Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 12. júlí 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hún á svo sannarlega skilið að vera hérna"
Icelandair
Katla Tryggvadóttir.
Katla Tryggvadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katla Tryggvadóttir er annað sinn í röð í íslenska landsliðshópnum. Hún er hluti af hópnum sem mætir Þýskalandi og Póllandi í síðustu leikjunum í undankeppni EM 2025.

Katla, sem er fædd árið 2005, var í fyrsta sinn í A-landsliðshópnum í síðasta mánuði en það er óhætt að segja að kallið hafi verið verðskuldað. Katla hefur farið frábærlega af stað á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku með Kristianstad í Svíþjóð.

Katla hefur sýnt það á síðustu árum hversu ótrúlega hæfileikaríkur leikmaður hún er. Hún er uppalin í Val en fór yfir í Þrótt fyrir sumarið 2022 til að fá að spila. Þar blómstraði hún og er Katla núna að gera það gott í atvinnumennsku.

Hún spilar með Hlín Eiríksdóttur hjá Kristianstad en þær hafa verið að ná vel saman í sóknarleiknum. Hlín var fyrr í þessari viku spurð út í innkomu Kötlu í landsliðshópinn.

„Það er geggjað. Hún á það ótrúlega mikið skilið þar sem hún er búin að spila mjög vel í Svíþjóð," sagði Hlín.

„Ég veit ekki hvort fólk á Íslandi sér hana spila, en hún á svo sannarlega skilið að vera hérna. Ég er bara glöð fyrir hennar hönd."
Lúxusvandamál fyrir Hlín - „Þetta er smá tvíeggja sverð"
Athugasemdir
banner