Chelsea tilbúið að losa Mudryk - Zubimendi sér eftir því að hafa hafnað Liverpool
KR
0
0
Vestri
22.09.2024  -  14:00
Meistaravellir
Besta-deild karla - Neðri hluti
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Aron og Eskelinen í banni KR verður án Arons Sigurðssonar í dag þar sem hann tekur út leikbann vegna uppsafnaðra áminninga. Vestri verður án William Eskelinen markvarðar síns en gula spjaldið þegar hann fékk á sig víti gegn Stjörnunni var hans fjórða áminning á tímabilinu.
Fyrir leik
Fyrri viðureignir þessara liða í sumar
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Benoný Breki Andrésson kom KR í 2-0 þegar þessi lið mættust á Meistaravöllum þann 25. maí. Vladimir Tufegdzic og Pétur Bjarnason skoruðu hinsvegar fyrir Vestra í seinni hálfleik og tryggðu 2-2 jafntefli.

Þann 17. ágúst mættust liðin svo á Ísafirði þar sem Pétur Bjarnason og Elmar Atli Garðarsson skoruðu í 2-0 sigri Vestra. Ísfirðingar því ósigraðir gegn KR í sumar.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir


Fyrir leik
Svona er staðan í neðri hlutanum áður en honum verður sparkað í gang

Fyrir leik
KR unnið tvo af fimmtán síðustu deildarleikjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta hefur verið helvíti dapurt tímabil hjá KR-ingum sem hafa aðeins unnið fimm deildarleiki í sumar og unnið tvo af síðustu fimmtán. Sjálfstraust leikmanna virðist við frostmark og enginn í liðinu axlar ábyrgð. Það virðist rosalega langur vegur framundan fyrir Óskar Hrafn Þorvaldsson að smíða almennilegt lið úr þessu.
Fyrir leik
Djúpmenn í bölvuðum vandræðum með að koma boltanum í markið!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Vestri hefur aðeins skorað 22 mörk í 22 leikjum, og þó stærðfræði hafi aldrei verið mín sterkasta hlið veit ég að það er bara eitt mark í leik að meðaltali. Liðið er erfitt viðureignar og með baráttugleðina að vopni en það þarf að brýna hnífana sóknarlega ef það ætlar að halda velli í deildinni. Það þarf að sækja til sigurs hér í dag!
Fyrir leik
Dómararnir Síðar...
Fyrir leik
Hinir goðsagnakenndu Meistaravellir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Góðan og gleðilegan sunnudag! Sunnudagur er besti dagur vikunnar og hann færir okkur upphaf tvískiptu Bestu deildarinnar. Við hefjum leik á hinum goðsagnakenndu Meistaravöllum þar sem Vestramenn koma í heimsókn í gríðarlega mikilvægum fallbaráttuslag. Spennið beltin!
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: