Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 30. maí 2024 21:33
Haraldur Örn Haraldsson
Jökull: Ansi margt sem ég hefði getað gert betur
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans tapaði 5-1 gegn Val á Hlíðarenda.


Lestu um leikinn: Valur 5 -  1 Stjarnan

„Mér fannst eftir að þeir komust yfir, þá fannst mér við bara off. Mér fannst leikurinn jafn fram að því, kannski aðeins kafla skiptur. Þeir byrja aðeins betur en svo komumst við bara inn í þetta og mér fannst vera fullt af plássi og tíma til að komast í góðar stöður. En heilt yfir bara svolítið off dagur hjá okkur og þegar þeir eiga skarpan dag, þá er þetta bara erfitt."

Leikurinn var mjög jafn fram að fyrsta markinu en Stjörnuliðið sá eiginlega bara ekki til sólar eftir það. Hvað er það sem veldur því?

„Ég held það sé bara að þeir eru gott lið og gerðu vel. Þetta var bara vel upplagður leikur. Mér fannst við bara vera svolítið off, það er bara auðvitað súrt að á þannig degi að vera fá á sig 5 mörk, það er algjör óþarfi. Við erum bara í þessu saman og það er ansi margt sem ég hefði getað gert betur, kannski helst þar. Mér fannst menn leggja mikið í þetta, og þeir sem koma inn koma af krafti en bara of mörg mörk á okkur."

Jökull gerir fjórfalda breytingu á liði sínu á 60. mínútu en hann segist ekki hafa gert það vegna þess að hann hafi verið óánægður með þá leikmenn sem fóru útaf.

„Við ræddum um þetta í hálfleik að það væri stutt í skiptingar og að við myndum þurfa orku fljótlega. Þannig þetta var bara hluti af því og það var ástæðan fyrir því að allir á bekknum komu með inn í hálfleikinn og voru með fókus. Þannig að við vissum að við þyrftum að skipta fljótlega, það er bara þannig. Það er stutt á milli leikja núna, það er stutt í næsta leik og menn þurfa bara að vera klárir."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir