Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   fim 08. ágúst 2024 13:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ívar Örn spáir í 16. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Ívar Örn Árnason, fyrirliði KA.
Ívar Örn Árnason, fyrirliði KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sami Kamel, leikmaður Keflavíkur.
Sami Kamel, leikmaður Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spáir því að Njarðvík vinni á Akureyri.
Spáir því að Njarðvík vinni á Akureyri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Már Ægisson, leikmaður Fram, var með einn réttan þegar hann spáði í 15. umferð Lengjudeildarinnar.

Í kvöld hefst 16. umferðin og er hún vægast sagt áhugaverð. Ívar Örn Árnason, fyrirliði KA, fékk það verkefni að spá í leikina sem eru framundan.

Afturelding 2 - 1 Leiknir R. (19:15 í kvöld)
Afturelding vinnur þennan leik þar sem Daði Bærings fyrirliði Leiknis er nýbakaður faðir og illa sofinn. Leikar enda 2-1 og við fáum öll mörk úr föstum leikatriðum. Afturelding færist nær playoffinu en þeir hafa ákveðið að fara Vestra leiðina þetta árið.

Keflavík 2 - 0 Grindavík (19:15 í kvöld)
Suðurnesjaslagur af bestu gerð eða svona allt af því. Hólmar Örn er að elda og er Keflavík heitasta liðið í deildinni í dag. 2-0 sigur Keflvíkinga og mörkin frá Degi og Sami Kamel sem fagna svo sigrinum með því að skrifa undir hjá KA.

Fjölnir 2 - 2 ÍBV (18:00 á morgun)
Níu stiga leikur. Er Fjölnir að fara hlaupa með þetta eða nær ÍBV að narta í hælana á þeim og setja alvöru pressu undir lokin? Svakaleg jafnteflislykt af þessum leik sem verður þó marka leikur. 2-2 sem Fjölnir verða töluvert sáttari við en ÍBV.

ÍR 1 - 1 Þróttur R. (19:15 á morgun)
Eru hlið við hlið í töflunni og ganga bæði ósátt frá borði með 1-1 jafntefli.

Grótta 3 - 2 Dalvík/Reynir (14:00 á laugardag)
Alvöru fallbaráttuslagur út á nesi. Grótta með mjög umdeilanlegan sigur þar sem Hörður Sævar póstar amk 3 myndböndum á X-ið. 3-2 sigur Gróttu en Áki Sölvason skorar bæði mörk Dalvíkur og Breki Hólm assistar bæði mörkin.

Þór 1 - 2 Njarðvík (16:00 á laugardag)
Frítt á völlinn í boði Vís, Ís fyrir börnin og þór tapar. Þór með ofnæmi fyrir heima sigrum og eru allir að bíða spenntir eftir gervigrasinu í þorpinu. Njarðvíkingar tóku langa helgi í Vestmannaeyjum og alvöru liðs hópefli eftir tapið þar og ég get ekki séð þá tapa þessum leik. 1-2 og Aron Snær með stórleik í búrinu hjá Njarðvíkingum.

Fyrri spámenn:
Hrafnkell Freyr (4 réttir)
Jón Gísli Eyland (4 réttir)
Kristinn Pálsson (4 réttir)
Úlfur Ágúst (3 réttir)
Árni Marinó (3 réttir)
Arnór Ingvi (3 réttir)
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (2 réttir)
Daníel Hafsteins (2 réttir)
Bjarki Steinn (2 réttir)
Jakob Gunnar (2 réttir)
Adam Páls (2 réttir)
Ástbjörn Þórðarson (2 réttir)
Gunnar Malmquist (2 réttir)
Már Ægisson (1 réttur)
Baldvin Borgarsson v2 (1 réttur)
Baldvin Borgarsson og Benedikt Bóas (0 réttir)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner