Magnús Orri Schram, formaður knattspyrnudeildar KR, er ekki sáttur við þá niðurstöðu aganefndar að dæma Aron Sigurðarson, fyrirliða liðsins, í tveggja leikja bann.
Aron fékk rautt í 2-2 jafnteflisleiknum gegn KA í Bestu deildinni fyrir viku síðan en Andri Fannar Stefánsson, leikmaður KA, lá eftir á vellinum eftir viðskipti við hann þegar boltinn var fjarri
Aron fékk sjálfkrafa eins leiks bann en vegna skýrslu dómara þá þyngir aganefndin refsinguna í tvo leiki. Ástæðan er sú að Aron þótti hafa sýnt „ofsalega framkomu“ eins og það er orðað.
Aron fékk rautt í 2-2 jafnteflisleiknum gegn KA í Bestu deildinni fyrir viku síðan en Andri Fannar Stefánsson, leikmaður KA, lá eftir á vellinum eftir viðskipti við hann þegar boltinn var fjarri
Aron fékk sjálfkrafa eins leiks bann en vegna skýrslu dómara þá þyngir aganefndin refsinguna í tvo leiki. Ástæðan er sú að Aron þótti hafa sýnt „ofsalega framkomu“ eins og það er orðað.
Magnús telur að Sveinn Arnarsson, fjórði dómari, sé sá eini í dómarateyminu sem hafi séð atvikið og að miðað við upptöku úr myndavél hafi ekki verið ástæða til að þyngja refsinguna.
„Það er sett orðalag inn í skýrsluna sem fer inn til aganefndar; ofsaleg framkoma. Ég get vel skilið að menn taki þessa ákvörðun. Bekkurinn hjá KA verður brjálaður og það er hiti. Heyrðu, svo bara rautt á manninn. Hann fór í andlitið á honum. Svo koma myndbandsupptökur af því sem gerist og það er viðtal við umræddan KA-mann og þá er þetta kannski ekki eins og fólk hélt að þetta væri," sagði Magnús í útvarpsþættinum Fótbolti.net.
KR-ingar fengu tækifæri til að svara skýrslunni áður en aganefndin kom saman en Magnús telur að ekki hafi verið hlustað á þeirra sjónarmið. Þá hefði hann viljað sá dómara leiksins bregðast við eftir að myndbandið birtist.
„Skoðun mín er þessi: Ég tel að dómarinn hefði annað hvort átt að hnippa í aganefndina eða láta hafa eitthvað eftir sér að þetta hafi ekki verið svona ofsaleg framkoma, eins og myndbandið sýnir. Vinnulagið er þannig er að málsaðilum er gefinn kostur á að koma fram með gögn sem aganefndin á að taka sjálfstæða afstöðu til. Þess vegna finnst mér tveggja leikja bann of langt seilst. Ég skil vel einn leikur í bann en eftir á, fyrst þessu verklagi var komið á, að það er hægt að kalla inn gögn og taka afstöðu til gagna, þá á dómarinn annað hvort að grípa inn í, eftir að hafa séð gögnin, eða aganefndin."
Aron verður í banni þegar KR mætir Val á morgun og einnig í leik gegn FH í næstu viku.
Athugasemdir