
Stjarnan
0
0
ÍBV

28.04.2025 - 17:45
Samsungvöllurinn
Besta-deild karla
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Samsungvöllurinn
Besta-deild karla
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Byrjunarlið:
Varamenn:
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Svekkjandi tap gegn Breiðabliki
Stjarnan hafði byrjað tímabilið á tveimur sigurleikjum; gegn FH og ÍA, en tapaði í þriðju umferð gegn Breiðabliki þar sem Höskuldur Gunnlaugsson tryggði Kópavogsliðinu sigurinn í uppbótartíma.
Fyrir leik
Eyjamenn mæta með kassann úti
ÍBV hefur fagnað tveimur sigrum á Þórsvelli í Eyjum í síðustu tveimur leikjum, frækinn bikarsigur gegn Víkingi og svo í deildinni gegn Fram. Liðið er með fjögur stig í Bestu deildinni og óhætt að segja að það hafi verið að slípast býsna vel saman. En það er nánast önnur íþrótt að spila á Samsung-vellinum og á Þórsvellinum og fróðlegt að sjá hvað Þorlákur Árnason og hans lærisveinar sýna okkur í dag.
ÍBV vann 3-1 sigur gegn Fram í síðasta leik.
ÍBV vann 3-1 sigur gegn Fram í síðasta leik.
Fyrir leik
Breki Baxter spilar ekki
Hinn tvítugi Þorlákur Breki Baxter verður ekki með ÍBV í kvöld þar sem hann er hjá Eyjamönnum á láni frá Stjörnunni. Ég býst við að Vicente Valor, sem gekk aftur í raðir ÍBV frá KR nýlega, komi inn í liðið en bíðum og sjáum. Byrjunarliðin verða opinberuð klukkutíma fyrir leik.

Hinn tvítugi Þorlákur Breki Baxter verður ekki með ÍBV í kvöld þar sem hann er hjá Eyjamönnum á láni frá Stjörnunni. Ég býst við að Vicente Valor, sem gekk aftur í raðir ÍBV frá KR nýlega, komi inn í liðið en bíðum og sjáum. Byrjunarliðin verða opinberuð klukkutíma fyrir leik.
Fyrir leik
Magnús Þórir spáir öruggum sigri Stjörnunnar
Magnús Þórir Matthíasson, sá mikli fagmaður og lýsandi á Stöð 2 Sport, spáir í 4. umferð Bestu deildarinnar. Hann spáir öruggum sigri Stjörnunnar.
Stjarnan 4-1 ÍBV
Stjörnumenn koma slegnir inn í þennan leik eftir erfiða síðustu viku, framlenging á móti Njarðvík í bikarnum sem endaði með sigri, þreyttir, og svo þungt tap á móti Breiðabliki þar sem Stjörnuliðið gerði allt það sem gat til að tefja stigið í hús en einsog Kiddi Kjærnested vinur minn sagði svo skemmtilega í útsendingunni þá kom Höggi þungu höggi á Stjörnumenn á lokasekúndum og tap niðurstaðan.
Eyjamenn fullir sjálfstrausts eftir tvo sigra á Þórsvelli á móti Víkingum í bikarnum og svo Fram í deildinni byrja þennan leik af krafti og komast yfir eftir 10 mínútna leik 1-0. Bjarki Björn með markið, stöngin inn og Árni Snær Ólafsson fer í sína frægu stöðu og stendur grafkyrr á milli stangana. Ekkert meira skorað í fyrri hálfleik og Jöllarinn(ekki Jölli í SuitUp) tekur þrumu ræðu á sína menn í hálfleik og gerir þrefalda skiptingu. Adolf Daði, 22 mínútna maðurinn hingað til á tímabilinu, verður dreginn úr frystikistunni og hann þakkar traustið og setur 2 mörk. Stjörnumenn ganga frá Eyjamönnum á iðagrænu plastinu í síðari hálfleik 4-1 lokatölur, Emil Atlason og Jón Hrafn með hin mörk Stjörnunnar. Þorlákur Árnason tekur trylling á hliðarlínunni í seinni hálfleik og fær að líta rauða spjaldið.

Magnús Þórir Matthíasson, sá mikli fagmaður og lýsandi á Stöð 2 Sport, spáir í 4. umferð Bestu deildarinnar. Hann spáir öruggum sigri Stjörnunnar.
Stjarnan 4-1 ÍBV
Stjörnumenn koma slegnir inn í þennan leik eftir erfiða síðustu viku, framlenging á móti Njarðvík í bikarnum sem endaði með sigri, þreyttir, og svo þungt tap á móti Breiðabliki þar sem Stjörnuliðið gerði allt það sem gat til að tefja stigið í hús en einsog Kiddi Kjærnested vinur minn sagði svo skemmtilega í útsendingunni þá kom Höggi þungu höggi á Stjörnumenn á lokasekúndum og tap niðurstaðan.
Eyjamenn fullir sjálfstrausts eftir tvo sigra á Þórsvelli á móti Víkingum í bikarnum og svo Fram í deildinni byrja þennan leik af krafti og komast yfir eftir 10 mínútna leik 1-0. Bjarki Björn með markið, stöngin inn og Árni Snær Ólafsson fer í sína frægu stöðu og stendur grafkyrr á milli stangana. Ekkert meira skorað í fyrri hálfleik og Jöllarinn(ekki Jölli í SuitUp) tekur þrumu ræðu á sína menn í hálfleik og gerir þrefalda skiptingu. Adolf Daði, 22 mínútna maðurinn hingað til á tímabilinu, verður dreginn úr frystikistunni og hann þakkar traustið og setur 2 mörk. Stjörnumenn ganga frá Eyjamönnum á iðagrænu plastinu í síðari hálfleik 4-1 lokatölur, Emil Atlason og Jón Hrafn með hin mörk Stjörnunnar. Þorlákur Árnason tekur trylling á hliðarlínunni í seinni hálfleik og fær að líta rauða spjaldið.
Fyrir leik
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Gunnar á ekki marga leiki að baki í deild þeirra bestu í karlaflokki en stóð sig ágætlega í Lengjudeildinni í fyrra. Birkir Sigurðarson og Antoníus Bjarki Halldórsson verða með flöggin í kvöld og Twana Khalid Ahmed á skiltinu. Eftirlitsmaður leiksins er Oddur Helgi Guðmundsson.

Gunnar á ekki marga leiki að baki í deild þeirra bestu í karlaflokki en stóð sig ágætlega í Lengjudeildinni í fyrra. Birkir Sigurðarson og Antoníus Bjarki Halldórsson verða með flöggin í kvöld og Twana Khalid Ahmed á skiltinu. Eftirlitsmaður leiksins er Oddur Helgi Guðmundsson.
Fyrir leik
Sjáðu mörk gærdagsins
Það voru þrír leikir í gær. KR bauð upp á veislu og pakkaði saman ÍA, KA vann gríðarlega mikilvægan sigur á FH í spennandi leik og aftur reyndist Höskuldur Gunnlaugsson hetja Breiðabiks.
28.04.2025 11:35
Sjáðu mörkin: Markahlaðborð KR og sveiflur fyrir norðan
Fyrir leik
Samsung heilsar!
Fjórðu umferð Bestu deildarinnar lýkur í kvöld með þremur leikjum. Hér í Garðabænum tekur Stjarnan á móti ÍBV. Leikurinn er á óvenjulegum leiktíma, hefst 17:45, en ástæðan fyrir því að flautað er svona snemma af stað er körfuboltaleikur Stjörnunnar og Grindavíkur sem fram fer seinna í kvöld.
mánudagur 28. apríl
17:45 Stjarnan-ÍBV (Samsungvöllurinn)
19:15 Valur-Víkingur R. (Valsvöllur)
19:15 Fram-Afturelding (Lambhagavöllurinn)

Fjórðu umferð Bestu deildarinnar lýkur í kvöld með þremur leikjum. Hér í Garðabænum tekur Stjarnan á móti ÍBV. Leikurinn er á óvenjulegum leiktíma, hefst 17:45, en ástæðan fyrir því að flautað er svona snemma af stað er körfuboltaleikur Stjörnunnar og Grindavíkur sem fram fer seinna í kvöld.
mánudagur 28. apríl
17:45 Stjarnan-ÍBV (Samsungvöllurinn)
19:15 Valur-Víkingur R. (Valsvöllur)
19:15 Fram-Afturelding (Lambhagavöllurinn)
Byrjunarlið:
Varamenn:
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld: