Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
Besta-deild karla
FH
19:15 0
0
Fylkir
Besta-deild karla
Breiðablik
19:15 0
0
ÍA
Besta-deild karla
KA
71' 1
2
Fram
Vestri
4
2
Stjarnan
Jeppe Gertsen '4 1-0
Johannes Selvén '8 2-0
2-1 Haukur Örn Brink '18
Silas Songani '40 3-1
3-2 Haukur Örn Brink '41
Toby King '70 4-2
02.06.2024  -  14:00
AVIS völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Nokkur vindur sem hefur áhrif á leikinn
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Maður leiksins: Toby King - Vestri
Byrjunarlið:
30. William Eskelinen (m)
3. Elvar Baldvinsson ('89)
6. Ibrahima Balde
7. Vladimir Tufegdzic ('68)
13. Toby King
14. Johannes Selvén ('46)
19. Pétur Bjarnason ('89)
20. Jeppe Gertsen
21. Tarik Ibrahimagic
22. Elmar Atli Garðarsson
23. Silas Songani ('83)

Varamenn:
1. Marvin Darri Steinarsson (m)
5. Aurelien Norest ('89)
9. Andri Rúnar Bjarnason ('68)
11. Benedikt V. Warén
16. Ívar Breki Helgason ('89)
17. Gunnar Jónas Hauksson ('83)
77. Sergine Fall ('46)

Liðsstjórn:
Daniel Osafo-Badu
Friðrik Þórir Hjaltason
Daníel Agnar Ásgeirsson
Jón Hálfdán Pétursson
Gunnlaugur Jónasson
Eiður Aron Sigurbjörnsson
Vladan Dogatovic

Gul spjöld:
Vladimir Tufegdzic ('23)
Pétur Bjarnason ('45)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
DJÚPMENN FAGNA! Vestri kemst upp um eitt sæti, fer upp í 10 stig í 9. sæti. Stjarnan er með þremur stigum meira. Viðtöl og skýrsla koma síðar. Takk fyrir samfylgdina.
95. mín
Andri Rúnar með bjartsýnina að vopni, reynir skot nánast frá miðju en hitti boltann ekki vel.
94. mín
Stjarnan rembist eins og rjúpan fræga við staurinn en Djúpmenn eiga svör við öllu.
92. mín
Emil Atlason með skalla sem Eskilinen ver með tilþrifum. Stjarnan fær horn.
91. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti 6 mínútur Vonir Garðbæinga eru að fjara út...
89. mín
Inn:Ívar Breki Helgason (Vestri) Út:Pétur Bjarnason (Vestri)
89. mín
Inn:Aurelien Norest (Vestri) Út:Elvar Baldvinsson (Vestri)
88. mín
Haukur með fyrirgjöf sem varnarmaður Vestra rennur sér í, boltinn í hornspyrnu. Stjarnan þarf nauðsynlega mark hér til að eiga einhverja von um að fá stig en ekkert verður úr hornspyrnunni.
86. mín
Leikurinn farinn aftur af stað og Elmar heldur leik áfram.
85. mín
Leikurinn stopp Leikmaður Vestra, fyrirliðinn Elmar Atli, liggur í grasinu og þarf aðhlynningu.
84. mín
Guðmundur Baldvin fer niður í baráttunni í teignum, inni á vellinum eru menn ekki að biðja um neitt en Stjörnufólk í stúkunni öskrar og veinar eins og stungnir grísir. Þetta var ekki neitt.
83. mín
Inn:Gunnar Jónas Hauksson (Vestri) Út:Silas Songani (Vestri)
82. mín
Gummi Kristjáns með fyrirgjöf, boltinn hrekkur af varnarmanni Vestra í fangið á Eskilenen markverði. Þarna skall hurðin og allt það.
77. mín
Sindri Þór með skot vel yfir markið eftir horn Stjörnunnar. Stuðningsmenn Vestra láta í sér heyra, hjálpa sínum mönnum yfir lokahjallann.
76. mín
Leikplanið hjá Davíð Smára gengið afskaplega vel upp. Beinskeyttir og baráttuglaðir Vestramenn í dag. Þetta er þó alls ekki búið... Stjarnan að fá hornspyrnur hér.
74. mín
Inn:Helgi Fróði Ingason (Stjarnan) Út:Örvar Eggertsson (Stjarnan)
72. mín
Stjarnan fengið á sig níu mörk í síðustu tveimur leikjum Það er leki hjá Garðbæingum.
70. mín MARK!
Toby King (Vestri)
KONUNGLEGT MARK!!!! VÁÁÁÁÁÁ!!!! Gjörsamlega frábært mark frá King!

Fær boltann fyrir utan teig vinstra megin, leitar inn. Fer framhjá Jóhanni Árna og smyr boltann upp við samskeytin.

Þeir verja hann ekki þarna!
68. mín
Inn:Andri Rúnar Bjarnason (Vestri) Út:Vladimir Tufegdzic (Vestri)
68. mín
Beint á Eskelinen Jóhann Árni með aukaspyrnuna, skot beint á markvörð Vestra.
66. mín
Fall brýtur á Óla Val, fór fyrst í manninn og svo í boltann og það er bannað. Jóhann01 stillir boltanum upp, hann tekur þessa aukaspyrnu. Fáum væntanlega skot.
65. mín
Songani hleypur langa vegalengd með boltann en á svo dapra fyrirgjöf sem endar sem æfingabolti fyrir Árna Snæ í markinu.
63. mín
Óli Valur með hættulegan sprett inn í teiginn en Fall sýnir flottan varnarleik og vinnur boltann af honum.
62. mín
Haukur fékk færi til að skora þrennu! Fékk boltann frá Örvari en hitti hann illa.
60. mín
Tarik Ibrahimagic hrasar niður í teignum og lendir á boltanum. Stjörnuhluti stúkunnar kallar eftir hendi en Twana gefur merki um að þetta hafi ekki verið víti. Twana var vel staðsettur.
58. mín
Inn:Emil Atlason (Stjarnan) Út:Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan)
Vakti athygli að Emil byrjaði á bekknum í þessum leik... en hann er allavega mættur til leiks.
58. mín
Inn:Daníel Laxdal (Stjarnan) Út:Andri Adolphsson (Stjarnan)
57. mín
Fátt um færi í leiknum á þessum kafla. Vestramenn vel skipulagðir og ekki að gefa færi á sér. Jökull er að undirbúa tvöfalda skiptingu. Reynsluboltar að fara að mæta til leiks.
56. mín
Fjölskyldufróðleikur Þess má geta að Haukur Örn, sem er kominn með tvö mörk fyrir Stjörnuna, er sonur tónlistarmannsins Sjonna Brink sem féll frá 2011. Sjonni var einn vinsælasti tónlistarmaður landsins. Móðir Hauks er listakonan Þórunn Erna Clausen.
50. mín
Vestri kemst inn í sendingu Stjörnumanna en boltinn endar í höndum Árna Snæs í markinu.
49. mín
Örvar Eggerts með fyrirgjöf en Haukur er í erfiðri stöðu við nærstöngina, fær boltann í bakið og útaf.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað The Show Must Go On!
46. mín
Inn:Sergine Fall (Vestri) Út:Johannes Selvén (Vestri)
Skipting hjá Vestra í hálfleik
45. mín
Tölfræði fyrri hálfleiks Með boltann: 49% - 51%
Skot: 3-5
Skot á mark: 3-3
Brot: 12-10

Samkvæmt tölfræðinni hjá vinum okkar á Stöð 2 Sport hafa öll skot Vestra á rammann endað í netinu. Liðin eru hér að mæta til leiks fyrir seinni hálfleikinn.
45. mín
Framúrskarandi gestrisni sem við fjölmiðlamenn fáum hér á vellinum í dag. Kaffið jafnast á við það besta frá Brasilíu og svo fá áhorfendur líka stórkostlega blöndu af hálfleikstónlist. Það var víst verið að nostra við þennan lagalista og það skilar sér.
45. mín
Frægir á vellinum Meðal áhorfenda hér í Laugardalnum í dag eru leiklistarhjónin Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir. Þau hafa fengið smá hlé frá tökum á þáttunum um Vigdísi og ákveðið að skella sér á þessa veislu. Mikil eftirvænting fyrir þeim þáttum og sögur farnar að ganga um að persóna Þórðar Þjóðleikhússtjóra sé sérstaklega spennandi.
45. mín
Hálfleikur
Þrái aðra eins skemmtun í seinni hálfleik!
45. mín Gult spjald: Pétur Bjarnason (Vestri)
Var í bolvískum átökum við Guðmund Kristjánsson og fær gula spjaldið frá Twana.
44. mín
Áhorfendur að fá allt fyrir peninginn! Það hefur ekki verið dauður kafli í þessum leik. Veisla!
41. mín MARK!
Haukur Örn Brink (Stjarnan)
Stoðsending: Róbert Frosti Þorkelsson
HAUKUR SKORAR AFTUR!!!!! Þetta er ruglaður leikur!

Songani tapaði boltanum rétt fyrir utan teiginn, Róbert Frosti með framúrskarandi útsjónarsemi og á geggjaða sendingu á Hauk sem kemst í dauðafæri og klárar vel!
40. mín MARK!
Silas Songani (Vestri)
Stoðsending: Elvar Baldvinsson
ÞEIR ERU AFTUR KOMNIR Í TVEGGJA MARKA FORYSTU! Vestramenn með hættulega sókn og gott samspil, Elvar Baldvinsson nær fyrirgjöf frá vinstri sem fer við fjærstöngina. Songani kemur sér framhjá tveimur Stjörnumönnum og klára vel.

Skilvirkir Vestramenn!
37. mín
Nóg af mörkum í umferðinni Þetta er þriðji leikur umferðarinnar. Nóg af mörkum og mikið fjör. FH og Fram gerðu 3-3 jafntefli á föstudag. Mögnuð endurkoma Framara. Og svo vann ÍA 3-2 útisigur gegn KA á Akureyri í gær þar sem öll mörkin fimm komu í fyrri hálfleik.
33. mín
Púúúúúú Pétur Bjarnason sparkar Óla Val niður við miðlínuna og sleppur með tiltal. Stuðningsmenn Stjörnunnar vildu gult á loft og baula á Twana dómara.
29. mín
Örvar Eggertsson með skemmtilega skottilraun, tekur boltann á lofti úr nokkuð þröngu færi og nær að hitta á rammann en William Eskelinen ekki í nokkrum vandræðum.
24. mín Gult spjald: Andri Adolphsson (Stjarnan)
Braut á Songani sem var að þeysast upp hægri vænginn. Hárréttur dómur.
24. mín
Afbragðs skemmtun! Mikið í gangi í þessum leik og vonandi mun þetta halda áfram á þessari braut!
23. mín Gult spjald: Vladimir Tufegdzic (Vestri)
Tufa sá gult fyrir brotið áðan. Það var baráta í teignum svo eftir aukaspyrnuna en Stjarnan náði ekki að skapa sér færi.
22. mín
Allt annað að sjá Stjörnuna núna! Stjarnan virðist hafa fundið taktinn, Haukur heldur áfram að leika listir sínar og hér fá gestirnir aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika frá hægri. Þeir eru farnir að hóta öðru marki!
18. mín MARK!
Haukur Örn Brink (Stjarnan)
ÞEIR ERU VAKNAÐIR! Hinn nítján ára gamli Haukur skorar sitt fyrsta mark í efstu deild og það með stórglæsilegu skoti.

Þessi sókn hófst á frábærum sprett Óla Vals inn í teiginn. Boltinn datt svo út úr teignum á Hauk sem átti fallegt hnitmiðað skot í bláhornið!

Vel gert hjá Garðbæingum!
17. mín
Eins og áður segir þá er þokkalegur vindur hér og hann hefur svo sannarlega áhrif á leikinn. Sumir í meira veseni með að höndla þessar aðstæður en aðrir.
14. mín Gult spjald: Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
Sparkar Ibrahim Balde niður um leið og hann sendir boltann. Helvíti strangt að negla upp gulu fyrir þetta að mínu mati.
13. mín
Voru Stjörnumenn á kosningavöku í nótt? Það gengur nákvæmlega ekkert upp hjá þeim hér í byrjun leiks.
8. mín MARK!
Johannes Selvén (Vestri)
Stoðsending: Tarik Ibrahimagic
STJÖRNUMENN ERU Á HÆLUNUM HÉRNA! Þetta var ekki eðlilega auðvelt,

Tarik með einfalda sendingu og skyndilega var Selvén bara aleinn í teignum og kláraði vel framhjá Árna.

Stjörnumenn eru ekki mættir en frábær byrjun "heimamanna".
7. mín
Davíð Smári þjálfari Vestra stendur fyrir miðri stúku og fagnaði marki sinna manna auðvitað innilega! Hann ákvað að leika ekki sama leik og Arnar Grétarsson þjálfari Vals sem horfði bara á leikinn gegn HK heima í stofu þegar hann var í banni.
4. mín MARK!
Jeppe Gertsen (Vestri)
Stoðsending: Pétur Bjarnason
ALVÖRU BYRJUN Á ÞESSUM LEIK! Fyrsta hornspyrna leiksins, Toby King tók hana. Hættulegur bolti á fjærstöngina þar sem Pétur Bjarnason kom honum fyrir markið og Jeppe Gertsen skorar af stuttu færi, skallar inn nánast á marklínunni. Hafði betur gegn Andra Adolphssyni í baráttunni.
2. mín
Tónninn settur Fyrsta skotið strax komið. Róbert Frosti leikmaður Stjörnunnar sem skaut fyrir utan teig en vel yfir.
1. mín
Leikur hafinn
Hvítklæddir Stjörnumenn hófu leik Stjarnan leikur með vindi í fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Ekki fjölmennt í stúkunni nokkrum mínútum fyrir leik en mun væntanlega fjölga hressilega svona fyrsta korterið á leiknum. Olgeir Sigurgeirsson aðstoðarþjálfari Fylkis er mættur í stúkuna góðu. Fylkismenn eiga leik gegn Víkingi seinna í dag en leika svo gegn Vestra í næstu umferð.
Fyrir leik
Kjartan Már yngstur á vellinum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir


Meðalaldur byrjunarliðs Vestra samkvæmt úrslit.net er 27 ár en meðalaldur Stjörnunnar er 24,6 ár. Elstir leikmanna á vellinum eru Silas Songani hjá Vestra og Guðmundur Kristjánsson hjá Stjörnunni (báðir fæddir 1989) en yngstur er hinn sautján ára gamli Kjartan Már Kjartansson (2006). Kjartan er að byrja sinn fyrsta Bestu deildarleik á tímabilinu.
Fyrir leik
Daniel Badu stýrir Vestra í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er Daniel Osafo-Badu aðstoðarþjálfari Vestra sem stýrir liðinu af hliðarlínunni í dag þar sem Davíð er í banni. Hann er fyrrum leikmaður liðsins en var ráðinn aðstoðarþjálfari eftir að Davíð Smári var ráðinn til félagsins.
Fyrir leik
Gleðilegan sjómannadag! Það er allt með rólegasta móti hér á AVIS vellinum og ekki margar vísbendingar um að hér sé að fara að hefjast leikur í Bestu deildinni eftir rúman hálftíma. Það er 8 gráðu hiti og 8 metrar á sekúndu. Blæs á annað markið. Það er væntanlega ryð í mörgum eftir kosningadaginn og ég er ekki að spá neinu áhorfendameti í dag.

Þróttarar eru stoltir af sínum fyrsta sigri í Lengjudeildinni á föstudaginn og á töflunni má enn sjá merki Þróttar og ÍR með tölunum 5-0.

Við notum tækifærið og óskum sjómönnum til hamingju með daginn, og einnig nýja forsetanum Höllu Tómasdóttur.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn Vestri gerir tvær breytingar frá jafnteflinu gegn KR. Toby King og Johannes Selvén koma inn fyrir Sergine Fall og Benedikt Warén. Benedikt er ekki í leikmannahópi Vestra í dag.

Hjá Stjörnunni kemur Guðmundur Kristjánsson aftur inn í liðið eftir að hafa afplánað leikbann. Kjartan Már Kjartansson og Haukur Örn Brink koma einnig inn í byrjunarliðið en Daníel Laxdal og Emil Atlason eru á bekknum. Örvar Logi Örvarsson er ekki í hóp.
Fyrir leik
Farið var yfir gang mála í Bestu deildinni í útvarpsþætti helgarinnar
   01.06.2024 14:27
Útvarpsþátturinn - Sérfræðingurinn Sævar Atli og fjármálaskýrsla
Fyrir leik
Ekki eins og að spila á Ísafirði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta hefur verið allt í lagi, ég hefði kannski verið til í örlítið fleiri stig. Frammistaðan hefur verið stígandi finnst mér. Við erum með tvo sigra og eitt jafntefli, áttum skilið meira út úr leiknum gegn FH sem dæmi, væri alveg til í örlítið fleiri stig á töfluna," sagði Pétur Bjarnason í viðtali í síðustu viku, spurður út í byrjun Vestra á tímabilinu.

„Hópurinn er mjög góður, stemningin mjög fín. Menn eru kannski orðnir smá þreyttir á því að spila bara útileiki. Það er kannski það eina sem er óeðlilegt við þetta. Heimavöllurinn fer að verða klár og menn eru spenntir fyrir framhaldinu."

Pétur var spurður út í komandi leik gegn Stjörnunni.

„Mér líst mjög vel á þann leik. Mér fannst við flottir í KR leiknum, sérstaklega í seinni hálfleik. Við náðum í stig og endirinn á þeim leik ætti að gefa okkur mikið inn í þennan leik. Við erum bara klárir."

Hvernig er að spila á AVIS vellinum?

„Það er mjög fínt. Þetta er samt eins og að spila útileik myndi ég segja, það er voðalega erfitt að breyta einhverjum velli í heimavöllinn okkar. Það er bara ekki það sama og að spila hérna á Ísafirði," sagði Pétur.

   28.05.2024 14:12
Ferðast 30 þúsund kílómetra það sem af er ári - „Svona getur farið með menn"
Fyrir leik
Hvaða útgáfu fáum við af Stjörnunni í dag?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Guðmundur Kristjánsson snýr aftur í Stjörnuliðið í dag eftir að hafa tekið út leikbann í 5-1 tapinu gegn Val síðasta fimmtudag. Hans var sárt saknað í þeim leik.

Stjörnuliðið hefur verið sveiflukennt á tímabilinu, áður en það fékk skellinn gegn Val skein það skært gegn KA í Garðabænum og vann 5-0 sigur.

Stjarnan er með fjóra sigra, fjögur töp og eitt jafntefli að loknum níu leikjum.

   30.05.2024 21:33
Jökull: Ansi margt sem ég hefði getað gert betur
Fyrir leik
Davíð Smári í stúkunni í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, tekur út leikbann og verður því ekki á hliðarlínunni í dag Davíð hefur safnað fjórum gulum spjöldum og fer í bann vegna uppsafnaðra áminninga.

Vestri er með sjö stig í Bestu deildinni, liðið sýndi karakter með því að ná 2-2 jafntefli gegn KR í síðustu umferð eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. Þar á undan tapaði liðið þremur leikjum í röð svo það fór í gegnum maímánuð án þess að vinna leik.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Twana flautar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Dómari leiksins er Twana Khalid Ahmed sem kom upphaflega hingað til lands sem flóttamaður frá Írak 2017. Hann hefur sýnt að hann er hörkugóður dómari og hóf að dæma í efstu deild karla á síðasta tímabili.

Gylfi Már Sigurðsson og Eðvarð Eðvarðsson eru aðstoðardómarar í leik dagsins. Arnar Ingi Ingvarsson er fjórði dómari og eftirlitsmaður er Halldór Breiðfjörð Jóhannsson.
Fyrir leik
Hver vegur að heiman er vegurinn heim Góðan og gleðilegan sunnudag. Níunda umferð Bestu deildarinnar heldur áfram og fyrsti leikur dagsins er viðureign Vestra og Stjörnunnar. Þetta er þriðji heimaleikur Vestra sem er spilaður hér á hinum ljómandi fína AVIS-velli í Laugardal, þar sem völlurinn á Ísafirði er enn ekki klár í slaginn.

Stefnt er að því að Vestri geti spilað sinn fyrsta heimaleik á Ísafirði gegn Val þann 22. júní. Ekki er búið að leggja gervigras á keppnisvöllinn og er það ástæðan fyrir því að ekki hefur verið hægt að spila fyrir vestan.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

sunnudagur 2. júní
14:00 Vestri-Stjarnan (AVIS völlurinn)
17:00 Víkingur R.-Fylkir (Víkingsvöllur)
19:15 HK-Breiðablik (Kórinn)

mánudagur 3. júní
19:15 KR-Valur (Meistaravellir)
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Guðmundur Kristjánsson
4. Óli Valur Ómarsson
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Örvar Eggertsson ('74)
8. Jóhann Árni Gunnarsson
17. Andri Adolphsson ('58)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
30. Kjartan Már Kjartansson ('58)
37. Haukur Örn Brink
80. Róbert Frosti Þorkelsson

Varamenn:
13. Mathias Rosenörn (m)
9. Daníel Laxdal ('58)
19. Daníel Finns Matthíasson
22. Emil Atlason ('58)
28. Baldur Logi Guðlaugsson
35. Helgi Fróði Ingason ('74)
39. Elvar Máni Guðmundsson

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Davíð Sævarsson
Björn Berg Bryde
Rajko Stanisic
Egill Atlason
Hákon Ernir Haraldsson
Niklas Tomi Eerik Virtanen

Gul spjöld:
Guðmundur Baldvin Nökkvason ('14)
Andri Adolphsson ('24)

Rauð spjöld: