Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
Paide
4
0
Stjarnan
Henrik Ojamaa '29 1-0
Robi Saarma '46 2-0
Abdoulie Ceesay '57 3-0
Michael Lilander '85 4-0
01.08.2024  -  16:30
Pärnu Rannastaddion
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Dómari: Antoine Chiaramonti (Andorra)
Byrjunarlið:
99. Ebrima Jarju (m)
2. Michael Lilander
6. Patrik Kristal
8. Henrik Ojamaa
14. Robi Saarma ('74)
16. Predrag Medic ('74)
20. Abdoulie Ceesay ('68)
23. Milan Delevic
27. Nikita Baranov
29. Joseph Saliste
41. Daniel Luts ('83)

Varamenn:
1. Mihkel Aksalu (m)
60. Mattias Sapp (m)
5. Gerdo Juhkam ('83)
9. Kristofer Piht
10. Andre Frolov
11. Mechini Gomes ('68)
15. Hindrek Ojamaa
17. Dimitri Jepihhin ('74)
19. Siim Luts
21. Matrix Einer
22. Sander Soo
24. Muhammed Susc
25. Mouhamed Gueye
28. Oskar Hoim ('74)

Liðsstjórn:
Ivan Stojkovic (Þ)

Gul spjöld:
Ivan Stojkovic ('28)
Mechini Gomes ('79)
Patrik Kristal ('82)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stjarnan úr leik! Við þökkum fyrir okkur frá Eistlandi og óskum öllum velfarnaðar í lífinu.

Skelfileg úrslit fyrir Stjörnuna, og Íslenskan fótbolta í heild sinni í dag.

Þangað til næst, verið þið sæl!
94. mín
Hræðilegt Klárlega ein verstu úrslit íslensks liðs í Evrópukeppni síðústu ár.
90. mín
+5 mínútur í uppbót í Eistlandi Stjörnumenn vilja eflaust að leikurinn verði flautaður af sem allra fyrst.
85. mín MARK!
Michael Lilander (Paide)
Lilander að klára Stjörnuna!
83. mín Gult spjald: Guðmundur Kristjánsson (Stjarnan)
83. mín
Inn:Gerdo Juhkam (Paide) Út:Daniel Luts (Paide)
82. mín Gult spjald: Patrik Kristal (Paide)
80. mín
79. mín Gult spjald: Mechini Gomes (Paide)
79. mín
Fáum við kraftaverk? Stjörnumenn þurfa tvö mörk til að koma þessu í framlenginu.
77. mín Gult spjald: Helgi Fróði Ingason (Stjarnan)
Brýtur á Ojamaa
76. mín
Daníel Laxdal með skot í varnarmann og aftur fyrir eftir hornið!
76. mín
Helgi Fróði tekur spyrnuna en Paide-menn verjast henni vel.
76. mín
Stjarnan að fá horn!
75. mín
Dauðafæri! Jarju að verja 1 á 1 gegn Adolf Daða í stöngina!
74. mín
Inn:Oskar Hoim (Paide) Út:Robi Saarma (Paide)
74. mín
Inn:Dimitri Jepihhin (Paide) Út:Predrag Medic (Paide)
70. mín
Ojamaa setur boltann í netið en flaggið fór á loft.
68. mín
Inn:Mechini Gomes (Paide) Út:Abdoulie Ceesay (Paide)
Gambíumaðurinn fer af velli
65. mín
Inn:Daníel Laxdal (Stjarnan) Út:Sindri Þór Ingimarsson (Stjarnan)
64. mín
Helgi með spyrnuna á nærsvæðið en hún er mjög slök og Paide-menn hreinsa.
64. mín
Inn:Adolf Daði Birgisson (Stjarnan) Út:Róbert Frosti Þorkelsson (Stjarnan)
63. mín
Stjörnumenn að fá horn
61. mín
Inn:Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan) Út:Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan)
61. mín
Inn:Haukur Örn Brink (Stjarnan) Út:Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
57. mín MARK!
Abdoulie Ceesay (Paide)
Þetta fer hræðilega af stað! Sindri Þór er núna skúrkurinn!

Sindri Þór fær mjög erfiða sendingu frá Þórarinn Inga og ætlar koma boltanum niður á Mathias í fyrsta. Sendingin var alls ekki góð og Gambíumaðurinn Ceesay refsar og klárar vel. Ceesay verið mjög góður en það er ekkert hægt að setja út á Mathias Rosenörn í þessum leik.

Þótt að Sindri hafi átt þessa sendingu er hægt að setja feitt spurningarmerki við þennan bolta frá Þórarin Inga.
55. mín
Útsendingin eftir á Gerum okkar besta að færa ykkur allt það helsta!
46. mín MARK!
Robi Saarma (Paide)
Stoðsending: Abdoulie Ceesay
Martraðarbyrjun fyrir Stjörnuna! Neineinei Þórarinn Ingi!

Þórarinn Ingi með skelfilega sendingu til baka á Ceesay sem kemst fyrir hana. Hann rennir boltanum til hliðar á Saarma sem klárar í markið.

Skil ekki afhverju það fóru svona margir Stjörnumenn á línuna í stað þess að setja pressu á boltann. En Þórarinn Ingi!
45. mín
Hálfleikstölfræði Possesion: Paide 55% - 45% Stjarnan
Skot: Paide 5 - 7 Stjarnan
Skot á markið: Paide 3 - 2 Stjarnan
Hornspyrnur: Paide 2 - 2 Stjarnan
45. mín
Hálfleikur
Svarið er nei Paide leiðir í hálfleik en það er allt jafnt í einvíginu.

Tökum okkur korter og mætum svo aftur af vörmu spori.
45. mín
+2 mínútur í uppbótartíma
44. mín
Ná Stjörnumenn marki fyrir hálfleik?
39. mín
Paide-menn verjast horninu vel en Stjörnumenn halda í boltann.
36. mín
Stjarnan í færi! Frábær sókn hjá Stjörnunni sem endar með hörkuskoti frá Þórarinn Inga á markið en Jarju ver í horn og liggur niðri. Stjörnumenn að taka við sér!

Varamarkmaður Paide er byrjaður að hita upp.
29. mín MARK!
Henrik Ojamaa (Paide)
Stoðsending: Daniel Luts
Eistarnir búnir að jafna einvígið! Góð sókn Paide skilar marki!

Daniel Luts fer afar illa með Örvar Loga. Kemur með boltann svo inn á teiginn en sem fer í Kjartan Má en hann fær hann svo aftur og rennir honum fyrir markið. Þar er Henrik mættur og klárar inni á markteignum.

Frábær byrjun fyrir Eistana en þrátt fyrir að Stjörnumenn hafi byrjað ágætlega þurfa þeir núna mark. Allt jafnt!
28. mín Gult spjald: Ivan Stojkovic (Paide)
Komið gult á báða bekkina Allt jafnt en Ivan var allt annað en sáttur með dóm sem var hárréttur.
27. mín
Heimamenn að ógna Robi Saarma keyrir inn á teiginn og á gott skot sem fer rétt framhjá og í hliðarnetið.

Heimamenn eru að taka við sér eftir afar rólega byrjun.
25. mín
Stjörnumenn gera vel og skalla frá.
25. mín
Sindri Þór! Frábær björgun!

Patrik Kristal með skot inni á teig Stjörnunnar á markið sem Sindri Þór kastar sér fyrir. Paide að fá horn.
23. mín
WOW! Þarna munaði litlu!

Örvar Logi kemur með bolta inn á teiginn sem Milan Delevic ætlar að hreinsa frá en kemur honum óvart út á Helga sem tekur skotið í fyrsta einn og óvaldaður. Skotið fór rétt framhjá markinu, þarna átti Helgi að setja boltann á markið!
22. mín
Mér finnst Stjörnumenn líklegri til þess að skora þessa stundina. Þeir þurfa að halda áfram að skjóta á Jarju í markinu. Hef það á tilfinningunni að hann muni leka inn allavegana einu í dag.
16. mín
Örvar! Örvar gerir glæsilega fyrir utan teig Paide og leikur á Saliste áður en hann lætur vaða fyrir utan vítateig Paide en skotið fór rétt framhjá.
15. mín
Emil Atla með skot fyrir utan teig Paide sem fer framhjá.

Stjörnumenn aðeins of mikið að flýta sér fyrir framan markið finnst mér.
10. mín Gult spjald: Björn Berg Bryde (Stjarnan)
Tuð á bekknum BBB skilur ekkert í þessu.
8. mín
Hilmar Árni kemur með spyrnu inn á teiginn þar sem Örvar Eggerts kemur á ferðinni og skallar framhjá.

Mér fannst þetta fara af varnarmanni Paide og aftur fyrir en dómarinn metur sem svo að Örvar hafi bara skallað þetta beint útaf.
7. mín
Stjörnumenn að fá horn! Jarju í marki Paide ekki sannfærandi og tekur enga sénsa, horn sem Stjörnumenn fá.
5. mín
Fyrsta skot leiksins Hilmar Árni með ekkert galna hugmynd fyrir utan teig Paide en skotið fór langt framhjá.
4. mín
Alvöru byrjun! Patrik Kristal kemst einn í gegn og er tekinn niður af Rosenörn. Hann vill aukaspyrnu en þá fór flaggið á loft og Rosenörn liggur niðri. Paide-menn allt annað en sáttir en fá ekkert fyrir sinn snúð.

Rosenörn er staðinn á fætur og Stjörnumenn halda í boltann.
3. mín
Rangur! Hilmar Árni kemst einn í gegn og er kominn ienn á móti markmanni. Hann virtist rangstæður en flaggið fór ekki á loft strax. Þá mættu Nikita Baranov á svæðið og bjargaði sínum mönnum. Eftir björgunina fór þá flaggið á loft.
2. mín
Frír skalli! Predrag Medic keyrir á nærsvæðið og fær frían skalla sem fer rétt framhjá.

Smá sofandaháttur í varnarleik Stjörnunnar þarna.
1. mín
Paide að fá horn!
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta komið í gang en það eru strákarnir úr Paide sem hefja hér leik og sækja í átt að Svíþjóð.

Gestirnir leika í dökkbláum treyjum, dökkbláum stuttbuxum og dökkbláum sokkum.

Stjörnumenn spila í hvítum treyjum, hvítum stuttbuxum og hvítum sokkum og sækja í átt að Indlandi.
Fyrir leik
Styttist Þá ganga liðin til vallar á þennan skemmtilega leikvang sem var byggður árið 2016 og tekur 1500 manns í sæti. Hann er staðsettur 200 metrum frá sjónum en á vellinum er hótel, líkamsræktarstöð og margt annað.
Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi! Jökull, þjálfari Stjörnunnar, gerir tvær breytingar frá fyrri leiknum gegn Paide. Þórarinn Valdimarsson og Hilmar Árni Halldórsson koma inn í liðið. Heiðar Ægisson og Óli Valur Ómarsson eru þeir sem byrja ekki í dag eftir að hafa byrjað fyrri leikinn en þeir eru ekki í hóp Stjörnunnar. En Jökull staðfesti að þeir, ásamt þremur öðrum, gætu ekki verið með Stjörnunni í dag.

Fyrir leik
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar: „Ég held að það breyti ekki nálguninni okkar að vera með forystu komandi inn í leikinn. Við munum fara og vera mjög grimmir. Menn voru mjög ósáttir eftir fyrri leikinn að vera ekki með stærri forystu. Menn voru ekkert að væla og vorkenna sér af því að mark var dæmt okkur. Það var meira að mönnum fannst þeir eiga að ná meiri forystu, við vorum með yfirhöndina í leiknum."

   01.08.2024 14:29
Jökull: Breytir ekki nálguninni okkar
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Fyrri leikurinn Fyrri leikur liðanna fór glæsilega fyrir „okkar menn“ í Stjörnunni. Stjarnan leiðir 2-1 eftir leikinn í Garðarbænum. Þetta var nánast bara the Emil Atla show en hann skoraði bæði mörk Stjörnunnar í leiknum. Emil hefur verið gífurlega mikilvægur og góður fyrir Garðbæinga í deildinni og sérstaklega Evrópu í ár. Staðan var 1-0 í hálfleik en Patrik Kristal jafnaði úr vítaspyrnu og Emil Atla skoraði sigurmarkið þegar tæpt korter var eftir af leiknum.
Fyrir leik
Dómarateymið frá Andorra! Dómarateymið í dag kemur frá Andorra en aðaldómari leiksins er hann Antoine Paul Chiaramonti. Honum til aðstoðar verða þeir Andreu Simarro og Ainhoa Fernández. Fjórði dómarinn í dag er hann Luis Teixeira.

Mynd: Sölvi Haraldsson
Fyrir leik
Stjarnan leiðir Stjörnumenn fara inn í þennan seinni leik í frábærri stöðu. Þeir eru í raun í bestu stöðunni af öllum Íslensku liðunum þar sem þeir eru eina Íslenska liðið sem leiðir eftir fyrri leikinn. Núna bíður þeir mjög erfitt verkefni í Paide gegn Paide Linnameeskond. Þeir mega bara ekki tapa. Jafntefli og sigur væru stórkostleg úrslit fyrir Stjörnuna.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Heimamenn marki undir Eistarnir úr Paide sitja í 4. sæti Meistriliiga eftir 21 umferð með 35 stig. Besti árangur Paide á seinustu 14 árum í deildinni er 2. sætið en í fyrra lentu þeir í 4. sæti og þar á undan í 3. sæti. Paide eru núna marki undir eftir fyrri leik liðanna og þurf allavegana tveggja marka sigur til þess að vinna leikinn og fara áfram.

Heimavöllur þeirra er Pärnu Rannastaddion og er staðsettur í bænum Pärnu sem er í suðvestur hluta Eistlands. Völlurinn er nánast staðsettur á ströndinni.

Fyrir leik
Evrópan kallar! Heilir og sælir ágætu lesendur og veriði hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Paide og Stjörnunnar. Um er að ræða seinni leik í einvíginu en fyrri leikurinn hér heima fór 2-1 fyrir Stjörnunni.

Mynd: EPA

Byrjunarlið:
13. Mathias Rosenörn (m)
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
6. Sindri Þór Ingimarsson ('65)
7. Örvar Eggertsson
10. Hilmar Árni Halldórsson ('61)
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
22. Emil Atlason
30. Kjartan Már Kjartansson ('61)
32. Örvar Logi Örvarsson
35. Helgi Fróði Ingason
80. Róbert Frosti Þorkelsson ('64)

Varamenn:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
8. Jóhann Árni Gunnarsson ('61)
9. Daníel Laxdal ('65)
11. Adolf Daði Birgisson ('64)
14. Jón Hrafn Barkarson
19. Daníel Finns Matthíasson
24. Sigurður Gunnar Jónsson
37. Haukur Örn Brink ('61)
41. Alexander Máni Guðjónsson

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Björn Berg Bryde

Gul spjöld:
Björn Berg Bryde ('10)
Helgi Fróði Ingason ('77)
Guðmundur Kristjánsson ('83)

Rauð spjöld: