Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fös 31. maí 2024 12:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KR ekki í neinum viðræðum við Óskar Hrafn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörvar Hafliðason, þáttarstjórnandi Dr. Football hlaðvarpsins, sagði frá því í þætti gærkvöldsins að hann hefði heyrt af því að Óskar Hrafn Þorvaldsson væri að taka við sem yfirmaður fótboltamála hjá KR.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Óskar Hrafn ekki í neinum viðræðum við KR.

KR er ekki með neinn í hlutverki yfirmanni fótboltamála hjá félaginu, sú staða er ekki til hjá félaginu.

Óskar Hrafn var síðast þjálfari Haugesund í Noregi en hætti þar óvænt fyrr í þessum mánuði. Óskar er uppalinn hjá KR, lék með liðinu, þjálfaði yngri flokka og er stuðningsmaður KR.

Óskar hefur verið orðaður við þjálfarastarfið hjá KR, bæði áður en Gregg Ryder tók við og eftir að Óskar hætti hjá Haugesund. KR er í sjöunda sæti Bestu deildarinnar og næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn Val á mánudag.
Athugasemdir
banner
banner