Chelsea og West Ham fylgjast með Durán
Besta-deild karla - Efri hluti
Valur
LL 2
3
Víkingur R.
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fylkir
LL 1
3
KA
Valur
2
3
Víkingur R.
0-1 Valdimar Þór Ingimundarson '23
Patrick Pedersen '43 1-1
Birkir Már Sævarsson '51 2-1
2-2 Tarik Ibrahimagic '69
2-3 Tarik Ibrahimagic '93
29.09.2024  -  19:15
N1-völlurinn Hlíðarenda
Besta-deild karla - Efri hluti
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
31. Ögmundur Kristinsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Hörður Ingi Gunnarsson
7. Aron Jóhannsson ('66)
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen ('82)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
14. Albin Skoglund
17. Lúkas Logi Heimisson ('89)
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Jakob Franz Pálsson

Varamenn:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('82)
16. Gísli Laxdal Unnarsson ('89)
19. Orri Hrafn Kjartansson ('66)
27. Adrían Nana Boateng
33. Helber Josua Catano Catano
71. Ólafur Karl Finsen

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson
Örn Erlingsson
Viktor Unnar Illugason

Gul spjöld:
Kristinn Freyr Sigurðsson ('26)
Lúkas Logi Heimisson ('31)
Orri Sigurður Ómarsson ('71)
Orri Hrafn Kjartansson ('79)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Meistarasigur Víkinga! Þvílíkar lokamínútur hér á Hlíðarenda.
Ef þetta er ekki meistarasigur þá veit ég ekki hvað.
Viðtöl og skýrsla innan skams.
93. mín MARK!
Tarik Ibrahimagic (Víkingur R.)
Stoðsending: Daði Berg Jónsson
VÁÁÁÁÁ!!! Daði Berg gefur boltann út í teiginn á Tarik sem setur boltann í fjær og tryggir Víkingum sigurinn.
92. mín
DAÐI NÁLÆGT ÞVÍ! Daði Berg með þrumuskot rétt framhjá marki Valsmanna!
90. mín
Fjórum mínútum bætt við Fáum við sigurmark?
89. mín
Inn:Gísli Laxdal Unnarsson (Valur) Út:Lúkas Logi Heimisson (Valur)
87. mín
Þvílík varsla! Tryggvi Hrafn með frábært skot utarlega í teignum en Ingvar ver!
86. mín Gult spjald: Tarik Ibrahimagic (Víkingur R.)
84. mín
Fyrirgjöf í teig Valsara sem Djuric skallar framhjá.
82. mín
Inn:Daði Berg Jónsson (Víkingur R.) Út:Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
82. mín
Inn:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
80. mín
Gunnar Vatnhamar missir boltann frá sér, Skoglund að sleppa í gegn en Gunnari tekst að tækla boltann í horn.
79. mín Gult spjald: Orri Hrafn Kjartansson (Valur)
75. mín
Valsmenn fá aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu en Víkingar skalla frá.
71. mín Gult spjald: Orri Sigurður Ómarsson (Valur)
69. mín MARK!
Tarik Ibrahimagic (Víkingur R.)
TARIK JAFNAR! Tarik fær boltann fyrir utan teig, kemur boltanum á vinstri og þrumar boltanum í hornið.
Almennilegt mark!
67. mín
Inn:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.) Út:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
67. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.)
67. mín
Inn:Nikolaj Hansen (Víkingur R.) Út:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Nikolaj Hansen að koma til baka eftir meiðsli.
66. mín
Inn:Orri Hrafn Kjartansson (Valur) Út:Aron Jóhannsson (Valur)
65. mín
Víkingar undirbúa þrefalda skiptingu.
64. mín
Danijel Djuric með góða fyrirgjöf á Aron Elís sem skallar boltann rétt framhjá marki heimamanna.
61. mín
Lúkas Logi með fast skot af löngu færi en Ingvar ver vel í marki Víkinga.
60. mín
Víkingar hafa haldið betur í boltann eftir mark Vals.
51. mín MARK!
Birkir Már Sævarsson (Valur)
BIRKIR KEMUR VAL YFIR! Skoglund með skot sem Ingvar ver fyrir markið, Birkir Már kemur á siglingunni á fjær og potar boltanum í netið.
Valsmenn leiða!
50. mín
Ari með skot utarlega í teignum sem fer framhjá marki heimamanna.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað Valur byrjar með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Allt jafnt í hálfleik Vilhjálmur Alvar flautar til hálfleiks, stórskemmtilegum fyrri hálfleik lokið.
Víkingar heilt yfir betri en Valsmenn stigu upp rétt undir lok fyrri hálfleiks.
45. mín
+3

Albin Skoglund, leikur skemmtilega á varnarmenn Víkinga og kemur sér í skotið en boltinn fer rétt framhjá marki gestanna.
45. mín
+2

Danijel Djuric með skot af löngu færi sem fer vel framhjá marki heimamanna.
45. mín Gult spjald: Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.)
+1

Gísli fer harkalega í Hörð og uppsker gult spjald.
45. mín
Tveimur mínútum bætt við
43. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Jónatan Ingi Jónsson
Valsarar jafna á besta tíma Jónatan og Patrick spila vel á milli sín, Patrick kemur sér á hægri fótinn við vítateig og klárar vel.
Markamínútan að standa undir nafni.
37. mín
Tarik Ibrahimagic liggur niðri og þarfnast aðhlynningar.
Tarik getur haldið leik áfram.
35. mín
Víkingar fá hornspyrnu, Helgi tekur en Frederik Schram kýlir boltann frá.
33. mín
Patrick Pedersen með skalla sem fer framhjá marki Víkinga, lítil hætta.
32. mín
Góð spyrna Djuric Danijel Djuric tekur spyrnuna sem fer rétt framhjá marki heimamanna!
31. mín Gult spjald: Lúkas Logi Heimisson (Valur)
Lúkas brýtur af sér rétt fyrir utan teig, Víkingar fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig.
Lúkas Logi á leiðinni í bann en þetta var hans fjórða gula spjald á tímabilinu.
30. mín
Skemmtileg tilraun Danijel Djuric reynir hjólhestaspyrnu en hittir ekki boltann. Hefði verið eitthvað hefði þessi tilraun farið inn.
30. mín
Stórskemmtilegar 30 mínútur að baki hér á Hlíðarenda. Víkingar líklegir að bæta við öðru marki hér fyrir hálfleik.
29. mín
Ari með fyrirgjöf á Helga sem skallar boltann hátt yfir mark Valsara.
26. mín
Hörður togar í Ara í teignum, Ari fellur við og Víkingar vilja vítaspyrnu. Hörður greinilega togar Ara niður en mér sýndist brotið byrja fyrir utan teig.
26. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
23. mín MARK!
Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.)
Stoðsending: Valdimar Þór Ingimundarson
VALDIMAR BRÝTUR ÍSINN! Frábær hornspyrna Helga á nærsvæðið, þar er Valdimar sem stýrir boltanum í netið.
20. mín
SLÁIN Danijel Djuric fær boltann í þröngri stöðu en þrumar boltanum í slánna og yfir.
18. mín
Rangstöðumark Ari tekur skot fyrir utan teig, boltinn fer af Jakobi Franz og á Djuric sem setur boltann í netið. Sýndist Danijel vera vel fyrir innan.

Eftir að hafa litið á þetta í endursýningu fer boltinn greinilega í hendina á Jakobi Franz.
13. mín
Valur fær aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu, Aron Jó tekur spyrnuna sem fer yfir allan pakkann og aftur fyrir endalínu.
9. mín
Ari í góðu færi Valdimar með frábæran bolta í gegn á Ara sem tekur skot úr teignum en aftur ver Frederik Schram vel.
7. mín
ÞVÍLÍK VARSLA! Frábært spil Víkinga, Aron Elís með fyrirgjöf á Helga sem tekur skotið en Frederik Schram á stórbrotna vörslu.
Sæmilegar upphafsmínútur!
6. mín
Dauðafæri! Aron Jó með bolta út í teiginn á Kidda Frey sem hittir ekki markið.
Kiddi eflaust svekktur með sjálfan sig þarna.
5. mín
Aftur fá Valsarar hornspyrnu.
3. mín
Valsarar fá fyrstu hornspyrnu leiksins, Víkingar skalla hornspyrnuna frá.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Víkingar byrja með boltann.
Fyrir leik
Mínútuklapp til minningar um Ægi Ferdinandsson fyrrum formann Vals sem lést nú á dögunum.
Fyrir leik
Frederik Schram byrjar Frederik Schram byrjar leikinn í marki Vals en ekki Ögmundur Kristinsson eins og upprunalega skýrslan segir.
Ögmundur meiddist í upphitun.
Fyrir leik
Liðin ganga til vallar, styttist í þetta.
Fyrir leik
Gylfi ekki með vegna bakmeiðsla Srdjan Tufegdzic þjálfari Valsara gerir tvær breytingar á liði sínu frá síðasta leik.
Aron Jóhannson og Jakob Franz koma í byrjunarlið Valsara í stað Hólmars Arnar og Gylfa Þórs sem eru báðir utan hóps vegna meiðsla.

Túfa sagði í viðtali við Stöð 2 sport að Gylfi var í upprunalegu byrjunarliði Vals en vaknaði með tak í bakinu og er því utan hóps.

Víkingar unnu FH 3-0 í síðasta leik en Arnar Gunnlaugsson heldur liði sínu óbreyttu frá þeim leik.
Fyrir leik
Jói Skúli spáir í spilin Jóhann Skúli Jónsson sparkspekingur og hlaðvarpari er spámaður vikunnar. Jóhann heldur úti hlaðvarpinu vinsæla Svona var sumarið.

Valur 2 - 1 Víkingur
He took the midnight train going any where. Pedersen og Jónatan, tveir yfirburðar bestu sóknarmenn deildarinnar, með mörkin. Skellur fyrir Kára Árna en hann er auðvitað uppalinn Valsari svo það mýkir höggið.

Heiðursgestur: Held að Steinþór Gísla hefði gott af þvi að komast útaf skrifstofunni og kíkja á leikinn.

Mynd: Aðsend

Fyrir leik
Tryggvi Hrafn ristarbrotinn? Tryggvi Hrafn Haraldsson var ekki í leikmannahópi Vals í síðasta leik vegna meiðsla á rist.

Það hefur spurst út að Tryggvi sé mögulega ristarbrotinn en hann hefur sjálfur ekki staðfest það og Haukur Páll Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals, vildi ekki ganga svo langt að segja að Tryggvi væri með brotna rist þegar hann ræddi við Fótbolta.net nú á dögunum.

Haukur sagði að meiðslin væru keimlík þeim sem Tryggvi hefði glímt við í aðdraganda síðasta ristarbrots. Tryggvi var með beinbjúg í rist í lok tímabilsins 2022 og snemma árs 2023 brotnaði hann.



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Baráttan um Evrópusætið Valur leiðir baráttuna um þriðja sætið sem gefur sæti í Evrópukeppni, sigur í dag myndi gera mikið fyrir Valsara.

Staðan

---------- Leikir - Stig - Markatala
Breiðablik --24 - 55 - 28
Víkingur R. -23 - 52 - 36
Valur --------23 - 39 - 20
Stjarnan ----23 - 35 - 5
ÍA ------------23 - 34 - 8
FH ---------- 24 - 33 - -3

Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fyrir leik
Blikar setja pressu á Víkinga Breiðablik kom sér á topp deildarinnar fyrr í dag með 1-0 sigri á FH.

Víkingar geta endurheimt toppsætið hér í kvöld með sigri. Breiðablik eru með 55 stig en Víkingar 52 stig. Markatala Víkinga er þó mun betri en hjá Blikum.

Toppbaráttan

---------- Leikir - Stig - Markatala
Breiðablik --24 - 55 - 28
Víkingur R. -23 - 52 - 36

Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fyrir leik
Megum búast við hörkuleik Tvær fyrri viðureignir liðanna á tímabilinu hafa ekki valdið vonbrigðum.

Fyrri leikur liðanna endaði með dramatísku 2-2 jafntefli þar sem Gylfi Þór jafnaði metin á 94. mínútu.

Seinni viðureign liðanna á tímabilinu gleymist seint. Valsarar 2-0 yfir og manni fleiri í hálfleik en Víkingar gerðu hið ómögulega og komu til baka og unnu leikinn 3-2.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Hlíðarendi heilsar! Heilir og sælir lesendur góðir og veriði velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Vals og Víkings R. í efri hluta Bestu-deildar karla.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
9. Helgi Guðjónsson ('67)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson ('67)
17. Ari Sigurpálsson
19. Danijel Dejan Djuric
20. Tarik Ibrahimagic
21. Aron Elís Þrándarson (f) ('82)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('67)
25. Valdimar Þór Ingimundarson

Varamenn:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
5. Jón Guðni Fjóluson
8. Viktor Örlygur Andrason ('67)
18. Óskar Örn Hauksson
23. Nikolaj Hansen ('67)
24. Davíð Örn Atlason ('67)
30. Daði Berg Jónsson ('82)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Kári Sveinsson
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Rúnar Pálmarsson
Markús Árni Vernharðsson

Gul spjöld:
Gísli Gottskálk Þórðarson ('45)
Tarik Ibrahimagic ('86)

Rauð spjöld: