Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
Tikves
3
2
Breiðablik
0-1 Viktor Karl Einarsson '13
0-2 Kristófer Ingi Kristinsson '30
Kristijan Stojkovski '74 1-2
Martin Stojanov '80 2-2
Leonardo Guerra De Souza '82 3-2
11.07.2024  -  18:30
Todor Proeski
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Dómari: Jérémy Muller (Lúx)
Maður leiksins: Leonardo Guerra
Byrjunarlið:
1. Stefan Tasev (m)
3. Mihail Manevski ('78)
4. Oliver Stoimenovski ('46)
5. Daniel Mojsov
7. Ediz Spahiu
9. Gjorgi Gjorgjiev ('46)
10. Martin Stojanov
20. Mile Todorov ('46)
21. Aleksandar Varelovski
24. Kristijan Stojkovski
77. Roberto Menezes Bandeira Neto ('66)

Varamenn:
12. Stojan Dimovski (m)
6. Almir Cubara
8. Danail Tasev
11. Milovan Petrovikj
13. Vitor Alberto Alves Ribeiro ('46)
14. Stojan Petkovski
18. David Manasievski ('66)
22. Filip Mihailov ('78)
23. Martin Todorov
33. Leonardo Guerra De Souza ('46)
55. Araujo Do Nascimento George Wallace
88. Blagoja Spirkoski ('46)

Liðsstjórn:
Gordan Zdravkov (Þ)

Gul spjöld:
Daniel Mojsov ('45)
Martin Stojanov ('58)
Blagoja Spirkoski ('77)
Kristijan Stojkovski ('86)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Patrik með fyrirgjöf sem endar í höndunum á Tasev og flautað til leiksloka stuttu eftir það. Ótrúlegur viðsnúningur hjá heimamönnum. Þetta var ekki í kortunum eftir fyrri hálfleikinn.
94. mín
Ediz Spahiu í dauðafæri en Anton Ari sér við honum.
91. mín
Patrik með sendingu inn á teig og Daniel Mojsov nálægt því að skora sjálfsmark. Hornspyrna sem Blikar fá!! Tasev handsamar knöttinn á endanum.
90. mín
+1 Fimm mínútur í viðbót!!!
90. mín
Ísak Snær með skalla eftir aukaaspyrnu en hann nær ekki að koma boltanum á markið! Aukaspyrna dæmd á Blika í kjölfarið.
86. mín Gult spjald: Kristijan Stojkovski (Tikves)
85. mín Gult spjald: Halldór Árnason (Breiðablik)
Eitthvað pirraður og fær spjald að launum.
82. mín MARK!
Leonardo Guerra De Souza (Tikves)
VIÐSNÚNINGURINN! Guerra kemst inn á teiginn, Damir og Alexander Helgi fylgjast bara með honum setja boltann í fjær.
80. mín MARK!
Martin Stojanov (Tikves)
ÞAÐ ER JAFNT! Stojanov með mark beint úr aukaspyrnu! Blikar hafa ekki mætt til leiks í seinni hálfleik!
79. mín
Heimamenn fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Alexander Helgi dæmdur brotlegur.
78. mín
Inn:Filip Mihailov (Tikves) Út:Mihail Manevski (Tikves)
77. mín Gult spjald: Blagoja Spirkoski (Tikves)
Fyrir brot á Viktori Karli
74. mín MARK!
Kristijan Stojkovski (Tikves)
Neeiii Heimamenn minnka muninn verðskuldað. Frábær sending innfyrir vörn Blika og Stojkovski er yfirvegaður og vippar snyrtilega yfir Anton Ara.
73. mín
Blikarnir í smá veseni að koma boltanum frá teignum sínum en það tekst að lokum. Tikves heldur þó í boltann.
68. mín
Komið að vatnspásunni.
66. mín
Inn:David Manasievski (Tikves) Út:Roberto Menezes Bandeira Neto (Tikves)
65. mín
Kristinn Steindórs með skalla rétt framhjá eftir fyrirgjöf frá Damir. Damir hafði góðan tíma og hefði getað rennt boltanum á Ísak Snæ.
64. mín
Patrik gerir frábærlega að komast framhjá einum varnarmanni en á svo skot í annan varnarmann. Blikar fá horn.
61. mín
Inn:Kristinn Steindórsson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Þreföld skipting hjá Blikum. Aðeins að hrista upp í þessu, rosa lítið að frétta hjá þeim í seinni hálfleik.
61. mín
Inn:Patrik Johannesen (Breiðablik) Út:Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
61. mín
Inn:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) Út:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
59. mín
Leonardo Guerra fellur í baráttunni við Oliver á miðjum vellinum en ekkert dæmt. Guerra mótmælir ekkert en það gerir hins vegar Oliver sem vill væntanlega fá spjald á hann fyrir dýfu.
58. mín Gult spjald: Martin Stojanov (Tikves)
57. mín
Damir í miklum vandræðum, missir boltann á stórhættulegum stað en Oliver kemur honum til bjargar og setur boltann í horn.
53. mín
Útsendingin var í góðu lagi seinni hluta fyrri hálfleiks en það er aftur komið smá hökt á hana núna.
50. mín
Hætta við mark Blika. Skalli eftir hornspyrnu, Damir nær ekki að sparka boltanum út en Tikves fær horn hinu megin. Ekkert kom út úr því.
48. mín
Heimamenn fá horn. Blikar koma boltanum frá
46. mín
Seinni hálfleikur kominn af stað
46. mín
Inn:Blagoja Spirkoski (Tikves) Út:Gjorgi Gjorgjiev (Tikves)
46. mín
Inn:Leonardo Guerra De Souza (Tikves) Út:Oliver Stoimenovski (Tikves)
46. mín
Inn:Vitor Alberto Alves Ribeiro (Tikves) Út:Mile Todorov (Tikves)
45. mín
Hálfleikur
+3 Blikar með tveggja marka forystu eftir fyrsta leikhluta af fjórum í þessu einvígi! Komum með seinni hálfleikinn að vörum.
45. mín Gult spjald: Daniel Mojsov (Tikves)
+1
45. mín
Þrjár mínútur í viðbót
44. mín
Mile Todorov sleppur hér við spjald. Fer ansi hátt með fótinn og sparkar í Oliver.
42. mín
Blikar fá aukaspyrnu á flottum stað rétt fyrir utan vítateiginn. Oliver með fyrirgjöfina en boltinn endar í höndunum á Tasev
39. mín
Aron Bjarnason með skot af stuttu færi en boltinn beint á Stefan Tasev
33. mín Gult spjald: Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Kristijan Stojkovski hleypur bara á Viktor Karl.. grimmt spjald að mínu mati.
30. mín MARK!
Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
Stoðsending: Viktor Karl Einarsson
0-2! Kristófer Ingi bætir öðru markinu við! Hélt að þetta væri að renna út í sandinn. Viktor Karl með sendingu inn á teiginn og Kristófer er kominn í svolítið erfitt færi en hann lætur vaða á nærhornið og skorar!
28. mín
Leikurinn farið að mestu leiti fram í og við vítateig Tikves. Þeim tókst núna að ná fínni sókn sem endaði með lausu skoti Ediz Spahiu sem Anton á ekki í vandræðum með.
23. mín
Vatnspása! Rúmar 30 gráður í Norður Makedóníu.
20. mín
Ediz Spahiu með skot hátt yfir. Staðan er enn 1-0 en það er búið að vera frosið undanfarnar mínútur.
19. mín
Mikið vesen á útsendingunni því miður!
13. mín MARK!
Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Stoðsending: Ísak Snær Þorvaldsson
MAAAARK! Ísak Snær Þorvaldsson með sendingu inn í teiginn þar sem Viktor Karl mætir og skorar! Ekki búinn að sjá markið reyndar þar sem útsendingin fraus enn eina ferðina um leið og Viktor fékk boltann!
10. mín
Kristófer Ingi með fína pressu, Stefan Tasev markvörður Tikves með stutta sendingu, fær boltann aftur og nær að koma honum frá áður en Kristófer kemst í boltann. Útsendingin frosin aftur..
7. mín
Kristijan Stojkovski slapp í gegn í kjölfarið á hornspyrnunni en átti hræðilegt skot hátt yfir.
6. mín
Komin aftur. Blikar fá horn.
3. mín
Vesen á útsendingunni. Búið að frjósa mikið hér í upphafi. Allt frosið núna. Vonandi að þetta komist nú í lag hjá þeim!!
1. mín
Heimamenn eiga fyrstu tilraunina. Gjorgi Gjorgijev með skallann beint á Anton Ara,
1. mín
Leikur hafinn
Ísak Snær Þorvaldsson sparkar þessu af stað!
Fyrir leik
Byrjunarlið Breiðabliks Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, gerir fjórar breytingar frá jafnteflinu gegn Vestra um liðna helgi. Viktor Örn, Kristófer Ingi, Arnór Gauti og Oliver koma inn í liðið fyrir þá Daniel Obbekjær, Patrik Johannesen, Alexander Helga Sigurðarson og Dag Örn Fjeldsted.
Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke

Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Jason gekk í raðir Grimsby í vikunni
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Myndir frá æfingu
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Breiðablik betra lið og reynslumeira í Evrópu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks hikaði ekki þegar hann var spurður hvort hann héldi að Breiðablik væri betra lið en Tikvesh.

„Já, við erum með betra lið. En ég veit að það er mjög erfitt að koma hingað og spila, mikill hiti sem hefur auðvitað einhver áhrif á leikinn. Þetta er hörkulið og útileikir gegn liðum á þessu svæði hafa reynst okkur, og öllum liðum, erfiðir. Við erum ekki bara með betra lið heldur líka með mikla reynslu úr Evrópukeppni," segir Halldór við Fótbolta.net.

Dóri sjálfur er að fara inn í sinn 30. leik í Evrópu og verður leikurinn hans fimmti sem aðalþjálfari Breiðabliks.

„Flestir strákarnir hafa verið hér í liðinu síðustu ár. Það munar helling um það og mikilvægt að menn nýti sér þá reynslu í þessum leikjum. Ég held að reynslan sem liðið hefur úr Evrópuleikjum muni reynast dýrmæt."

„Þetta er fyrsti Evrópuleikur Tikvesh, en það er þó fjöldi af Evrópuleikjum hjá leikmönnum í liðinu og líka landsleikir."


Ætla halda í boltann
Dóri segir að Blikar ætli sér að fara inn í leikinn og ætli sér að reyna halda í boltann.

„Við viljum fara og halda boltanum. Við vitum kannski ekki alveg hvernig völlurinn, höfum auðvitað farið í útileiki í Evrópu þar sem það hefur verið ákveðið sjokk að koma á sjálfan leikvöllinn, en yfirleitt eru þetta fínustu vellir. Við gerum ráð fyrir því að þessi völlur sé góður, æfum á honum á eftir og þá vitum við betur. Planið er að halda boltanum og stýra leiknum bæði með og án bolta."

Lið á pari við Struga og Budocnost
Er þetta betra lið en Struga sem þið mættuð umspilinu um sæti í riðlakeppninni í fyrra?

„Á pappír er þetta ekki betra lið. Struga vann deildina og Tikvesh endaði í 4. sæti. Liðin spiluðu leik undir lok tímabilsins, mikilvægan leik fyrir bæði lið, þar sem Tikvesh vinnur 3-2. Liðin mættust svo aftur í æfingaleik fyrir tíu dögum þar sem Tikvesh vann 4-3. Það eru aðeins þekktari stærðir í Struga, landsliðsmenn Norður-Makedóníu, og það er stærsta og besta liðið í dag. En Tikvesh hefur verið að gera góða hluti og unnu t.a.m. meistarana frá Kósóvó um daginn. Þetta er alvöru lið, vel á pari við Struga og Budocnost."

Dýrmætt fyrir Ísak og Blika
Ísak Snær Þorvaldsson sneri til baka í síðasta leik eftir að hafa fengið höfuðhögg gegn KA.

„Ísak var á hraðri uppleið og spilaði leikinn gegn HK þar sem hann var stórkostlegur. Hann fær svo höfuðhögg á móti hálftíma gegn KA. Hann fékk sínar fyrstu mínútur í síðasta leik eftir höfuðhöggið og það var mjög dýrmætt fyrir hann og okkur að hann komst í gegnum þann leik án nokkurra einkenna. Hann hefur æft eins og ástand hefur leyft og haldið sér vel við á meðan hann var frá. Ég er ánægður með Ísak og hann verður mjög mikilvægur á morgun."

Steikjandi hiti
„Leikurinn verður klukkan 20:30 að staðartíma, þá verður sólin farin niður og mér sýnist hitinn vera þá kominn niður í 30-31 stig. Við höfum spilað við sambærilegar aðstæður í Bosníu, Svartfjallalandi og í Ísrael. Við erum öllu vanir. Það mikilvægasta er að það sé spilað eftir að sólin er farin niður."

„Það er mjög skýrt hvernig við hugsum um okkur hérna á hótelinu, menn eiga ekkert að vera fara út. Það er einn sjö mínútna göngutúr, annars eru menn bara inni að vökva sig og passa að taka inn sölt og steinefni og borða rétt. Það er stór hluti af undirbúningnum að hugsa vel um sig,"
sagði Dóri.

   10.07.2024 17:52
„Erum ekki bara með betra lið heldur líka með mikla reynslu úr Evrópukeppni"
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Um andstæðinginn (blikar.is) GFK Tikvesh (Tikvesh), stofnaður af hópi ungra áhugamanna á fundi á Balkan veitingastaðnum í Kavadarci, 21. desember 1930, er atvinnumannaklúbbur frá Kavadarci í Norður-Makedóníu sem leikur í makedónsku deildinni.

Eftir flakk á milli heimvalla fyrstu 20 árin festi félagið rætur á Gradski Stadion Kavadarci í mars 1950 og hefur félagið verið þar síðan.

Besta tímabil félagsins var á sjöunda áratugnum og allan áttunda áratuginn þegar Tikvesh vann makedónsku lýðveldisdeildina tvisvar: 1971/72 og 1977/78. Liðið hefur fimm sinnum leikið í júgóslavnesku annarri deildinni: 1955/56, 1968/69,1969/70,1972/73 og 1978/79.

Tikvesh var eitt af 18 stofnfélögum makedónsku fyrstu deildarinnar árið 1992. Félagið vann sinn fyrsta á síðasta keppnistímabili keppnistímabilið þegar liðið endaði í 4. sæti í deildinni - besti árangur liðsins í bestu deild frá upphafi - og vann, í fyrsta sinn, makedónísku bikarkeppnina í leik gegn Voska Sport 22. maí 2024 og er þ.a.l. að taka þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn þegar þeir mæta Breiðabliki á heimavalli fimmtudaginn 11. júlí 2024.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Blikar þekkja Norður-Makedóníu
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Í fyrra vann Breiðablik 1-0 sigur á FC Struga frá N-Makedóníu í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á útivelli. Höskuldur Gunnlaugsson tryggði sigurinn. Síðari leikurinn fór fram á Kópavogsvelli og vannst einnig 1-0. Með sigrinum tryggði Breiðablik sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Leikurinn er sýndur á beint Stöð 2 Sport Nánar tiltekið á Bestu deildarrás 2. Þessi textalýsing er í gegnum þá útsendingu.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Todor Proeski leikvangurinn
Mynd: Getty Images

Leikurinn fer fram á þjóðarleikvangi Norður-Makedóníu sem er skírður í höfuðið á tónlistarmanninum vinsæla Todor Proeski sem lést á sviplegan hátt í bílslysi í Króatíu 2007.

Dómarar kvöldsins eru frá Lúxemborg. Aðaldómari er Jérémy Muller. Aðstoðardómarar eru: Yannick Mentz og Tom Hansen. Fjórði dómari er Ricardo Morais.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Velkomin til leiks í Skopje! Fyrsti Evrópuleikur Blika í ár er útileikur í undankeppni Sambandsdeildar UEFA, gegn Tikves í Norður-Makedóníu. Hér verður fylgst með öllu sem gerist í leiknum í beinni textalýsingu.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('61)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
11. Aron Bjarnason
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('61)
24. Arnór Gauti Jónsson
30. Andri Rafn Yeoman ('61)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
55. Jón Sölvi Símonarson (m)
2. Daniel Obbekjær
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('61)
9. Patrik Johannesen ('61)
10. Kristinn Steindórsson ('61)
16. Dagur Örn Fjeldsted
19. Kristinn Jónsson
20. Benjamin Stokke
25. Tumi Fannar Gunnarsson

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Eyjólfur Héðinsson

Gul spjöld:
Viktor Karl Einarsson ('33)
Halldór Árnason ('85)

Rauð spjöld: