Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
   fim 30. maí 2024 21:33
Haraldur Örn Haraldsson
Jökull: Ansi margt sem ég hefði getað gert betur
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans tapaði 5-1 gegn Val á Hlíðarenda.


Lestu um leikinn: Valur 5 -  1 Stjarnan

„Mér fannst eftir að þeir komust yfir, þá fannst mér við bara off. Mér fannst leikurinn jafn fram að því, kannski aðeins kafla skiptur. Þeir byrja aðeins betur en svo komumst við bara inn í þetta og mér fannst vera fullt af plássi og tíma til að komast í góðar stöður. En heilt yfir bara svolítið off dagur hjá okkur og þegar þeir eiga skarpan dag, þá er þetta bara erfitt."

Leikurinn var mjög jafn fram að fyrsta markinu en Stjörnuliðið sá eiginlega bara ekki til sólar eftir það. Hvað er það sem veldur því?

„Ég held það sé bara að þeir eru gott lið og gerðu vel. Þetta var bara vel upplagður leikur. Mér fannst við bara vera svolítið off, það er bara auðvitað súrt að á þannig degi að vera fá á sig 5 mörk, það er algjör óþarfi. Við erum bara í þessu saman og það er ansi margt sem ég hefði getað gert betur, kannski helst þar. Mér fannst menn leggja mikið í þetta, og þeir sem koma inn koma af krafti en bara of mörg mörk á okkur."

Jökull gerir fjórfalda breytingu á liði sínu á 60. mínútu en hann segist ekki hafa gert það vegna þess að hann hafi verið óánægður með þá leikmenn sem fóru útaf.

„Við ræddum um þetta í hálfleik að það væri stutt í skiptingar og að við myndum þurfa orku fljótlega. Þannig þetta var bara hluti af því og það var ástæðan fyrir því að allir á bekknum komu með inn í hálfleikinn og voru með fókus. Þannig að við vissum að við þyrftum að skipta fljótlega, það er bara þannig. Það er stutt á milli leikja núna, það er stutt í næsta leik og menn þurfa bara að vera klárir."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner