Leik lokið!
Valsmenn fara á Laugardalsvöll!
Valsmenn fara með 3-1 sigur af hólmi og þar með tryggja sér sæti í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Þar mætir liðið annaðhvort Fram eða Vestra. Frekari umfjöllun væntanleg.
94. mín
Sýnist þetta vera að renna út í sandinn hjá Stjörnumönnum.
91. mín
Inn:Baldur Logi Guðlaugsson (Stjarnan)
Út:Emil Atlason (Stjarnan)
Emil Atla tekinn af velli
Emil kom inn fyrir rúmum 15 mínútum. Sama gerðist í síðasta leik í deildinni, sýndist það jafnframt vera sömu meiðsli að hrjá hann, aftan í læri.
90. mín
Sex mínútum bætt við!
Stjörnumenn í leit að tveimur mörkum.
89. mín
Virðist sem svo að Valsmenn séu að sigla sigrinum heim og þar með tryggja sér farseðil í úrslitaleik Mjólkurbikarsins.
84. mín
Inn:Adolf Daði Birgisson (Stjarnan)
Út:Sindri Þór Ingimarsson (Stjarnan)
84. mín
Inn:Orri Hrafn Kjartansson (Valur)
Út:Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
84. mín
Inn:Jakob Franz Pálsson (Valur)
Út:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
Túfa þéttir raðirnar
83. mín
Kristinn Freyr keyrir upp hægri kantinn og á síðan þrumuskot sem fer hátt yfir mark gestanna.
80. mín
Gult spjald: Jökull I Elísabetarson (Stjarnan)
Jökull ósáttur við dómarana og lætur vel í sér heyra, við litla hrifningu Jóhanns Inga sem spjaldar Jökul.
79. mín
Gult spjald: Örvar Eggertsson (Stjarnan)
78. mín
Inn:Lúkas Logi Heimisson (Valur)
Út:Patrick Pedersen (Valur)
78. mín
Inn:Adam Ægir Pálsson (Valur)
Út:Albin Skoglund (Valur)
77. mín
Inn:Bjarni Mark Duffield (Valur)
Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
75. mín
MARK!Patrick Pedersen (Valur)
Er Patrick að skjóta Völsurum í úrslit?
Albin Skoglund þrumar boltanum í slánna, boltinn fer aftur út í teiginn og hver annar en Patrick Pedersen er réttur maður á réttum stað og stýrir boltanum í netið!
70. mín
Túfa lætur vel í sér heyra

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
68. mín
Gult spjald: Orri Sigurður Ómarsson (Valur)
Orri fer í bókina góðu fyrir tæklingu.
67. mín
Inn:Haukur Örn Brink (Stjarnan)
Út:Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan)
67. mín
Inn:Emil Atlason (Stjarnan)
Út:Andri Rúnar Bjarnason (Stjarnan)
Markaskorarinn farinn af velli.
66. mín
Emil Atlason gerir sig kláran til að koma inn á, við mikinn fögnuð stuðningsmanna Stjörnunnar. Haukur Brink kemur einnig inn.
64. mín
Tómas Bent fær þrumuskot í hausinn og þarfnast aðhlynningar, leikurinn stöðvaður á meðan.
56. mín
MARK!Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
Vá Kristinn Freyr!
Kristinn spólar sig frábærlega í gegnum vörn Stjörnunnar, kominn við endalínu og gefur fyrir á Patrick Pedersen sem stýrir boltanum í stöngina og inn af stuttu færi.
Valsmenn leiða!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
52. mín
Benedikt Warén með skot langt framhjá marki Valsmanna.
48. mín
Heimamenn fá hornspyrnu, en spyrnan yfir allan pakkann.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað
Vonum að liðin haldi áfram sömu ákefð og var í fyrri hálfleik.
45. mín
Andri Rúnar í viðtali í hálfleik
Jóhann Páll Ástvaldsson íþróttafréttamaður Rúv tók Andra Rúnar Bjarnason, markaskorara Stjörnunnar, í stutt viðtal í háflleik.
,,Það er leyft mikið og mikið flæði. Kannski skemmtilegt fyrir áhorfendur en við þurfum að ná smá stjórn á leiknum."
Var sætt að setja hann gegn sínum gömlu félögum?
,,Nei nei, við erum að horfa á úrslitaleikinn og það er ekkert sætara enn að komast þangað."
Þá var hann jafnframt spurður út í brot Árna á Albin Skoglund.
,,Mér fannst þetta vera dýfa, mér fannst það aldrei brot þú sérð það hvernig hann dettur," segir Andri jafnframt.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
45. mín
Hálfleikur
Kjartan á förum til Skotlands
45. mín
Hálfleikur
Þvílíkur hálfleikur!
Jóhann Ingi flautar til hálfleiks beint eftir stangarskot Jónatans. Þvílíka skemmtunin hér á Hlíðarenda. Eftir draumabyrjun Stjörnunnar tóku Valsmenn yfir og jöfnuðu metin.
Stuðningsmenn Stjörnunnar baula á dómarakvartettinn er þeir ganga inn til búningsklefa, ég veit þó ekki hvers vegna.
45. mín
STÖNGIN!
+3
Valsmenn keyra upp í skyndisókn, Jónatan Ingi fær boltann og sker á vinstri og smellir boltanum í utanverða stöngina. Síðasta færi fyrri hálfleiks.
45. mín
Þremur mínútum bætt við!
39. mín
Eins og hinn versti KR-leikur!
Patrick Pedersen með skottilraun framhjá marki gestanna.
Liðin vaða í færum hér í þessum fyrri hálfleik, áhorfendum til mikillar skemmtunar. Minnir helst á KR þar sem færin eru heldur betur ekki af skornum skammti.
Valsmenn nú með yfirhöndina eftir sterka byrjun gestanna.
37. mín
MARK!Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
JÓNATAN JAFNAR METIN!
Jónatan fær boltann úti á hægri kantinn, sker inn til vinstri og lætur vaða á nær og boltinn í netinu.
Set spurningamerki við Árna Snæ þarna sem var farinn í fjærhornið. Einhver hiti verður svo milli manna í kjölfar marksins, en þó ekkert alvarlegt.
37. mín
Sjáðu markið sem Andri Rúnar skoraði
36. mín
Jóhann Árni í frábæru færi!
Boltinn dettur fyrir Jóhann Árna inn í teig Valsara, Jóhann lætur vaða viðstöðulaust en boltinn yfir markið!
Er kominn tími á pizzu?
Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á
Dominos.is
34. mín
Valsmenn fá hornspyrnu, boltinn berst út í teiginn á Skoglund sem skýtur að marki en Stjörnumenn fleygja sér fyrir boltann.
28. mín
Patrick Pedersen með skalla að marki gestanna sem Árni Snær ver örugglega.
25. mín
Hafliði Breiðfjörð er með vélina á lofti

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
24. mín
Sigurður Egill með fast skot sem Árni ver vel í marki Stjörnunnar.
20. mín
Jóhann Árni með þrumuskot sem fer rétt yfir mark heimamanna.
18. mín
Árni ver vel!
Tryggvi Hrafn tekur spyrnuna, lág og hnitmiðuð, Árni Snær ver spyrnuna út í teiginn og varnarmaður Stjörnunnar kemur boltanum frá.
16. mín
Gult spjald: Árni Snær Ólafsson (Stjarnan)
Árni sleppur með gult!
Albin Skoglund sleppur í gegn og fellur við snertingu frá Árna Snæ, markverði Stjörnunnar. Valsmenn baula og vilja sjá annan lit á spjaldinu.
Fyrst Jóhann dæmir á þetta er skrítið að sjá gult spjald fara á loft, Árni er aftasti maður. En Valsmenn fá aukaspyrnu á vítateigslínu!
11. mín
Caulker og Jökull fara yfir málin
Steven Caulker og Jökull Elísabetarson ræða leikfræði af miklum ákafa í boðvangi Stjörnumanna.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
9. mín
Hasar á Hlíðarenda!
Tryggvi Hrafn nú með gott skot sem hafnar rétt framhjá marki gestanna. Stórskemmtilegar upphafsmínútur á þessum leik!
9. mín
Árni Snær ver vel í marki Stjörnunnar eftir skalla Orra Sigurðar.
8. mín
Patrick Pedersen með þrumuskot sem fer af varnarmanni og aftur fyrir endalínu.
5. mín
MARK!Andri Rúnar Bjarnason (Stjarnan)
Draumabyrjun Garðbæinga!
Benedikt með frábæra fyrirgjöf beint á kollinn á Andra Rúnari sem er óvaldaður í teignum og stangar boltann í netið af stuttu færi!
Andri heldur sér réttstæðum og stingur sér inn fyrir varnarlínuna á hárréttum tímapunkti.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
2. mín
Örvar Eggerts gefur fyrir markið en Markus Nakkim kemur boltanum frá og Stjarnan fær hornspyrnu. Ekkert kemur úr henni.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað
Heimamenn byrja með boltann og sækja í átt að öskjuhlíð.
Fyrir leik
Sigurður Egill heiðraður
Sigurður Egill Lárusson er heiðraður rétt fyrir leik en hann er nú orðinn leikjahæsti leikmaður Vals.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Sannkölluð veisla!
Liðin ganga til vallar, sólin skín líkt og enginn sé morgundagurinn og áhorfendur streyma inn á völlinn. Þetta stefnir í einhverja fótboltasnilld!
Fyrir leik
Undanúrslit og það er allt undir. Gervigrasið væntanlega vel vökvað á Hlíðarenda og sótt á báða bóga.
Á Epic er að finna áhugaverða spesjala á leikinn.
Valur kemst áfram, Patrik Pedersen skorar og Alex Þór Hauksson í bókina er á stuðlinum 9.5 og hinsvegar Stjarnan kemst áfram, Benedikt Warren skorar og stjarnan fær 3+ hornspyrnur á stuðlinum 11.
Fyrir leik

Mynd: Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik

Mynd: Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi
Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, gerir þrjár breytingar á liði sínu frá síðasta leik. Inn í liðið koma þeir Kristinn Freyr Sigurðsson, Tryggvi Hrafn Haraldsson og Albin Skoglund. Kristinn var í leikbanni gegn KA en Tryggvi Hrafn veikur.
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, gerir einungis eina breytingu frá 1-4 tapi gegn Breiðabliki í síðustu umferð. Inn í byrjunarlið Stjörnunnar kemur fyrirliðinn Guðmundur Kristjánsson í stað Örvars Loga Örvarssonar sem tekur út leikbann.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Bæði lið í undanúrslitum í fyrra
Bæði lið komust þetta langt í Mjólkurbikarnum síðasta sumar. Þá tapaði Valur gegn bikarmeisturum KA fyrir norðan í markaleik, lokatölur 3-2.
Stjarnan mætti þáverandi bikarmeisturum Víkings og fór leikurinn alla leið í vítaspyrnukeppni. Þar höfðu Víkingar betur og tryggðu sér þar með farseðilinn á Laugardalsvöll.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Örvar Logi í banni - Margir Valsarar meiddir
Örvar Logi leikmaður Stjörnunnar verður ekki með Garðbæingum í kvöld en hann tekur út leikbann. Emil Atlason fór af velli vegna meiðsla gegn Breiðabliki síðasta föstudag og óvíst er hvort hann verði með í dag.
Þá er sömuleiðis óvíst hvort að Tryggvi Hrafn Haraldsson verði með Valsmönnum í kvöld en hann var veikur í síðasta deildarleik gegn KA.
Birkir Heimisson, Marius Lundemö og Aron Jóhannson, leikmenn Vals, eru jafnframt allir meiddir.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Bikarvegferð liðanna
Valsmenn hófu bikarvegferð sína með sigri á Grindvíkingum í fyrstu umferð. Því næst vann Valur 2-1 sigur á Þrótturum á Hlíðarenda.
Í 8-liða úrslitum tóku bikaróðir Eyjamenn á móti Völsurum þar sem Valur vann 1-0 iðnaðarsigur á ÍBV, Hólmar Örn með eina mark leiksins.
32-liða úrslit: Grindavík 1-3
Valur
16-liða úrslit:
Valur 2-1 Þróttur
8-liða úrslit: ÍBV 0-1
Valur

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan mætti Njarðvíkingum í fyrstu umferð og þar vantaði ekki upp á dramatíkina. Örvar Eggertsson kom leiknum í framlengingu með jöfnunarmarki í uppbótartíma, þar sem Stjörnumenn kláruðu svo leikinn.
Því næst fóru Stjörnumenn upp á Skaga og mættu þar 2. deildarliði Kára. Leikurinn fór óvænt alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem Stjarnan hafði betur.
Stjörnumenn voru komnir með leið á því að fara alltaf í framlengingu er þeir mættu Keflvíkingum og sigruðu þá því 4-2 í venjulegum leiktíma.
32-liða úrslit:
Stjarnan 5-3 Njarðvík
16-liða úrslit: Kári (1)1-1(4)
Stjarnan
8-liða úrslit:
Stjarnan 4-2 Keflavík

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Valsmenn orðið bikarmeistarar ellefu sinnum
Valsmenn hafa fjórtán sinnum komist alla leið í úrslit bikarsins og ellefu sinnum hampað bikarnum, ágætis hlutfall. Þá fór bikarinn á Hlíðarenda síðast fyrir níu árum, þegar þeir sigruðu ÍBV með tveimur mörkum gegn engu.
Þá hefur Stjarnan þrisvar sinnum leikið til úrslita og einu sinni borið sigur úr býtum og þar með hreppt bikarinn. Var það 2018 er Stjarnan sigraði Breiðablik í vítaspyrnukeppni eftir markalausar 120 mínútur.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Undanúrslit!
Heilir og sælir lesendur góðir. Verið velkomin í þráðbeina textalýsingu frá blíðviðrinu á Hlíðarenda þar sem Valsmenn fá Stjörnuna í heimsókn í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð