Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
Tindastóll
1
1
Víkingur R.
0-1 Hafdís Bára Höskuldsdóttir '52
1-1 Emma Steinsen Jónsdóttir '84 , sjálfsmark
16.06.2024  -  16:00
Sauðárkróksvöllur
Besta-deild kvenna
Dómari: Birgir Þór Þrastarson
Byrjunarlið:
1. Monica Elisabeth Wilhelm (m)
3. Bryndís Rut Haraldsdóttir (f)
6. Laufey Harpa Halldórsdóttir ('46)
7. Gabrielle Kristine Johnson
9. María Dögg Jóhannesdóttir
10. Elísa Bríet Björnsdóttir
13. Birgitta Rún Finnbogadóttir ('82)
17. Hugrún Pálsdóttir ('75)
27. Gwendolyn Mummert
28. Annika Haanpaa
30. Jordyn Rhodes

Varamenn:
12. Sigríður H. Stefánsdóttir (m)
2. Saga Ísey Þorsteinsdóttir ('75)
4. Birna María Sigurðardóttir
14. Lara Margrét Jónsdóttir ('46)
20. Kristrún María Magnúsdóttir ('82)
21. Elísabet Nótt Guðmundsdóttir
23. Katla Guðný Magnúsdóttir

Liðsstjórn:
Konráð Freyr Sigurðsson (Þ)
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Aldís María Jóhannsdóttir
Helena Magnúsdóttir
Lee Ann Maginnis
Jón Hörður Elíasson
Nikola Stoisavljevic

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!

Tvö föst leikatriði í blálokin og möguleiki fyrir Tindastól að stela þessum þremur stigum. Nýtast ekki og flautað er af.

Þökkum fyrir okkur í dag.
90. mín
Svanhildur í dauðfæri! Fyrst er það að mér sýnist Hulda Ösp sem á skot í þverslá úr teignum. Frákastið berst til Svanhildar sem hamrar boltanum yfir markið af stuttu færi.
89. mín
Svanhildur Ylfa við það að prjóna sig í gegn eftir sendingu frá Shainu en nær ekki að finna markið.

Mikill ákafi í sóknarleik Víkinga núna.
88. mín
Shaina að komast í hörkufæri eftir mistök Gwendolyn, Monica bjargar í horn á síðustu stundu.
87. mín
Inn:Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir (Víkingur R.) Út:Hafdís Bára Höskuldsdóttir (Víkingur R.)
84. mín SJÁLFSMARK!
Emma Steinsen Jónsdóttir (Víkingur R.)
Jordyn fer illa með varnarmenn úti til hægri og leggur boltann inn á markteiginn. Emma Steinsen undir pressu frá Sögu Ísey teygir út fótinn og setur boltann í eigið net.
82. mín
Inn:Kristrún María Magnúsdóttir (Tindastóll ) Út:Birgitta Rún Finnbogadóttir (Tindastóll )
81. mín
Inn:Shaina Faiena Ashouri (Víkingur R.) Út:Tara Jónsdóttir (Víkingur R.)
81. mín
Inn:Hulda Ösp Ágústsdóttir (Víkingur R.) Út:Bergdís Sveinsdóttir (Víkingur R.)
79. mín
Rachel Diodati bjargar Víkingum
Elísa Bríet sleppur ein gegn Birtu en Rachel eltir hana uppi og rennir sér í boltann og nær að fipa hana nog til þess að hún nær ekki skotinu.
75. mín
Inn:Saga Ísey Þorsteinsdóttir (Tindastóll ) Út:Hugrún Pálsdóttir (Tindastóll )
71. mín
Dauðafæri Lara Margrét Jónsdóttir í dauðafæri eftir fyrirgjöf frá hægri, kemst framfyrir Birtu sem mætir út úr markinu en nær ekki að koma boltanum á markið. Birta vinnur til baka og handsamar svo boltann.
70. mín
Inn:Dagný Rún Pétursdóttir (Víkingur R.) Út:Sigdís Eva Bárðardóttir (Víkingur R.)
69. mín
Sigdís Eva keyrir inn á völlinn frá vinstri og reynir skot en framhjá fer boltinn.
68. mín
Sigdís hársbreidd frá því að sleppa innfyrir vörn Tindstóls en Bryndís Rut með virkilega góðan varnarleik og krækir í boltann af henni.
65. mín
Gabrielle reynir skot af löngu færi. Birta ekki í nokkrum vandræðum.
64. mín

Jordyn í fínu skotfæri eftir góða sókn Tindastóls en setur boltann framhjá markinu úr teignum.
60. mín
Gwendolyn Mummert reynir sendingu inn á teiginn. Æfingarbolti fyrir Birtu sem grípur.
58. mín
Langur bolti innfyrir vörn Víkinga, Jordyn eltir en Birta á undan í boltann. Þær rekast eitthvað saman og Birta kveinkar sér en er fljót þó á fætur aftur.
52. mín MARK!
Hafdís Bára Höskuldsdóttir (Víkingur R.)
Stoðsending: Emma Steinsen Jónsdóttir
Víkingar taka forystuna
Frábær fyrirgjöf frá hægri frá Emmu sem að setur boltann í svæðið milli vítapunkts og markteigs. Þar mætir Hafdís Bára og er furðu ein þegar hún skallar boltann niður í hornið fjær óverjandi fyrir Monicu.
51. mín
Hættulegur bolti fyrir markið frá hægri frá Bergdísi. Hafdís Bára og Sigdís báðar með möguleika á að ráðast á boltann sem siglir þó afturfyrir.
49. mín
Fyrsta marktilraun síðari hálfleiks er heimakvenna. Skalli að marki eftir aukaspyrnu en framhjá markinu fer boltinn
46. mín
Inn:Lara Margrét Jónsdóttir (Tindastóll ) Út:Laufey Harpa Halldórsdóttir (Tindastóll )
Tindastóll gert breytingu í hálfleik
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
Liðin skipt um vallarhelming eins og lög gera ráð fyrir og heimakonur sparka okkur af stað á ný.
45. mín
Hálfleikur

Kaflaskiptum fyrri háflleik lokið hér. Víkingar sterkari framan af en eftir því sem liðið hefur á hálfleikinn hafa heimakonur verið vaxandi í sínum leik.

Tökum okkur smá hlé og mætum aftur með síðari hálfleikinn að vörmu spori.
45. mín

Hugrún Pálsdóttir í fínu færi eftir að boltinn fellur fyrir hana í D-boganum. Nær fínu skoti en boltinn svífur yfir markið.

Birta virkaði með þetta á hreinu í markinu,
41. mín
Elísa Bríet Björnsdóttir að komast í hörkufæri, Birta mætir henni og lokar á skotið. Flaggið á loft í þokkabót.
39. mín
Emma Steinsen með skot af talsverðu færi fyrir Víkinga. Hittir boltann ágætlega sem fer á rammann en Monica með allt á hreinu og ver.
36. mín
María Dögg Jóhannesdóttir í færi eftir hornið en nær ekki að stýra boltanum á markið sem svífur vel yfir.
35. mín

Heimakonur vinna hér horn. Dugnaður Jordyn Rhodes að skila sér.
30. mín
Mjög rólegt yfir þessu síðustu mínútur. Víkingar ívið sterkara liðið á vellinum til þessa en hafa ekki fundið markið ennþá
24. mín
Sigdís Eva með laglegan sprett upp vænginn, kemst alveg upp að endamörkum og nær fínni fyrirgjöf en heimakonur fyrstar á boltann og skalla frá marki sínu.
20. mín
Víkingar kalla eftir hendi í teig Tindastóls eftir ágæta sókn. Erfitt að segja úr sjónvarpinu séð og hvað þá á vellinum.
18. mín
Sigdís í færi
Víkingar í sókn. Boltinn færður frá hægri til vinstri yfir völlinn þar sem Sigdís finnur sér svæði í teignum. Þar nær hún skotinu en setur boltann í hliðarnetið úr fínu færi.
12. mín
Gabrielle með hörkuskot að marki Víkings en boltinn hátt yfir markið.
10. mín
Sláarskot Víkinga Eftir fyrirgjöf frá Sigdísi frá vinstri fellur boltinn fyrir Selmu Dögg í teignum. Hún með hörkuskot af markteig sem smellur í slánni og niður.

Víkingar brotlegir í kjölfarið.
8. mín
Færi hjá heimakonum Jordyn Rhodes kemst innfyrir eftir langan bolta fram völlinn frá Laufey Hörpu. Nær ekki nægjanlega góðu skoti og boltinn svífur framhjá markinu.
5. mín
Boltinn í slánna Fyrirgjöf Sigdísar dettur á slánna. Hljómar hættulegra en það var þó.
4. mín
Rachel Diodati með fyrsti tilraun dagsins, lang innkast Sigdísar skallað frá. Boltinn fyrir fætur Rachel sem tekur boltann með sér og nær skoti en framhjá markinu,
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér á Sauðárkróki. Það eru Víkingar sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Guðrún spáir Landsliðskonan Guðrún Arnardóttir er spákona umferðarinnar hér á Fótbolta.net. Um leikinn sagði Guðrún

Tindastóll 0 - 0 Víkingur R.
Það er ekki auðvelt að rúnta á Sauðárkrók og ætla sér stóra hluti þar. Bæði lið eru á svipuðum stað í deildinni og mun þetta vera frekar lokaður leikur. Hvorugt liðið nær að setja boltann í netið og niðurstaðan verður steindautt jafntefli.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Dómari Birgir Þór Þrastarson er með flautuna á Sauðárkróki þennan sunnudaginn. Honum til aðstoðar eru Marinó Steinn Þorsteinsson og Björn Benedikt Benediktsson. Bergvin Fannar Gunnarsson er svo
eftirlitsmaður KSÍ á vellinum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Tindastóll
Eftir erfiða törn síðustu vikur og þrjú töp í röð stefnir lið Tindastóls eflaust á að snúa genginu við og sækja sigur eftir langa fjarveru frá eigin heimavelli.

Til þess að það raungerist þarf liðið þó að ná að stoppa lekann sem verið hefur í varnarleik liðsins að undanförnu en liðið hefur fengið alls tólf mörk á sig í síðustu þremur leikjum.

   08.06.2024 20:23
Donni: Þróttur átti sigurinn skilið
Fyrir leik
Víkingur
Átta stig í sjötta sæti er hlutskipti Víkinga fyrir leik dagsins. Liðið hefur verið nokkuð sveiflukennt það sem af er móti og hefur átt mjög góða leiki en dottið niður þess á milli og mátt þola töp í leikjum sem ætla mætti að liðið væri sterkari aðilinn á pappír.

Slíkt var uppi á teningnum fyrir viku síðan þegar Keflavík mætti í Víkina og hirti öll stigin þrjú með 1-0 sigri. Það var þó einna helst frammistaða liðsins sem sveið fyrir Víkinga.

   08.06.2024 19:02
Erna Guðrún: Vorum ekki til staðar í fyrri hálfleik
Fyrir leik
Loksins heimaleikur á króknum Það má segja loksins, loksins, loksins, nær Tindastóll að spila aftur á heimavelli sínum á Sauðárkróki í sumar.

Liðið byrjaði mótið á heimaleik gegn FH 22. apríl í vor en í kjölfar leysinga skemmdist völlurinn við það að mikið vatn hljóp undir hann.

Liðið varð því að færa einn heimaleik á Greifavöllinn á Akureyri og svissa á öðrum leikjum meðan völlurinn er lagfærður.

Hann rétt náði að verða klár um helgina og því er hægt að spila hér í dag.

Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikdagur á Sauðárkróki Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Tindastóls og Víkings í 8. umferð Bestu-deildar karla.

Leikurinn hefst klukkan 14:00 á Sauðárkróksvelli og hér verður fylgst með öllu því helsta.
Mynd: Tindastóll
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
12. Birta Guðlaugsdóttir (m)
2. Gígja Valgerður Harðardóttir
4. Erna Guðrún Magnúsdóttir
5. Emma Steinsen Jónsdóttir
8. Birta Birgisdóttir
10. Selma Dögg Björgvinsdóttir (f)
11. Hafdís Bára Höskuldsdóttir ('87)
16. Rachel Diodati
19. Tara Jónsdóttir ('81)
24. Sigdís Eva Bárðardóttir ('70)
26. Bergdís Sveinsdóttir ('81)

Varamenn:
1. Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir (m)
7. Dagný Rún Pétursdóttir ('70)
17. Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir ('87)
18. Kristín Erla Ó Johnson
21. Shaina Faiena Ashouri ('81)
23. Hulda Ösp Ágústsdóttir ('81)
28. Rakel Sigurðardóttir

Liðsstjórn:
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
John Henry Andrews (Þ)
Lisbeth Borg
Dagbjört Ingvarsdóttir
Mikael Uni Karlsson Brune
Sigurbjörn Björnsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: