Besta-deild kvenna
Stjarnan

LL
2
6
6

Besta-deild kvenna
Þróttur R.

LL
2
2
2

Besta-deild kvenna
Fram

LL
0
2
2


Þróttur R.
2
2
Breiðablik

Kate Cousins
'11
, víti
1-0

2-0
Elín Helena Karlsdóttir
'77
, sjálfsmark
2-1
Heiða Ragney Viðarsdóttir
'80
2-2
Samantha Rose Smith
'90
22.04.2025 - 18:00
AVIS völlurinn
Besta-deild kvenna
Dómari: Hreinn Magnússon
AVIS völlurinn
Besta-deild kvenna
Dómari: Hreinn Magnússon
Byrjunarlið:
1. Mollee Swift (m)
3. Mist Funadóttir
('71)

5. Jelena Tinna Kujundzic
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
9. Freyja Karín Þorvarðardóttir

10. Kate Cousins

12. Caroline Murray
16. María Eva Eyjólfsdóttir
23. Sæunn Björnsdóttir
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir
('90)


27. Unnur Dóra Bergsdóttir
('71)
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
2. Sóley María Steinarsdóttir
('71)

7. Brynja Rán Knudsen
11. Lea Björt Kristjánsdóttir
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir
('90)

18. Kristrún Rut Antonsdóttir
22. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir
('71)

24. Þórdís Nanna Ágústsdóttir
- Meðalaldur 23 ár
Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Guðrún Þóra Elfar
Þórkatla María Halldórsdóttir
Sara Ó. Þrúðmarsdóttir Finnsson
Gísli Þór Einarsson
Tiago J, Mota Da Pena Ferreira
Gul spjöld:
Freyja Karín Þorvarðardóttir ('47)
Þórdís Elva Ágústsdóttir ('87)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Hreinn flautar hér af. Rétt áður hafði Kristín Dís fengið boltann í hendina innan teigs og Hreinn hefði líklega átt að flauta vítaspyrnu!
Blikar gera vel í að koma til baka og sækja stig í hörkuleik!
Blikar gera vel í að koma til baka og sækja stig í hörkuleik!
90. mín
MARK!

Samantha Rose Smith (Breiðablik)
Stórkostlegt mark!
Heiðdís lyftir boltanum úr vörninni fram völlinn, Samantha fær þá boltann út á kantinum og leikur framhjá 2-3 Þrótturum áður en hún hamrar knettinum í netið!
90. mín

Inn:Ísabella Anna Húbertsdóttir (Þróttur R.)
Út:Þórdís Elva Ágústsdóttir (Þróttur R.)
83. mín
Blikar svo nálægt þvi að jafna!
Heiðdís skallar boltann rétt framhjá í kjölfarið á hornspyrnu.
80. mín
MARK!

Heiða Ragney Viðarsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir
Stoðsending: Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir
Blikar minnka strax muninn!
Hrafnhildur Ása, sem kom inn á fyrir ekki svo löngu, gerir vel vinstra meginn og kemur svo með bolta fyrir sem fer í gegnum allan pakkann á Heiðu sem lúrir á fjær og gerir enginn mistök.
77. mín
SJÁLFSMARK!

Elín Helena Karlsdóttir (Breiðablik)
Þróttarar sanngjarnt að komast í 2-0
Katie með hornspyrnu frá hægri sem að flýgur yfir Katherine í markinu. Elín Helena er á línunni og ætlar að skalla boltann í burtu en verður fyrir því óláni að skalla boltann bara beinustu leið í netið.
75. mín
Frábær varsla!
Eftir smá darraðadans í teignum er Katie allt í einu kominn í dauðafæri en skot hennar er varið virkilega af Katherine.
71. mín

Inn:Edith Kristín Kristjánsdóttir (Breiðablik)
Út:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
71. mín

Inn:Sigríður Theód. Guðmundsdóttir (Þróttur R.)
Út:Unnur Dóra Bergsdóttir (Þróttur R.)
71. mín

Inn:Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (Breiðablik)
Út:Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
70. mín
Dauðafæri!
Frábær sókn hjá Þrótturum sem hefðu átt að tvöfalda forystuna!
Fyrirgjöf frá vinstri og Freyja nær í kjölfarið að gera frábærlega með því að skilja boltann eftir fyrir Unni Dóru. Eftirleikurinn virðist auðveldur en Unnur setur hann framhjá!
Fyrirgjöf frá vinstri og Freyja nær í kjölfarið að gera frábærlega með því að skilja boltann eftir fyrir Unni Dóru. Eftirleikurinn virðist auðveldur en Unnur setur hann framhjá!
69. mín
Þvílíkt skot!
Katie Cousins tekur hér viðstöðulaust skot rétt fyrir utan teig sem svífur rétt framhjá samskeytunum.
65. mín
Stöngin
Agla María hér með fyrirgjöf frá hægri sem smellur í stönginni og út á Birtu sem á skot sem Mollee handsamar.
61. mín
Gult spjald: Heiða Ragney Viðarsdóttir (Breiðablik)

Fer full hátt með fótinn í baráttu um boltann.
60. mín
Caroline með flottan bolta fyrir markið hér á Freyju sem skallar boltann framhjá úr góðri stöðu.
56. mín

Inn:Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik)
Út:Karitas Tómasdóttir (Breiðablik)
Blikar að reyna hrista upp í þessu.
55. mín
Samantha með hörkuskot hér rétt fyrir utan teig, það fer samt sem áður beint á Mollee sem er með allt á kristaltæru.
51. mín
Blikar að vakna!
Agla María hér nálægt því að jafna metin!
Berglind Björg með boltann í gegn á Öglu sem á skot vinstra megin í teignum sem er með jörðinni og fer rétt framhjá.
Berglind Björg með boltann í gegn á Öglu sem á skot vinstra megin í teignum sem er með jörðinni og fer rétt framhjá.
47. mín
Gult spjald: Freyja Karín Þorvarðardóttir (Þróttur R.)

Kemur í veg fyrir að Blikar geti komið boltanum fljótt í leik.
45. mín
Hálfleikur
Þróttarar leiða hér 1-0 og sú forysta er síst of stór. Blikar ekki enn mættir til leiks og Nik á eflaust eftir að lesa yfir sínum konum hér inn í klefa. Ég tek hins vegar ekkert af Þrótturum, þær hafa verið algjörlega stórkostlega hér í fyrri hálfleiknum.
45. mín
Þessi sleikir slánna!
Mist Funadóttir fær hér boltann í teignum og setur hann rétt yfir, þetta hefði getað 2-0 markið.
45. mín
MARK... en flaggið á loft
Caroline gerir vel áður en hún kemur boltanum á Freyju sem klínir boltanum út við stöng og telur sig vera að tvöfalda forystuna.
FLaggið fer hinsvegar á loft, Blikar virðast hálf vankaðir hérna.
FLaggið fer hinsvegar á loft, Blikar virðast hálf vankaðir hérna.
43. mín
Blikar bjarga á línu
Darraðadans í teignum sem endar með því að Blikar bjarga á línu.
42. mín
Þróttarar ógna meira þessa stundina
Katherine þarf hér að verja ansi vel í markinu eftir að Freyja Karín er sloppin ein gegn henni!
40. mín

Inn:Helga Rut Einarsdóttir (Breiðablik)
Út:Barbára Sól Gísladóttir (Breiðablik)
Nik neyðist til að gera skiptingu vegna meiðsla Barbáru.
39. mín
Barbára liggur eftir í teig Þróttara eftir að hafa fengið bylmingsskot í hendina. Sýnist hennar þátttöku hér í dag vera að ljúka vegna meiðsla.

Er kominn tími á pizzu?
Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
34. mín
Blikar nálægt því!
Berglind Björg með flottan bolta á fjærstöngina sem Samantha er svo nálægt því að ná að koma tánni í en Þróttarar bjarga þessu fyrir horn.
25. mín
Agla María setur boltann hér í gegn á Berglindi Björgu sem er ein gegn Mollee en setur hann yfir.
Flaggið for á loft og þetta hefði því ekki talið.
Flaggið for á loft og þetta hefði því ekki talið.
24. mín
Blikakonur ekki að gera sig líklegar til þess að skora mark hér,þetta getur þó allt breyst á einu augabragði.
18. mín
Katherine í markinu hér hugrökk og tæklar Freyju innan teigsins, nær boltanum og gerir vel.
11. mín
Mark úr víti!

Kate Cousins (Þróttur R.)
Heimakonur leiða
Vítið var dæmt eftir að Þórdís Elva átti þrumuskot sem Samantha fékk í hendina.
Vítið hjá Katie er fast og út við stöng, Katherine nálægt þvi að verja þetta samt sem áður.
1-0!
Vítið hjá Katie er fast og út við stöng, Katherine nálægt þvi að verja þetta samt sem áður.
1-0!
9. mín
Hættulegt!
Samantha með flotta fyrirgjöf sem skilar sér á Berglindi Björgu sem stýrir knettinum framhjá.
5. mín
Samantha hér með flottan sprett í gegnum hálft Þróttaraliðið en stungunsendingin hennar í kjölfarið er á engan og þetta rennur í sandinn.
2. mín
Kate Cousins á hér fyrsta skot leiksins. Katherine Devine gerir vel í markinu og handsamar knöttinn.
Fyrir leik
Styttist í upphafsflautið
Leikmenn ganga nú til leiks, styttist í það að Hreinn Magnússon, dómari leiksins, flauti til leiks.
Fyrir leik
Spáir sigri gestanna
Mist Rúnarsdóttir knattspyrnusérfræðingur spáði í spilin fyrir umferðina. Hún spáir því að Íslandsmeistararnir haldi uppteknum hætti og sæki þrjú stig í Laugardalinn.
Þróttur R. 1 - 2 Breiðablik
Það verður boðið upp á stórskemmtilegan leik í hjarta Reykjavíkur. Það voru skoruð 14 mörk í innbyrðisviðureignum liðanna í fyrra og hitt í fyrra svo við gefum okkur að lokatölur verði ekki 0-0. Blikarnir litu sjúklega vel út í fyrstu umferðinni og þær eru illviðráðanlegar með sinn hraða og sköpunarkraft fram á við. Það verður mjög áhugavert að fylgjast með baráttunni á miðsvæðinu í þessum leik enda bæði lið ótrúlega vel mönnuð þar. Samantha Smith skorar snemma í leiknum en Þórdís Elva klínir boltanum upp í samskeytin snemma í seinni hálfleik. Karitas Tómasdóttir hefur tekið upp á því í seinni tíð að elska að skora á móti Þrótti og það verður því hún sem setur sigurmarkið á lokamínútunum.
Þróttur R. 1 - 2 Breiðablik
Það verður boðið upp á stórskemmtilegan leik í hjarta Reykjavíkur. Það voru skoruð 14 mörk í innbyrðisviðureignum liðanna í fyrra og hitt í fyrra svo við gefum okkur að lokatölur verði ekki 0-0. Blikarnir litu sjúklega vel út í fyrstu umferðinni og þær eru illviðráðanlegar með sinn hraða og sköpunarkraft fram á við. Það verður mjög áhugavert að fylgjast með baráttunni á miðsvæðinu í þessum leik enda bæði lið ótrúlega vel mönnuð þar. Samantha Smith skorar snemma í leiknum en Þórdís Elva klínir boltanum upp í samskeytin snemma í seinni hálfleik. Karitas Tómasdóttir hefur tekið upp á því í seinni tíð að elska að skora á móti Þrótti og það verður því hún sem setur sigurmarkið á lokamínútunum.

Fyrir leik
Slátruðu Stjörnunni
Íslandsmeistarar Breiðabliks voru ekki í neinum vandræðum í fyrstu umferðinni. Liðið mætti Stjörnunni og vann þar afar sannfærandi 6-1 sigur. Eins og svo oft áður var Samantha Rose Smith í banastuði og setti tvö mörk en hún var einnig valinn maður leiksins. Anton Freyr Jónsson, fréttaritari .net, velti því upp í skýrslu að leik loknum hvort að Samantha væri jafnvel of góð fyrir þessa deild, það gæti bara vel verið enda hefur hún ekki hætt að skora síðan hún samdi við Breiðablik.
Sérfræðingar .net spá því að Blikakonur verji íslandsmeistaratitilinn sinn og ljóst er að Nik Chamberlain og stöllur hans munu ekki sætta sig við neitt minna.
Sérfræðingar .net spá því að Blikakonur verji íslandsmeistaratitilinn sinn og ljóst er að Nik Chamberlain og stöllur hans munu ekki sætta sig við neitt minna.

Fyrir leik
Sterk byrjun
Þróttarar hófu leik í Bestu deildinni með því að leggja nýliða Fram af velli fyrir viku síðan, lokatölur voru 3-1. Freyja Karín Þorvarðardóttir var á skotskónum og skoraði tvívegis áður en Þórdís Elva Ágústsdóttir innsiglaði sigurinn í uppbótartíma.
Þrótturum var spáð 4. sæti í spá sérfræðinga Fótbolta.net en liðið hafnaði í 5. sæti á síðustu leiktíð.
Þrótturum var spáð 4. sæti í spá sérfræðinga Fótbolta.net en liðið hafnaði í 5. sæti á síðustu leiktíð.

Byrjunarlið:
12. Katherine Devine (m)
4. Elín Helena Karlsdóttir

5. Samantha Rose Smith

7. Agla María Albertsdóttir (f)
('71)

8. Heiða Ragney Viðarsdóttir


17. Karitas Tómasdóttir
('56)

18. Kristín Dís Árnadóttir
22. Heiðdís Lillýardóttir
23. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
('71)

27. Barbára Sól Gísladóttir
('40)

28. Birta Georgsdóttir
('71)
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
11. Andrea Rut Bjarnadóttir
('56)

14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir
('71)

21. Guðrún Þórarinsdóttir
24. Helga Rut Einarsdóttir
('40)

26. Líf Joostdóttir van Bemmel
('71)

30. Edith Kristín Kristjánsdóttir
('71)

40. Lilja Þórdís Guðjónsdóttir
- Meðalaldur 18 ár
Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Bjarki Sigmundsson
Edda Garðarsdóttir
Sævar Örn Ingólfsson
Valdimar Valdimarsson
Erna Katrín Óladóttir
Eiríkur Raphael Elvy
Gul spjöld:
Heiða Ragney Viðarsdóttir ('61)
Rauð spjöld: