Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   þri 08. apríl 2025 12:30
Innkastið
Ekki alveg að sjá hvaðan mörkin eiga að koma hjá Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framarar þóttu bitlausir lengst af leiks gegn ÍA í fyrstu umferð Bestu deildarinnar en Skagamenn skoruðu eina mark leiksins.

Efasemdarraddir eru um sóknarleik Fram í Innkastinu og talað um að liðið hefði þurft að styrkja sig meira í fremstu línu.

Lestu um leikinn: Fram 0 -  1 ÍA

„Ég fór með góðum Framara á þennan leik og þegar við vorum að keyra í burtu vorum við að ræða sóknarleikinn. Ef að Gummi Magg er ekki að fara að vera 100%, vera heill og kveikt á honum þá hefur maður stórar áhyggjur af því hvaðan mörkin eiga að koma frá Fram," segir Elvar Geir Magnússon í þættinum.

Guðmundur Magnússon var tæpur fyrir leikinn og byrjaði á bekknum en talað er um er að meira bit hefði komið í sóknina eftir að hann kom inn af bekknum.

„Fred er kominn í 'sexuna' hjá Fram. Það á bara að vera lögreglumál á Íslandi. Ég vil hafa Fred eins nálægt marki andstæðingana eins oft og hægt er. Þegar hann er með smá svæði þá er hann með svo mikinn sköpunarmátt og kemur með mörk upp úr engu. Vissulega er maður að miða við liðin ár en mér finnst skrítið að færa hann til baka. En já, ég er sammála því að maður sér ekki alveg hvaðan mörkin eiga að koma," segir Valur Gunnarsson í þættinum.
Innkastið - Stjörnurnar í sturtu og vonbrigði hjá Val
Athugasemdir
banner
banner