Blikum í upphafi Bestu deildarinnar. Þá var breyting gerð í gærmorgun því Ásdís Karen Halldórsdóttir, leikmaður Lilleström, var meidd og kom Hafrún Rakel Halldórsdóttir, leikmaður Bröndby, inn í hennar stað.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Tveir nýliðar í hópnum
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Það má segja að það séu tveir framtíðarleikmenn að fá sitt fyrsta tækifæri með A-landsliðinu um þessar mundir. Það eru Emilía Kjær Ásgeirsdóttir og Katla Tryggvadóttir, en þær eru báðar fæddar árið 2005.
Þær eru í fyrsta sinn í A-landsliðshópnum en þær hafa báðar verið að leika vel með félagsliðum sínum; Katla með Kristianstad í Svíþjóð og Emilía með Nordsjælland í Danmörku.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í þessa tvo leikmenn fyrir æfingu í gær. Hann er ánægður með hvernig þær hafa komið inn í hópinn.
„Katla hefur verið flott á æfingum og komið mjög fínt inn í þetta. Við vonandi sjáum bara meira frá Kötlu í framtíðinni," sagði Þorsteinn.
„Emilía hefur líka komið vel inn í þetta. Það er auðvitað öðruvísi fyrir hana þar sem hún þekkir nánast engan þannig séð þó hún hafi æft með einhverjum og þekkt til einhverra þegar hún var fyrir fjórum árum að spila á Íslandi síðast," sagði Steini en Emilía hefur síðustu fjögur árin verið í Danmörku og hefur leikið með yngri landsliðunum þar.
„Auðvitað er þetta öðruvísi fyrir hana að koma sem algjör nýliði inn, en hún hefur aðlagast vel og það hefur gengið vel hjá henni."
„Hún er góður leikmaður, er góð á boltann og hefur góðan leikskilning. Ég er bara bjartsýnn á að við eigum eftir að sjá mikið frá Emilíu í framtíðinni."
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Sú markahæsta í vörninni?
Undirritaður setti í gær saman líklegt byrjunarlið fyrir leikinn í dag. Stærsti hausverkur landsliðsþjálfarans er líklega hver eigi að spila vinstri bakvörðinn en Sædís Rún Heiðarsdóttir er frá vegna meiðsla. Við spáum því að Sandra María Jessen muni spila þá stöðu.
En eins og landsliðsþjálfarinn, Þorsteinn Halldórsson, sagði á dögunum þá er það synd að spila henni í þeirri stöðu þó hún geti leyst hana.
,,Ég hef notað Söndru Maríu (Jessen) í vinstri bakverði en það er ekki draumastaða akkúrat í dag miðað við það hvernig hún er að spila í deildinni," sagði Steini en Sandra María er markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar með tíu mörk. Hún hefur byrjað mótið ótrúlega vel en hún spilar sem sóknarmaður hjá Þór/KA. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Steini leysir þetta.
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Við spáum því einnig að Guðný Árnadóttir muni koma inn í liðið og leysa hægri bakvörðinn. Guðrún Arnardóttir hefur spilað þá stöðu í síðustu leikjum en Guðný þekkir hægri bakvarðarstöðuna mun betur.
Miðan verði sú sama og í síðasta leik gegn Þýskalandi og sóknin einnig. Möguleiki er samt sem áður að Hlín Eiríksdóttir verði út á kanti og Sveindís Jane Jónsdóttir verði fremsti maður liðsins.
Fyrir leik
Viðtöl sem hafa verið tekin síðustu daga
Fótbolti.net hefur tekið viðtöl í Austurríki síðustu daga og tengla á þau öll má sjá hér að neðan.
Fyrir leik
Liðið æft í Salzburg síðustu daga
Það er óhætt að segja að það sé búið að vera líf og fjör í kringum íslenska landsliðsið hér í Salzburg í Austurríki síðustu daga. Liðið hefur æft hér við góðar aðstæður á flottum æfingavelli. Stelpurnar okkar hafa æft vel og það er góð stemning í liðinu að venju.
Fyrir leik
Það er mikið undir
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Það er óhætt að segja að það sé mikið undir í þessum landsleikjaglugga fyrir íslenska liðið. Stelpurnar byrja á því að spila við Austurríki á útivelli í dag og svo eiga þær heimaleik gegn sama liði á Laugardalsvelli á þriðjudaginn.
Ísland og Austurríki hafa bæði tapað gegn Þýskalandi og sigrað Pólland í fyrstu tveimur umferðum undankeppninnar.
Bæði lið eru því með það sama í huga fyrir þessa tvo leiki: Að komast beint á EM.
Ef Ísland vinnur báða þessa leiki, þá er EM-sætið bókað hjá stelpunum nema Pólland vinni einn leik gegn Þýskalandi. Það verður að teljast afskaplega ólíklegt og talsvert góðar líkur á að tveir sigrar gegn Austurríki komi til með að duga til að tryggja sætið. Ísland færi þá pressulaust inn í síðasta gluggann í undankeppninni.
En austurríska liðið verður alls ekki auðvelt viðureignar. Þær unnu Pólland og stríddu Þýskalandi í síðasta glugga. Fyrirfram er búist við frekar jöfnum leik á föstudaginn, en það verður gaman að sjá hvernig Ísland kemur úr þessu prófi.
Fyrir leik
Góðan daginn!
Og verið velkomin til Ried í Austurríki þar sem leikur heimakvenna og Íslands fer fram í undankeppni EM 2025. Hér fer fram bein textalýsing frá leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson