Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
banner
   fim 30. maí 2024 21:33
Haraldur Örn Haraldsson
Jökull: Ansi margt sem ég hefði getað gert betur
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans tapaði 5-1 gegn Val á Hlíðarenda.


Lestu um leikinn: Valur 5 -  1 Stjarnan

„Mér fannst eftir að þeir komust yfir, þá fannst mér við bara off. Mér fannst leikurinn jafn fram að því, kannski aðeins kafla skiptur. Þeir byrja aðeins betur en svo komumst við bara inn í þetta og mér fannst vera fullt af plássi og tíma til að komast í góðar stöður. En heilt yfir bara svolítið off dagur hjá okkur og þegar þeir eiga skarpan dag, þá er þetta bara erfitt."

Leikurinn var mjög jafn fram að fyrsta markinu en Stjörnuliðið sá eiginlega bara ekki til sólar eftir það. Hvað er það sem veldur því?

„Ég held það sé bara að þeir eru gott lið og gerðu vel. Þetta var bara vel upplagður leikur. Mér fannst við bara vera svolítið off, það er bara auðvitað súrt að á þannig degi að vera fá á sig 5 mörk, það er algjör óþarfi. Við erum bara í þessu saman og það er ansi margt sem ég hefði getað gert betur, kannski helst þar. Mér fannst menn leggja mikið í þetta, og þeir sem koma inn koma af krafti en bara of mörg mörk á okkur."

Jökull gerir fjórfalda breytingu á liði sínu á 60. mínútu en hann segist ekki hafa gert það vegna þess að hann hafi verið óánægður með þá leikmenn sem fóru útaf.

„Við ræddum um þetta í hálfleik að það væri stutt í skiptingar og að við myndum þurfa orku fljótlega. Þannig þetta var bara hluti af því og það var ástæðan fyrir því að allir á bekknum komu með inn í hálfleikinn og voru með fókus. Þannig að við vissum að við þyrftum að skipta fljótlega, það er bara þannig. Það er stutt á milli leikja núna, það er stutt í næsta leik og menn þurfa bara að vera klárir."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner