Selfoss
3
1
KFA
0-1
Birkir Ingi Óskarsson
'54
Sesar Örn Harðarson
'75
1-1
Brynjar Bergsson
'99
2-1
Gonzalo Zamorano
'102
3-1
27.09.2024 - 19:15
Laugardalsvöllur
Fótbolti.net bikarinn
Aðstæður: Blankalogn og 6 gráður
Dómari: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Áhorfendur: 834
Maður leiksins: Sesar Örn Harðarson
Laugardalsvöllur
Fótbolti.net bikarinn
Aðstæður: Blankalogn og 6 gráður
Dómari: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Áhorfendur: 834
Maður leiksins: Sesar Örn Harðarson
Byrjunarlið:
12. Arnór Elí Kjartansson (m)
3. Reynir Freyr Sveinsson
('119)
4. Jose Manuel Lopez Sanchez
('114)
8. Ingvi Rafn Óskarsson (f)
('69)
9. Aron Fannar Birgisson
('69)
15. Alexander Clive Vokes
18. Dagur Jósefsson
19. Gonzalo Zamorano
21. Nacho Gil
25. Sesar Örn Harðarson
28. Eysteinn Ernir Sverrisson
Varamenn:
1. Robert Blakala (m)
2. Einar Breki Sverrisson
('119)
5. Brynjar Bergsson
('69)
6. Adrian Sanchez
('114)
11. Alfredo Ivan Arguello Sanabria
('69)
16. Daði Kolviður Einarsson
17. Valdimar Jóhannsson
Liðsstjórn:
Bjarni Jóhannsson (Þ)
Ingi Rafn Ingibergsson
Þorkell Ingi Sigurðsson
Arnar Helgi Magnússon
Lilja Dögg Erlingsdóttir
Heiðar Helguson
Gul spjöld:
Ingi Rafn Ingibergsson ('43)
Jose Manuel Lopez Sanchez ('92)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Selfoss eru handhafar Fótbolta.net bikarsins!
Til hamingju Selfyssingar nær og fjær!
114. mín
KFA í góðu færi
Fær góða fyrirgjöf fyrir mark Selfyssinga en nær ekki nægilegri snertingu á boltann.
112. mín
Brynjar með stórhættulega fyrirgjöf fyrir mark KFA en enginn Selfyssingur mættur til að pota boltanum yfir línuna.
107. mín
ÞVÍLÍK BJÖRGUN
Ólafur Bernharð í frábæru færi setur hann framhjá Arnóri markverði Selfyssinga en Eysteinn bjargar á síðustu stundu!
106. mín
Inn:Mykolas Krasnovskis (KFA)
Út:Eggert Gunnþór Jónsson (KFA)
Þjálfarinn farinn af velli.
105. mín
Örstutt pása
ÞÞÞ flautar til hálfleiks hér í framlengingunni, leikmenn fá örstutta pásu og svo byrjum við aftur.
102. mín
MARK!
Gonzalo Zamorano (Selfoss)
Stoðsending: Sesar Örn Harðarson
Stoðsending: Sesar Örn Harðarson
ER GONZINN AÐ KLÁRA ÞETTA?
Sesar með hornspyrnu beint á Gonza sem er óvaldaður á markteig og skallar boltann inn.
Selfyssingar komnir með tveggja marka forystu á mettíma!
Selfyssingar komnir með tveggja marka forystu á mettíma!
99. mín
MARK!
Brynjar Bergsson (Selfoss)
Stoðsending: Sesar Örn Harðarson
Stoðsending: Sesar Örn Harðarson
BRYNJAR KEMUR SELFYSSINGUM YFIR!
Sesar með frábæra fyrigjöf beint á Brynjar sem stangar boltann í netið, geðveikur skalli!
Selfyssingar búnir að vera hættulegri eftir fyrra markið.
Selfyssingar búnir að vera hættulegri eftir fyrra markið.
98. mín
Inn:Ólafur Bernharð Hallgrímsson (KFA)
Út:Tómas Atli Björgvinsson (KFA)
Tómas búinn að vera flottur í dag.
97. mín
Sesar Örn fellur við í teig KFA og Selfyssingar vilja vítaspyrnu en ekkert dæmir ÞÞÞ.
Hefði verið soft að dæma víti þarna að mínu mati.
Hefði verið soft að dæma víti þarna að mínu mati.
92. mín
Gult spjald: Jose Manuel Lopez Sanchez (Selfoss)
Jose Sanchez tekur Sandeu niður sem aftasti maður og fær að líta gula spjaldið.
Þjálfarateymi KFA ósátt við dóminn, hefðu viljað sjá það rauða fara upp.
Þjálfarateymi KFA ósátt við dóminn, hefðu viljað sjá það rauða fara upp.
90. mín
Inn:Geir Sigurbjörn Ómarsson (KFA)
Út:Birkir Ingi Óskarsson (KFA)
Markaskorari KFA tekinn af velli.
90. mín
FRAMLENGING
+5
ÞÞÞ flautar til lok venjulegs leiktíma og er ljóst að við förum í framlengingu.
Spennan er í hámarki!
ÞÞÞ flautar til lok venjulegs leiktíma og er ljóst að við förum í framlengingu.
Spennan er í hámarki!
90. mín
+94
Selfyssingar fá aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu en ekkert kemur úr aukaspyrnunni.
Selfyssingar fá aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu en ekkert kemur úr aukaspyrnunni.
90. mín
+2
Eiður Orri liggur niðri og þarfnast aðhlynningar. Leikurinn stopp á meðan.
Eiður getur haldið leik áfram.
Eiður Orri liggur niðri og þarfnast aðhlynningar. Leikurinn stopp á meðan.
Eiður getur haldið leik áfram.
88. mín
El-Hage í stuði!
Alfredo Sanabria í frábæru færi í teig KFA en aftur ver El-Hage frábærlega.
82. mín
ÞVÍLÍK VARSLA
Gonzi þræðir Brynjar Bergsson í gegn og tekur skotið en El-Hage ver frábærlega með löppunum.
82. mín
Inn:Nenni Þór Guðmundsson (KFA)
Út:Marteinn Már Sverrisson (KFA)
Nenni fæddur árið 2009 en hann hefur skorað tvö mörk í Fótbolta.net bikarnum.
80. mín
Það er svo tryllt stemning hérna á Laugardalsvelli, stuðningsmenn beggja liða að syngja og tralla.
75. mín
MARK!
Sesar Örn Harðarson (Selfoss)
Stoðsending: Gonzalo Zamorano
Stoðsending: Gonzalo Zamorano
SESAR JAFNAR!
Gonzi nær að batta boltann út í teiginn úr erfiðri stöðu, beint á Sesar sem stýrir boltanum í hornið.
Allt jafnt!
Allt jafnt!
72. mín
Sesar Örn með skot utarlega úr teignum sem El-Hage er í smá vandræðum með en handsamar boltann að lokum.
58. mín
Sandeu með skot sem fer af varnarmanni og í hornspyrnu.
KFA líklegir að bæta við öðru marki!
KFA líklegir að bæta við öðru marki!
54. mín
MARK!
Birkir Ingi Óskarsson (KFA)
Stoðsending: Eiður Orri Ragnarsson
Stoðsending: Eiður Orri Ragnarsson
OG STÚKAN TRYLLIST!
Tómas Atli með fyrirgjöf á fjær úr aukaspyrnu, Eiður Orri kemur boltanum fyrir markið á Birki sem klárar vel, frábær útfærsla.
KFA komast verðskuldað yfir.
KFA komast verðskuldað yfir.
49. mín
Gonzi fer harkalega í Arek sem liggur eftir. Dómari leiksins sá ekki atvikið og því ekkert dæmt.
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik
Stórskemmtilegum fyrri hálfleik lokið.
KFA hættulegri en Selfyssingar hafa þó einnig ógnað.
KFA hættulegri en Selfyssingar hafa þó einnig ógnað.
43. mín
Gult spjald: Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss)
Ingi búinn að vera heitur í boðvanginum, ÞÞÞ kominn með nóg og spjaldar hann.
41. mín
Gonzi að minna á sig
Gonzalo Zamorano með frábæra tilraun af löngu færi, boltinn rétt yfir mark KFA.
38. mín
Sesar Örn með skot við vítateig en varnarmaður KFA nær að henda sér fyrir skotið.
38. mín
Reynir Freyr spilar með hjálm vegna höfuðmeiðsla. Stuðningsmenn KFA syngja Petr Cech, góður banter.
36. mín
Bjargað á línu!
KFA fær hornspyrnu, Sandeu nær skalla á markið en varnarmaður Selfoss bjargar á línu.
34. mín
Gult spjald: Arkadiusz Jan Grzelak (KFA)
Arek fær réttilega gult fyrir að rífa Gonza niður.
33. mín
Boltinn dettur fyrir Martein Má í teig Selfyssinga sem hittir boltann illa og fer hann hátt yfir markið.
Illa farið með gott færi.
Illa farið með gott færi.
26. mín
Frábær sókn KFA
KFA spila frábærlega í gegnum vörn Selfyssinga, boltinn kemur fyrir markið, Patrekur tekur skotið en Jose Sanchez kemst fyrir.
21. mín
Sandeu með frábæran sprett og lætur vaða en boltinn í varnarmann og í horn.
Ekkert kemur úr hornspyrnu KFA.
Ekkert kemur úr hornspyrnu KFA.
18. mín
Fyrsta færi Selfyssinga
Sesar Örn með skemmtilega takta og vinnur aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu.
Sesar tekur og teiknar spyrnuna á pönnuna á Nacho Gil sem skallar rétt framhjá marki KFA.
Sesar tekur og teiknar spyrnuna á pönnuna á Nacho Gil sem skallar rétt framhjá marki KFA.
12. mín
KFA aftur í færi
Patrekur fær boltann í þröngri stöðu en nær skotinu, boltinn fer í hliðarnetið að utanverðu.
11. mín
STÖNGIN!
Patrekur Aron lyftir boltanum skemmtilega inn fyrir vörn Selfyssinga, Sandeu tekur skotið í fyrsta sem hafnar í stönginni.
KFA hættulegri í byrjun leiks.
KFA hættulegri í byrjun leiks.
7. mín
Eiður Orri með hættulega fyrirgjöf fyrir mark Selfyssinga en Sandeu hittir boltann illa og boltinn framhjá.
4. mín
Gonzalo Zamorano við það að sleppa í gegn en Danny El-Hage markvörður KFA kemst á undan í boltann.
Fyrir leik
Heiðursgestir leiksins eru Halldór Björnsson (Selfoss) og Magnús Björn Ásgrímsson (KFA).
Fyrir leik
Gríðarleg stemning!
Fimmtán mínútur í leik, stuðningsmannasveitir beggja liða byrjaðar að láta heyra vel í sér.
Fyrir leik
Byrjunarliðin
Eggert Gunnþór spilandi þjálfari KFA gerir tvær breytingar frá undanúrslitunum.
Inn í byrjunarliðið koma þeir Imanol Gonzalez og Arek Grzelak, fyrirliði liðsins.
Bjarni Jóhannsson þjálfari Selfoss gerir eina breytingu frá undanúrslitum.
Inn í byrjunarliðið kemur Sesar Örn Harðarson í stað Alfredo Sanabria.
Inn í byrjunarliðið koma þeir Imanol Gonzalez og Arek Grzelak, fyrirliði liðsins.
Bjarni Jóhannsson þjálfari Selfoss gerir eina breytingu frá undanúrslitum.
Inn í byrjunarliðið kemur Sesar Örn Harðarson í stað Alfredo Sanabria.
Fyrir leik
Sverrir spáir lokuðum leik
Fótboti.net fékk Sverri Mar Smárason sérfræðing neðri deilda til að rýna í liðin.
Sverrir lýsir leiknum í beinni dagskrá á Stöð 2 sport 5.
„Ég er að sjá fyrir mér mjög taktískan og lokaðan leik lengi vel. Bæði liðin mjög öflug á sínum degi og vilja alls ekki lenda snemma undir.
Bjarni Jó er búinn að sækja einn málm en hann kann þetta allt saman og verður aldrei saddur."
Sverrir spáir 1-0 sigri Selfoss
„Leikurinn fer 1-0 fyrir Selfoss og Gonzi með sigurmarkið. Fær boltann fyrir framan teiginn eftir innkast og smellir boltanum í vinkilinn. Þetta verður leikur þar sem svoleiðis töfrar eru það eina sem dugar til."
Sverrir lýsir leiknum í beinni dagskrá á Stöð 2 sport 5.
„Ég er að sjá fyrir mér mjög taktískan og lokaðan leik lengi vel. Bæði liðin mjög öflug á sínum degi og vilja alls ekki lenda snemma undir.
Bjarni Jó er búinn að sækja einn málm en hann kann þetta allt saman og verður aldrei saddur."
Sverrir spáir 1-0 sigri Selfoss
„Leikurinn fer 1-0 fyrir Selfoss og Gonzi með sigurmarkið. Fær boltann fyrir framan teiginn eftir innkast og smellir boltanum í vinkilinn. Þetta verður leikur þar sem svoleiðis töfrar eru það eina sem dugar til."
Fyrir leik
ÞÞÞ verður með flautuna
Skagamaðurinn Þórður Þorsteinn Þórðarson mun dæma leikinn en Guðmundur Ingi Bjarnason og Ronnarong Wongmahadthai verða aðstoðardómarar.
Dómarateymið:
D: Þórður Þorsteinn Þórðarson
AD1: Guðmundur Ingi Bjarnason
AD2: Ronnarong Wongmahadthai
4ði: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Eftirlitsmaður KSÍ: Ingi Jónsson
Eftirlitsmaður Fótbolta.net: Valur Gunnarsson
Dómarateymið:
D: Þórður Þorsteinn Þórðarson
AD1: Guðmundur Ingi Bjarnason
AD2: Ronnarong Wongmahadthai
4ði: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Eftirlitsmaður KSÍ: Ingi Jónsson
Eftirlitsmaður Fótbolta.net: Valur Gunnarsson
Fyrir leik
Lesendur telja Selfyssinga líklegri
75% lesenda Fótbolta.net spá því að það verði Selfoss sem hampi bikarnum undir ljósum Laugardalsvallar. Þetta er niðurstaða könnunar sem var á forsíðu.
Hvort liðið vinnur Fótbolti.net bikarinn?
75% Selfoss (913)
25% KFA (300)
Hvort liðið vinnur Fótbolti.net bikarinn?
75% Selfoss (913)
25% KFA (300)
Fyrir leik
KFA vilja bjarga sumrinu
Arek Grzelak, fyrirliði KFA og Eggert Gunnþór Jónsson spilandi þjálfari KFA mættu í viðtöl í gær.
Eggert Gunnþór tók við sem aðalþjálfari liðsins í ágúst.
Eggert Gunnþór tók við sem aðalþjálfari liðsins í ágúst.
Fyrir leik
Selfyssingar spenntir fyrir leiknum
Aron Fannar Birgisson leikmaður Selfoss og Bjarni Jóhannsson þjálfari Selfyssinga mættu í viðtöl í gær.
26.09.24 17:00
Tóku til eftir vonbrigði í fyrra - „Helvíti gaman að fá að spila á þjóðarleikvanginum"
Fyrir leik
Leiðin á Laugardalsvöll
Leið Selfoss í úrslitaleikinn
Selfoss vann 2. deildina í sumar og getur liðið fullkomnað tímabilið með því að vinna bikarinn á föstudagskvöld.
Selfoss vann 3-2 útisigur á Ægi í grannaslag í 32-liða úrslitum Fótbolti.net bikarsins þar sem Gonzalo Zamorano skoraði tvívegis af vítapunktinum eftir að Ægir komst tveimur mörkum yfir. Sesar Örn Harðarson skoraði sigurmarkið.
Í 16-liða úrslitum vann Selfoss 3-1 sigur gegn KFG með mörkum Nacho Gil, Gonzalo Zamorano og Alexander Clive Vokes.
Í 8-liða úrslitum vann Selfoss 3-2 gegn Haukum. Sesar Örn Harðarson skoraði tvívegis og Gonzalo Zamorano eitt.
Í undanúrslitum síðasta laugardag vann Selfoss svo 4-1 gegn Árbæ. Gonzalo Zamorano skoraði tvö mörk og hefur því skorað í öllum umferðum keppninnar í ár. Alexander Clive Vokes og Aron Fannar Birgisson skoruðu hin mörk Selfyssinga.
Leið KFA í úrslitaleikinn
Austfirðingar enduðu í fimmta sæti 2. deildar og náðu ekki því markmiði sínu að komast upp um deild.
Abdelhadi Khalok skoraði þrennu þegar KFA vann 6-3 sigur gegn ÍH í 32-liða úrslitum Fótbolti.net bikarsins. Julio Fernandes, Nenni Þór Guðmundsson og Arnór Pálmi Kristjánsson komust einnig á blað fyrir KFA.
KFA átti ekki í nokkrum vandræðum með Ými í 16-liða úrslitum og vann 6-0 stórsigur. Daníel Michal Grzegorzsson sem fæddur er 2009 kom af bekknum og skoraði.
Jafnaldri hans Nenni Þór Guðmundsson lék svo sama leik þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu. Marteinn Már Sverrisson skoraði tvö í leiknum og þeir Julio Fernandes og Þór Sigurjónsson skoruðu sitt markið hvor.
Í 8-liða úrslitum vann KFA 3-1 útisigur gegn Augnabliki í Fífunni. Jacques Fokam Sandeu, Birkir Ingi Óskarsson og Eiður Orri Ragnarsson skoruðu mörkin.
Í undanúrslitum lenti KFA undir gegn Tindastóli en vann að lokum 2-1 sigur. Eiður Orri Ragnarsson og Marteinn Már Sverrisson með mörkin.
Selfoss vann 2. deildina í sumar og getur liðið fullkomnað tímabilið með því að vinna bikarinn á föstudagskvöld.
Selfoss vann 3-2 útisigur á Ægi í grannaslag í 32-liða úrslitum Fótbolti.net bikarsins þar sem Gonzalo Zamorano skoraði tvívegis af vítapunktinum eftir að Ægir komst tveimur mörkum yfir. Sesar Örn Harðarson skoraði sigurmarkið.
Í 16-liða úrslitum vann Selfoss 3-1 sigur gegn KFG með mörkum Nacho Gil, Gonzalo Zamorano og Alexander Clive Vokes.
Í 8-liða úrslitum vann Selfoss 3-2 gegn Haukum. Sesar Örn Harðarson skoraði tvívegis og Gonzalo Zamorano eitt.
Í undanúrslitum síðasta laugardag vann Selfoss svo 4-1 gegn Árbæ. Gonzalo Zamorano skoraði tvö mörk og hefur því skorað í öllum umferðum keppninnar í ár. Alexander Clive Vokes og Aron Fannar Birgisson skoruðu hin mörk Selfyssinga.
Leið KFA í úrslitaleikinn
Austfirðingar enduðu í fimmta sæti 2. deildar og náðu ekki því markmiði sínu að komast upp um deild.
Abdelhadi Khalok skoraði þrennu þegar KFA vann 6-3 sigur gegn ÍH í 32-liða úrslitum Fótbolti.net bikarsins. Julio Fernandes, Nenni Þór Guðmundsson og Arnór Pálmi Kristjánsson komust einnig á blað fyrir KFA.
KFA átti ekki í nokkrum vandræðum með Ými í 16-liða úrslitum og vann 6-0 stórsigur. Daníel Michal Grzegorzsson sem fæddur er 2009 kom af bekknum og skoraði.
Jafnaldri hans Nenni Þór Guðmundsson lék svo sama leik þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu. Marteinn Már Sverrisson skoraði tvö í leiknum og þeir Julio Fernandes og Þór Sigurjónsson skoruðu sitt markið hvor.
Í 8-liða úrslitum vann KFA 3-1 útisigur gegn Augnabliki í Fífunni. Jacques Fokam Sandeu, Birkir Ingi Óskarsson og Eiður Orri Ragnarsson skoruðu mörkin.
Í undanúrslitum lenti KFA undir gegn Tindastóli en vann að lokum 2-1 sigur. Eiður Orri Ragnarsson og Marteinn Már Sverrisson með mörkin.
Fyrir leik
Miðasala í fullum gangi
Miðasala á leikinn fer fram á Tix.is
Leikurinn hefst 19:15, búist er við mikilli stemningu á Laugardalsvelli svo það er um að gera að skella sér á völlinn.
Leikurinn er einnig sýndur í beinni dagskrá á Stöð 2 Sport 5.
Leikurinn hefst 19:15, búist er við mikilli stemningu á Laugardalsvelli svo það er um að gera að skella sér á völlinn.
Leikurinn er einnig sýndur í beinni dagskrá á Stöð 2 Sport 5.
Byrjunarlið:
1. Danny El-Hage (m)
4. Eggert Gunnþór Jónsson
('106)
7. Arkadiusz Jan Grzelak (f)
10. Marteinn Már Sverrisson
('82)
14. Imanol Vergara Gonzalez
('82)
16. Birkir Ingi Óskarsson
('90)
17. Tómas Atli Björgvinsson
('98)
19. Jacques Fokam Sandeu
21. Heiðar Snær Ragnarsson
22. Patrekur Aron Grétarsson
23. Eiður Orri Ragnarsson
Varamenn:
38. Þórður Ingason (m)
2. Zvonimir Blaic
('82)
3. Geir Sigurbjörn Ómarsson
('90)
9. Daníel Michal Grzegorzsson
11. Ólafur Bernharð Hallgrímsson
('98)
27. Mykolas Krasnovskis
('106)
30. Nenni Þór Guðmundsson
('82)
Liðsstjórn:
Viktor Ívan Vilbergsson
Daníel Þór Cekic
Einar Andri Bergmannsson
Halldór B Bjarneyjarson
Sverrir Þór Kristinsson
Hlynur Bjarnason
Gul spjöld:
Arkadiusz Jan Grzelak ('34)
Eiður Orri Ragnarsson ('60)
Rauð spjöld: