Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
Besta-deild kvenna
Breiðablik
45' 5
1
Stjarnan
Besta-deild kvenna
Þróttur R.
45' 2
0
Fram
Fram
4
2
Breiðablik
0-1 Óli Valur Ómarsson '17
0-2 Tobias Thomsen '38
Sigurjón Rúnarsson '72 1-2
Kennie Chopart '75 2-2
Guðmundur Magnússon '80 3-2
Guðmundur Magnússon '82 4-2
13.04.2025  -  19:15
Lambhagavöllurinn
Besta-deild karla
Dómari: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Maður leiksins: Guðmundur Magnússon - Fram
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
5. Kyle McLagan
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
10. Fred Saraiva ('87)
11. Magnús Þórðarson ('66)
12. Simon Tibbling
16. Israel Garcia
19. Kennie Chopart (f)
23. Már Ægisson
26. Sigurjón Rúnarsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic
- Meðalaldur 28 ár

Varamenn:
22. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
7. Guðmundur Magnússon ('66)
17. Adam Örn Arnarson
21. Óliver Elís Hlynsson
25. Freyr Sigurðsson
30. Kristófer Konráðsson
32. Hlynur Örn Andrason
71. Alex Freyr Elísson ('87)
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Gareth Thomas Owen
Friðgeir Bergsteinsson
Kirian Elvira Acosta

Gul spjöld:
Simon Tibbling ('55)
Fred Saraiva ('58)
Guðmundur Magnússon ('94)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fram vinnur svakalegan endurkomusigur gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks Þvílíkt hugarfar og karakter í Framliðinu í kvöld en magnað að sjá Breiðabliksliðið hrynja, virkar eins og menn hafi orðið alltof kærulausir 2-0 yfir.
94. mín Gult spjald: Guðmundur Magnússon (Fram)
93. mín
Klukkan tifar og Fram færist nær svakalegum sigri...
91. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti 5 mínútur
87. mín
Inn:Alex Freyr Elísson (Fram) Út:Fred Saraiva (Fram)
86. mín
Inn:Daniel Obbekjær (Breiðablik) Út:Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik)
86. mín
Höskuldur Gunnlaugsson með skot sem fer rétt framhjá.
84. mín
Þetta var ekki í kortunum Rosaleg endurkoma hjá Fram. Minni á það að staðan var 2-0 fyrir Breiðabliki þegar Gummi Magg kom inn af bekknum.
82. mín MARK!
Guðmundur Magnússon (Fram)
VÁÁÁÁÁÁÁ!!!!!!! ÞVÍLÍK AFGREIÐSLA! Gummi Magg hirðir boltann af Viktori Margeirs, kemst einn gegn Antoni og vippar boltanum af stakri snilld yfir hann og í markið.
80. mín MARK!
Guðmundur Magnússon (Fram)
Stoðsending: Vuk Oskar Dimitrijevic
ÞETTA ER ALGJÖRLEGA ROSALEGT!!!!!! Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir eftir fyrri hálfleikinn eru Framarar skyndilega komnir yfir!

Vuk með skot sem Anton ver en boltinn dettur á Gumma Magg sem skorar af stuttu færi.

Blikar biðja um rangstöðu en verða ekki að ósk sinni.
79. mín
Framarar farnir að hóta öðru marki en sending Gumma Magg ratar ekki.
75. mín MARK!
Kennie Chopart (Fram)
HEYRÐUUUU!!!!!!!!! Gabríel skallar boltann frá en beint á Kennie, Gabríel ætlar svo í hann en rennur og maðurinn með fyrirliðabandið skorar með hnitmiðuðu skoti!

Skal viðurkenna að þessu bjóst ég alls ekki við eftir fyrri hálfleikinn.
75. mín
Aftur vilja þeir víti Nú fer Tobias Thomsen niður í teignum og er allt annað en sáttur við bendingu ÞÞÞ um að þetta sé ekkert!
74. mín
Valgeir Valgeirsson fellur í teignum en ÞÞÞ dæmir ekkert.
72. mín MARK!
Sigurjón Rúnarsson (Fram)
Stoðsending: Simon Tibbling
VIÐ ERUM MEÐ LEIK!!! Eftir hornspyrnu á Simon Tibbling skot fyrir utan teig, boltinn dettur fyrir fætur Sjonna Rúnars sem minnkar muninn.
71. mín
Góðar fréttir, Anton Logi hristi þetta af sér og er aftur mættur inná.
69. mín Gult spjald: Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik)
Anton Logi lendir í árekstri, brýtur af sér á miðjum vellinum en meiðist sjálfur við það og þarf að fara af velli.
66. mín
Inn:Ágúst Orri Þorsteinsson (Breiðablik) Út:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
66. mín
Inn:Kristinn Steindórsson (Breiðablik) Út:Aron Bjarnason (Breiðablik)
66. mín
Inn:Guðmundur Magnússon (Fram) Út:Magnús Þórðarson (Fram)
66. mín Gult spjald: Valgeir Valgeirsson (Breiðablik)
Valgeir er ekki sáttur við þetta spjald.
63. mín
Magnús Þórðarson fær dauðafæri við stöngina en nær ekki að koma boltanum inn. Flaggið fer á loft, hefði ekki talið. Rangstaða.
60. mín
Israel Garcia með skot himinhátt yfir. Þessi endaði í sundlauginni.
59. mín
Arnór Gauti með marktilraun eftir horn en framhjá.
58. mín Gult spjald: Fred Saraiva (Fram)
Braut á Óla Val.
57. mín Gult spjald: Haraldur Björnsson (Breiðablik)
Markvarðaþjálfari Breiðabliks að láta í sér heyra á bekknum og fer í svörtu bókina.
56. mín
Stuðningsmenn Fram hafa ekki kastað inn hvíta handklæðinu og hvetja sitt lið til dáða.
55. mín Gult spjald: Simon Tibbling (Fram)
54. mín
Nu fékk Már Ægisson hörkufæri en var ekki alveg í jafnvægi þegar hann tók skotið og það var máttlítið. Góður kafli hjá Frömurum.
53. mín
Fram fékk hörkufæri til að koma sér inn í leikinn Boltinn datt fyrir Kyle McLagan í teignum en skot hans beint á Tona.
52. mín Gult spjald: Arnór Gauti Jónsson (Breiðablik)
49. mín
Fred tekur skotið fyrir utan teig en yfir fer boltinn.
47. mín
Magnús Þórðarson með skot úr þröngu færi sem Anton Ari ver.
46. mín
Inn:Gabríel Snær Hallsson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Gabríel tekur seinni hálfleikinn.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað Eru Blikar að fara að sigla þessu örugglega í höfn eða mun Fram hleypa lífi í þetta?
45. mín
Hálfleikstölfræði af Stöð 2 Sport Með boltann: 38% - 62%
Marktilraunir: 1-5
Skot á mark: 0-2
Sendingar: 192-308
Gul spjöld: 0-2
45. mín
Hálfleikur
Það er gaman að vera Bliki Íslandsmeistararnir með öll spil á hendi eftir fyrri hálfleikinn.
44. mín Gult spjald: Tobias Thomsen (Breiðablik)
Fær gult fyrir leikaraskap! Thomsen fellur með tilþrifum í teignum og ÞÞÞ gefur honum gult spjald fyrir leikaraskap.
41. mín
Anton Logi tekur skotið af löngu færi en yfir fer boltinn.
40. mín
Tobias skoraði líka í fyrstu umferð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

38. mín MARK!
Tobias Thomsen (Breiðablik)
Stoðsending: Aron Bjarnason
BLIKAR TVÖFALDA! Aron Bjarna með fyrirgjöf frá hægri og danski gammurinn Tobias Thomsen er mættur á fjærstöngina og skorar af stuttu færi.
35. mín
Aron Bjarna vinnur hornspyrnu fyrir Breiðablik. Eftir hornið á Viktor Karl skot fyrir utan teig sem er máttlítið og fer í varnarmann.
31. mín Gult spjald: Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Sigurjón Rúnarsson tók á sprett og komst dágóða vegalengd áður en fyrirliði Blika braut á honum og uppskar gult spjald.
26. mín
Lofandi skyndisókn hjá Fram en sending Magnúsar Þórðarsonar ratar ekki á Simon Tibbling. Rúnar Kristins heldur um höfuðið. Þarna var farið illa með góða stöðu.
25. mín
Ert þú með Óla Val í Fantasy liðinu þínu?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hann er allavega í mínu liði. Það er nánast verið að gefa hann þar; 9,5 milljónir!
21. mín
Fram fær tækifæri. Vuk í skallafæri á fjærstönginni eftir hornspyrnu en nær ekki að koma boltanum á markið.
17. mín MARK!
Óli Valur Ómarsson (Breiðablik)
Stoðsending: Anton Logi Lúðvíksson
Rúnar Kristinsson er ekki sáttur! Vildi brot í aðdragandanum! Braut Arnór Gauti á Fred í miðjuhringnum? Ekkert var allavega dæmt, Anton Logi sendi á Óla Val sem fékk flugbraut á vinstri vængnum og rak boltann inn í teiginn og kláraði svo af mikilli fagmennsku framhjá Ólafi markverði Fram.

Rúnar Kristins er furðu lostinn í boðvangnum.
17. mín
Fór á skeljarnar eftir leik gegn Barcelona
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Spánverjinn Israel Garcia er að leika sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Fram í Bestu deildinni.

Hann kom til Fram í vetur en hafði allan sinn feril leikið í heimalandinu. Hann lék síðast með Barbastro í fjórðu efstu deild á Spáni.

Hann spilaði með Barbastro sem mætti Barcelona í bikarnum í vetur en hann komst í fréttirnar fyrir að biðja kærustu sinnar um að giftast sér eftir leikinn og fékk að sjálfsögðu jákvætt svar.
15. mín
Breiðablik hefur einokað boltann síðustu mínútur. Þetta er einstefna sem stendur.
11. mín
Blikar að koma sér í hættulega stöðu þegar Haraldur Einar gerir vel í varnarleiknum, rennir sér í boltann og hann fer á Ólaf Íshólm.
9. mín
Óli Valur með fyrirgjöf sem endar beint í höndum Óla Íshólms í marki Fram.
8. mín
Vuk Oskar Dimitrijevic reynir fyrirgjöf en Valgeir Valgeirsson kemst fyrir og setur boltann afturfyrir í hornspyrnu.
7. mín
Fred með sendingu inn í teiginn þar sem Kennie Chopart er en á í erfiðleikum með að reikna út vindinn og þetta rennur í sandinn. Alveg ljóst að rokið mun hafa mikil áhrif á þennan leik.
5. mín
Blikar í sóknarhug og leika boltanum sín á milli fyrir utan vítateig Fram. Svo kemur Aron Bjarnason með fyrirgjöf frá hægri og Höskuldur Gunnlaugsson skallar framhjá. Fyrsta marktilraunin er komin.
1. mín
Spes Leikurinn byrjaði vel. Fred negldi boltanum frá miðjuhringnum, upp í vindinn og beint útaf. Vonandi ekki tákn um það sem koma skal í kvöld!
1. mín
Leikur hafinn
Fram með upphafsspyrnuna Breiðablik er í hvítu varatreyjunum sínum í kvöld og leikur með vindi í fyrri hálfleik, í átt að sundlauginni góðu.
Fyrir leik
Liðin ganga til vallar Bestu deildar stefið ómar. Þá er loksins komið að leiknum sjálfur. Hefði verið til í að sjá fleiri í stúkunni verð ég að viðurkenna en það fjölgar vonandi hratt á næstu mínútum. Eins og ég kom inná áðan þá blæs nokkuð hressilega.
Fyrir leik
Engin markaveisla það sem af er degi... Vestri vann gríðarlega öflugan 1-0 sigur gegn FH í fyrsta leik umferðarinnar og nú er uppbótartími í Mosfellsbæ þar sem nýliðar Aftureldingar og ÍBV eru að gera markalaust jafntefli. Vonandi verða menn hinsvegar á skotskónum hér í Dalnum í kvöld.
Fyrir leik
Ein breyting á hvoru liði Fram gerir eina breytingu frá síðasta leik. Israel García kemur inn en Þorri Stefán Þorbjörnsson sest á bekkinn. Guðmundur Magnússon er áfram á bekknum en hann hefur verið að glíma við meiðsli og kom inn sem varamaður í fyrsta leik.

Einnig er ein breyting hjá Breiðabliki. Andri Rafn Yeoman kemur inn fyrir hinn unga Gabríel Snæ Hallsson sem sest á bekkinn.
Fyrir leik
Fánastangirnar fá að finna fyrir því Það blæs nokkuð hressilega hér í Dal draumanna og fánarnir á fánastöngunum blakta kröftuglega. Kaffið er rjúkandi í fréttamannastúkunni og allt upp á tíu hjá Frömurum í þeim efnum.
Fyrir leik
Framarar bitlausir í fyrstu umferð Framarar náðu ekki að skapa sér mikið gegn ÍA í fyrstu umferð og sóknarleikurinn þeirra vekur upp spurningar. Þeir þurfa að treysta á að Gummi Magg verði 100% og heitur upp fyrir mark andstæðingana, annars sé ég hreinlega ekki hvaðan mörkin eiga að koma.

   08.04.2025 12:30
Ekki alveg að sjá hvaðan mörkin eiga að koma hjá Fram
Fyrir leik
Eggert Aron Guðmundsson spáir í leikinn:
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram 0 - 2 Breiðablik (sunnudagur, 19:15)
Líst vel á Fram liðið. En vantar the AD (Arnas Daníels) dýnamíkina og físikina til að halda í við Blikana. Jafnt i hálfleik en Blikarnir líta mjög vel út og taka þetta 0-2. Óli Valur og Höskuldur með mörkin.
Fyrir leik
Fram tapaði fyrir ÍA í fyrstu umferð
Fyrir leik
Breiðablik hóf mótið á sigri gegn Aftureldingu
Fyrir leik
Blikar unnu báða leikina gegn Frömurum í fyrra Leikurinn á Kópavogsvelli í fyrra endaði með 3-1 sigri Blika en hér í Úlfarsárdalnum unnu Blikar 4-1. Viktor Karl Einarsson skoraði tvívegis en einnig komu Aron Bjarnason og Ísak Snær Þorvaldsson sér á blað í þeim leik.
Fyrir leik
ÞÞÞ með flautuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þórður Þorsteinn Þórðarson sér um að dæma leikinn. Guðmundur Ingi Bjarnason og Sveinn Ingi Sigurjónsson Waage eru með flöggin og Gunnar Oddur Hafliðason með skiltið.
Fyrir leik
Íslandsmeistararnir mæta í Salatskálina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Heil og sæl og verið velkomin með okkur í beina textalýsingu frá Úlfarsárdalnum þar sem Framarar taka á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks. Flautað til leiks klukkan 19:15.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
6. Arnór Gauti Jónsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson ('66)
9. Óli Valur Ómarsson
11. Aron Bjarnason ('66)
13. Anton Logi Lúðvíksson ('86)
17. Valgeir Valgeirsson
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman ('46)
77. Tobias Thomsen
- Meðalaldur 28 ár

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Daniel Obbekjær ('86)
4. Ásgeir Helgi Orrason
10. Kristinn Steindórsson ('66)
15. Ágúst Orri Þorsteinsson ('66)
24. Viktor Elmar Gautason
25. Tumi Fannar Gunnarsson
29. Gabríel Snær Hallsson ('46)
31. Gunnleifur Orri Gunnleifsson
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Særún Jónsdóttir
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson

Gul spjöld:
Höskuldur Gunnlaugsson ('31)
Tobias Thomsen ('44)
Arnór Gauti Jónsson ('52)
Haraldur Björnsson ('57)
Valgeir Valgeirsson ('66)
Anton Logi Lúðvíksson ('69)

Rauð spjöld: