Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
ÍR
1
0
Þróttur R.
Róbert Elís Hlynsson '20 1-0
09.08.2024  -  19:15
ÍR-völlur
Lengjudeild karla
Aðstæður: Sól og sumar
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Áhorfendur: 369
Maður leiksins: Róbert Elís Hlynsson (ÍR)
Byrjunarlið:
1. Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (m)
6. Kristján Atli Marteinsson
7. Kristján Daði Runólfsson ('66)
11. Bragi Karl Bjarkason ('81)
13. Marc Mcausland
17. Óliver Elís Hlynsson
18. Róbert Elís Hlynsson
19. Hákon Dagur Matthíasson ('96)
23. Ágúst Unnar Kristinsson
25. Arnór Gauti Úlfarsson
77. Marteinn Theodórsson ('66)

Varamenn:
27. Jóhannes Kristinn Hlynsson (m)
8. Alexander Kostic
15. Ísak Óli Helgason
22. Sæþór Ívan Viðarsson ('81)
26. Gils Gíslason ('66)
30. Renato Punyed Dubon ('66)

Liðsstjórn:
Árni Freyr Guðnason (Þ)
Jóhann Birnir Guðmundsson (Þ)
Halldór Arnarsson
Helgi Freyr Þorsteinsson
Hrafn Hallgrímsson
Andri Magnús Eysteinsson
Sindri Rafn Arnarsson
Sigmann Þórðarson

Gul spjöld:
Ágúst Unnar Kristinsson ('54)
Arnór Gauti Úlfarsson ('81)
Kristján Atli Marteinsson ('89)
Renato Punyed Dubon ('93)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÍR vinnur hér bara sanngjarnan sigur og þeir styrkja stöðu sína í baráttunni um umspilið. Afar vont tap fyrir Þrótt.

Frekari umfjöllun væntanleg.
96. mín
Inn:Hrafn Hallgrímsson (ÍR) Út:Hákon Dagur Matthíasson (ÍR)
95. mín
Þetta er alveg að verða búið. Ekkert að frétta hjá Þrótturum.
93. mín
ÍR í hættulegri skyndisókn en Renato gerir ekki nægilega vel þegr hann reynir að þræða Gils í gegn.
93. mín Gult spjald: Renato Punyed Dubon (ÍR)
91. mín
Inn:Liam Daði Jeffs (Þróttur R.) Út:Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson (Þróttur R.)
90. mín
Fimm mínútum bætt við Ekki mikið að gerast. En Þróttur á hér aukaspyrnu.
89. mín Gult spjald: Kristján Atli Marteinsson (ÍR)
88. mín
Það eru 369 manns á vellinum í kvöld.
84. mín
Mikið svakalega hafa Þróttarar verið slappir. Þetta er leikur sem hefði getað komið þeim í alvöru baráttu um úrslitakeppni. Þetta er þó ekki búið.
83. mín
FÆRI! Fyrirgjöf og Renato Punyed bara einn á fjærstönginni. Hann þarf að teygja sig til að koma boltanum að marki, og hann gerir það. En Laddi nær að verja!
81. mín
Inn:Sæþór Ívan Viðarsson (ÍR) Út:Bragi Karl Bjarkason (ÍR)
81. mín Gult spjald: Arnór Gauti Úlfarsson (ÍR)
Hvað gerðist þarna? Njörður lá allt í einu bara í teignum og Arnór fær gult spjald. Veit ekki alveg hvað gerðist þarna.
80. mín
Birkir Björns með hættulegan bolta fyrir en enginn Þróttari nær til hans.
78. mín
Það er ógeðslega mikil stemning í þessu ÍR-liði, þeir ætla sér í playoffs!
77. mín
Inn:Liam Daði Jeffs (Þróttur R.) Út:Kári Kristjánsson (Þróttur R.)
Jeffsy Junior kominn inn á!
75. mín
FÆRI!! Gils fer illa með varnarmenn Þróttar og leggur boltann svo út á Braga Karl sem er í mjög fínu færi en hann setur boltann hátt yfir. Ekki alveg verið dagurinn hans Braga fyrir framan markið.
73. mín
Bragi Karl gjörsamlega urðar yfir Aðalbjörn fyrir að dæma ekki brot. Fær samt ekki gult spjald.
69. mín
Þróttur hefur ekki enn skapað sér færi í seinni hálfleiknum.
68. mín Gult spjald: Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson (Þróttur R.)
Var bara alltof seinn.
66. mín
Inn:Renato Punyed Dubon (ÍR) Út:Kristján Daði Runólfsson (ÍR)
66. mín
Inn:Gils Gíslason (ÍR) Út:Marteinn Theodórsson (ÍR)
65. mín
,,Kristján Daði, Kristján Daði," syngja stuðningsmenn ÍR sem eru ánægðir með sinn mann. Er að spila sinn fyrsta leik í sumar og hefur staðið sig vel.
64. mín
Bragi Karl með skot að marki en hittir ekki á rammann. Þróttarar verið afskaplega slappir í þessum seinni hálfleik. Ekkert að gerast hjá þeim.
63. mín
Brotið á Ladda í hornspyrnunni. Þróttur fær aukaspyrnu.
62. mín
Inn:Sigurður Steinar Björnsson (Þróttur R.) Út:Kostiantyn Iaroshenko (Þróttur R.)
61. mín
ÍR-ingar vinna boltann hátt upp á vellinum og næla í hornspyrnu.
59. mín
Þessi löngu innköst ÍR-inga eru að skapa alls konar hættu, bara alltaf. Núna var smá darraðadans og svo átti Kristján Atli skot sem fór í varnarmann.
57. mín
Þróttarar við það að komast í góða stöðu en Ágúst Unnar á þá góða tæklingu og setur boltann í hornspyrnu.
54. mín Gult spjald: Ágúst Unnar Kristinsson (ÍR)
53. mín
Ekkert mikið fjör í seinni hálfleiknum til þessa. Mér líður eins og Þróttarar séu enn að venjast því að spila á grasinu.
50. mín
Það er mikil stemning á vellinum og fallegt veður. Sólin að setjast á sumarkvöldi.
46. mín
VARSLA! Skallatennis eftir aukaspyrnu ÍR. Svo dettur boltinn fyrir Braga Karl á teignum og á hann á fast skot, en Laddi í marki Þróttar gerir vel í að verja.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn!
45. mín
Inn:Unnar Steinn Ingvarsson (Þróttur R.) Út:Viktor Steinarsson (Þróttur R.)
Tvöföld breyting í hálfleik.
45. mín
Inn:Birkir Björnsson (Þróttur R.) Út:Emil Skúli Einarsson (Þróttur R.)
Tvöföld breyting í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Þróttur með mjög illa útfærða hornspyrnu áður en Aðalbjörn Heiðar flautar til hálfleiks. ÍR með forystuna. Fyrstu 20 mínúturnar voru rosa skemmtilegar, næstu 25 ekki jafnmikið.

Verður fróðlegt að sjá hvernig seinni hálfleikurinn þróast!
44. mín
Arnór Gauti fellur og heldur utan um viðkvæmt svæði. Virðist hafa verið sleginn. Stendur upp nokkrum sekúndum síðar og heldur leik áfram.
40. mín
Kristján Daði finnur Braga Karl á teignum, en hann nær ekki að taka nægilega vel á móti boltanum.
37. mín
Óliver Elís með enn eitt langa innkastið og aftur skapast hætta. Kristján Atli tekur boltann með sér og er að komast í skotfæri en þá er flautuð aukaspyrna. Skrítinn dómur.
36. mín
Sungið um þann veikasta ,,Sölvi Haralds, Sölvi Haralds," syngja stuðningsmenn ÍR. Hann er án efa allra veikasti stuðningsmaður ÍR.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
33. mín
Smá hætta eftir hornspyrnu ÍR en gestirnir ná að koma boltanum í burtu frá markinu.
33. mín
Bragi Karl með flotta takta og vinnur hornspyrnu.
30. mín
Þróttarar með hættulega aukaspyrnu en þeir missa af boltanum í teignum. Fá þó hornspyrnu.
27. mín
HÆTTULEGT!! Óliver Elís með annað langt innkast, boltanum er flikkað áfram á Kristján Daða sem skallar boltann að marki. Ég hélt að hann væri á leiðinni inn en Laddi í marki Þróttar nær að verja.
24. mín
Leikurinn aðeins róast eftir þetta mark, en staðan gæti nú alveg verið 2-2 núna. Mikið fjör í þessu.
20. mín MARK!
Róbert Elís Hlynsson (ÍR)
Stoðsending: Óliver Elís Hlynsson
MARK!!! ÍR að taka forystuna!

Óliver Elís með langt innkast og bróðir hans mætir á nærstöngina til að skalla boltann inn. Þetta er hans fyrsta deildarmark fyrir ÍR.

Það hlaut að koma mark í þennan leik.
18. mín
Kári aftur kominn í fínasta færi en setur boltann beint í varnarmann. Aron Snær fær svo boltann en nær ekkert að gera við hann.
17. mín
Virkilega skemmtilegur leikur til þessa. Liðin skiptast á að fá færi.
16. mín
ÍR AÐ HÓTA! Kristján Atli þræðir Róbert Elís í gegn og hann er í flottu færi til að skora, en setur boltann fram hjá markinu.
14. mín
HÆTTA! Flott sókn hjá Þrótturum og Kári Kristjáns er í mjög svo góðu færi til að skora fyrsta markið, en hann setur boltann fram hjá. Fékk boltann og var með flottan skotvinkil, en hitti ekki nægilega vel.
12. mín
Stuðningsmenn ÍR eru vaknaðir og láta núna vel í sér heyra.
11. mín
FÆRI! McAusland vinnur fyrsta boltann eftir hornspyrnu. Hann dettur svo fyrir Braga Karl í teignum og hann er í mjög góðu færi en varnarmenn Þróttar koma sér fyrir skotið.
9. mín
Þróttarar í nokkuð álitlegri sókn en ÍR-liðið er agressívt og nær að verjast þessu vel.
7. mín Gult spjald: Emil Skúli Einarsson (Þróttur R.)
Stoppar Vilhelm í að taka útspark.
6. mín
Það er aðeins búið að bætast í stuðningsmannahópinn. Þróttarar mæta vel og eru byrjaðir að syngja.
4. mín
Svona er Þróttur að stilla upp (5-2-3) Laddi
Eiríkur - Hlynur - Njörður - Emil Skúli - Viktor
Brynjar Gautur - Kári
Iaroshenko - Aron Snær - Vilhjálmur Kaldal
3. mín
Hættulegt! ÍR í flottri skyndisókn. Boltinn fyrir og Kristján Daði er næstum því búinn að reka boltann í hann og koma heimmamönnum yfir. Vantaði að vera í aðeins stærra skónúmeri þarna.
2. mín
Svona er ÍR að stilla upp (4-2-3-1) Vilhelm Þráinn
Ágúst Unnar - McAusland - Arnór Gauti - Óliver Elís
Kristján Atli - Róbert Elís
Bragi Karl - Hákon Dagur - Marteinn
Kristján Daði
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað!
Fyrir leik
Ekki merkileg mæting á völlinn þegar stutt er í leik.
Fyrir leik
Liðin að ganga út á völl og leikurinn fer senn að byrja.
Fyrir leik
Ívar Örn, fyrirliði KA, spáir jafntefli ÍR 1 - 1 Þróttur R.
Eru hlið við hlið í töflunni og ganga bæði ósátt frá borði með 1-1 jafntefli.

   08.08.2024 13:55
Ívar Örn spáir í 16. umferð Lengjudeildarinnar
Fyrir leik
Það er búið að vera fínt veður á höfuðborgarsvæðinu í dag og vonandi verður það áfram þannig í kvöld á meðan leikurinn er í gangi.
Fyrir leik
Björn Ragnar Gunnarsson heiðursfélagi ÍR er mættur á völlinn og með honum er athafnamaðurinn Ingólfur Pétursson, stuðningsmaður Þróttar. Þeir fóru líka saman á fyrri viðureign þessara liða og skemmtu sér gríðarlega vel, nánast of vel.
Fyrir leik
Spilar sinn annan leik fyrir ÍR Það vekur athygli að Kristján Daði Runólfsson er í byrjunarliði ÍR. Það er strákur fæddur 2005 sem lék einn leik með liðinu í 2. deild 2021. Hann hefur síðan þá bara spilað með Létti og 2. flokki, en í sumar hefur hann gert fimm mörk í þremur leikjum með Létti í 5. deild. Hann fær að byrja í dag út af meiðslavandræðum ÍR.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár Það er búið að opinbera byrjunarliðin fyrir þennan leik.

ÍR gerði jafntefli gegn Dalvík/Reyni í síðasta leik sínum, 1-1. Frá þeim leik eru þónokkrar breytingar. Kristján Daði Runólfsson, Bragi Karl Bjarkason, Róbert Elís Hlynsson og Hákon Dagur Matthíasson koma inn í liðið. Alexander Kostic, Bergvin Fannar Helgason, Guðjón Máni Magnússon og Renato Punyed detta úr liðinu.

Hjá Þrótti kemur Njörður Þórhallsson aftur inn í byrjunarliðið en Þórir Guðjónsson er ekki með.

Þórir Guðjónsson er ekki með Þrótti í kvöld.
Fyrir leik
Þróttur á góðu skriði Þróttarar hafa verið á góðu skriði að undanförnu en þeir hafa ekki tapað í síðustu leikjum sínum í Lengjudeildinni. Þeir hafa verið sterkir í fimm manna vörn og erfitt hefur reynst að vinna þá. Breytist það í kvöld?

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
ÍR hefur komið á óvart ÍR hefur komið mikið á óvart í sumar. Fyrir tímabilið héldu nú flestir að liðið yrði í bullandi botnbaráttu, en annað hefur komið á daginn. ÍR er sem stendur í umspilssæti með 23 stig úr 15 leikjum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Staðan? Svona er staðan í Lengjudeildinni þessa stundina:

Mynd: KSÍ - Skjáskot
Fyrir leik
Góða kvöldið Og verið velkomnir kæru lesendur í beina textalýsingu frá leik ÍR og Þróttar í Lengjudeild karla. Við heilsum frá Breiðholti en hér munum við segja frá því helsta sem gerist í leiknum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
12. Þórhallur Ísak Guðmundsson (m)
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal (f)
4. Njörður Þórhallsson
6. Emil Skúli Einarsson ('45)
20. Viktor Steinarsson ('45)
21. Brynjar Gautur Harðarson
22. Kári Kristjánsson ('77)
25. Hlynur Þórhallsson
32. Aron Snær Ingason
45. Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson ('91)
99. Kostiantyn Iaroshenko ('62)

Varamenn:
1. Sveinn Óli Guðnason (m)
3. Stefán Þórður Stefánsson
7. Sigurður Steinar Björnsson ('62)
9. Viktor Andri Hafþórsson
14. Birkir Björnsson ('45)
17. Izaro Abella Sanchez
33. Unnar Steinn Ingvarsson ('45)
75. Liam Daði Jeffs ('77) ('91)

Liðsstjórn:
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Baldur Hannes Stefánsson
Angelos Barmpas
Branislav Radakovic
Hans Sævar Sævarsson
Bjarki Reyr Jóhannesson

Gul spjöld:
Emil Skúli Einarsson ('7)
Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson ('68)

Rauð spjöld: