Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
Grindavík
0
3
Afturelding
0-0 Elmar Kári Enesson Cogic '69 , misnotað víti
0-1 Elmar Kári Enesson Cogic '77
0-2 Sævar Atli Hugason '83
0-3 Andri Freyr Jónasson '91
30.07.2024  -  19:15
Stakkavíkurvöllur-Safamýri
Lengjudeild karla
Dómari: Guðgeir Einarsson
Maður leiksins: Hrannar Snær Magnússon
Byrjunarlið:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
5. Eric Vales Ramos
8. Josip Krznaric
9. Adam Árni Róbertsson
10. Einar Karl Ingvarsson (f) ('79)
13. Nuno Malheiro
21. Marinó Axel Helgason ('79)
26. Sigurjón Rúnarsson
30. Ion Perelló
33. Daniel Arnaud Ndi ('72)
77. Kwame Quee

Varamenn:
7. Kristófer Konráðsson ('72)
18. Christian Bjarmi Alexandersson
22. Lárus Orri Ólafsson
24. Ingólfur Hávarðarson
44. Friðrik Franz Guðmundsson
95. Sölvi Snær Ásgeirsson ('79)

Liðsstjórn:
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson

Gul spjöld:
Ion Perelló ('4)
Josip Krznaric ('45)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sanngjarn sigur Aftureldingar staðreynd hér. Þeir voru klárir í 90 plús og uppskáru eftir því. Grindavíkurliðið gaf heldur mikið eftir er fór að líða á og því fór sem fór.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
91. mín MARK!
Andri Freyr Jónasson (Afturelding)
Allra síðasti naglinn
Lið Grindavíkur bara hætt.

Ekkert ósvipuð uppskrift og mark númer tvö. Einfalt spil og menn finna svæði í teignum. Andri er þar og skilar boltanum í netið af öryggi.
91. mín
Inn:Andri Freyr Jónasson (Afturelding) Út:Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding)
83. mín MARK!
Sævar Atli Hugason (Afturelding)
Tæta í sundur vörn Grindavíkur
Lið Aftureldingar sækir upp hægra megin og gjörsamlega tætir í sig v..örn Grindavíkur með einföldu spili.

Sævar Atli réttur maður á réttum stað í teignum og skilar boltanum í netið úr dauðafæri.
82. mín
Jökull með vörslu
Lúmskt skot frá Kwame eftir skyndisókn en Jökull ver í horn.
82. mín
Inn:Andri Freyr Jónasson (Afturelding) Út:Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding)
80. mín
Kunnuleg rödd hljómar í hljóðkerfi Grindavíkur en fyrrum vallarstjóri og vallarþulur þeirra Ivan Jugovic sem búsettur er í Danmörku komst í bjórdæluna í hálfleik og krafðist þess að fá að kynna skiptinguna sem fór fram hér á undan.
79. mín
Inn:Sölvi Snær Ásgeirsson (Grindavík) Út:Marinó Axel Helgason (Grindavík)
79. mín
Inn:Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (Grindavík) Út:Einar Karl Ingvarsson (Grindavík)
77. mín MARK!
Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding)
Sýnist það hafa verið Elmar sem kom boltanum í netið eftir snarpa sókn.

Sver það ekki þó mjög langt frá atvikinu og þarf að sjá það aftur fyrir nánari lýsingu.

Afturelding leiðir þó.
76. mín
Inn:Sævar Atli Hugason (Afturelding) Út:Oliver Bjerrum Jensen (Afturelding)
74. mín
Hrannar að reyna að böðla sig i gegnum vörn Grindavíkur, nær skotinu en boltinn framhjá.
72. mín
Inn:Kristófer Konráðsson (Grindavík) Út:Daniel Arnaud Ndi (Grindavík)
69. mín Misnotað víti!
Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding)
Glæsileg varsla Aron Dagur hreinlega veiðir hann í sitt horn og ver glæslilega í stöng og út. Frákastið berst á Hrannar að mér sýnist sem hamrar boltann yfir markið.
68. mín
Afturelding er að fá víti.

Elmar keyrir inn á teiginn og köttar inn, varnarmaður situr eftir setur fótinn fyrir og Elmar fellur.

Réttur dómur.
64. mín
Josip reynir skotið af 20 metrum fyrir Grindavík en veldur Jökli ekki vandræðum.
61. mín
Gestirnir í dauðafæri
Hrannar með virkilega góða takta úti vinstra megin og keyrir inn á teiginn, kemst nokkuð óáreittur að marki og lætur vaða en Aron Dagur vel á verði og ver glæsilega.
57. mín
Kwame Quee með lúmska sendingu inn á teiginn fyrir Ndi, hann skrefinu of seinn og boltinn rúllar í fang Jókuls.
53. mín
Hrannar Snær með skot marki eftir skyndisókn en Aron Dagur ver.
51. mín
Afturelding vinnur horn.
50. mín
Lítið sem ekkert að gerast í þessu hér í upphafi síðari hálfleiks. Afturelding meira með boltann en kemst lítt áleiðis.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
Heimamenn sparka okkur af stað á ný hér.
45. mín
Hálfleikur

Helst til bragðdauft hér í fyrri hálfleik. Gestirnir byrjuðu betur en heimamenn unnið sig inn í leikinn eftir því sem á hefur liðið.
45. mín
+2 Elmar Kári með skotið eftir aukaspyrnu inn á teiginn en beint í fang Arons.
45. mín Gult spjald: Josip Krznaric (Grindavík)
+1 Brýtur af sér og stöðvar skyndisókn.
45. mín
Adam Árni með gott hlaup inn á teig gestaliðsins. Fær boltann frá Ndi en nær ekki góðu skoti og Jökull ver í horn.
42. mín
Gestirnir í hörkufæri
Georg Bjarnason í fínasta færi í teignum eftir sendingu frá Elmari en Aron Dagur ver vel í horn.

Ekkert kemur upp úr horninu.
37. mín
Það er að færast smá hiti í þetta, Kwame í einhverjum átökum og lítið sáttur.
36. mín
Sigurjón Rúnarsson með skalla eftir aukaspyrnuna en setur boltann framhjá markinu.
35. mín Gult spjald: Aron Elí Sævarsson (Afturelding)
Rífur niður Adam Árna þegar hann fer framhjá honum,
31. mín
Adam Árni með góðan sprett og við það að vinna sig í færi. Varnarmenn komast fyrir og hreinsa.
24. mín
Lítið flæði í leiknum þessa stundina. Bæði leikbrot og menn að liggja eftir. Skemmtanagildið lágt sem stendur.
20. mín
Gestirnir að fá mikið að góðum fyrirgjafarmöguleikum á báðum köntum. Vörn Grindavíkur haldið til þessa en gestirnir alltaf að að finna sér góðar stöður.
18. mín
Elmar Kári vinnur sig í skotfæri en skot hans lélegt og víðsfjarri markinu.
16. mín
Afturelding fær aukaspyrnu á ágætum stað til fyrirgjafar.

Aron með boltann yfir á fjær þar sem Sigurpáll Melberg rís hæst en nær ekki að stýra boltanum a markið.
14. mín
Daniel Arnaud Ndi með skalla eftir aukaspyrnuna en Jökull með allt á hreinu og handsamar boltann.
13. mín
Lið Aftureldingar haldið boltanum betur þetta fyrsta tæpa korter en lítið ógnað.

Grindavík vonnur aukaspyrnu úti við hliðarlínu á vallarhelmingi Aftureldingar.
7. mín
Vefur KSÍ kominn í lag á ný. Vonandi að skýrslan detti hér inn fyrir vikið. Annars færi ég liðin inn að fullu í hálfleik.
5. mín
Barátta og miðjumoð að einkenna þessar fyrstu mínútur.
4. mín Gult spjald: Ion Perelló (Grindavík)
Fyrir að láta einhver orð falla
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Það eru gestirnir sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Flauta gellur
Geri ráð fyrir að þar sé Guðgeir að kalla leikmenn til vallar.

Hef ekki upplýsingar um liðsskipan sem stendur en reyni að fylla þetta út eftir því sem efni eru til.

Mjög sérkennileg staða að vera hér undir þessum kringumstæðum. Fær mann til að velta því fyrir sér hversu háð við raunverulega erum orðin tölvutækninni.
Fyrir leik
Leik seinkar ögn
Vegna fyrrnefndra vandamála í kerfum KSÍ.
Fyrir leik
Bilun hjá KSÍ
Styttist óðum í leik og engin skýrsla fáanleg. Það er bilun í vefkerfi KSÍ sem þar veldur. Hér er spólað áratugi aftur í tímann og skýrsla væntanlega handskrifuð.
Fyrir leik
Spámaðurinn Hinn fjölhæfi Már Ægisson, maður leiksins þegar Fram lagði Val á sunnudag, spáir í leiki umferðarinnar.

Grindavík 3 - 2 Afturelding

Það er aðeins spilaður skemmtilegur bolti í Sambamýrinni og verður þetta því mjög líflegur leikur.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Guðgeir á flautunni
Guðgeir Einarsson er á flautunni hér á Stakkavíkurvelli í kvöld. Honum til aðstoðar eru þeir Guðmundur Ingi Bjarnason og Eysteinn Hrafnkelsson.

Skúli Freyr Brynjólfsson er svo eftirlitsmaður KSÍ.

Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Fyrir leik
Tilboði hafnað
ram kom í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag að Njarðvík hefði lagt fram tilboð í Sigurjón Rúnarsson, varnarmann Grindavíkur á dögunum.

Sigurjón, sem er fæddur árið 2000, hefur verið lykilmaður í hjarta varnar Grindavíkur síðustu árin.

„Það er mikið að gera hjá Rabba, yfirmanni fótboltamála hjá Njarðvík, og Gunnari Heiðari, þjálfara liðsins, í að styrkja liðið. Þeir eru búnir að gera áhugaverða hluti á markaðnum með því að ná í Símon Loga (Thasaphong) og Indriða Áka (Þorláksson). Þeir eru að reyna eitthvað meira og vilja fá Sigurjón Rúnarsson," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum.

   30.07.2024 11:54
Grindavík hafnaði tilboði Njarðvíkur
Fyrir leik
Grindavík
Það mætti segja það sama um lið Grindavíkur og segir um gesti þeirra hér að neðan. Heilt yfir verður tímabilið að teljast vonbrigði til þessa. Það horfði til bjartari vegar eftir þjálfaraskipti í sumar en heldur hefur hallað undan fæti að undanförnu og uppskeran rýr.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Afturelding
Hvað er hægt að segja um tímabil Aftureldingar? Vonbrigði er orðið sem kemur fyrst upp í hugann en liðinu var af mörgum spáð efsta sæti deildarinnar fyrir mót.

Nokkrum sinnum í sumar hefur maður talið liðið loksins vera að hrökkva í gang eins og í 5-2 útisigri á Njarðvík á dögunum. Allt kemur þó fyrir ekki og hefur liðinu gengið bölvanlega að tengja saman sigra til þessa.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Grindavíkur og Aftureldingar í Lengjudeild karla.

Flautað verður til leiks á Stakkavíkurvelli í Safamýri á slaginu 19:15

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
24. Jökull Andrésson (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
4. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Aron Jóhannsson
10. Elmar Kári Enesson Cogic ('82) ('91)
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
22. Oliver Bjerrum Jensen ('76)
23. Sigurpáll Melberg Pálsson
25. Georg Bjarnason
77. Hrannar Snær Magnússon

Varamenn:
1. Arnar Daði Jóhannesson (m)
8. Aron Jónsson
9. Andri Freyr Jónasson ('82) ('91)
11. Arnór Gauti Ragnarsson
17. Valgeir Árni Svansson
19. Sævar Atli Hugason ('76)
34. Patrekur Orri Guðjónsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Aron Elí Sævarsson ('35)

Rauð spjöld: