Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
KR
3
5
Valur
Aron Sigurðarson '6 1-0
Benoný Breki Andrésson '7 2-0
2-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson '12
2-2 Patrick Pedersen '31
2-3 Tryggvi Hrafn Haraldsson '33
2-4 Patrick Pedersen '37
Finnur Tómas Pálmason '61
2-5 Gísli Laxdal Unnarsson '74
Kristján Flóki Finnbogason '91 3-5
03.06.2024  -  19:15
Meistaravellir
Besta-deild karla
Aðstæður: Mikið rok og kalt, sumarið er komið
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Tryggvi Hrafn Haraldsson
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
3. Axel Óskar Andrésson ('86)
6. Alex Þór Hauksson
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Benoný Breki Andrésson
11. Aron Sigurðarson
14. Ægir Jarl Jónasson ('86)
16. Theodór Elmar Bjarnason (f) ('86)
18. Aron Kristófer Lárusson
23. Atli Sigurjónsson ('63)
30. Rúrik Gunnarsson ('38)

Varamenn:
1. Sigurpáll Sören Ingólfsson (m)
5. Birgir Steinn Styrmisson ('63)
10. Kristján Flóki Finnbogason ('86)
15. Lúkas Magni Magnason ('38)
17. Luke Rae ('86)
19. Eyþór Aron Wöhler
29. Aron Þórður Albertsson ('86)

Liðsstjórn:
Gregg Ryder (Þ)
Pálmi Rafn Pálmason
Sigurður Jón Ásbergsson
Jamie Paul Brassington
Guðjón Örn Ingólfsson
Attila Hajdu

Gul spjöld:
Axel Óskar Andrésson ('32)

Rauð spjöld:
Finnur Tómas Pálmason ('61)
Leik lokið!
Þá er þessum stórskrýtna leik lokið, Valsarar með frábæran sigur á KR eftir að hafa lent undir snemma leiks.
Viðtöl og skýrsla innan skams.
91. mín MARK!
Kristján Flóki Finnbogason (KR)
Sárabótamark Aron Sigurðar með fyrirgjöf, boltinn fer af leikmanni Vals og svo á kollinn á Kristjáni sem stýrir boltanum í netið.
90. mín
Þremur mínútum bætt við.
87. mín Gult spjald: Lúkas Logi Heimisson (Valur)
86. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (KR) Út:Ægir Jarl Jónasson (KR)
86. mín
Inn:Aron Þórður Albertsson (KR) Út:Axel Óskar Andrésson (KR)
86. mín
Inn: Luke Rae (KR) Út:Theodór Elmar Bjarnason (KR)
84. mín
Jónatan Ingi með máttlausa tilraun sem Guy Smit ver örugglega.
82. mín
Inn:Hörður Ingi Gunnarsson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
78. mín
Til að bæta gráu ofan á svart verða báðir hafsentar KR í leikbanni í næsta leik.
77. mín
Inn:Elfar Freyr Helgason (Valur) Út:Hólmar Örn Eyjólfsson (Valur)
77. mín
Inn:Lúkas Logi Heimisson (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
74. mín MARK!
Gísli Laxdal Unnarsson (Valur)
Stoðsending: Birkir Már Sævarsson
Valsarar gefa í Birkir Már á frábæra sendingu í gegn á Gísla sem klárar fagmannlega í fjær.
72. mín
Tryggvi Hrafn með gott skot úr teignum en Guy Smit ver vel.
71. mín
Stöngin, varið af línu, yfir! Jónatan Ingi kemst í góða stöðu í teignum og chippar boltanum í stöngina, boltinn berst á Adam Ægi sem á skot sem er varið af línu og síðasta tilraun Valsara fer yfir.
69. mín
KR-ingar fá nokkrar hornspyrnur í röð en ná ekki að skapa hættuleg færi úr þeim.
67. mín
KR-ingar vilja hendi í teignum en ekkert dæmt.
66. mín
Jónatan Ingi með skot fyrir utan teig sem fer langt framhjá.
63. mín
Inn:Birgir Steinn Styrmisson (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
61. mín Rautt spjald: Finnur Tómas Pálmason (KR)
Ekki skánar það Finnur fer í Gísla Laxdal sem aftasti maður og fær réttilega að líta rauða spjaldið.
59. mín
Valsarar fá aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu og úr verður horn.
Mikill darraðadans í teignum eftir hornið en KR-ingar ná að hreinsa fyrir rest.
55. mín
Inn:Adam Ægir Pálsson (Valur) Út:Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)
55. mín
Inn:Gísli Laxdal Unnarsson (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
49. mín
Axel Óskar með skot á lofti sem Frederik Schram ver örugglega.
47. mín
Aron Sigurðar með fyrirgjöf sem Sigurður Egill skallar í horn.
46. mín
Seinni háflleikur farinn af stað
45. mín
Markametið fallið
45. mín
45. mín
Hálfleikur
Stórbrotinn fyrri hálfleikur Sigurður Hjörtur flautar til hálfleiks.
Eftir frábæra byrjun KR-inga hófst sýning Valsara sem skoruðu 4 mörk og hefðu hæglega getað skorað fleiri.
Varnarleikur KR verið til skammar.
45. mín
TRYGGVI AFTUR Í FÆRI! Frábær skyndisókn Valsara, Jónatan Ingi kominn í teiginn og rennir boltanum til hliðar á Tryggva sem nær ekki til knattarins.
42. mín
DAUÐAFÆRI Tryggvi Hrafn í frábærri stöðu í teignum en setur boltann framhjá markinu!
38. mín
Inn:Lúkas Magni Magnason (KR) Út:Rúrik Gunnarsson (KR)
Gregg er misboðið og gerir skiptingu.
37. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Jónatan Ingi Jónsson
Magnaðir Valsarar Jónatan á lúmska sendingu fyrir á Patrick Pedersen sem skallar boltann inn af stuttu færi.
Þetta er ótrúlegur leikur hér á Meistaravöllum.
33. mín MARK!
Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
Stoðsending: Frederik Schram
BÚNIR AÐ SNÚA TAFLINU VIÐ! Frederik Schram lúðrar boltanum fram og Tryggvi sleppur einn í gegn, Tryggvi pikkar boltanum viðstöðulaust framhjá Smit og í netið.
Frábærlega gert en einfalt var það.
32. mín Gult spjald: Axel Óskar Andrésson (KR)
31. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Jakob Franz Pálsson
VALSARAR JAFNA! Jakob Franz með stórbrotna sendingu á fjærstöng beint á Patrick Pedersen sem leggur boltann fyrir sig og klárar fagmannlega.
30. mín
Ægir Jarl krullar boltanum rétt framhjá marki gestanna, hættuleg tilraun.
28. mín
Tryggvi Hrafn með frábæra tilraun úr aukaspyrnu langt fyrir utan teig en boltinn endar í utanverðu hliðarnetinu.
25. mín
Patrick Pedersen kemst í gegn og fer í skotið en Axel Óskar með góða varnartilburði og kemst fyrir skotið.
24. mín
Leikurinn aðeins búinn að róast eftir svakalegar fyrstu mínútur.
20. mín
Jakob Franz og Aron Sigurðar fara hné í hné og liggja báðir niðri, leikurinn stöðvaður á meðan.
19. mín
Birkir Már fellur við í teignum en Sigurður Hjörtur dæmir ekkert, réttur dómur við fyrstu sýn.
17. mín
Aron Sigurðar reynir aftur skot utan af velli sem Frederik Schram kýlir í horn.
14. mín
Pedersen með tilraun úr teignum sem Guy Smit ver.
12. mín MARK!
Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
Þvílíkar mínútur! Tryggvi Hrafn sker inn á hægri fótinn og þrumar boltanum í fjærhornið rétt fyrir utan teig.
Svona eiga allir fótboltaleikir að byrja!
7. mín MARK!
Benoný Breki Andrésson (KR)
Stoðsending: Aron Sigurðarson
64 sekúndum síðar! Aron Sigurðar á frábæra fyrirgjöf á fjærstöng eftir góðan undirbúning Theodórs Elmars, boltinn fer beint á kollinn á Benóný Breka sem skallar boltann inn af stuttu færi!
Valsarar ekki vaknaðir!
6. mín MARK!
Aron Sigurðarson (KR)
Aron brýtur ísinn! Aron með þrumuskot fyrir utan teig sem syngur í horninu!
Alvöru mark hjá Aroni.
5. mín
Aron Sigurðar með skot langt fyrir utan teig sem fer rétt yfir, ekki galin tilraun.
3. mín
Valsarar fá fyrsta horn leiksins en Rúrik skallar frá.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Gestirnir byrja með boltann.
Mikill hliðarvindur hér á Meistaravöllum, spurning hvort það setji mark sitt á leikinn.
Fyrir leik
Liðin ganga hér til vallar, KR skartar afmælistreyjum sínum.
Nú styttist í að þessi slagur hefjist!
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin inn! Gregg Ryder gerir 3 breytingar frá síðasta leik.
Inn koma þeir Atli Sigurjóns, Alex Þór og Aron Kristófer. Úr byrjunarliðinu víkja þeir Luke Rae, Moutaz Neffati og Aron Þórður.

Arnar Grétarson gerir eina breytingu frá síðasta leik. Jakob Franz kemur í byrjunarliðið í stað Orra Sigurðar sem er utan hóps.
Fyrir leik
Fyrir leik
Sjóðheitir Valsarar Valsarar koma með sjálfstraustið í botni í þennan leik eftir stórsigur á Stjörnunni sl. fimmtudag. Í síðustu 5 leikjum Vals hafa komið 4 sigrar og einungis eitt jafntefli.

Meiðsli hafa verið að hrjá hópinn hjá Val en Aron Jóhannsson, Jakob Franz Pálsson og Gylfi Þór Sigurðsson voru allir frá vegna meiðsla gegn Stjörnunni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Óstöðugir KR-ingar Eftir sterka byrjun á mótinu hefur gengi KR dalað, þeir svarthvítu eru í 8. sæti deildarinnar með einungis einn sigur úr síðustu 6 deildarleikjum.
Síðasti leikur KR-inga var gegn Vestra þar sem KR-ingar komust 2-0 yfir en misstu leikinn niður í 2-2.
KR á enn eftir að vinna leik á Meistaravöllum í ár, spurning hvort það breytist í kvöld.

Mikið hefur verið rætt og ritað um mögulega ráðningu á Óskari Hrafni hvort sem það er í þjálfarasætið eða sem yfirmaður knattspyrnumála. Forsvarsmenn KR segja engar viðræður hafa átt sér stað við Óskar.


Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Stórleikur á Meistaravöllum Í kvöld fer fram viðureign KR og Vals fram á Meistaravöllum. Leikurinn er sjötti og jafnramt lokaleikur 9. umferðar Bestu-deildar karla.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson
6. Bjarni Mark Antonsson
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen ('55)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f) ('77)
11. Sigurður Egill Lárusson ('82)
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('55)
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f) ('77)
21. Jakob Franz Pálsson

Varamenn:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
3. Hörður Ingi Gunnarsson ('82)
4. Elfar Freyr Helgason ('77)
16. Gísli Laxdal Unnarsson ('55)
17. Lúkas Logi Heimisson ('77)
24. Adam Ægir Pálsson ('55)
26. Ólafur Flóki Stephensen

Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Örn Erlingsson
Viktor Unnar Illugason

Gul spjöld:
Lúkas Logi Heimisson ('87)

Rauð spjöld: