Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
Ísland
2
1
Austurríki
Hlín Eiríksdóttir '17 1-0
1-1 Eileen Campbell '44
Hildur Antonsdóttir '70 2-1
04.06.2024  -  19:30
Laugardalsvöllur
Landslið kvenna - Undankeppni EM
Aðstæður: Kaldur blástur
Dómari: Désirée Grundbacher
Áhorfendur: 2067
Byrjunarlið:
1. Fanney Inga Birkisdóttir
3. Sandra María Jessen ('89)
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
7. Selma Sól Magnúsdóttir ('77)
10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('93)
14. Hlín Eiríksdóttir ('89)
16. Hildur Antonsdóttir
18. Guðrún Arnardóttir
20. Guðný Árnadóttir
23. Sveindís Jane Jónsdóttir

Varamenn:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
13. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
2. Berglind Rós Ágústsdóttir ('93)
5. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir ('89)
8. Alexandra Jóhannsdóttir ('77)
9. Diljá Ýr Zomers ('89)
11. Ásta Eir Árnadóttir
11. Ásta Eir Árnadóttir
15. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
17. Katla Tryggvadóttir
19. Kristín Dís Árnadóttir
21. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
22. Amanda Andradóttir
22. Amanda Jacobsen Andradóttir

Liðsstjórn:
Þorsteinn Halldórsson (Þ)
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Laufey Ólafsdóttir
Ólafur Pétursson
Ásmundur Guðni Haraldsson
Ásta Árnadóttir
Aðalheiður Rósa Jóhannesdóttir
Elísabet Ósk Guðmundsdóttir
Ágústa Sigurjónsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Íslenska liðið sigrar Austurríki hér á heimavelli með tveimur mörkum gegn einu!

Virkilega vel gert hjá Íslenska liðinu sem hefðu hæglega getað bætt í en við tökum þessum þremur stigum fagnandi!
93. mín
Íslenska liðið er að sigla þessum sigri heim!
93. mín
Inn:Berglind Rós Ágústsdóttir (Ísland) Út:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland)
90. mín
Fáum +4 í uppbót
89. mín
Inn:Diljá Ýr Zomers (Ísland) Út:Hlín Eiríksdóttir (Ísland)
89. mín
Inn:Emilía Kiær Ásgeirsdóttir (Ísland) Út:Sandra María Jessen (Ísland)
88. mín
Íslenska liðið að komast í frábæra stöðu en ná ekki að klára með skoti.
88. mín
Íslenska liðið nálægt því að finna Söndru Maríu Jessen á bakvið vörn Austurríkis en Jasmin Pal gerir vel að koma út úr markinu og handsama boltann.
87. mín
Sveindís með skemmtilega takta og læðir boltanum á bakvið vörn Austurríkis á Hildi Antonsdóttur sem reynir svo að koma boltanum fyrir markið en boltinn fellur svo fyrir Sveindísi sem á skot yfir markið.
86. mín
Inn: Viktoria Pinther (Austurríki) Út:Lilli Purtscheller (Austurríki)
83. mín
Verena Hanshaw með flottan bolta fyrir markið en Julia Hickelsberger nær ekki að skalla að marki og boltinn fer framhjá.
81. mín
Langt innkast og boltinn virðist vera detta fyrir Karólínu Leu sem er að hlaða í skot en Austurríska liðið nær að hendast fyrir og Karólína Lea svo dæmd brotleg.
78. mín
Lilli Purtscheller fær boltann og reynir skot sem fer yfir markið.
77. mín
Inn:Alexandra Jóhannsdóttir (Ísland) Út:Selma Sól Magnúsdóttir (Ísland)
73. mín
Inn:Julia Hickelsberger (Austurríki) Út:Barbara Dunst (Austurríki)
73. mín
Inn: Celina Degen (Austurríki) Út: Sarah Zadrazil (Austurríki)
72. mín
Selma Sól með tilraun af smá færi en Jasmin Pal tekur það.
70. mín MARK!
Hildur Antonsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
ÞAÐ ER NEFNILEGA ÞAÐ!! Karólína Lea bauð okkur upp á frábæra spyrnu beint á kollinn á Hildi Antonsdóttur!

Enn ekki hvað!?
70. mín
Íslenska liðið með hornspyrnu.. Hvað býður Karólína Lea okkur uppá núna?
67. mín
Sveindís með langt innkast og það myndast kraðak inni á teignum en Austurríska liðið nær því miður að koma boltanum frá!

Íslenska liðið er að hóta marki!
66. mín
Inn:Nicole Billa (Austurríki) Út:Eileen Campbell (Austurríki)
64. mín
Karólína Lea með flotta hornspyrnu sem endar með skalla á markið. Íslenska liðið hendir sér á eftir öllum boltum og ég sá ekki hver það var sem lá eftir en Íslenska liðið gerði tilkall til vítaspyrnu.

Hefði alveg mátt benda á punktinn þarna en ég er vissulega kannski ekki hlutlaus í þessu máli..
63. mín
Varsla! Sveindís með frábæran sprett og kemur inn á teiginn þar sem hún leggur boltann út á Hlín Eiríks en Jasmin Pal með frábæra vörslu!
61. mín
Langt innkast frá Sveindísi fellur fyrir Hildi Antonsdóttur en nær ekki að framlengja á rammann.
59. mín
Austurríska liðið ræður ekkert við Sveindísi þegar hún kemst á ferðina. Sarah Zadrazil heppin að sleppa við spjaldið þarna.
56. mín
Stöngin! Aftur er það stöngin sem bjargar Austurríska liðinu frá hornspyrnu Karólínu Leu!!

Hornspyrnurnar frá Karólínu Leu verið stórhættulegar hérna í seinni hálfleik!
53. mín
Svo nálægt! Sveindís með skot rétt framhjá!!

Nýttum okkur vissulega vindinn þarna og Sveindís kemst á ferðina. Marina Georgieva á í fullu fangið með að reyna halda í við hana áður en Sveindís skaut á markið.
53. mín
Fleiri myndir
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
52. mín
Myndir úr leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
52. mín
Íslenska liðið með vindinn í bakið í seinni. Vonandi náum við að nýta okkur það.
48. mín
Stöngin! Hornspyrnan frá Karólínu Leu fer beint í stöngina á fjær!
47. mín
Sveindís vinnur fyrstu hornspyrnu seinni hálfleiksins.
46. mín
Austurríska liðið sparkar okkur af stað aftur.
46. mín
Inn: Laura Wienroither (Austurríki) Út:Katharina Schiechtl (Austurríki)
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
45. mín
Hálfleikur
Austurríki jafnar rétt fyrir hlé og liðin fara jöfn til búningsklefa.

Íslenska liðið verið betra að mínu mati í fyrri hálfleik svo vonandi halda þær bara áfram í seinni og bæta við!

Tökum okkur stutta pásu og snúum aftur með seinni eftir örskamma.
44. mín MARK!
Eileen Campbell (Austurríki)
Austurríki jafnar Andsk!

Austurríki jafnar með fínasta marki. Flott fyrirgjöf frá hægri og Eileen Campbell hendir sér á boltann og skallar hann í netið.
43. mín
Sveindís gerir virkilega vel að vinna boltann upp við miðlínu og keyra af stað. Reynir svo að koma boltanum til Karólínu Leu en Jasmin Pal gerir vel að koma út á móti.
42. mín
Verena Hanshaw reynir skot af löngu færi en Fanney Inga ekki í neinum vandræðum með það.
39. mín
Marina Georgieva að komast í álitlega stöðu en Íslenska liðið nær að henda sér fyrir skotið hennar.
37. mín
Austurríki með hornspyrnu sem Virginia Kirchberger nær að koma kollinum í en framhjá markinu.
35. mín Gult spjald: Katharina Schiechtl (Austurríki)
Hildur Antonsdóttir kemst inn í innkast Austurríkis og er tekinn niður.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
31. mín
Flott sóknarlota frá Íslenska liðinu en Austurríska liðið nær að vera fyrir. Íslenska liðið verið virkilega baráttuglatt framarlega á vellinum.
31. mín
Mark Íslands í myndum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
29. mín
Austurríska liðið með flotta takta fremst en fyrirgjöfin of innarlega og fer aftur fyrir.
26. mín
Virginia Kirchberger rennir sér í teignum og tekur Sveindísi niður en dómarinn fljót að gefa merki um að halda áfram.
24. mín
Fanney Inga með vörslu áður en flaggið fór svo á loft.
20. mín
Austurríska liðið aðeins að ógna í hornum en Fanney Inga stendur vaktina vel.
18. mín
Austurríska liðið reyndi að nota vindinn til að svara strax en blessunarlega gekk það ekki eftir.
17. mín MARK!
Hlín Eiríksdóttir (Ísland)
Stoðsending: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
ÍSLAND ER KOMIÐ YFIR!!! FRÁBÆR SÓKN!!

Íslenska liðið keyrir hratt á austurrísku vörnina. Guðrún Arnar með alveg stórkostlegan sprett, setur boltann áfram á Karólinu Leu sem leggur boltann til hliðar hægra meginn á teignum þar sem Hlín Eiríksdóttir var ein og kláraði færið virkilega vel!

17. mín
Lilli Purtscheller með skot sem Fanney Inga grípur.
15. mín
Eileen Campbell ekki langt frá því að komast í boltann með opið mark fyrir framan sig en Fanney Inga gerir vel og sparkar frá.
15. mín
Karólína Lea með flotta aukaspyrnu inn á teig sem Glódís Perla skallar fyrir markið en flaggið á loft.
13. mín
Sláin! Sarah Zadrazil með fyrirgjöf sem fýkur í átt að marki og lendir ofan á slánni og verður þar óvænt tilraun á markið.
12. mín
Sveindís í baráttunni
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
12. mín
Liðið okkar í dag
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
11. mín
Alvöru mynd
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
8. mín
Vindurinn ekki að gera okkur neina greiða og aukaspyrnan fýkur bara úr teignum.
8. mín
Island fær aukaspyrnu á góðum stað úti hægra meginn. Gott færi fyrir Karólínu Leu að senda fyrir.
3. mín
Austurríki í brasi með að hreinsa frá marki og Ísland ógnar en fáum dæmt á okkur hendi.
2. mín
Ísland fær fyrstu hornspyrnu leiksins.
1. mín
Smá bras aftast og Fanney Inga með vafasamt útspark en sleppur til.
1. mín
Leikur hafinn
Sveindís sparkar þessu af stað!

ÁFRAM ÍSLAND!
Fyrir leik
Nýkjörinn forseti Íslands í stúkunni Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, er auðvitað mætt í heiðursstúkuna ásamt eiginmanni sínum. Hún situr við hlið Guðna Th., sem lætur af embætti í byrjun ágúst.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Afar mikilvægur leikur framundan!
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Hnetan! Það var stemning á Fan Zone-inu!
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Talsmaðurinn hefur tjáð sig
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Byrjunarlið Austurríkis og liðin sem þær spila fyrir
Mynd: Getty Images

Ein breyting frá síðasta leik. Jasmin Pal byrjar í markinu í stað Manuela Zinsberger sem er að eignast barn með eiginkonu sinni.

23. Jasmin Pal (m) - Köln
6. Katharina Schiechtl - Austria Vín
8. Barbara Dunst - Eintracht Frankfurt
9. Sarah Zadrazil - Bayern München
11. Marina Georgieva - Fiorentina
13. Virginia Kirchberger - Eintracht Frankfurt
14. Marie Höbinger - Liverpool
17. Sarah Puntigam - Houston Dash
19. Verena Hanshaw - Eintracht Frankfurt
20. Lilli Purtscheller - SGS Essen
22. Eileen Campbell - Freiburg
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Allir leikmennirnir í hópnum Núna gleymdist ekki að skrá neinn og eru 23 leikmenn í hópnum: Hann er fullskipaður.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Var utan hóps síðast en byrjar í dag
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir


Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, gerir tvær breytingar á liði sínu fyrir leikinn gegn Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. Leikið er á Laugardalsvelli.

Selma Sól Magnúsdóttir, sem var utan hóps vegna mistaka starfsmanns KSÍ í síðasta leik, kemur inn í byrjunarliðið fyrir Alexöndru Jóhannsdóttur. Hlín Eiríksdóttur kemur einnig inn í liðið fyrir Diljá Ýr Zomers.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Dómararnir frá Sviss Désirée Grundbacher er með flautuna í kvöld. Hún er frá Sviss eins og allt dómarateymið. Susann Küng og Linda Schmid eru aðstóðardómarar og
Stefan Horisberger er fjórði dómari.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Svona er byrjunarlið Íslands!
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Fram kemur á vef Morgunblaðsins að um 2100 miðar hafi verið seldir á leikinn. Vonumst til að sjá enn fleiri en það í Laugardalnum í kvöld.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Það virðist hafa tekist að skrá Selmu Sól og Kristínu Dís í hópinn að þessu sinni. Þær eru allavega báðar skráð í hópinn á vef UEFA.

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Líklegt byrjunarlið Íslands
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Veðurspáin Það er búist við sjö stiga hita og tólf metrum á sekúndu þegar leikurinn fer fram í kvöld. Liðið er ekkert að stressa sig á veðrinu.

„Ég hef verið mjög rólegur yfir veðrinu og ekkert kíkt á veðurspánna. Það er verið að tala um einhverjar gular viðvaranir og eitthvað svoleiðis. Við sjáum bara hvernig vindar blása á morgun, en við erum róleg yfir því," sagði Steini.

„Elskum við ekki vindinn eða?" sagði Glódís svo og hló en leikurinn á morgun hefst klukkan 19:30 á Laugardalsvelli.
Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Fanzone fyrir leik Það verður mikið húllumhæ í kringum Laugardalsvöll fyrir leikinn; flautað verður til leiks klukkan 19:30 en fyrir leik verður Fan Zone á vellinum. DJ Dóra Júlía og Herra Hnetusmjör munu sjá um að keyra upp stemninguna, matarvagnar verða á svæðinu og hægt verður að fá andlitsmálun. Einnig verður landsliðsvarningur til sölu.

Fan Zone-ið opnar klukkan 17:00 og þarf miða á leikinn til að hafa aðgang að því.

