HS Orku völlurinn
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Sól og blíða og hiti um 12 gráður
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Ásgeir Páll Magnússon
Viðtöl og skýrsla væntanleg.
Valur needed penalties to knock out Keflavík in the Icelandic cup, playing out a 3-3 draw after extra time https://t.co/XRTtf51bsk
— the Icelandic Besta League (@bestaenglish) June 9, 2024
Vávává þvílík dramatík
Kári Sigfússon með boltann inn á teiginn. Valsmenn ráða ekki við boltann sem fellur fyrir fætur Gabríels sem jafnar í blálok framlengingar!
Hvað er að gerast!? Keflavík jafnar á lokamínútu framlengingarinnar og við erum á leiðinni í vítaspyrnukeppni. Gabríel Aron Sævarsson skorar ???? pic.twitter.com/H0RpiQKp2x
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 9, 2024
Keflavík sparkar okkur af stað á ný. Þurfa að sækja ætli þeir sér að lágmarki vítaspyrnukeppni.
Nú er að duga eða drepast fyrir Keflavík. 15 mínútur eða bikardraumar þeirra eru úti.
Í algjöru dauðafæri á fjærstöng eftir lang innkast frá hægri. Einn og óvaldaður en setur boltann framhjá.
Nær valdi á boltanum í teignum og fær tíma til að leggja hann fyrir sig og skorar með góðu skoti.
Valsmenn komast yfir í framlengingunni! Jónatan Ingi Jónsson gerir þetta virkilega vel. Hvernig svara Keflvíkingar? ????? pic.twitter.com/KDlWmfFd1R
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 9, 2024
Boltanum lyft inn fyrir á Adam Ægi sem skallar fyrir markið. Patrick í baráttunni en flaggið fer á loft.
Hárfínt fram hjá stönginni fjær eftir skot frá vinstri.
Loks heyrist í stuðningsmönnum Vals í stúkunni sem hafa verið heldur hljóðir í dag.
Bendir allt til þess að séum að fá 2x15 til viðbótar.
Erum við á leið í framlengingu?
Tveir gegn einum bruna Valsmenn upp en Keflvíkingar vinna sig vel til baka og hirða boltann af tánum af Adam Ægi sem er einn gegn fyrir opnu marki.
Mamadou með boltann í teignum dvelur allt of lengi á honum með möguleika í teignum og færið rennur út í sandinn.
Gunnlaugur Fannar með hörkuskoti af varnarmanni og afturfyrir.
Ásgeir Helgi með skallann eftir hornið en Keflvíkingar dæmdir brotlegir.
Valur jafnar. Sjálfsmark. Alvöru bikarleikur í Keflavík ???????? pic.twitter.com/bvWMqQzDWx
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 9, 2024
Fáskrúðsfjörður 2 Valur 1 #fotboltinet
— Birkir Björnsson (@birkirbjoss) June 9, 2024
Fær boltann eftir aukaspyrnu Ara Steins sem er skölluð frá. Bíður ekki boðanna og lætur bara vaða á markið og boltinn syngur í netinu. Frederik sér boltann seint fyrir pakkanum sem stendur fyrir framan hann.
Dagur Ingi Valsson með alvöru austfirska neglu! Keflvíkingar leiða 2-1 ???? pic.twitter.com/YfoMtU2bx9
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 9, 2024
Ekkert kemur upp úr horninu.
Meira af því sama í þeim síðari takk.
Keflavík jafnar! Valsarar eru í vandræðum að koma boltanum frá marki og Ásgeir Páll Magnússon nýtir sér það ???? pic.twitter.com/Xivytc4Yil
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 9, 2024
Stoðsending: Guðmundur Andri Tryggvason
Edit: Ekkert Keflvíkingar sem komu boltanum ekki frá. Guðmundur Andri einfaldlega lagði boltann fyrir hann.
Valsarar skora fyrsta mark leiksins! Flott samspil og alvöru dönsk afgreiðsla hjá Patrick Pedersen ???????????? pic.twitter.com/9vUc4Sw9H9
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 9, 2024
Patrick með skallann eftir horn. Boltinn á ofanverða slánna og í markspyrnu.
Listaspil Vals í gegnum vörn Keflavíkur og Gandri í færi. Ásgeir Páll hendir sér fyrir og gefur Val horn. Ekkert kemur upp úr horninu.
Valur fær horn.
Bjarni Mark með skallann yfir markið.
Sú fótavinna að baki þessari vörslu!
Ari Steinn með boltann við vinstra vítateigshorn Vals, reynir að snúa boltann á fjærstöngina en boltinn framhjá markinu.
Kristinn Freyr í vænlegri stöðu í teig Keflavíkur eftir sendingu frá Jónatan en nær ekki almennilegu skoti á markið. Ásgeir ekki í vandræðum með að hirða upp boltann.
En Ásgeir Orri ver. Jónatan kemst inn á teiginn hægra megin og ætlar að setja boltann í hornið fjær. Ásgeir Orri les skot hans og ver glæsilega í horn.
Ekkert kemur upp úr horninu.
Tryggvi Hrafn með skotið fyrir Val eftir snarpa sókn, Ásgeir Orri vandanum vaxinn og ver vel. Keflavík hreinsar í kjölfarið.
Góða skemmtun
Pétur Guðmundsson er dómari leiksins. Honum til aðstoðar eru Bryngeir Valdimarsson og Ragnar Þór Bender. Arnar Ingi Ingvarsson er fjórði dómari og eftirlitsmaður KSÍ er Eyjólfur Ólafsson.
Keflavík 1 - 2 Valur
Keflvíkingar hafa gert vel í bikarnum hingað til en nú lenda þeir á veggnum sem enginn vill lenda á, í bikarnum. Strákarnir hans Arnars Grétars virðast líða betur án stjarnanna í liðinu. Adam Ægir virðist eiga fast sæti á bekknum. Það verður engin breyting á því í þessum leik. Hann kemur hinsvegar inná og tryggir Val áfram í næstu umferð. Sé hann ekki fagna sigrinum enda ber hann mikla virðingu fyrir Keflavík.
Keflavík hóf leik í annari umferð kepnninnar þar sem liðið mætti Víking Ólafsvík og hafði þar 3-2 sigur í hörkuleik.
Í 32 liða úrslitum kom lið Breiðabliks í heimsókn á gervigrasið við hlið Nettóhallarinnar. Fyrirfram mátti ætla að Keflavík yrði Blikum auðveld bráð en annað kom á daginn. Sami Kamel gerði þar bæði mörk Keflavíkur í sanngjörnum 2-1 sigri. Kristófer Ingi Kristinsson gerði þar mark Blika.
Næst var það lið ÍA sem mætti í heimsókn á HS Orkuvöllinn og aftur var það Kamel sem reyndist örlagavaldur. Hann krækti í vítaspyrnu þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik eftir klaufaleg mistök í öftustu línu ÍA. Erik Sandberg greið til þess að brjóta á Kamel innan teigs, vítaspyrna dæmd og norðmanninum gert að yfirgefa völlinn með rautt spjald. Kamel tók sprynuna sjálfur og skoraði af öryggi og tvöfaldaði svo forystu Keflavíkur fyrir leikhlé. Það var svo Valur Þór Hákonarson sem negldi síðasta naglann í kistu ÍA það kvöldið og innsiglaði 3-0 sigur Keflavíkur og farseðil í átta liða úrslit.
Vegferð þeirra í Mjólkurbikarnum þetta árið hóft í 32 liða úrslitum þar sem liðið mætti FH á N1-vellinum. Hólmar Örn Eyólfsson, Patrick Pedersen og Tryggvi Hrafn Haraldsson gerðu þar mörk Vals í þægilegum 3-0 sigri.
Afturelding í Mosfellsbæ varð svo fórnarlamb Vals í 16 liða úrslitum er liðin mættust að Malbiksstöðinn að Varmá. Lokatölur 1-3 þar sem Jónatan Ingi Jónsson, Aron Jóhannsson og Adam Ægir Pálsson gerðu mörk Vals en Andri Freyr Jónasson gerði mark Aftureldingar.