Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fös 31. maí 2024 16:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alexandra í hálfleik: Hún veit ekkert hvað hún er að gera
Icelandair
Alexandra.
Alexandra.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Dómari leiksins.
Dómari leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexandra Jóhannsdóttir var til viðtals í hálfleik í leik Austurríks og Íslands. Austurríki leiðir í hálfleik eftir mark úr vítaspyrnu.

Alexandra gerðist brotleg og Sarah Puntigam skoraði af vítapunktinum.

„Ég er búinn að sjá endursýningu af vítadómnum. Klárt brot á Alexöndru og virðist alveg hafa verið innan teigs. Afskaplega klaufalegur varnarleikur, fyrst hjá Guðrúnu og svo hjá Alexöndru. Fékk bara að valsa þarna í gegn," skrifaði Guðmundur Aðalsteinn í textalýsingu frá leiknum.

Lestu um leikinn: Austurríki 1 -  1 Ísland

„Var þetta inni í teig? Þá var þetta bara brot, bara lélegt hjá mér, hefði ekki átt að stíga út með löppina," sagði Alexandra við RÚV.

Hún fékk fyrst gula spjaldið en svo tók Lina Lehtovaara, dómari leiksins, spjaldið til baka.

„Hún veit ekkert hvað hún er að gera," sagði Alexandra.

Hún nefndi einnig að Austurríki væri að fá fullmikið af ódýrum brotum sem hægði á leiknum. Hún var bjatsýn um að Ísland myndi koma til baka í seinni hálfleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner