Leik lokið!
Ísland vinnur 0-1 sigur í Póllandi! Viðtöl eftir leik og einkunnagjöf Fótbolta.net má sjá á síðunni í kvöld.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
94. mín
Íslenska liðið er að klára þessa undankeppni með 13 stig úr leikjunum sex. Þýska liðið vann sinn leik og því endar Þýskaland í efsta sæti riðilsins.
Ísland heldur hreinu í þremur leikjum af sex í undankeppninni.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
93. mín
Aftur eru þær pólsku rangstæðar í kjölfar hornspyrnu. Reyndar sýndist mér þetta ekki alveg réttur dómur en það er eins og það er.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
92. mín
Barátta bestu leikmannanna
Ewa Pajor og Glódís mætast. Glódís nær fyrst að koma boltanum aðeins í burtu en Pajor nær aftur til hans og reynir svo skot en Glódís er vel staðsett og nær að koma sér fyrir.
Hornspyrna.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
91. mín
Sveindís kemst í boltann inn á pólska vítateignum. Hún á skot með vinstri fæti sem fer í utanvert hliðarnetið á marki Póllands. Markspyrna.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
91. mín
Fimm mínútur í uppbót
Amanda með skot sem Kinga ver, frekar laust skot.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
89. mín
Darraðadans
Mikill atgangur í vítateig íslenska liðsins. Fanney nær ekki að handsama boltann en sem betur fer fékk Ingibjörg boltann í sig þegar þær pólsku komu skoti að marki.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
88. mín
Inn:Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Ísland)
Út:Hlín Eiríksdóttir (Ísland)
Síðasta skipting Íslands
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
88. mín
Inn:Berglind Rós Ágústsdóttir (Ísland)
Út:Selma Sól Magnúsdóttir (Ísland)
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
87. mín
Guðný er búin að vera alveg frábær í hægri bakverðinum, mjög örugg.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
86. mín
Geggjuð sending frá Kötlu
Katla úti hægra megin og sér mikið pláss á hinum vængnum og finnur þar Amöndu. Amanda kemur sér í skotstöðu og lætur vaða. Skotið fer á nær og Kinga er þar mætt.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
85. mín
Afskaplega klaufalegt
Pólska liðið tók hornspyrnu stutt en dæmd er rangstaða þegar boltanum er svo sparkað til baka á leikmanninn sem tók hornspyrnuna. Mjög klaufalegt.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
83. mín
Katla með nokkuð efnilega tilraun en skotið fer ofan á markið, rétt yfir.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
82. mín
Guðný verst vel gegn Nadia Krezyman og svo nær Katla að hreinsa boltanum í burtu. Sveindís reynir að æða fram í skyndisókn en hún er toguð niður og Ísland á aukaspyrnu.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
80. mín
Inn:Nadia Krezyman (Pólland)
Út:Martyna Wiankowska (Pólland)
Martyna Wiankowska er að fara af velli, hún er studd af velli, sýnilega meidd.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
78. mín
Selma Sól situr á vellinum, fór í návígi gegn Klaudiu Lefeld og fór ekkert alltof vel út úr því.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
77. mín
Guðný með fyrirgjöf og finnur liðsfélaga sinn í Kristianstad, Kötlu Tryggvdóttur, en skallinn frá Kötlu er laus og af löngu færi.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
76. mín
Vá Glódís
Ewa Pajor liggur eftir og heldur utan um vinstri fótinn.
Frábær varnarleikur hjá Glódísi sem pikkar boltanum í burtu. Stórkostlega gert. Pajor vildi fá víti þarna en Glódís tók boltann fyrst.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
75. mín
Ewelina Kamczyk með skot fyrir utan teig en það stafar aldrei hætta af þessari tilraun.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
74. mín
Guðrún reynir að finna Hlín með fyrirgjöf en boltinn aðeins of hár.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
74. mín
Inn:Katla Tryggvadóttir (Ísland)
Út:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland)
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
73. mín
Nokkrar fyrirgjafir frá pólska liðinu en íslenska liðið verst vel.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
71. mín
Fyrirgjöf sem fer af Amöndu og aftur fyrir. Þær pólsku eiga hornspyrnu.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
69. mín
Vatnspása
Mjög hlýtt í Póllandi.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
68. mín
Hildur brýtur af sér og er kannski eilítið heppin að fá ekki gult spjald. Aukaspyrna á vallarhelmingi Póllands.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
67. mín
Inn:Martyna Brodzik (Pólland)
Út:Adriana Achinska (Pólland)
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
67. mín
Inn:Malgorzata Mesjasz (Pólland)
Út:Paulina Dudek (Pólland)
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
67. mín
Fyrirgjöf Karólínar skölluð í burtu og Amanda stöðvar mögulega sókn pólska liðsins með broti.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
66. mín
Hlín með mjög flotta sendingu inn í hlaupið hjá Sveindísi sem vinnur hornspyrnu.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
65. mín
Skrautlega útfærð aukaspyrna hjá Póllandi sem verður ekki að neinu.
64. mín
Inn:Hildur Antonsdóttir (Ísland)
Út:Alexandra Jóhannsdóttir (Ísland)
64. mín
Inn:Amanda Andradóttir (Ísland)
Út:Emilía Kiær Ásgeirsdóttir (Ísland)
63. mín
Gult spjald: Alexandra Jóhannsdóttir (Ísland)
Á harðahlaupum og stöðvar skyndisókn Póllands.
62. mín
Sveindís með fast skot að marki sem fer af varnarmanni og rétt fram hjá. Ísland fær hornspyrnu.
62. mín
Pólska liðið að sækja hratt en Guðný og Guðrún verjast vel. Varnarlína Íslands verið mjög öflug í þessum leik.
61. mín
Gott skot!
Alexandra gerir frábærlega í því að vinna boltann. Förum upp og Emilía á svo fínasta skot sem Kinga nær hins vegar að verja. Góð tilraun!
60. mín
Wiankowska með góðan bolta fyrir en Guðrún gerði vel í því að elta Pajor inn á teiginn. Sá til þess að hún næði ekki boltanum.
59. mín
Þær pólsku að sleppa í gegn en flaggið fer á loft. Pólski lýsandinn hérna við hliðina á mér að missa vitið. Gjörsamlega brjálaður.
58. mín
Glódís vinnur boltann tvisvar í loftinu eftir hornspyrnu en þær pólsku vinna seinni boltann tvisvar.
56. mín
FRÁBÆRT FÆRI!!
Emilía Kiær í mjög góðu færi eftir góða sókn Íslands, en hún skallar fram hjá markinu. Þarna hefði hún getað skorað sitt fyrsta landsliðsmark.
55. mín
Karólína með flottan bolta fyrir og Sveindís nær skallanum en hann fer yfir markið.
54. mín
FÆRI!
Frábær sókn hjá Íslandi, frábærlega spilað! Karólína með flotta sendingu í gegn á Guðnýju sem er í flottu færi en Kinga Szemik nær að verja með fætinum.
53. mín
Gult spjald: Paulina Dudek (Pólland)
Bara mjög verðskuldað.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
53. mín
Sveindís liggur eftir eftir að varnarmaður Póllands fer af miklum krafti í skallaeinvígi við hana.
51. mín
Þýskaland er 3-0 yfir. Greinilega í miklum gír í kvöld eftir niðurlæginguna á Laugardalsvelli.
50. mín
Karólína með fyrirgjöf sem fer beinustu leið aftur fyrir endamörk.
47. mín
Alexandra með skalla fram hjá markinu. Fínasta tilraun en hún var svekkt með sjálfa sig að þessum bolta ekki á markið.
46. mín
Inn:Klaudia Lefeld (Pólland)
Út:Oliwia Wos (Pólland)
Oliwia Wos átti mjög erfiðan fyrri hálfleik.
46. mín
Sveindís fagnar marki sínu
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Búið að flauta til hálfleiks og Ísland leiðir. Sveindís Jane Jónsdóttir með markið. Vorum með stjórnina lengi vel en pólska liðið byrjaði betur og endaði hálfleikinn betur. Vonandi koma okkar stelpur af krafti inn í seinni hálfleikinn og ganga bara frá þessum leik.
45. mín
Pajor með hörkuskot fyrir utan teig en það fer yfir markið. Íslenska liðið bara að reyna að lifa af fram yfir hálfleik.
45. mín
ÞVÍLÍK TÆKLING!
Ewa Pajor í algjöru dauðafæri inn á teignum en Glódís á magnaða tæklingu til að bjarga marki!!
Besti sóknarmaður og besti varnarmaður heims þarna að mætast!
45. mín
Ewa Pajor með hörkuskalla úr erfiðu færi en Fanney grípur boltann.
45. mín
Fimm mínútum bætt við fyrri hálfleik
44. mín
Ewa Pajor með boltann fyrir utan teig og leggur hann til hliðar á Zaremba sem gerir bara eitthvað mjög furðulegt. Pajor er bara á allt öðru gæðastigi en allir aðrir leikmenn Póllands. Þetta er svipað og Lewandowski hefur verið fyrir karlalandslið þjóðarinnar.
43. mín
Karólína liggur eftir og virðist kvalin. Vonandi ekkert alvarlegt.
41. mín
Þýskaland að komast í 2-0 gegn Austurríki. Það er því útlit fyrir það að Ísland muni enda í öðru sæti í riðlinum. Við sjáum þó til.
40. mín
Pólska liðið aðeins farið að herja á okkur. Stelpurnar kannski aðeins slakað of mikið á eftir markið.
40. mín
Varnarlína Póllands mun fá martraðir í nótt. Þær ráða engan veginn við Sveindísi og hennar hraða.
38. mín
Hélt að þessi væri inni!
Ingibjörg með vonda sendingu úr vörninni og þær pólsku keyra á okkur. Natalia Padilla-Billas á svo skot sem fer rétt fram hjá markinu. Ég hélt að þessi væri inni! Ingibjörg náði að henda sér aðeins fyrir boltann sem var vel gert.
37. mín
Kinga með alveg skelfilega sendingu úr markinu, beint á Emilíu en við náum ekki að gera okkur mat úr þessu.
36. mín
Ewa Pajor með hættulega fyrirgjöf sem Fanney Inga kýlir frá.
35. mín
Næstum því!
Guðrún Arnardóttir með skalla rétt fram hjá markinu! Hún er bara búin að vera okkar hættulegasti sóknarmaður ásamt Sveindísi.
34. mín
Pajor með skalla fram hjá markinu, ekki mikil hætta.
33. mín
Þetta mark er svo sannarlega búið að liggja í loftinu. Frábærlega gert hjá Sveindísi sem er sjóðandi heit um þessar mundir!
32. mín
MARK!Sveindís Jane Jónsdóttir (Ísland)
MARK!!!!
Núna skorar Sveindís!
Sveindís pressar frábærlega, vinnur boltann af aftasta leikmanni Póllands, keyrir áfram, er yfirveguð og klárar vel.
Svona á að gera þetta!!
30. mín
Enn er verið að sýna myndir af Þorvaldi Ingimundarsyni, starfsmanni KSÍ, í pólsku útsendingunni. Mjög fyndinn misskilningur.
29. mín
Þýskaland er 1-0 yfir gegn Austurríki. Klara Bühl skoraði markið þar eftir ellefu mínútur. Þýskaland er því að vinna riðilinn, sama hvernig endar hér, eins og staðan er núna.
28. mín
Selma með hornspyrnuna en boltinn er aðeins of langur fyrir Alexöndru. Markspyrna sem Pólland fær.
28. mín
Sending aftur fyrir vörnina á Sveindísi en hún nær ekki að taka boltann almennilega með sér. Ísland fær hornspyrnu.
26. mín
Pólland er bara í nauðvörn. Þær gefa okkur boltann trekk í trekk á hættulegum stöðum og við verðum að nýta okkur það. Ísland með öll tök á leiknum þessa stundina.
25. mín
Sveindís fær smá aðhlynningu í vatnspásunni. Vonandi ekkert alvarlegt.
24. mín
Vatnspása
Leikurinn stöðvaður fyrir vatnspásu. Það er hitabylgja í Póllandi.
24. mín
Alvöru pressa frá Íslandi þessar síðustu mínútur.
23. mín
Svo er það hornspyrnan frá Karólínu. Glódís nær skallanum en Szemik er á réttum stað.
22. mín
SLÁIN!!!
Hvernig erum við ekki búin að skora???
Guðrún Arnardóttir með þrumuskot í slánna eftir frábæra sókn hjá Íslandi!
21. mín
Karólína fær boltann í góðri stöðu og horfir beint á markið. Hún reynir skot en það fer beint í varnarmann.
21. mín
Sveindís á að vera búin að skora tvisvar í þessum leik. Hún er búin að fá tvö bestu færin.
20. mín
FÆRI!!!
Sveindís allt í einu kominn með boltann og Szemik er í skógarhlaupi. Markið opið en Sveindís setur boltann í hliðarnetið. Skotvinkillinn var þrögur, en þarna á hún að gera betur.
19. mín
Kinga Szemik með langan bolta upp völlinn og Pajor eltir, en Glódís er á undan.
18. mín
Karólína með aukaspyrnu frá vinstri kanti sem Ewa Pajor skallar frá. Selma Sól fær svo boltann fyrir utan teig og reynir skot, en það drífur varla að markinu.
16. mín
Pólska sjónvarpið ekki alveg með allt á hreinu
Þetta er Þorvaldur Ingimundarson, starfsmaður KSÍ.
Mynd: Skjáskot - RÚV
13. mín
Mikið togað í Sveindísi út við hægri kantinn en Pólland fær innkast. Kjánalegt.
13. mín
Szemik kýlir hornspyrnu Karólína út úr teignum. Við fáum innkast hinum megin og Sveindís ætlar að kasta langt.
12. mín
DAUÐAFÆRI!!
Sveindís í dauðafæri eftir hraða sókn Íslands. Karólína þræðir hana snyrtilega í gegn en skotið fer af varnarmanni og fram hjá. Þarna átti Sveindís bara að skora fyrsta markið en varnarleikurinn var líka góður.
11. mín
Pólland með stórhættulegan bolta fyrir úr hornspyrnu en Dowle flautar brot. Fór í gegnum allan pakkann en þetta var frábær bolti.
9. mín
Pólska liðið verið sterkara þessar fyrstu mínútur og þeirra sóknaraðgerðir verið hættulegar.
8. mín
Völlurinn virkar frekar laus í sér. Sveindís rann í grasinu þegar hún fór í pressuna áður en Pólland fékk þetta tækifæri.
7. mín
Hættulegt!
Pólska liðið komið í stórhættulega stöðu. Ewa Pajor með sendingu fyrir á Kokosz sem er ein á fjærstönginni en hún nær sem betur fer ekki að taka á móti boltanum.
5. mín
Glódís nær ekki að vinna fyrsta boltann og pólska liðið skallar frá.
4. mín
Fáum langt innkast frá Sveindísi.
3. mín
Pólska liðið kemst í fína stöðu. Bolti fyrir markið en Glódís er á undan Ewu Pajor í boltann og kemur honum frá.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Ewa Pajor, markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar, sparkar leikinn í gang.
ÁFRAM ÍSLAND!
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir að baki og leikurinn fer að byrja.
Fyrir leik
Styttist í leikinn. Fánarnir komnir upp og liðin fara að ganga inn hvað úr hverju. Það er mjög fámennt en góðmennt á áhorfendapöllunum.
Fyrir leik
Emilía Kiær byrjar í fyrsta sinn fyrir Ísland
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Stelpurnar eru á fullu að hita upp
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Svona er staðan í rðlinum fyrir leiki dagsins
Mynd: Skjáskot KSÍ
Fyrir leik
Fjalar þjálfar markverðina
Ólafur Pétursson er ekki með í Póllandi í dag. Fjalar Þorgeirsson, markvarðarþjálfari karlalandsliðsins, stígur inn í hans fjarveru.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Þorsteinn Halldórsson við RÚV
Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari fer yfir átökin sem fram undan eru í spjalli við RÚV. Þorsteinn gerir fjórar breytingar á liðinu sínu. Hann ræðir meðal annars fyrsta byrjunarliðsleik Emilíu og hvort að liðið sé að spila sinn besta bolta frá því hann tók við.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Myndir frá vellinum
Stjörnuljósmyndarinn Jónína Guðbjörg er á vellinum með myndavélina. Hún tók þessar myndir af vellinum fyrir leik. Það er ekki annað hægt að hugsa en að þessi völlur yrði virkilega flottur í Laugardalnum. Það þyrfti bara að mála sætin blá. Hér allt virkilega flott og ferskt.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Erum að mæta besta framherja í heimi
Ewa Pajor byrjar fremst hjá Póllandi en hún var langmarkahæst í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili með 18 mörk. Hún er liðsfélagi Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá Wolfsburg en Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, segir að um sé að ræða líklega besta framherja í heimi í dag.
Fyrir leik
Fjórar breytingar á byrjunarliðinu
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, gerir fjórar breytingar á byrjunarliðinu.
Ísland vann magnaðan 3-0 sigur gegn Þýskalandi síðasta föstudag en frá þeim leik koma Guðrún Arnardóttir, Selma Sól Magnúsdóttir, Hlín Eiríksdóttir og Emilía Kiær Ásgeirsdóttir inn í liðið.
Emilía, sem valdi nýverið að spila frekar fyrir Ísland en Danmörku, er að byrja í fyrsta sinn með Íslandi og er að spila sinn annan landsleik.
Natasha Anasi, Hildur Antonsdóttir, Sandra María Jessen og Diljá Ýr Zomers fara á bekkinn frá sigrinum gegn Þýskalandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Svona er byrjunarlið Íslands!
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Glænýr völlur
Leikið er á Zaglebiowski Park Sportowy í um 20 mínútna akstursfjarlægð. Þetta er heimavöllur Zaglebie Sosnowiec sem var að falla í pólsku C-deildina. Þetta er glænýr völlur og var hann opnaður í fyrra. Hann tekur um 11,600 manns í sæti.
Þetta væri virkilega flottur þjóðarleikvangur fyrir okkur Íslendinga.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Mikill hiti, þrumur og eldingar
Það er búið að vera mikill hiti í Katowice í dag. Núna síðasta klukkutímann hafa verið þrumur og eldingar í bland við 28 stiga hita. Ekki mjög íslenskt veður.
Fyrir leik
Leikurinn í dag mikilvægur þó farseðillinn sé í hús
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir 3-0 sigurinn gegn Þýskalandi á föstudag, þá er Ísland með innbyrðis sigurinn á þýska liðið í riðlinum. Í dag spilar Ísland við Pólland á meðan Þýskaland mætir Austurríki.
Ef Þýskalandi mistekst að vinna Austurríki - sama hvort það er jafntefli eða tap - og Ísland vinnur Pólland, þá vinna stelpurnar okkar þennan sterka riðil.
Ef Ísland vinnur riðilinn, þá verður liðið í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í mótið. Það myndi svo sannarlega auka líkurnar á því að gera vel á mótinu.
Þessi leikur skiptir því svo sannarlega miklu máli, en við verðum jafnframt líka að treysta á það að Austurríki muni stríða Þýskalandi.
Ísland er eitt af sex liðum sem er búið að tryggja sér farseðilinn á EM en hin liðin eru: Sviss (gestgjafar), Þýskaland, Spánn, Danmörk og Frakkland.
Fyrir leik
Það sem Steini sagði á fundinum
Fyrir leik
Öll viðtölin eftir leikinn gegn Þýskalandi
Það var mikil stemning eftir leikinn gegn Þýskalandi og mikið fagnað. Stelpurnar voru í ákveðnu spennufalli eftir leikinn og þær voru sammála um að stuðningurinn hefði verið magnaður.
Fyrir leik
Síðasti leikur gegn Póllandi var stuð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðasti leikur Íslands gegn Póllandi var fyrsti leikurinn í þesssari undankeppni. Sá leikur endaði með 3-0 sigri Íslands þar sem Diljá Ýr Zomers, Bryndís Arna Níelsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir gerðu mörkin. Sá leikur fór fram á Kópavogsvelli í góðri stemningu.
Fyrir leik
Nokkrar myndir úr veislunni gegn Þýskalandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Ótrúlegt föstudagskvöld
Síðasta föstudagskvöld var hreint út sagt ótrúlegt þar sem íslenskt landslið vann einn sinn stærsta sigur í sögunni. Þær unnu þá Þýskaland 3-0 fyrir framan meira en 5000 manns á Laugardalsvelli. Ingibjörg Sigurðardóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Sveindís Jónsdóttir með mörkin.
Sá sigur tryggði Íslandi sæti á EM en maður er enn bara pínu að ná sér niður eftir þessi ótrúlegu úrslit.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Góðan daginn!
Og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Póllands og Íslands í undankeppni EM 2025. Fótbolti.net er auðvitað í Póllandi að fylgjast með leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð