Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   lau 08. júní 2024 19:02
Sverrir Örn Einarsson
Erna Guðrún: Vorum ekki til staðar í fyrri hálfleik
Kvenaboltinn
Erna Guðrún fær hér að líta gula spjaldið gegn Þrótti á dögunum
Erna Guðrún fær hér að líta gula spjaldið gegn Þrótti á dögunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við bara mættum ekki til leiks. Við vorum ekki til staðar í fyrri hálfleik þar sem þær voru að stjórna leiknum en uppleggið var að við ætluðum að stjórna.“ Sagði Erna Guðrún Magnúsdóttir leikmaður Víkings um hvað klikkaði er Víkingur þurfti að gera sér 0-1 tap gegn Keflavík á Víkingsvelli fyrr i dag.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  1 Keflavík

Lið Keflavíkur var heilt yfir sanngjarn sigurvegari leiksins og var framar á flestum sviðum lengst af. Talvert meiri barátta var í liði gestanna úr bítlabænum og náði lið Víkinga aldrei sömu ákefð í sinn leik.

„Við ætluðum að mæta af fullum krafti í þennan leik en það var eitthvað andleysi yfir okkur. Ég er eiginlega frekar orðlaus eftir þennan leik. Þetta var ekki eins og við viljum spila.“

Víkingar af skiljanlegum ástæðum svekktar með úrslitin og eigin frammistöðu. Trú Ernu og liðsfélaga á liðinu er þó mikil og eru þær staðráðnar í að hrista tapið af sér.

„Við erum með háan standard og kröfur á okkur. Við viljum gera betur en þetta og vera í þessum toppslag. Þetta er ekki boðlegt fyrir okkur þótt við séum nýliðar.“

Sagði Erna Guðrún en allt viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner