Manuela Zinsberger, markvörður Arsenal og austurríska landsliðsins, verður ekki með gegn Íslandi í undankeppni Evrópumótsins í dag vegna persónulegra ástæðna.
Zinsberger er ein af allra mikilvægustu leikmönnum austurríska landsliðsins en hún hefur varið mark liðsins síðustu ellefu ár.
Hún hefur verið á mála hjá Arsenal frá 2019 og unnið deildabikarinn í tvö skipt, en áður var hún hjá Bayern München í Þýskalandi.
Zinsberger átti að standa á milli stanganna í mikilvægum leik gegn Íslandi í undankeppni Evrópumótsins í kvöld, en dró sig úr hópnum af persónulegum ástæðum.
Frábærar fréttir fyrir Ísland sem þarf sigur til þess að færast nær sæti á Evrópumótið.
Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli klukkan 19:30 en bæði lið eru með 4 stig eftir þrjá leiki.
Athugasemdir