Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
ÍBV
1
0
Völsungur
Allison Grace Lowrey '35 1-0
11.05.2025  -  17:00
Þórsvöllur Vey
Mjólkurbikar kvenna
Aðstæður: Fínasta fótboltaveður. Smá gjóla og sól. Á það til að breytast snögglega hér í Eyjum, en flott eins og er.
Dómari: Þorfinnur Gústaf Þorfinnsson
Maður leiksins: Ísabella Júlía Óskarsdóttir
Byrjunarlið:
30. Guðný Geirsdóttir (m)
5. Avery Mae Vanderven (f)
11. Helena Hekla Hlynsdóttir
13. Sandra Voitane
14. Olga Sevcova
15. Magdalena Jónasdóttir ('87)
17. Viktorija Zaicikova ('87)
20. Allison Patricia Clark
23. Embla Harðardóttir
27. Erna Sólveig Davíðsdóttir ('58)
35. Allison Grace Lowrey
- Meðalaldur 24 ár

Varamenn:
6. Friðrika Rut Sigurðardóttir (m)
3. Ragna Sara Magnúsdóttir ('87)
8. Selma Björt Sigursveinsdóttir ('87)
9. Milena Mihaela Patru ('58)
19. Ísafold Dögun Örvarsdóttir
24. Hrafnhildur K. Kristleifsdóttir
- Meðalaldur 17 ár

Liðsstjórn:
Jón Ólafur Daníelsson (Þ)
Sigríður Lára Garðarsdóttir
Guðmundur Tómas Sigfússon
Kolbrún Sól Ingólfsdóttir
Guðrún Ágústa Möller
Ísey María Örvarsdóttir
Kristian Barbuscak

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÍBV vinna hérna sanngjarnan sigur og eru komnar áfram í 8-liða úrslit mjólkurbikarsins. Þær hefðu átt að vinna mun stærri sigur en inn vildi boltinn ekki. Það verður samt að hrósa Völsungs liðinu fyrir flotta baráttu og frábæra markvörslu.

Takk fyrir mig!
92. mín
Allison Lowrey með fínt skot út teignum en Ísabelli gerir virkilega vel eins og oft áður í leiknum og ver frá henni.
90. mín
Inn:Jóhanna Heiður Kristjánsdóttir (Völsungur) Út:Katla Bjarnadóttir (Völsungur)
87. mín
Inn:Rakel Hólmgeirsdóttir (Völsungur) Út:Berta María Björnsdóttir (Völsungur)
87. mín
Inn:Selma Björt Sigursveinsdóttir (ÍBV) Út:Magdalena Jónasdóttir (ÍBV)
87. mín
Inn:Ragna Sara Magnúsdóttir (ÍBV) Út:Viktorija Zaicikova (ÍBV)
86. mín
Ísabella Anna með skot á markið en það er beint á Guðnýju.
83. mín
Færi! Allison Clark með frábæra sendingu á Allison Lowrey sem reynir að stanga boltann í netið en frábærlega varið hjá Ísabellu.
80. mín
Olga vinnur boltann á vítateigshorninu og tekur skotið en það er hátt yfir.
76. mín
Auður Ósk með skot fyrir utan teig en Guðný á ekki í vandræðum með það.
74. mín
Allison Clark er sloppin ein í gegn eftir sendingu frá Olgu en Ísabella ver frá henni í horn.
72. mín
Völsungur fær hornspyrnu Helena Hekla brýtur á Heklu Bríet rétt fyrir utan teig.

Skelfileg spyrna á Auði Ósk, beint í hliðarnetið. Svona sénsa verða Völsungs stelpur að nýta betur á meðan ÍBV er enn bara 1-0 yfir.
70. mín
Allison setur Allison Clark í gegn en hún setur boltann fram hjá af stuttu færi. Það er alveg ótrúlegt að ÍBV séu ekki búnar að setja fleiri mörk.
69. mín
Allison Lowrey með frábæra fyrirgjöf en Olga setur boltann í hliðarnetið. Færið var kannski heldur þröngt.
68. mín
Inn:Ísabella Anna Kjartansdóttir (Völsungur) Út:Hildur Arna Ágústsdóttir (Völsungur)
65. mín
ÍBV fær horn Viktorija með flott skot utan af velli en Ísabella nær að blaka boltanum yfir markið.
64. mín
Olga með mjög góða hornspyrnu á fjær en Hekla kiksaði boltann. Virtist vera bara hrædd við boltann þarna.
63. mín
Völsungur fær horn. Lítil hætta og Eyjakonur hreinsa fram.
60. mín
Halla Bríet reynir aftur skot lengst utan af velli, þar sem Guðný var mjög framarlega en hittir ekki markið.
58. mín
Inn:Milena Mihaela Patru (ÍBV) Út:Erna Sólveig Davíðsdóttir (ÍBV)
58. mín
Embla með skot utan af velli langt yfir markið.
56. mín
Olga og Allison Lowrey spila vel á milli sín og Olga nær fyrirgjöfinni frá vinstri. Boltinn endar hjá Allison Clark sem nær skotinu en það er í hliðarnetið.
52. mín
Berta María reynir sendinguna í gegn á Höllu Bríet en hún er alltöf lön og fer beint til Guðnýjar.
50. mín
Embla með skot utan af velli en það er lélegt og langt fram hjá.
48. mín
Þetta var víti!!! Olga fæ boltann inn á teig og fer fram hjá Hörpu og er síðan gjörsamlega rifin niður inn í teig en dómarinn dæmir ekki neitt.
45. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið aftur í gang.
45. mín
Hálfleikur
Þá er kominn hálfleikur hérna á Þórsvelli. ÍBV hafa verið töluvert sterkari aðilinn en hafa ekki verið nægilega beittar í vítateigs Völsung. Völsungs stelpur hafa þó átt ágætis spretti með Höllu Bríet ifremsta í flokki.
44. mín
Allison Lowrey með góða sendingu inn á teig en bæði Embla og Allison Clark ætla í skotið sem endar með því að þær tækla hvor aðra og ekkert varð úr færinu.
42. mín
Halla Bríet reynir sendingu inn fryrir á Bertu Maríu en Sandra er á undan í boltann. Halla Bríet hefur verið mjög spræk fyrir Völsung og átt fína spretti.
35. mín MARK!
Allison Grace Lowrey (ÍBV)
Stoðsending: Allison Grace Lowrey
Fyrsta markið kom loksins!! Allison Clark með þrumuskot langt utan af velli sem smellur í þverslánni. Allison Lowrey er fyrsta að átta sig og klárar fram hjá Ísabellu.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
31. mín
Dauðafæri!! Olga með fyrirgjöf inn á teig Völsungs. Boltinn dettur fyrir Allison Clark en það skot var hindrað af Bertu Maríu. Boltinn dettur þá fyrir Allison Lowrey en hún bara skýtur framhjá af markteignum, alveg með ólíkindum.
29. mín
Halla Bríet með skot á markið langt utan af velli. Fínasta tilraun þar sem Guðný var nokkuð framarlega í marki ÍBV.
27. mín
ÍBV spila vel upp allan völlinn. Olga og Allison taka svo þríhyrning og Olga nær skoti á markið en það er ekki nógu gott.
25. mín
ÍBV fær aukaspyrnu Allison tækluð niður og vinnur aukaspyrnu á ágætis stað. Spyrnan er skelfileg hjá Söndru.
17. mín
ÍBV fá hornspyrnu Allison með sendingu í gegn á Viktoriju sem vinnur horn. Ekkert varð úr horninu.
16. mín
Dauðafæri hjá ÍBV Olga með flotta sendingu í gegn á Allison Clark. Hún gerir vel, tékkar varnarmann en skotið er slakt framhjá.
15. mín
Allison Clark með skot yfir markið.
10. mín
Völsungur fær horn Halla Bríet með fínan sprett og reynir að komast framhjá Söndru. Hún nær skotinu en ÍBV bjarga í horn.
9. mín
ÍBV spila hérna vel upp völlinn sem endar með fyrirgjöf frá Olgu. Boltinn dettur fyrir Viktoiju en skotið er slakt beint á Ísabellu.
8. mín
Olga með lúmska sendingu inn fyrir á Allison Lowrey en Ísabella gerir aftur vel og er á undan í boltann.
7. mín
Sandra með langa sendingu fram, ætlaða Allison Clark en Ísabella er á undan henni í boltann.
3. mín
Vel spilað hjá Völsungi Gestirnir eru að byrja nokkuð vel hérna og eiga fyrstu marktilraunina. Halla Bríet fékk boltann inn fyrir og átti fínasta skot en Guðný ver örugglega.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað og það eru gestirnir sem eiga upphafsspyrnuna.
Fyrir leik
Sæl og blessuð og velkomin í þessa lýsingu í 16-liða úrslitum í Mjólkurbikar kvenna. Hér mætast heimalið ÍBV og gestir frá Húsavík, Völsungur. ÍBV spilar í 1.deild og Völsungur í deild fyrir neðan. Má gera ráð fyrir að ÍBV stjórni leiknum og líklegri sem sigurvegarar í lok leiks, en hver veit hvað gerist.
Byrjunarlið:
1. Ísabella Júlía Óskarsdóttir (m)
4. Sylvía Lind Henrysdóttir
6. Árdís Rún Þráinsdóttir (f)
7. Berta María Björnsdóttir ('87)
8. Alba Closa Tarres
10. Harpa Ásgeirsdóttir
15. Júlía Margrét Sveinsdóttir
16. Katla Bjarnadóttir ('90)
17. Hildur Arna Ágústsdóttir ('68)
20. Auður Ósk Kristjánsdóttir
22. Halla Bríet Kristjánsdóttir
- Meðalaldur 21 ár

Varamenn:
5. Jóhanna Heiður Kristjánsdóttir ('90)
9. Rakel Hólmgeirsdóttir ('87)
11. Ísabella Anna Kjartansdóttir ('68)
- Meðalaldur 17 ár

Liðsstjórn:
Sarah Catherine Elnicky (Þ)
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: