Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fim 30. maí 2024 21:33
Haraldur Örn Haraldsson
Jökull: Ansi margt sem ég hefði getað gert betur
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans tapaði 5-1 gegn Val á Hlíðarenda.


Lestu um leikinn: Valur 5 -  1 Stjarnan

„Mér fannst eftir að þeir komust yfir, þá fannst mér við bara off. Mér fannst leikurinn jafn fram að því, kannski aðeins kafla skiptur. Þeir byrja aðeins betur en svo komumst við bara inn í þetta og mér fannst vera fullt af plássi og tíma til að komast í góðar stöður. En heilt yfir bara svolítið off dagur hjá okkur og þegar þeir eiga skarpan dag, þá er þetta bara erfitt."

Leikurinn var mjög jafn fram að fyrsta markinu en Stjörnuliðið sá eiginlega bara ekki til sólar eftir það. Hvað er það sem veldur því?

„Ég held það sé bara að þeir eru gott lið og gerðu vel. Þetta var bara vel upplagður leikur. Mér fannst við bara vera svolítið off, það er bara auðvitað súrt að á þannig degi að vera fá á sig 5 mörk, það er algjör óþarfi. Við erum bara í þessu saman og það er ansi margt sem ég hefði getað gert betur, kannski helst þar. Mér fannst menn leggja mikið í þetta, og þeir sem koma inn koma af krafti en bara of mörg mörk á okkur."

Jökull gerir fjórfalda breytingu á liði sínu á 60. mínútu en hann segist ekki hafa gert það vegna þess að hann hafi verið óánægður með þá leikmenn sem fóru útaf.

„Við ræddum um þetta í hálfleik að það væri stutt í skiptingar og að við myndum þurfa orku fljótlega. Þannig þetta var bara hluti af því og það var ástæðan fyrir því að allir á bekknum komu með inn í hálfleikinn og voru með fókus. Þannig að við vissum að við þyrftum að skipta fljótlega, það er bara þannig. Það er stutt á milli leikja núna, það er stutt í næsta leik og menn þurfa bara að vera klárir."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner