Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Lengjudeild kvenna
Keflavík
LL 2
2
KR
Besta-deild kvenna
Valur
LL 1
3
Þróttur R.
Besta-deild kvenna
FHL
LL 2
5
Þór/KA
Besta-deild kvenna
Tindastóll
LL 1
5
Breiðablik
Keflavík
2
2
KR
Emma Kelsey Starr '23 1-0
Olivia Madeline Simmons '71 2-0
Marín Rún Guðmundsdóttir '77 , sjálfsmark 2-1
2-2 Maya Camille Neal '94
08.05.2025  -  19:15
HS Orku völlurinn
Lengjudeild kvenna
Aðstæður: Völlurinn flottur á að líta. Veðrið þó ekki að spila með okkur. Talsverður vindur, rigning af og til og satt að segja skítakuldi.
Dómari: Bjarni Víðir Pálmason
Byrjunarlið:
1. Anna Arnarsdóttir (m)
6. Kamilla Huld Jónsdóttir ('46)
7. Emma Kelsey Starr
9. Marín Rún Guðmundsdóttir
10. Mia Angelique Ramirez
11. Kristrún Ýr Holm (f)
15. Olivia Madeline Simmons ('72)
18. Hilda Rún Hafsteinsdóttir ('80)
22. Salóme Kristín Róbertsdóttir
24. Anita Lind Daníelsdóttir
34. Ariela Lewis
- Meðalaldur 24 ár

Varamenn:
31. Vala Björk Jónsdóttir (m)
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir ('80)
20. Brynja Arnarsdóttir
21. María Rán Ágústsdóttir ('72)
23. Watan Amal Fidudóttir
28. Una Bergþóra Ólafsdóttir
77. Elfa Karen Magnúsdóttir ('46)
- Meðalaldur 19 ár

Liðsstjórn:
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (Þ)
Luka Jagacic
Aron Elís Árnason
Sigurður Ingi Bergsson
Ragnar Steinarsson
Óskar Ingi Víglundsson

Gul spjöld:
Olivia Madeline Simmons ('45)

Rauð spjöld:
Leik lokið!

Dramatískt jafntefli niðurstaðan hér.

Heimakonur geta nagað sig í handarbökin eftir að hafa misst sigurinn úr greipum sér. Fullt hrós þó til KR sem nýtti sér augnablikið og sótti stig.
94. mín MARK!
Maya Camille Neal (KR)
KR er að jafna!
Algjör sofandaháttur í vörn Keflavíkur og þeim er refsað. Maya fær að keyra inn á teiginn frá hægri með boltann og losar sig frá varnarmönnum og skorar með föstu skoti í vinstra hornið.
92. mín
Skotið var langt framhjá. Skiltið fer á endanum á loft og uppbótin er fimm mínútur
91. mín
Komið fram í uppbótartíma
Ekkert skilti á loft en við skjótum á þrjár mínútur.
87. mín
KR í færi
Keyra hratt upp völlinn. Katla nær á einhvern hátt að böðlast í gegnum vörn Keflavíkur og kemst ein gegn Önnu. Anna mætir vel út á móti og lokar á Kötlu sem setur boltann yfir markið.
82. mín
Keflavík vinnur hornspyrnu
80. mín
Inn:Anita Bergrán Eyjólfsdóttir (Keflavík) Út:Hilda Rún Hafsteinsdóttir (Keflavík)
77. mín SJÁLFSMARK!
Marín Rún Guðmundsdóttir (Keflavík)
KR að komast inn í leikinn á ný
Boltinn inn á teig Keflavíkur frá vinstri þar sem við fáum ekki betur séð en að það sé Marín Rún sem verður fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.
76. mín
Inn:Kara Guðmundsdóttir (KR) Út:Rakel Grétarsdóttir (KR)
72. mín
Inn:María Rán Ágústsdóttir (Keflavík) Út:Olivia Madeline Simmons (Keflavík)
Hennar síðasta verk að fá skráð á sig mark í dag.
71. mín MARK!
Olivia Madeline Simmons (Keflavík)
Stoðsending: Kristrún Ýr Holm
MARK! Hornspyrnan frá vinstri tekin á nærstöng. Þar er Kristrún sterkust og skallar boltann í höfuðið á Oliviu og þaðan fer boltinn í netið.
71. mín
Keflavík hársbreidd frá því að tvöfalda
Hilda Rún í teignum eftir klafs með skot sem fer af varnarmanni og hárfínt framhjá stönginni.

Keflavík á horn.
66. mín
Mjög rólegt yfir þessu sem stendur. Hörð barátta og allt það en lítið annað að gerast.
59. mín Gult spjald: Rakel Grétarsdóttir (KR)
Rekur hendina beint í andlit Salóme. EInhver köll um harðari refsingu en gult er látið duga.
54. mín
Snögg sókn Keflavíkur sem skorar!
Góð fyrirgjöf frá hægri yfir á fjærstöng þar sem Ariela er alein og skallar boltann af örstuttu færi og í netið.

Of fljót á sér í hlaupið og flaggið fer á loft.
51. mín
Lúmskur bolti frá vinstri inn á teig Keflavíkur. Anna alls ekki með allt á hreinu og boltinn fær að skoppa í markteignum. KR liðið nær þó ekki að gera sér mat úr því.
50. mín
KR liðið að freista þess að sækja. Ekki skapað sér teljandi færi enn í síðari hálfleiknum en eru hátt með liðið og setja talsverða pressu á Keflavík.
46. mín
Inn:Elfa Karen Magnúsdóttir (Keflavík) Út:Kamilla Huld Jónsdóttir (Keflavík)
Ein breyting gerð á liði Keflavíkur í hálfleik.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
Heimakonur sparka okkur af stað á ný.
45. mín
Hálfleikur

Flautað til hálfleiks hér í Keflavík þar sem heimakonur leiða. Bæði lið átt sín augnablik í þessum fyrri hálfleik og leikurinn verið ágætlega fjörugur á köflum.

Tökum okkur smá hlé og komum aftur með síðari hálfleikinn að vörmu spori.
45. mín Gult spjald: Olivia Madeline Simmons (Keflavík)
Fyrir brot á miðjum vallarhelmingi Keflavíkur. Köllum þetta uppsafnað.
44. mín Gult spjald: Gunnar Einarsson (KR)
Gult á bekk KR
Sýnist það vera Gunnar sem fær að líta gula spjaldið fyrir einhver mótmæli.
44. mín
KR með hornspyrnu
BOltinn dettur fyrir Írisi Grétarsdóttur í teignu sem að snýr í átt að marki og lætur vaða. Boltinn beint á Önnu sem handsamar boltann örugglega.
40. mín
Stórhætta í teig KR Boltinn innfyrir vörn KR. Helena í skógarhlaupi og lendir í samstuði við leikmann Keflavíkur. Boltinn berst á Emmu Starr í D-boganum sem nær skoti en varnarmenn mættir til baka og komast í boltann.
38. mín
Skyndisókn KR Lina með boltann upp völlinn vinstra megin. Setur boltann inn á teig Keflavíkur þar sem Katla er mætt í hlaupið. Boltinn aðeins of fastur og Katla þarf að sækja hann en nær samt ágætri skotfyrirgjöf sem veldur Önnu í marki Keflavíkur talsverðum áhyggjum.

Boltinn þó að endingu í fang hennar og hættan líður hjá.
37. mín
Keflavík sækir hornspyrnu
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
32. mín
KR í álitlegri sókn
Fara hratt upp hægri vænginn. Boltinn innfyrir vörn Keflavíkur á Kötlu en flaggið fer á loft.
27. mín
Hver slökkti ljósin?
Gengur kröftug rigningarskúr yfir völlin þessa stundina og það dimmdi all hressilega yfir vellinum.
23. mín MARK!
Emma Kelsey Starr (Keflavík)
Stoðsending: Mia Angelique Ramirez
MARK!
Mia í miklu svæði úti til hægri. Fær tíma og pláss til að teikna upp sendingu inn á teiginn. Boltinn berst inn á markteig þar sem að Emma Kelsey er mætt og skorar með hnénu að mér sýnist í stöngina og inn.
15. mín
Katla í dauðafæri
Keflvikingar í basli með að hreinsa eftir fyrirgjöf frá Linu Berrah. Katla sterk og stígur Salóme Kristínu út í teignum og snýr í átt að marki. Með varnarmann í bakinu nær hún ekki nægilega góðu valdi á boltamum og á slakt skot sem rúllar hættulaust framhjá.
13. mín
KR fær hornspyrnu Katla með boltann fyrir mark Keflavíkur eftir snarpa sókn. Kristrún Ýr mætt inn á teiginn og skilar boltanum í horn.

Ekkert kemur upp úr horninu.
11. mín
Keflavík fær aukaspyrnu á hættulegum stað við vítateigshorn vinstra megin vallarins.

Ariela Lewis með spyrnuna en hún er vægast sagt slök og fer víðsfjarri markinu og samherjum hennar í teig KR:
10. mín
Rólegt yfir leiknum
Leikurinn nokkuð lokaður heilt yfir hér í upphafi. Liðin að þreifa fyrir sér og mikið um klafs á miðjunni. Keflavík þó aðeins að stíga ofar á völlinn og freista þess að setja pressu á lið KR.
3. mín
Gestirnir að byrja af krafti
Lina Berrah í hörkufæri vinstra megin í teig Keflavíkur. Fær tíma og pláss til að leggja boltann fyrir sig og ná skoti. Skotvinkilinn nokkuð þröngur og boltinn beint á Önnu í markinu sem ver í horn.
1. mín
Leikur hafinn

Þetta er farið af stað hér á HS Orkuvellinum. Það eru gestirnir úr vesturbæ Reykjavíkur sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Tríóið
Bjarni Víðir Pálmason er aðaldómari leiksins á HS-Orkuvellinum. Honum til aðstoðar eru Ragnar Karl Jóhannsson og Hugo Miguel Borges Esteves.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Keflavík Keflavík sem spáð var efsta sæti deildarinnar af þjálfurum og fyrirliðum fékk enga draumabyrjun á vegferð sinni. 2-1 tap gegn Haukum á Ásvöllum sem spáð er falli í fyrstu umferð. Sannarlega óvænt úrslit það og alls í takti við spár margra.

Guðrún Jóna Kristjánsdóttir þjálfari liðsins hefur því eflaust haft nóg að gera í vikunni að rífa liðið upp eftir vonbrigðin í fyrstu umverð.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
KR
Lið KR er mætt á ný í Lengjudeildina eftir árs fjarveru. Liðið hóf leik í fyrstu umferð með heimsókn í Mosfellsbæ og hafði þar 3-1 sigur gegn Aftureldingu.

Katla Guðmundsdóttir gerði þar eitt af þremur mörkum KR en hún átti stórfínt undirbúningstímabil og raðaði inn mörkum fyrir KR og skoraði 11 mörk í leikjum. Það yrði því dýrmætt fyrir KR haldi hún sama dampi í markaskorun nú þegar út í alvöruna er komið.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Lengjudeildarkvöld í Keflavík
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og KR í annari umferð Lengjudeildar kvenna.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
29. Helena Sörensdóttir (m)
2. Rakel Grétarsdóttir ('76)
9. Anna María Bergþórsdóttir
10. Katla Guðmundsdóttir
12. Íris Grétarsdóttir
14. Maya Camille Neal
16. Eva María Smáradóttir (f)
17. Hildur Björg Kristjánsdóttir
19. Lina Berrah
20. Makayla Soll
21. Þórey Björk Eyþórsdóttir
- Meðalaldur 22 ár

Varamenn:
1. Matthildur Eygló Þórarinsdóttir (m)
6. Emilía Ingvadóttir
7. Kara Guðmundsdóttir ('76)
13. Koldís María Eymundsdóttir
18. Ragnheiður Ríkharðsdóttir
26. Kamilla Diljá Thorarensen
- Meðalaldur 19 ár

Liðsstjórn:
Gunnar Einarsson (Þ)
Ívar Ingimarsson (Þ)
Jamie Paul Brassington
Bergþór Snær Jónasson
Pálmi Rafn Pálmason
Hildur Guðný Káradóttir
Sóley María Davíðsdóttir

Gul spjöld:
Gunnar Einarsson ('44)
Rakel Grétarsdóttir ('59)

Rauð spjöld: