Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   þri 28. maí 2024 14:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ferðast 30 þúsund kílómetra það sem af er ári - „Svona getur farið með menn"
'Það er alltaf smá léttir að komast á blað'
'Það er alltaf smá léttir að komast á blað'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frammistaðan gegn FH var góð.
Frammistaðan gegn FH var góð.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Hópurinn er mjög góður, stemningin mjög fín.
Hópurinn er mjög góður, stemningin mjög fín.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tók ákvörðun um að taka ekki það hlaup sem hann átti að taka og það skilaði marki.
Tók ákvörðun um að taka ekki það hlaup sem hann átti að taka og það skilaði marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sneri aftur í Vestra eftir að hafa spilað með Fylki í fyrra.
Sneri aftur í Vestra eftir að hafa spilað með Fylki í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég held að það sjái það allir að það er ekki auðvelt fyrir liðið okkar.'
'Ég held að það sjái það allir að það er ekki auðvelt fyrir liðið okkar.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er bara ekki það sama og að spila hérna á Ísafirði'
'Það er bara ekki það sama og að spila hérna á Ísafirði'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Ég held þetta hafi áhrif á líkamlegt stand'
'Ég held þetta hafi áhrif á líkamlegt stand'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pétur Bjarnason skoraði jöfnunarmark Vestra gegn KR á Meistaravöllum þegar liðin mættust á laugardag. KR leiddi 2-0 í leikhléi en Vestri kom til baka í seinni hálfleik og náði í stig.

Markið hans Péturs var ansi fallegt, hann var fyrstur á lausan bolta í teignum og náði að koma boltanum í mark KR með hælspyrnu.

Lestu um leikinn: KR 2 -  2 Vestri


Pétur ræddi við Fótbolta.net í dag.

„Mér leið ekkert sérstaklega í hálfleik. Mér fannst við vera allt í lagi á boltanum og fannst við vera í fínum gír, gáfum frekar auðveld mörk. Maður var svolítið pirraður í hálfleik því mér fannst við ekki verri aðilinn."

„Mér fannst við svara vel í seinni hálfleik, komum sterkari út, fannst við setja mikla orku í þetta, fannst við alltaf vera hættulegir þegar við unnum boltann. Við fengum svo vítið sem kveikti aðeins í okkur. Þá fannst mér strax annað mark liggja í loftinu."


Tók annað hlaup en hann átti að taka
Pétur var svo spurður út í jöfnunarmarkið.

„Ég ákvað að prófa eitthvað annað hlaup, átti að hlaupa á nærstöngina en tek annað hlaup. Túfa (Vladimir Tufegdzic) vinnur fyrsta boltann og boltinn dettur einhvern veginn fyrir framan mig. Ég var með bakið í markið og ég reyni bara að stýra boltanum í átt að markinu með hælnum."

„Það var mjög góð tilfinning að skora. Það er alltaf smá léttir að komast á blað. Ég er ekki mikið búinn að pæla í fyrsta markinu mínu þannig, við erum búnir að vera einbeita okkur að því að safna stigum, en það er mikilvægt fyrir framherja að komast á blað. Það er fínn tímapunktur fyrir mig núna, er búinn að spila aðeins fleiri mínútur upp á síðkastið. Það er gott að skora."


Markið minnir mann á Zlatan Ibrahimovic sem skoraði nokkur glæsileg mörk með hælnum.

Var svekktur en greip svo tækifærið
Pétur byrjaði fyrsta leik í Bestu deildinni, var ónotaður varamaður í annarri umferð og kom svo af bekknum í næstu leikjum á eftir. Hvernig var standið á þér í byrjun móts og varstu svekktur með mínútufjöldann?

„Ég var að sjálfsögðu svekktur með það, ég vil spila allar mínútur. Standið á mér er mjög gott og hefur verið það alveg frá því að mótið byrjaði, hef alveg verið klár í það að byrja leiki."

„Það var einhver rótering á mannskap, fékk sénsinn í báðum bikarleikjunum og fannst ég spila ágætlega á móti KA í bikarnum. Svo meiðist Andri (Rúnar Bjarnason) og það gefur mér kannski ennþá meira tækifæri til að stíga upp. Andri er búinn að vera flottur."


Hefur ekki góð áhrif að sitja svona lengi í bíl
Í viðtali eftir leikinn kom Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, inn á öll ferðalögin hjá Vestra það sem af er ári. Liðið á enn eftir að spila leik á þessu ári á Ísafirði og því hefur verið mikið um ferðalög.

„Við erum búnir að ferðast einhverja 30 þúsund kílómetra síðan í janúar og það er ekki auðvelt. Ég held að það sjái það allir að það er ekki auðvelt fyrir liðið okkar,“ sagði Davíð Smári í viðtalinu.

„Við höfum keyrt í mjög mikið af þessum leikjum. Í vetur keyrðum við í alla leiki, gistum og keyrðum til baka. Ég held þetta hafi áhrif á líkamlegt stand. Við erum búnir að vera smá óheppnir með meiðsli. Maður kannski kennir þessu ekkert um, en það hefur ekki góð áhrif að sitja í 6-7 tíma í bíl (ferðalag til Akureyrar), spila og svo keyra aftur til baka. Það var ferðalag í miðri viku og svo erum við aftur að ferðast helgina eftir. Svona rosalega mikil seta í bíl getur farið með menn."

Þetta eru margir leikir, eruði yfir höfuð eitthvað heima hjá ykkur?

„Við erum búnir að vera fljúga í alla útileiki, það var allt bókað fyrir mót. Þá er þetta bara fram og til baka á leikdegi: fljúgum, spilum og fljúgum til baka og gistum heima hjá okkur.

„Við höfum þurft að keyra í „heimaleikina" okkar sem við þurft að færa suður."

„Það getur verið ansi þreytt að þurfa að fara í burtu allar helgi, en það styttist í að við spilum heima."


Það er kotnaðarsamara að bóka flug með stuttum fyrirvara og fluggjöldin fyrir leikina sem félagið hefur þurft að færa eru talsvert hærri en þau gjöld sem félagið greiddi fyrir útileikina sem hægt var að bóka með góðum fyrirvara. Því var tekin ákvörðun um að keyra í þá leiki.

Stefnt er að því að Vestri geti spilað sinn fyrsta heimaleik á Ísafirði gegn Val þann 22. júní. Ekki er búið að leggja gervigras á keppnisvöllinn og er það ástæðan fyrir því að ekki hefur verið hægt að spila fyrir vestan.

Hefði verið til í örlítið fleiri stig
Hvernig metur þú byrjunina hjá ykkur sem lið?

„Þetta hefur verið allt í lagi, ég hefði kannski verið til í örlítið fleiri stig. Frammistaðan hefur verið stígandi finnst mér. Við erum með tvo sigra og eitt jafntefli, áttum skilið meira út úr leiknum gegn FH sm dæmi, væri alveg til í örlítið fleiri stig á töfluna."

„Hópurinn er mjög góður, stemningin mjög fín. Menn eru kannski orðnir smá þreyttir á því að spila bara útileiki. Það er kannski það eina sem er óeðlilegt við þetta. Heimavöllurinn fer að verða klár og menn eru spenntir fyrir framhaldinu."


Ekki eins og að spila á vellinum á Ísafirði
Næsti leikur er einmitt „heimaleikur" sem spilaður verður á AVIS vellinum í Laugardal. Vestri mætir Stjörnunni á sunnudag í síðustu umferð fyrir landsleikjahlé.

„Mér líst mjög vel á þann leik. Mér fannst við flottir í KR leiknum, sérstaklega í seinni hálfleik. Við náðum í stig og endirinn á þeim leik ætti að gefa okkur mikið inn í þennan leik. Við erum bara klárir."

Hvernig er að spila á AVIS vellinum?

„Það er mjög fínt. Þetta er samt eins og að spila útileik myndi ég segja, það er voðalega erfitt að breyta einhverjum velli í heimavöllinn okkar. Það er bara ekki það sama og að spila hérna á Ísafirði," sagði Pétur.

Þetta var fyrri hluti viðtalsins við Pétur, seinni hlutinn verður birtur seinna í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner