Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 08. júní 2024 20:23
Halldór Gauti Tryggvason
Donni: Þróttur átti sigurinn skilið
Kvenaboltinn
Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls
Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Vonbrigði. Við vorum mjög ánægð með fyrstu 25 mínúturnar, skoruðum gott mark og fengum skot í slá og sköpuðum svolítið af færum, sem var nú planið. Fáum svo á okkur þetta skítamark eftir fast leikatriði, sem hefur verið, því miður, að gerast svolítið undanfarið og er gríðarlega svekkjandi og náðum bara einhvern veginn ekki að koma okkur upp úr því .“ Þetta sagði Halldór Jón, þjálfari Tindastóls eftir tap gegn Þrótti í dag.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 4 -  2 Tindastóll

Tindastóll var betri aðilinn framan af en Þróttur náði að vinna sig inn í leikinn. Hvað breyttist?„Það breytist bara einhverskonar spennustig eða andrúmsloft eða sjálfstraust eða eitthvað. Við erum búin að vera fá á okkur svolítið af mörkum eftir föst leikatriði, sem hefur ekki verið vani þessa liðs undanfarið ár. “

 „Þróttur á sigurinn skilið, voru betra lið stóran hluta af leiknum kannski svona 70 mínútur voru þau betra liðið.

Tindastóll minnkaði muninn í seinni hálfleik en fengu svo mark á sig stuttu seinna „Já aftur, eins og gerðist síðast þá beint eftir mark kemur mark, það gerðist hjá þeim í fyrri hálfleik. Þær skoruðu mark og svo annað, svo skorum við mark og svo skora þær strax eftir það. Þetta eru atriði sem við höfum verið að ræða svolítið og fara yfir, kannski er það vandamálið að við séum að ræða það of mikið.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner