Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Mjólkurbikar karla
Kári
91' 1
1
Stjarnan
Mjólkurbikar karla
Valur
LL 2
1
Þróttur R.
Mjólkurbikar karla
KR
LL 2
4
ÍBV
Mjólkurbikar karla
Keflavík
LL 5
2
Víkingur Ó.
Mjólkurbikar karla
ÍA
LL 0
1
Afturelding
Keflavík
5
2
Víkingur Ó.
Muhamed Alghoul '4 1-0
1-1 Luis Romero Jorge '16
1-2 Kwame Quee '28
Ari Steinn Guðmundsson '44 2-2
Kári Sigfússon '48 3-2
Muhamed Alghoul '57 4-2
Muhamed Alghoul '61 , misnotað víti 4-2
Muhamed Alghoul '61 5-2
14.05.2025  -  18:00
HS Orku völlurinn
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Sól og blíða á fínum grasvelli.
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Byrjunarlið:
21. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson
4. Nacho Heras
8. Ari Steinn Guðmundsson
11. Muhamed Alghoul ('65)
14. Marin Mudrazija ('74)
18. Ernir Bjarnason ('46)
22. Ásgeir Páll Magnússon
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('46)
25. Frans Elvarsson (f) ('79)
92. Kári Sigfússon
- Meðalaldur 28 ár

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
5. Stefán Jón Friðriksson ('65)
6. Sindri Snær Magnússon ('46)
7. Gabríel Aron Sævarsson ('74)
9. Valur Þór Hákonarson ('79)
20. Marin Brigic ('46)
23. Eiður Orri Ragnarsson
42. Baldur Logi Brynjarsson
77. Mihajlo Rajakovac
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Þórólfur Þorsteinsson
Luka Jagacic
Guðmundur Árni Þórðarson
Óskar Ingi Víglundsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!

Eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik tóku Keflvíkingar öll völd á vellinum og sigldu öruggum sigri í höfn.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
91. mín
Keflvíkingar í dauðafæri.

Kári fær boltann í teignum en nær ekki góðu skoti og hittir ekki rammann.
90. mín
Uppbótartími er að lágmarki tvær mínútur.
Twana ekkert að spreða of mörgum mínútum í þetta.
88. mín
Kwame Quee með skot úr teignum eftir ágætan sprett. Skotið laflausst og beint á Sindra sem er i lagi.
87. mín
Kári sem haltraði áðan hefur jafnað sig. Boltinn berst til hans við vinstra horn D-bogans. Hann reynir að snúa boltann í hornið fjær en setur aðeins of mikið púður í skotið sem svífur framhjá.
83. mín
Inn:Ellert Gauti Heiðarsson (Víkingur Ó.) Út:Luis Romero Jorge (Víkingur Ó.)
83. mín
Kwamw Quee með hættulega tilraun. Víkingar vinna boltann og bruna fram. Sindri langt út úr markinu og Kwame reynir skotið en setur boltann fram hjá.

Sindri hleypur til baka í átt að marki og virðist meiðast á sprettinum og þarf á aðhlynningu að halda.
80. mín
Kári Sigfússon draghaltur á vellinum og kennir sér meins. Keflvíkingar búnir með sínar skiptingar.
79. mín
Inn:Valur Þór Hákonarson (Keflavík) Út:Frans Elvarsson (Keflavík)
77. mín
Keflvíkingar líklegri
Allur vindur virðist úr gestunum og Keflvíkingar ógna með upphlaupum sínum og fyrirgjöfum trekk í trekk.
74. mín
Inn:Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík) Út:Marin Mudrazija (Keflavík)
72. mín

Axel Ingi með skot en boltinn framhjá.
71. mín
Inn:Anel Crnac (Víkingur Ó.) Út:Ivan Lopez Cristobal (Víkingur Ó.)
69. mín
Marin Mudrazaija í algjöru dauðafæri. Sleppur einn innfyrir vörn Víkinga en rúllar boltanum framhjá úr frábæru færi.
65. mín
Inn:Ingólfur Sigurðsson (Víkingur Ó.) Út:Ingvar Freyr Þorsteinsson (Víkingur Ó.)
65. mín
Inn:Björn Henry Kristjánsson (Víkingur Ó.) Út:Luke Williams (Víkingur Ó.)
65. mín
Inn:Björn Darri Ásmundsson (Víkingur Ó.) Út:Luis Alberto Diez Ocerin (Víkingur Ó.)
65. mín
Inn:Stefán Jón Friðriksson (Keflavík) Út:Muhamed Alghoul (Keflavík)
Þrennumaðurinn víkur
64. mín
Víkingar heppnir
Ásgeir Páll tekinn niður í teig Keflavíkur. Augljós vítaspyrna frá mér séð en Twana dæmir ekkert.
61. mín MARK!
Muhamed Alghoul (Keflavík)
Nær frákastinu og nær þrennunni.
Vítaspyrnan alls ekki sú besta og Jón ver. Heldur ekki boltanum og Muhamed fyrstur á frákastið og setur boltann í netið.
61. mín Misnotað víti!
Muhamed Alghoul (Keflavík)
60. mín Gult spjald: Ivan Lopez Cristobal (Víkingur Ó.)
Missir Marin innfyrir sig og rífur hann niður í teignum. Klárt víti.
60. mín
Víti Keflavík er að fá vítaspyrnu!
57. mín MARK!
Muhamed Alghoul (Keflavík)
Keflavík tvöfaldar forskot sitt!
Muhamed vinnur boltann við teig Víkinga. Finnur Marin í teignum sem á skot sem Jón gerir vel í að verja. Frákastið fellur hinsvegar fyrir Muhamed sem hefur allan tíma í heiminum til að ákveða hvort hornið hann á að velja. Velur rétt og skilar boltanum í netið úr miðjum teignum.
55. mín
Stórhætta í teig Keflavíkur þegar boltinn dettur niður í markteignum. Nacho Heras fyrstur að átta sig og þrumar boltanum fram. Þar eru Keflvíkingar mættir í skyndisókn. Færa boltann vel frá hægri yfir til vinstri þar sem Kári er í skotfæri en setur boltann yfir.
54. mín
Víkingar halda boltanum vel og reyna að byggja upp sóknir. Ekki borið árangur til þessa í þessum síðari hálfleik.
48. mín MARK!
Kári Sigfússon (Keflavík)
Stoðsending: Frans Elvarsson
Keflavík byrjar síðari hálfleikinn alveg eins og þann fyrri.
Kári Sigfússon keyrir inn á völlinn frá vinstri, fær Frans í utanáhlaupið sem fær boltann. Kári heldur hlaupinu áfram inn á teiginn og fær boltann aftur frá Frans og skilar honum í netið þó Jón Kristinn hafi verið hársbreidd frá því að verja.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
46. mín
Inn:Sindri Snær Magnússon (Keflavík) Út:Ernir Bjarnason (Keflavík)
46. mín
Inn:Marin Brigic (Keflavík) Út:Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Keflavík)
45. mín
Hálfleikur

Allt jafnt hér í Keflavík í hálfleik. Leikurinn verið hin fínasta skemmtun í fyrri hálfleik og vonandi að fjörið haldi bara áfram í þeim síðari.
44. mín MARK!
Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík)
Keflvíkingar jafna!
Markaveisla hér í fyrri hálfleik

Enn og aftur keyra Keflvíkingar upp vinstri vængin.
Boltinn fyrir markið yfir á fjærstöng þar sem að Ari Steinn er mættur og skilar boltanum í netið með góðu skoti.

Allt jafnt hér.
41. mín
Keflvíkingar í dauðafæri
Kári Sigfússon með fyrirgjöf frá vinstri inn á miðjan markteig. Þar mætir Marin Mudrazija aleinn en skóflar boltanum hátt yfir markið.

Svona færi verða menn að nýta.
38. mín
Jose Luis fer niður með tilþrifum og háværu kveini eftir viðskipti við Ásgeir Pál. Fær aukaspyrnu en það var ansi lítið í þessu.

Jose er boðin hvolpasveitarplástur úr stúkunni. Þiggur hann ekki.
37. mín Gult spjald: Luke Williams (Víkingur Ó.)

Brýtur á Frans á miðjunni og stendur í vegi fyrir því að hægt sé að taka aukaspyrnuna.

Twana rífur upp spjaldið.
34. mín
Víkingar verið virkilega skynsamir í sínum aðgerðum í dag. Þéttir til baka að mestu leyti og Keflvíkingar verið í miklum vandræðum með hraðar skyndisóknir þeirra.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Getirnir sprækir
Boltinn inn á teig Keflavíkur frá vinstri. Sýnist það vera Ingvar Freyr í baráttu um boltann á markteignum en nær ekki snertingu á boltann.
28. mín MARK!
Kwame Quee (Víkingur Ó.)
Víkingar eru komnir yfir
Aftur er það gjöf frá Keflvíkingum en þær þarf líka að þiggja.

Gunnlaugur Fannar missir boltann klaufalega við eigin vítateig. Kwame ekkert að flækja þetta, keyrir í átt að marki hægra megin í teignum og klárar snyrtilega framhjá Sindra á nærstöngina.
27. mín
Ari Steinn með fín tilþrif við vítateig Víkinga. Dansar milli manna með boltann áður en hann lætur vaða úr D-boganum. Boltinn í varnarmann og afturfyrir.

Ekkert kemur upp úr horninu.
26. mín
Ásgeir Páll aftur að ógna, kemur sér inn á teig Víkinga og á skot. Daði Kárason hendir sér fyrir boltann sem fer hárfínt framhjá stönginni og í hornspyrnu.
22. mín
Ásgeir Páll með laglegan sprett upp vinstri vængin fyrir Keflavík. Kemur sér inn á teiginn en reynir að lyfta boltanum á furðulegan hátt yfir á fjærstöngina og Víkingar komast á milli.
16. mín MARK!
Luis Romero Jorge (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Ivan Lopez Cristobal
Víkingar jafna! Uppskrift eitt.

Langur bolti frá Ivan fram völlinn yfir vörn Keflvíkinga. Sindri Kristinn í algjöru skógarhlaupi og missir boltann og Luis framhjá sér. Luis þakkar Sindra gjafmildina með því að setja boltann þægilega í tómt markið.
13. mín
Leikurinn verulega rólegur þessar mínúturnar. Hörð barátta á miðjum vellinum og fátt um nokkuð sem kalla má færi.
7. mín
Víkingar vinna fyrstu hornspyrnu leiksins en ekkert kemur upp úr henni.
6. mín
Heimamenn talsvert ferskari hér í upphafi.
Kári Sigfússon með boltann við teig Víkinga. Við vinstra vítateigshorn reynir hann að snúa boltann í hornið nær en setur boltann yfir markið.
4. mín MARK!
Muhamed Alghoul (Keflavík)
Stoðsending: Ásgeir Páll Magnússon
Heimamenn ekki lengi að brjóta ísinn.
Ná að þrýsta gestunum vel inn á eigin teig.

Boltinn inn á teiginn frá vinstri yfir á fjærstöng þar sem að Muhamed er aleinn og skilar boltanum í netið af stuttu færi.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Keflavík. Það eru gestirnir sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Liðin
Haraldur Guðmundsson róterar örlítið liðinu frá tapinu í deild gegn Þrótti á dögunum. Sindri Snær Magnússon, Marin Brigic Eiður Orri Ragnarsson og Gabríel Aron Sævarsson fá sér til að mynda sæti á bekknum. Inn í þeirra stað koma þeir Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, Ari Steinn Guðmundsson, Frans Elvarsson og Marin Mudrazija.

Víkingar sömuleiðis breytingar frá síðasta leik í deild á dögunum. Anen Crnac og Björn Henry Kristjánsson fá sér báðir sæti á bekknum. Inn í þeirra stað koma Gabríel Þór Þórðarson og Asmer Begic.

Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Fyrir leik
Bikar Baddi spáir Baldvin Már Borgarsson er sérfræðingur Fótbolta.net í bikarnum og hann spáir í leikina í þessum 16 liða úrslitum. Um leik Keflavíkur og Víkings Ó. sagði hann.

Keflavík 3 - 1 Víkingur Ólafsvík

Keflvíkingar koma trylltir inn í þennan leik þar sem þeir halda að ÞÞÞ sé frá Snæfellsnesi en ekki Skaganum og fyrir vikið fá Ólafsvíkingar að kenna á því í þetta skiptið, ekki ólíklegt að Nacho Heras fái aftur rautt fyrir að tala spænsku.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómari
Twana Khalid Ahmed er með flautuna í kvöld á HS Orkuvellinum. Honum til aðstoðar eru þeir Þórður Arnar Árnason og Guðni Freyr Ingvason. Hreinn Magnússon er svo fjórði dómari og eftirlitsmaður KSÍ er Bergur Þór Steingrímsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Keflavík Heimamenn eru líkt og gestirnir að leika sinn þriðja leik í keppninni. Í 2.umferð fengu þeir granna sína í Þrótti Vogum í heimsókn og fóru með 5-0 sigur af hólmi.

Leiknir kom upp úr hattinum fyrir Keflavík þegar dregið var í 32 liða úrslit. Um hörkuleik var að ræða og baráttan mikil Svo fór að lokum að Keflavík hafði 1-0 sigur og tryggði sér þar með farseðil í 16 liða úrslit.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Víkingur Ó.
Gestirnir úr Ólafsvík sem leika í 2.deild þetta sumarið eru að leika sinn þriðja leik í Mjólkurbikarnum. Þeir komu inn í 2.umferð keppninnar og mættu þar liði Smára og fóru með þægilegan 5-1 sigur af hólmi.

Í 32 liða úrslitum drógust Víkingar gegn liði Úlfana og aftur varð sigur þeirra stór og þægilegur eða 7-1. Verkefni þeirra í kvöld er öllu stærra og verður spennandi að sjá hvernig liðinu reiðir af gegn Lengjudeildarliði Keflavíkur.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Mjólkurbikarkvöld Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og Víkings Ó. Flautað verður til leiks á HS Orkuvellinum í Reykjanesbæ klukkan 18:00


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
2. Gabriel Þór Þórðarson
4. Daði Kárason
5. Ivan Lopez Cristobal ('71)
7. Luke Williams ('65)
8. Kristófer Áki Hlinason
10. Ingvar Freyr Þorsteinsson (f) ('65)
11. Luis Romero Jorge ('83)
21. Luis Alberto Diez Ocerin ('65)
26. Asmer Begic
77. Kwame Quee
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
12. Kristall Blær Barkarson (m)
6. Anel Crnac ('71)
14. Brynjar Óttar Jóhannsson
17. Björn Darri Ásmundsson ('65)
22. Ingólfur Sigurðsson ('65)
23. Björn Henry Kristjánsson ('65)
25. Ellert Gauti Heiðarsson ('83)
- Meðalaldur 21 ár

Liðsstjórn:
Brynjar Kristmundsson (Þ)
Leó Örn Þrastarson
Þorsteinn Haukur Harðarson
Aron Gauti Kristjánsson
Ólafur Helgi Ólafsson
Katrín Sara Reyes

Gul spjöld:
Luke Williams ('37)
Ivan Lopez Cristobal ('60)

Rauð spjöld: