Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 01. ágúst 2024 14:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jökull: Breytir ekki nálguninni okkar
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Klukkan 16:30 mætir Stjarnan eistneska liðinu Paide á Pärnu Rannastaddion í Eistlandi.

Leikurinn er seinni leikurinn í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í textalýsingu hér á Fótbolti.net.

Lestu um leikinn: Paide 4 -  0 Stjarnan

Fótbolti.net ræddi við Jökul Elísabetarson, þjálfara Stjörnunnar, um leikinn. Stjarnan leiðir með einu marki eftir fyrri leik liðanna sem fór á Samsungvellinum.

„Ég held að það breyti ekki nálguninni okkar að vera með forystu komandi inn í leikinn. Við munum fara og vera mjög grimmir. Menn voru mjög ósáttir eftir fyrri leikinn að vera ekki með stærri forystu. Menn voru ekkert að væla og vorkenna sér af því að mark var dæmt okkur. Það var meira að mönnum fannst þeir eiga að ná meiri forystu, við vorum með yfirhöndina í leiknum," segir Jökull.

„Þeir fá ekkert færi í þessum leik annað en dálítið klaufalegt víti. Nálgunin okkar er alltaf að keyra á okkar einkennum og vera mjög agressífir. Það er þægilegt að við megum við einu klaufalegu víti, þá yrði einvígið bara jafnt og við ekki að elta. Það er alltaf erfitt að spila á útivelli í Evrópukeppni og það er mikilvægt að vera með forystu," segir Jökull.
Athugasemdir
banner
banner
banner