Hægt er að kaupa sér miða á völlinn á.Tix.is


„Við höfum verið að spila á Kópavogsvelli og það hefur verið mjög góð stemning þar. Okkur hefur þótt rosalega vænt um hversu margir hafa komið og stutt við okkur í vondu veðri. Við vonum að það haldi áfram á morgun. Við Íslendingar erum þekkt fyrir það út í heimi að standa með okkar íþróttafólki og við stöndum þétt saman sem þjóð. Við vonum að Íslendingar vilji koma á morgun og styðja við bakið á okkur í þessum gríðarlega mikilvæga leik," sagði Glódís og bætti við:



Mynd: KSÍ

Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Austurríska liðið ólíkindatól Það kom íslenska liðinu á óvart hversu passíft austurríska liðið var á heimavelli. Þær fóru ekki í neina hápressu eins og þær höfðu gert fyrr í riðlinum. Líklega hefur hraði Sveindísar Jane Jónsdóttur þar eitthvað að segja.

„Þú verður eiginlega að spyrja þær að því," sagði Steini er hann var spurður út í það hvernig leikskipulagi má búast við hjá gestunum á morgun. „Við undirbúum okkur fyrir bæði. Ég býst alveg við því þess vegna að þær fari í hápressu. Maður veit það ekki alveg. Það kom okkur á óvart hversu passívar þær voru síðast. Við þurfum að vera tilbúin í báða möguleikana."

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Ferðalagið heim fór vel Þorsteinn Halldórsson og Glódís Perla Viggósdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í gær

„Ferðalagið gekk bara fínt. Það var smá seinkun en við komumst og náðum að kjósa. Það var allt upp á tíu hvað varðar það. Svo höfum við verið að funda og melta fyrri leikinn. Sjá hvað við getum lært af honum til að ná í sigur á morgun," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, á fréttamannafundi á Laugardalsvelli í gær.

Afar mikilvægur leikur
Bæði Ísland og Austurríki eru með fjögur stig fyrir leikinn í baráttunni um annað sætið í riðlinum. Efstu tvö liðin fara beint á EM en Þýskaland er fimm stigum á undan. Svo er Pólland án stiga. Það gefur því augaleið að leikurinn í kvöld er risaleikur.

Ísland spilaði vel í fyrri leiknum en sá leikur endaði með 1-1 jafntefli. Landsliðsþjálfarinn segir augljóst hvað liðið þurfi að gera til að breyta einu stigi í þrjú á morgun.

„Við þurfum að skora. Nýta færin. Það er grundvallaratriði. Þær voru meira með boltann en voru ekki að skapa sér mikið. Við vörðum markið okkar vel og sköpuðum færi. Við þurfum bara að nýta þau," sagði Steini

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Skarð í liði Austurríkis Manuela Zinsberger, markvörður Arsenal og austurríska landsliðsins, verður ekki með gegn Íslandi í undankeppni Evrópumótsins í dag vegna persónulegra ástæðna.

Zinsberger átti að standa á milli stanganna í mikilvægum leik gegn Íslandi í undankeppni Evrópumótsins í kvöld, en dró sig úr hópnum af persónulegum ástæðum.

Frábærar fréttir fyrir Ísland sem þarf sigur til þess að færast nær sæti á Evrópumótið.


   04.06.2024 07:30
Ein sú mikilvægasta ekki með gegn Íslandi af persónulegum ástæðum
Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Leikdagur í Laugardal Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin með okkur í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Íslands og Austurríkis í undankeppni EM 2025.

Ísland og Austurríki eru jöfn að stigum í öðru og þriðja sæti riðilsins, en sigur í þessum leik kæmi Íslandi langleiðina með að komast á Evrópumótið.

Flautað verður til leiks á Laugardalsvelli á slaginu 19:15

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sverrir Örn Einarsson
Byrjunarlið:
23. Jasmin Pal (m)
6. Katharina Schiechtl ('46)
8. Barbara Dunst ('73)
9. Sarah Zadrazil ('73)
11. Marina Georgieva
13. Virginia Kirchberger
14. Marie Höbinger
17. Sarah Puntigam
19. Verena Hanshaw
20. Lilli Purtscheller ('86)
22. Eileen Campbell ('66)

Varamenn:
1. Andrea Gurtner (m)
21. Isabella Kresche (m)
2. Michela Croatto
3. Jennifer Klein
4. Celina Degen ('73)
5. Claudia Wenger
7. Viktoria Pinther ('86)
10. Laura Feiersinger
12. Laura Wienroither ('46)
15. Nicole Billa ('66)
16. Annabel Schasching
18. Julia Hickelsberger ('73)

Liðsstjórn:
Irene Fuhrmann (Þ)

Gul spjöld:
Katharina Schiechtl ('35)

Rauð spjöld: