Inter Miami vill De Bruyne - Al-Nassr hefur áhuga á Díaz - Everton blandar sér í baráttu um Delap
   sun 13. apríl 2025 15:55
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Ég hugsa að það verði pakkað á vellinum og mikil stemning“
KR lék tvo heimaleiki á Þróttarvelli á síðasta tímabili.
KR lék tvo heimaleiki á Þróttarvelli á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framkvæmdir eru á Meistaravöllum, heimavelli KR, þar sem verið er að leggja gervigras. Fyrstu heimaleikir KR í Bestu deildinni fara því fram á Þróttarvelli, AVIS-vellinum í Laugardal.

„Við stefnum að því að koma heim í maí, svo ég svari því pólitískt. Það er allt á fullu og það gengur vel en svona stór byggingarverkefni eru flókin," sagði Magnús Orri Schram, formaður knattspyrnudeildar KR, í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

KR-ingar ætla að búa til góða heimaleikjaumgjörð í Laugardalnum en annað kvöld taka þeir á móti Val.

„Það er frábært að vinna með Þrótturunum í því og mjög gott samstarf á milli félagana. Við erum núna að nota LED-skiltin frá kvennalandsleikjunum, það verður flott umgjörð. Ég hugsa að það verði pakkað á vellinum og mikil stemning."

KR-ingar þekkja Þróttarvöllinn vel en þar léku þeir tvo heimaleiki á síðasta tímabili.

Í útvarpsþættinum ræddi Magnús Orri nánar um fyrirhugaða uppbyggingu á KR-svæðinu en þáttinn má heyra í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Nýr formaður KR og meðbyrinn í Vesturbænum
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 2 2 0 0 6 - 0 +6 6
2.    Stjarnan 2 2 0 0 4 - 2 +2 6
3.    Vestri 2 1 1 0 2 - 1 +1 4
4.    Fram 2 1 0 1 4 - 3 +1 3
5.    Breiðablik 2 1 0 1 4 - 4 0 3
6.    ÍA 2 1 0 1 2 - 2 0 3
7.    KR 2 0 2 0 5 - 5 0 2
8.    Valur 2 0 2 0 4 - 4 0 2
9.    Afturelding 2 0 1 1 0 - 2 -2 1
10.    ÍBV 2 0 1 1 0 - 2 -2 1
11.    KA 2 0 1 1 2 - 6 -4 1
12.    FH 2 0 0 2 1 - 3 -2 0
Athugasemdir
banner
banner