Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
Besta-deild kvenna
Breiðablik
LL 6
1
Stjarnan
Besta-deild kvenna
Þróttur R.
LL 3
1
Fram
KR
3
3
Valur
Luke Rae '11 1-0
1-1 Jónatan Ingi Jónsson '40
1-2 Patrick Pedersen '54 , víti
Jóhannes Kristinn Bjarnason '76 2-2
2-3 Patrick Pedersen '89
Hólmar Örn Eyjólfsson '99
Jóhannes Kristinn Bjarnason '101 , víti 3-3
14.04.2025  -  19:15
AVIS völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Napurt en huggulegt á AVIS
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Jóhannes Kristinn Bjarnason - KR
Byrjunarlið:
12. Halldór Snær Georgsson (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
7. Finnur Tómas Pálmason (f) ('46)
9. Eiður Gauti Sæbjörnsson ('62)
15. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('62)
17. Luke Rae ('88)
21. Gabríel Hrannar Eyjólfsson
22. Ástbjörn Þórðarson ('72)
23. Atli Sigurjónsson
29. Aron Þórður Albertsson
30. Sigurður Breki Kárason
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
1. Sigurpáll Sören Ingólfsson (m)
6. Alexander Helgi Sigurðarson
10. Guðmundur Andri Tryggvason ('62)
14. Alexander Rafn Pálmason ('88)
18. Óliver Dagur Thorlacius
19. Vicente Valor ('62)
20. Atli Hrafn Andrason
24. Kristófer Orri Pétursson ('72)
27. Róbert Elís Hlynsson ('46)
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Theodór Elmar Bjarnason
Jamie Paul Brassington
Guðjón Örn Ingólfsson
Jón Birgir Kristjánsson
Guðmundur Óskar Pálsson
Björn Valdimarsson
Lúðvík Júlíus Jónsson

Gul spjöld:
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('53)
Aron Þórður Albertsson ('97)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta var algjörlega sturlaður fótboltaleikur Besta deildin heldur áfram að gefa og gefa!
101. mín Mark úr víti!
Jóhannes Kristinn Bjarnason (KR)
HANN SKORAR ÚR VÍTINU!!!! Jói Bjarna skorar úr spyrnunni. Þvílíkar senur hér í lokin. Þvílík veisla þessi leikur.
99. mín Rautt spjald: Hólmar Örn Eyjólfsson (Valur)
VÍTI!!!! KR FÆR VÍTI!!!!! HVAAAAÐ ER AÐ GERAST HÉRNA!!!????? KR ER AÐ FÁ VÍTI!!!

Hólmar brýtur á Aroni Þórði í baráttu um boltann eftir aukaspyrnuna. Hólmar missir hausinn og fær seinna gula spjaldið sitt.

Spurning samt hvort þetta hafi verið fyrir utan teig? Víti allavega dæmt og þetta er alveg glórulaust hjá Hólmari.
98. mín
Þvílík pressa hjá KR hér í lokin! KR fær einn séns í viðbót. Það er dæmd aukaspyrna með fyrirgjafarmöguleika!
97. mín Gult spjald: Aron Þórður Albertsson (KR)
97. mín Gult spjald: Hólmar Örn Eyjólfsson (Valur)
97. mín
ÞVAGA!!!!! KR SVO NÁLÆGT ÞVÍ AÐ JAFNA! Stefán markvörður missir boltann eftir hornspyrnuna og svakaleg þvaga myndast alveg við marklínuna. Stefán nær að henda sér á boltann að lokum og Helgi Mikael flautar svo aukaspyrnu.
96. mín
Síðasti séns KR-ingar fá hornspyrnu.
95. mín
Orri Sigurður með krampa og leikurinn stopp. Þetta mun fara eitthvað yfir 96 mínúturnar.
94. mín
Bóas er með rauða spjaldið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

91. mín
6 mínútur í uppbótartíma Að minnsta kosti.
90. mín
Inn:Tómas Bent Magnússon (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
Mennirnir tveir sem bjuggu til markið þurfa báðir að fara af velli vegna meiðsla.
90. mín
Inn:Jakob Franz Pálsson (Valur) Út:Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
89. mín Gult spjald: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
89. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Jónatan Ingi Jónsson
MAAAAAAAAAAAAARK!!!!!!!! Vicente Valor með dapran varnarleik og Jónatan Ingi hirðir af honum boltann.

Patrick Pedersen er eins og gammur í teignum og skorar af stuttu færi, Róbert Elís í baráttu við hann en játar sig sigraðan!

Vi har Pedersen!
88. mín
Inn:Alexander Rafn Pálmason (KR) Út: Luke Rae (KR)
Mark og stoðsending frá Luke Rae í dag Ágætis dagsverk á skrifstofunni.
88. mín
Atli Sigurjóns með bjartsýnistilraun af löngu færi. Ekkert galin tilraun en boltinn framhjá.
87. mín
Hólmar setur boltann í horn. KR-ingar eiga hornspyrnu.
86. mín Gult spjald: Lúkas Logi Heimisson (Valur)
Stöðvar hraða sókn KR með því að taka Guðmund Andra niður.
85. mín
Stórhættuleg fyrirgjöf Valsmanna en enginn nær að komast almennilega í boltann við fjærstöngina og þetta endar í markspyrnu KR-inga.
83. mín
KR-ingar að fagna marki Jóa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

81. mín
Mönnum heitt í hamsi á lokakaflanum og Helgi Mikael hefur í nægu að snúast með flautuna.
78. mín
Hafliði náði frábærum myndum af tæklingu Tryggva Hrafns áðan - Stálheppinn að fá bara gult
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

77. mín
Inn:Lúkas Logi Heimisson (Valur) Út:Albin Skoglund (Valur)
Skoglund haltrar af velli.
77. mín
Inn:Sigurður Egill Lárusson (Valur) Út:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
76. mín MARK!
Jóhannes Kristinn Bjarnason (KR)
Stoðsending: Luke Rae
ÞVÍLÍKT SKOT HJÁ JÓA BJARNA!!! Glæsilegt mark hjá Jóa Bjarna, sem er núna með fyrirliðabandið hjá KR-ingum!

Luke Rae renndi boltanum á Jóa sem tók skot frá vítateigslínunni með vinstri upp í hornið. Afskaplega fallegt.
73. mín
Stóladansinn í varnarlínunni Enn og aftur breyting á varnarlínu KR. Atli Sigurjónsson færist í miðvörðinn hjá KR og Vicente Valor kemur í bakvörð.
72. mín
Inn:Kristófer Orri Pétursson (KR) Út:Ástbjörn Þórðarson (KR)
Ástbjörn getur ekki haldið leik áfram.
72. mín
Rautt fyrir norðan! "Þetta er rautt fyrir norðan" syngja stuðningsmenn KR eftir tæklingu Tryggva. Eru þar að vísa til rauða spjaldsins umtalaða sem Aron Sig fékk gegn KA.
70. mín Gult spjald: Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
Ástbjörn liggur í gervigrasinu eftir tæklingu Tryggva Hrafns. Einhverjir KR-ingar í stúkunni vildu fá annan lit á þetta spjald.
69. mín
Valsmenn í varnarstöðu á meðan KR-ingar halda í boltann og láta hann rúlla sín á milli. Atli Sigurjóns með fyrirgjöf en varnarmaður Vals hreinsar.
67. mín
Inn:Marius Lundemo (Valur) Út:Orri Hrafn Kjartansson (Valur)
Norðmaðurinn kemur inn af bekknum.
66. mín
Marktilraunir: 11-18 Nóg af marktilraunum í þessum leik. Fleiri frá Val.
65. mín
Guðmundur Andri strax farinn að láta að sér kveða. Á skot hátt yfir markið.
62. mín
Inn:Vicente Valor (KR) Út:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (KR)
Enn breytingar á varnarlínu KR. Nú er Gabríel mættur með Ástbirni í miðvörðinn og Atli Sigurjónsson fer í vinstri bakvörðinn.
62. mín
Inn:Guðmundur Andri Tryggvason (KR) Út:Eiður Gauti Sæbjörnsson (KR)
Guðmundur Andri að mæta sínu fyrrum félagi. Eiður náði lítið að láta að sér kveða í kvöld.
62. mín
Luke Rae setur boltann framhjá frá fjærstönginni úr hörkufæri. Frábær fyrirgjöf Gabríels.
61. mín
KR-ingar eru að búa sig undir tvöfalda skiptingu. Vicente Valor og Guðmundur Andri að búa sig undir að koma inná.
60. mín
Halldór Snær markvörður KR fær krampa og liðsfélagi hans Aron Þórður mætir að aðstoða hann. Sérstakt að sjá markvörð fá krampa eftir 60 mínútna leik. Leikurinn stopp í smástund.
58. mín
Það yrði hrikalega sterkt fyrir Túfa að taka öll stigin hér í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Stuðningsmenn Vals voru ekki sáttir með eitt stig gegn Vestra á heimavelli í fyrstu umferð.
56. mín Gult spjald: Orri Hrafn Kjartansson (Valur)
Grípur utan um Sigurð Breka á miðjum vellinum.
54. mín Mark úr víti!
Patrick Pedersen (Valur)
Sendir Halldór í rangt horn! KR-ingar höfðu byrjað seinni hálfleikinn betur en það er ekki spurt að því!
53. mín Gult spjald: Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (KR)
VALUR FÆR VÍTI!!!! Eftir að Jóhannes Kristinn hjá KR missir boltann er Tryggvi Hrafn kominn í hörkufæri, kemur sér í teiginn. Skot hans er varið en í baráttunni um frákastið þá tekur Gyrðir hann niður.
52. mín
Þetta hefur verið sveiflukenndur leikur og nú eru það KR-ingar sem eru hættulegri.
50. mín
DAUÐAFÆRI!!! ATLI SIGURJÓNS! Þarna átti KR að skora! Misskilningur milli Stefáns markvarðar og Bjarna Mark, Atli Sigurjóns kemst inn í sendinguna og kemur sér í dauðafæri en skýtur framhjá! Valsarar stálheppnir.
48. mín
Ástbjörn kominn í miðvörðinn Róbert Elís fór í hægri bakvarðarstöðuna eftir að Finnur Tómas fór af velli og Ástbjörn færist inn í miðvörðinn við hlið Gyrðis.
47. mín
Skoglund með fyrirgjöf sem fer af Gabríel, Halldór Snær reynir að halda boltanum inná en aðstoðardómarinn dæmir að boltinn hafi verið farinn afturfyrir. Valur fær horn. Hólmar með máttlitla marktilraun eftir hornið, laus bolti á Halldór Snæ.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn á fulla ferð KR-ingar sækja í átt að Skautahöllinni í seinni hálfleik.
46. mín
Inn:Róbert Elís Hlynsson (KR) Út:Finnur Tómas Pálmason (KR)
Finnur Tómas fer af velli, ekki óvænt, og Breiðhyltingurinn Róbert Elís kemur inn í hans stað.
45. mín
KR-ingar heppnir að fá ekki á sig vítaspyrnu í fyrri hálfleik Í hálfleiksumfjöllun á Stöð 2 Sport er sýnt að Gyrðir hefði getað fengið á sig vítaspyrnu í þessum fyrri hálfleik, togaði í Patrick Pedersen í hlaupi í teignum og Atli Viðar segir Gyrði hafa verið stálheppinn.
45. mín
Getum ekki beðið eftir seinni hálfleiknum... KR-ingar voru frábærir fram að markinu og tóku forystuna verðskuldað. Það var virkilega gaman að horfa á þá. Svo urðu Valsmenn ótrúlega aðgangsharðir seinni hluta fyrri hálfleiksins og náðu sanngjarnt að jafna leikinn. Maður getur ekki beðið eftir seinni hálfleiknum.
45. mín
Hálfleikstölfræði af Stöð 2 Sport Með boltann: 56% - 44%
Marktilraunir: 7-15
Á markið: 5-4
Heppnaðar sendingar: 173-121
Hornspyrnur: 4-7
45. mín
Myndir af Valsmönnum fagna jöfnunarmarkinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

45. mín
Er Finnur Tómas heill?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Verið að tala um að Finnur hafi misst af einhverjum æfingum í aðdraganda leiksins. Hann virðist ekki vera heill, allavega hefur hann verið úti á túni í varnarleiknum í nokkur skipti. Spurning hvort Óskar Hrafn taki Finn af velli í hálfleik?
45. mín
Hálfleikur
Taumlaus skemmtun í þessum Reykjavíkurslag Nú halda liðin til búningsklefa.
45. mín
Atli Sigurjóns með skot en Stefán Þór ver í horn. Sjónvarpsvarsla hjá markverði Vals.
45. mín
Þegar Atli bjargaði á línu frá Gyrði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

45. mín
ORRI HRAFN! Þetta var færi! Valsmenn fengu tækifæri til að komast í forystu. Orri Hrafn Kjartansson fær boltann í flottu færi í teignum en skotið hinsvegar beint á Halldór Snæ í markinu.
45. mín
Jóhannes Kristinn með fyrirgjöf sem Stefán Þór handsamar og er fljótur að koma boltanum í leik. Upp úr því kemur lofandi sókn hjá Val sem endar með því að flaggið fer á loft. Skoglund rangstæður.
43. mín
Bjarni Mark búinn að brjóta nokkrum sinnum af sér. Fær enn og aftur aðvörun frá Helga dómara. KR-ingar í stúkunni furða sig á því hvernig Bjarni er ekki kominn í svörtu bókina.
40. mín MARK!
Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
Hann vippar boltanum yfir Halldór Snæ!!! FInnur Tómas í algjöru bulli í varnarleiknum aftur!!!

Jónatan Ingi vinnur baráttu um boltann við Finn auðveldlega, kemur sér upp að endalínu og vippar boltanum yfir Halldór Snæ markvörð úr þröngu færi.

Þetta var frábærlega klárað!!!
40. mín
Patrick Pedersen í hörkufæri en var ekki í nægilega góðu jafnvægi og Halldór Snær handsmar boltann.
38. mín
HAAAA??!!! Þetta var ótrúlegt! Gyrðir Hrafn var næstum því búinn að skalla boltann í eigið net eftir hornspyrnu en Atli Sigurjóns bjargaði á línu og kom í veg fyrir að liðsfélagi sinn skoraði sjálfsmark!

Hvernig er bara komið eitt mark í þessum leik???
37. mín
Albin Skoglund!!! Finnur Tómas gleymir sér og Albin Skoglund hirðir af honum boltann og kemst í hættulega stöðu, nær skoti en Halldór Snær nær að verja. Þetta var algjört kæruleysi hjá Finni Tómasi.

KR-ingar hafa gert nokkur slæm mistök í leiknum en Valsarar ekki náð að refsa!
33. mín
Sigurður Breki með tilraun á markið Þéttingsfast skot eftir hornspyrnu en beint á Stefán í markinu. Strákurinn ungi hefur átt flottar rispur í þessum leik og er greinilega með sjálfstraustið í fullu lagi.
32. mín
Sigurður Breki með tilþrif
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

31. mín
Birkir Heimisson með gríðarlega hættulega hornspyrnu sem skapar mikinn usla við fjærstöngina. Valsmenn hafa ógnað talsvert en tilraunirnar ekki borið ávöxt.
28. mín
Leikur er farinn í gang að nýju og Finnur getur haldið leik áfram.
27. mín
Finnur Tómas situr á vellinum og þarf aðhlynningu. Finnur er með fyrirliðabandið í dag í fjarveru Arons Sigurðarsonar.
25. mín
KR-ingar með eina markið í leiknum hingað til
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

24. mín
Valsmenn eru að ógna þessa stundina. Jónatan Ingi með tilraun en nær ekki að láta reyna á Halldór Snæ.
23. mín
Patrick Pedersen setur boltann yfir eftir hornspyrna, sneri baki í markið en náði markskotinu rétt við markteiginn.
22. mín
Frábær varnarleikur Hættuleg sókn Vals, Tryggvi Hrafn með sendingu á Patrick í teignum en á hárréttum tíma kemur Aron Þórður á vettvang og bjargar í horn.
18. mín
Gríðarleg skemmtun! Þessi leikur hefur verið feikilega skemmtilegur. KR-ingar með flotta sóknartilburði en eru hinsvegar opnir til baka. Rétt eins og þetta var hjá þeim gegn KA í fyrstu umferð.
15. mín
Rétt fyrir markið hjá KR áðan átti Patrick Pedersen skot af löngu færi þegar Halldór Snær var kominn vel út úr marki sínu en boltinn endaði yfir.

Núna voru KR-ingar síðan stálheppnir að Valsmenn hafi ekki jafnað þegar þeir töpuðu boltanum í mjög slæmri stöðu. Halldór var kominn vel út úr marki og komst í veg fyrir skot frá Skoglund.
11. mín MARK!
Luke Rae (KR)
Stoðsending: Gabríel Hrannar Eyjólfsson
KR-INGAR TAKA FORYSTUNA! Gabríel Hrannar með algjörlega geggjaðan sprett upp vinstra megin, fer hrikalega illa með Orra Sigurð og síðan Hólmar Örn beint í kjölfarið.

Gabríel er kominn út að endalínu og boltinn fer af Orra og endar hjá Luke Rae sem nær að skora.

Varnarleikur Valsara algjörlega skeeeelfilegur.
9. mín
Þetta fer mjög fjörlega af stað! Hólmar Örn átti skot rétt framhjá.
8. mín
Birkir Heimisson missir sendingu yfir sig. Luke Rae með skot úr þröngu færi en Stefán Þór ver. Atli Sigurjónsson hittir svo boltann ekki í frákastinu rétt fyrir framan markið.
6. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins. Luke Rae með fyrirgjöf en Birkir Heimis kemst fyrir og knötturinn fer útaf. KR-ingar taka hornspyrnuna stutt og ekkert kemur út úr henni.
4. mín
KR með fyrsta skot leiksins. Ástbjörn skýtur fyrir utan teig og boltinn nokkuð framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! KR:
Halldór (m)
Ástbjörn - Gyrðir - Finnur Tómas - Gabríel
Aron Þórður - Sigurður Breki - Jói Bjarna
Luke Rae - Eiður - Atli

Valur:
Stefán (m)
Orri Sigurður - Hólmar - Mikael - Birkir
Orri Hrafn - Bjarni Mark - Albin
Jónatan - Patrick - Tryggvi Hrafn
Fyrir leik
Kiddi og Aron meiddir Túfa fór yfir það í viðtali fyrir leikinn í viðtali á Stöð 2 Sport að Kristinn Freyr Sigurðsson og Aron Jóhannsson séu báðir meiddur. Aron fekk í hnéð gegn Vestra og reyndi að æfa um helgina en það gekk ekki. Kiddi fékk sting í hælinn á æfingu í gær.
Fyrir leik
Óskar Hrafn um strákinn unga: „Siggi er einn af okkar efnilegustu leikmönnum, gríðarlega hæfileikaríkur og hefur spilað vel með 2. flokki. Hann hefur staðið sig vel þegar hann hefur æft og spilað með okkur. Mér finnst þetta bara réttur tímapunktur. Hann er með ákveðinn eiginleika sem er sjaldgæfur á Íslandi en til að hann blómstri þarf liðið að smella. En fyrst og fremst er hann þarna því hann á það skilið," segir Óskar Hrafn Þorvaldsson í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leikinn.
Fyrir leik
Sigurður Breki í upphitun Hafliði Breiðfjörð er með myndavélina í Dalnum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Spennandi kvöld framundan Eftir rólega byrjun á umferðinni þá vantaði ekki mörkin í leiki gærkvöldsins. Víkingur rúllaði yfir KA 4-0 og í Úlfarsárdal komu óvænt úrslit þegar Fram vann 4-2 endurkomusigur gegn Breiðabliki í svakalegum leik.

Umferðinni lýkur með tveimur leikjum sem hefjast núna klukkan 19:15. Auk leiksins hér í Laugardalnum þá verður Stjarnan - ÍA á sama tíma í Garðabænum. Umferðin verður gerð upp í Innkastinu í kvöld.
Fyrir leik
Sælkeraveisla í fermingu byrjunarliðsmanns KR Mér var bent á að mbl.is fjallaði um fermingarveislu Sigurðar Breka sem haldin var 2023. Sigurður Breki er að spila sinn fyrsta leik í Bestu deildinni í kvöld. Boðið var upp á ítalska sælkeraveislu í fermingunni en greinina má lesa hérna.

Mynd: KR
Fyrir leik
Stefán áfram í markinu Hjá Val er Ögmundur Kristinsson enn á bekknum og Stefán Þór Ágústsson því í rammanum. Ögmundur hefur verið að glíma við meiðsli sem hann hefur enn ekki náð að hrista af sér.
Fyrir leik
Kristinn Freyr ekki í leikmannahópi Vals Kristinn Freyr Sigurðsson er ekki í leikmannahópnum hjá Val og Tómas Bent Magnússon sest á bekkinn. Bjarni Mark Antonsson og Orri Hrafn Kjartansson koma inn í byrjunarliðið. Þá vekur athygli að Aron Jóhannsson er ekki í hópnum.
Fyrir leik
15 ára í byrjunarliði KR Vicente Valor sest á bekkinn og því alls þrjár breytingar á byrjunarliðinu hjá KR. Eins og áður hefur komið fram eru Aron Sig og Hjalti í banni.

Ástbjörn Þórðarson og Aron Þórður Albertsson koma inn í byrjunarliðið og einnig hinn fimmtán ára gamli Sigurður Breki Kárason (f. 10. des 2009) sem er að spila sinn fyrsta leik í Bestu deildinni. Hann er mikið efni og á þrjá leiki að baki fyrir U15 ára landslið Íslands.
Fyrir leik
Allt hnífjafnt á Hlíðarenda í fyrstu umferð
Fyrir leik
Það var mikið fjör í 2-2 leik KA og KR í fyrstu umferð
Fyrir leik
Rígurinn KR-Valur er einn stærsti rígur landsins en liðin hafa eldað grátt silfur saman lengi. Þá er við hæfi að kíkja á söguna og skoða hvernig þessir leikir hafa farið á þessari öld.

Liðin hafa spilað 46 leiki í efstu deild gegn hvoröðrum. KR hefur unnið 14 leiki, Valur vann 21 leiki og liðin hafa skilið jöfn 11 sinnum. Þá hefur KR skorað 70 mörk og Valur 87.

Liðin mættust tvisvar á síðasta tímabili en þar vann Valur báða leikina 4-1 á Hlíðarenda og 3-5 á Meistaravöllum.
Haraldur Örn Haraldsson
Fyrir leik
Dómarinn Helgi Mikael Jónasson verður með flautuna í þessum leik en honum til aðstoðar verða Egill Guðvarður Guðlaugsson og Eysteinn Hrafnkelsson.

Eftirlitsmaður KSÍ er Sigurður Hannesson og varadómari er Þórður Þorsteinn Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haraldur Örn Haraldsson
Fyrir leik
KR með tvo í banni Aron Sigurðarson fékk tveggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn KA og hann verður því ekki með í kvöld. Hjalti Sigurðsson fékk svo að líta sitt annað gula spjald seint í leiknum þannig hann er einnig í banni.

   13.04.2025 14:31
Formaðurinn ósáttur við vinnubrögð aganefndar

Mynd: KR
Haraldur Örn Haraldsson
Fyrir leik
Bæði lið gerðu jafntefli í fyrstu umferð KR fór norður og mætti KA í fyrstu umferð þar sem leikar enduðu með 2-2 jafntefli. Luke Rae og Jóhannes Kristinn Bjarnason skoruðu mörk KR í þeim leik.

Valur fékk Vestra í heimsókn í fyrstu umferð þar sem leikurinn endaði 1-1. Patrick Pedersen skoraði mark Valsara en Orri Sigurður Ómarsson skoraði pínlegt sjálfsmark þar á undan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haraldur Örn Haraldsson
Fyrir leik
Stórleikurinn Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik KR og Val í 2. umferð Bestu deild karla.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður spilaður á Avis vellinum.

   13.04.2025 15:55
„Ég hugsa að það verði pakkað á vellinum og mikil stemning“

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haraldur Örn Haraldsson
Byrjunarlið:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
4. Markus Lund Nakkim
5. Birkir Heimisson
6. Bjarni Mark Antonsson
8. Jónatan Ingi Jónsson ('90)
9. Patrick Pedersen ('90)
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('77)
14. Albin Skoglund ('77)
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
19. Orri Hrafn Kjartansson ('67)
20. Orri Sigurður Ómarsson
- Meðalaldur 28 ár

Varamenn:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
2. Tómas Bent Magnússon ('90)
11. Sigurður Egill Lárusson ('77)
13. Kristján Oddur Kristjánsson
17. Lúkas Logi Heimisson ('77)
21. Jakob Franz Pálsson ('90)
22. Marius Lundemo ('67)
33. Andi Hoti
45. Þórður Sveinn Einarsson
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson
Örn Erlingsson
Chris Brazell

Gul spjöld:
Orri Hrafn Kjartansson ('56)
Tryggvi Hrafn Haraldsson ('70)
Lúkas Logi Heimisson ('86)
Sigurður Egill Lárusson ('89)
Hólmar Örn Eyjólfsson ('97)

Rauð spjöld:
Hólmar Örn Eyjólfsson ('99)