Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   þri 30. júlí 2024 11:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grindavík hafnaði tilboði Njarðvíkur
Lengjudeildin
Sigurjón Rúnarsson.
Sigurjón Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram kom í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag að Njarðvík hefði lagt fram tilboð í Sigurjón Rúnarsson, varnarmann Grindavíkur á dögunum.

Sigurjón, sem er fæddur árið 2000, hefur verið lykilmaður í hjarta varnar Grindavíkur síðustu árin.

„Það er mikið að gera hjá Rabba, yfirmanni fótboltamála hjá Njarðvík, og Gunnari Heiðari, þjálfara liðsins, í að styrkja liðið. Þeir eru búnir að gera áhugaverða hluti á markaðnum með því að ná í Símon Loga (Thasaphong) og Indriða Áka (Þorláksson). Þeir eru að reyna eitthvað meira og vilja fá Sigurjón Rúnarsson," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum.

Grindavík hafnaði tilboðinu frá Njarðvík en Haukur Guðberg Einarsson, formaður knattspyrnudeildar félagsins, segir í samtali við Fótbolta.net að Sigurjón sé ekki til sölu.

Njarðvík hefur komið á óvart í sumar og er í þriðja sæti Lengjudeildarinnar. Fram kom einnig í þættinum að Þórarinn Ingi Valdimarsson, varnarmaður Stjörnunnar, hefði næstum farið í Njarðvík undir lok síðasta glugga.
Útvarpsþátturinn - Gluggaslúður, Evrópa og þeir bestu í 2. deild
Athugasemdir
banner
banner
banner