Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Valur
3
0
Flora Tallinn
Tómas Bent Magnússon '12 1-0
Tómas Bent Magnússon '40 2-0
Jónatan Ingi Jónsson '45 3-0
10.07.2025  -  20:00
N1-völlurinn Hlíðarenda
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Aðstæður: 12 gráður, sól og létt gola, toppaðstæður
Dómari: Hansen Grøtta (Noregur)
Áhorfendur: 981
Maður leiksins: Tómas Bent Magnússon
Byrjunarlið:
18. Frederik Schram (m)
2. Tómas Bent Magnússon
4. Markus Lund Nakkim
6. Bjarni Mark Duffield
8. Jónatan Ingi Jónsson ('91)
9. Patrick Pedersen ('68)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('80)
11. Sigurður Egill Lárusson ('80)
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('80)
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
20. Orri Sigurður Ómarsson
- Meðalaldur 30 ár

Varamenn:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
95. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
14. Albin Skoglund ('68)
16. Stefán Gísli Stefánsson
17. Lúkas Logi Heimisson ('80)
19. Orri Hrafn Kjartansson
21. Jakob Franz Pálsson ('80)
23. Adam Ægir Pálsson ('80)
30. Mattías Kjeld
33. Andi Hoti ('91)
97. Birkir Jakob Jónsson
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Chris Brazell

Gul spjöld:
Bjarni Mark Duffield ('69)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valsmenn fara með sannfærandi 3-0 sigur af hólmi. Liðin leika næsta fimmtudag úti í Eistlandi. Viðtöl og skýrsla innan skams.
91. mín
Inn:Andi Hoti (Valur) Út:Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
Jónatan búinn að vera frábær í dag.
90. mín
Þremur mínútum bætt við
89. mín
Lúkas Logi með skot úr teignum sem fer rétt yfir mark gestanna.
86. mín
Adam Ægir með skot yfir mark Flora.
83. mín
Markus Nakkim með skalla yfir mark gestanna.
83. mín Gult spjald: Markus Poom (Flora Tallinn)
82. mín
Inn:Rauno Alliku (Flora Tallinn) Út:Nikita Mihhailov (Flora Tallinn)
Hárprúður Alliku trítlar inn á völlinn.
80. mín
Inn:Jakob Franz Pálsson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
80. mín
Inn:Adam Ægir Pálsson (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
80. mín
Inn:Lúkas Logi Heimisson (Valur) Út:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
79. mín
Gestirnir fá hornspyrnu, boltinn dettur fyrir Teevali sem á skot í varnarmann og Valsmenn koma svo hættunni frá.
75. mín
Inn:Sergei Zenjov (Flora Tallinn) Út:Danil Kuraksin (Flora Tallinn)
75. mín
Inn:Marco Lukka (Flora Tallinn) Út:Kristo Hussar (Flora Tallinn)
71. mín
Tryggvi Hrafn við það að sleppa í gegn en Kolobov brýtur bara á honum, en ekkert dæmir Grøtta. Stuðningsmenn Vals ekkert voðalega sáttir með Norsarann þarna.
71. mín Gult spjald: Kristo Hussar (Flora Tallinn)
Togar í Tryggva Hrafn og fær að fara í bókina góðu.
69. mín Gult spjald: Bjarni Mark Duffield (Valur)
Brýtur af sér og sparkar boltanum frá, klárt gult.
68. mín
Inn:Albin Skoglund (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
Fyrsta skipting Valsara.
67. mín
Mihhailov með skot af löngu færi sem Frederik Schram ver í horn.
63. mín
Þessi seinni hálfleikur er ekki nálægt því jafn skemmtilegur áhorfs líkt og hinn fyrri. Gestirnir sækja í sig veðrið og halda betur í boltann, en skapa lítið af viti.
57. mín
Gestirnir að koma sér örlítið betur inn í leikinn hér í seinni hálfleik.
52. mín
Þetta var skrýtið! Varnarmaður gestanna ætlar að hreinsa, eftir góða sókn Valsmanna, en boltinn fer beint í Tómas Bent og þaðan rétt framhjá markinu. Tómas ætlar sér að fullkomna þrennuna, það er ljóst.
50. mín
Valur fær hornspyrnu.
46. mín
Inn:Andero Kaares (Flora Tallinn) Út:Gregor Rõivassepp (Flora Tallinn)
Gestirnir gera eina breytingu í hálfleik.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn Valsmenn hefja leik.
45. mín
Hálfleikur
Hlé á sýningu Valsmanna Norsarinn flautar til hálfleiks, Valsmenn gjörsamlega áttu þennan fyrri hálfleik, mun betri á öllum sviðum og eru sanngjarnt 3-0 yfir.
45. mín MARK!
Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
Stoðsending: Patrick Pedersen
LÉTTLEIKANDI VALSARAR! Valsmenn spila í gegnum Floramenn, Patrick Pedersen fær boltann, leggur hann út á Jónatan sem setur hann í huggulega við fjærstöng.

Þvílíkt mark!
44. mín
Tómas Bent hótar þrennunni Valsmenn fá enn og aftur hornspyrnu, boltinn dettur fyrir Tómas Bent sem setur boltann yfir markið. Þetta hefði verið eitthvað!
40. mín MARK!
Tómas Bent Magnússon (Valur)
Stoðsending: Tryggvi Hrafn Haraldsson
TÓMAS BENT AFTUR Á FERÐINNI! Tryggvi Hrafn með frábæra fyrirgjöf úr aukaspyrnu, þá rís Tómas Bent manna hæst og stangar boltann í netið!

Slagarinn Bent nálgast, með Rottweiler hundinum Ágústi Bent, spilað í botni á Hlíðarenda eftir markið.
40. mín
Valur fær aukaspyrnu utarlega en rétt fyrir utan vítateig, góð fyrirgjafastaða.
38. mín
Valur stýrir leiknum Valsmenn mun betri og halda betur í boltann. Þeir hafa fengið ótal hornspyrnur og fínar stöður sem hægt væri að nýta betur.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
31. mín
Áhugaverð útfærsla á hornspyrnu Valsmanna. Byrja allir vel fyrir aftan fjærstöng og hlaupa inn á hættusvæðið, en gestirnir skalla enn og aftur frá.
29. mín
Tómas Bent hótar öðru, með skot fyrir utan teig sem endar rétt framhjá.
27. mín
Rauno Sappinen með þrumuskot úr teignum en Frederik Schram ver vel.
25. mín
Valsmenn fá aðra hornspyrnu en gestirnir skalla frá.
21. mín
Valsmenn fá hornspyrnu, en gestirnir koma hættunni frá.
16. mín
Rauno Sappinen með skalla frá nærsvæðinu sem endar framhjá marki Valsmanna.
15. mín
Kuraksin gefur fyrir mark Valsmanna, Sigurður Egill tekur enga sénsa og skallar aftur fyrir endalínu, fyrsta horn gestanna.
12. mín MARK!
Tómas Bent Magnússon (Valur)
TÓMAS BRÝTUR ÍSINN Darraðadans í teig gestanna eftir hornspyrnu Valsmanna. Boltinn dettur fyrir Tómas Bent sem neglir boltanum í netið af stuttu færi!

Draumabyrjun Valsara.
12. mín
Aftur fær Valur hornspyrnu.
8. mín
Valsmenn fá fyrstu hornspyrnu leiksins, þeir þétta inn við markmann en gestirnir skalla frá.
6. mín
Fimm stuðningsmenn Flora syngja og tralla Greinilega góðra manna hópur Flora-manna sem syngja og tralla í stúkunni. Einn þeirra þolir illa hitann á Hlíðarenda og hefur rifið sig á kassann.
3. mín
Kristinn Freyr með hættulega fyrirgjöf sem gestirnir koma frá að lokum.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Gestirnir hefja leik.
Fyrir leik
Styttist Liðin trítla inn á völlinn, bongólag Vals í botni og áhorfendur í stuði. Þetta stefnir í veislu!
Fyrir leik
Valur á heimavelli gegn ungu liði Flora og Patrik Pedersen leiðir sóknarlínuna. Ég skal hundur heita ef hann skorar ekki í dag. Stuðullinn á mark frá Dananum er 2,12.
Fyrir leik
Norskt dómarateymi! Dómari leiksins er enginn annar en Hansen Grøtta, dómari í Eliteserien. Honum til halds og trausts á sitthvorri hliðarlínunni eru þeir Alf Olav Rossland og Aleksander Jæger.

Fjórði dómari er Marius Lien.
Fyrir leik
Ungt byrjunarlið gestanna Meðalaldur byrjunarliðs Flora Tallinn er aðeins 22,6 ár, samanborið við 30 ára meðalaldur Valsmanna.

Þá er hafsentapar liðsins sérstaklega ungt, en hafsentarnir Kolobov og Tõugjas eru fæddir árið 2005 og 2003.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi Túfa gerir eina breytingu á byrjunarliði Vals frá sigurleik gegn Vestra síðustu helgi.

Inn í byrjunarliðið kemur Sigurður Egill Lárusson í stað Albin Skoglund, sem tekur sér sæti á bekknum.


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Túfa flaug til Eistlands til að greina Flora Þjálfari Valsmanna Srdjan Tufegdzic kom frá Eistlandi á aðfaranótt þriðjudags. Þar horfði Túfa á viðureign Flora Tallin við Nomme Kalju, sem fór fram á sunnudagskvöld.

„Þetta er svolítið breytt lið frá því sem mætti Víkingi í fyrra, minnir að það séu bara fjórir í byrjunarliðinu í dag sem voru í því í fyrra. Þeir enduðu í 4. sæti í fyrra sem var ekki ásættanlegur árangur, fóru í þjálfarabreytingu og leikmannabreytingar" sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, við Fótbolta.net á þriðjudag.

Líkjast Blikum og Stjörnumönnum

„Ég myndi segja að leikkerfið sé kannski líkt Breiðabliki og Stjörnunni. Aftur á móti þá finnur maður að það er agi og skipulag sem minnir mig á það sem ég þekki frá Serbíu, þjálfarinn er af rússneska skólanum ef maður getur orðað það þannig, það er mikið lag upp úr strúktúr, aga og skipulagi," sagði Túfa jafnframt.



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Víkingur sigraði Flora í fyrra Liðið mætti Víkingi í forkeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra í þriðju umferð forkeppninnar. Viðureign liðanna endaði með 1-1 jafntefli á Víkingsvelli. Þá höfðu Víkingar betur í Tallinn, lokatölur 1-2.

8. ágúst 2024

Víkingur 1 - 1 Flora Tallinn
0-1 Mark Anders Lepik ('21 , víti)
1-1 Valdimar Þór Ingimundarson ('40 )
Víkingur leiksins: Gísli Gottskálk Þórðarson


15. ágúst 2024

Flora Tallinn 1 - 2 Víkingur
0-1 Aron Elís Þrándarson ('6)
0-2 Nikolaj Hansen ('36)
1-2 Markus Soomets ('53)
Víkingur leiksins: Valdimar Þór Ingimundarson

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Hvað vitum við um Flora Tallinn? Flora Tallinn er eitt sigursælasta lið Eistlands, en liðið hefur hampað deildartitlinum 15 sinnum. Þá leikur liðið á velli sem rúmar um 14.000 manns.

Liðið lenti í fjórða sæti deildarinnar í fyrra, árið þar áður urðu þeir meistarar. Nú eru þeir í öðru sæti deildarinnar þegar eistneska deildin er rúmlega hálfnuð.

Liðið hefur einu sinni komist í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar, var það árið 2021. Þar enduðu þeir á botni riðilsins með 5 stig.

Þá er einnig sterk íslensk tenging við liðið, en Teitur Þórðarson stýrði liðinu á tíunda áratugnum. Flora Tallinn lyfti deildartitlinum í tvígang undir stjórn Teits.


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Valur á siglingu Valsmenn leika í úrslitum í Mjólkurbikarnum og eru nú í öðru sæti Bestu-deildarinnar, þremur stigum frá toppliði Víkings.

Liðið hefur nú unnið fimm leiki í röð. Því er óhætt að segja að það er bjart yfir Hlíðarenda þessa stundina.

Túfa sagði í samtali við fotbolti.net á þriðjudag að menn þurfa að halda sér á tánum, þrátt fyrir góða spilamennsku.

„Ég ítreka það samt bæði við sjálfan mig og aðra að það eru bara 50% leikjanna búnir, nóg eftir. Okkar markmið var að ná 35+ leikjum í ár, til þess að ná því þarf að komast alla leið í bikar og spila vel í Evrópu."


Síðustu tíu leikir Vals- Deild og bikar

Sigrar: 8
Jafntefli: 0
Töp: 2
Markatala: +17


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Evrópukvöld á Hlíðarenda Heilir og sælir lesendur góðir, verið velkomin í þráðbeina textalýsingu frá N1-vellinum á Hlíðarenda. Þar sem Valur tekur á móti Flora Tallin í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
33. Evert Grünvald (m)
7. Danil Kuraksin ('75)
10. Markus Poom
11. Rauno Sappinen
13. Nikita Mihhailov ('82)
16. Erko Tõugjas
17. Gregor Rõivassepp ('46)
23. Mihhail Kolobov
26. Kristo Hussar ('75)
28. Sander Tovstik
30. Tristan Teeväli

Varamenn:
77. Kristen Lapa (m)
99. Kaur Kivila (m)
2. Nikita Kalmõkov
4. Marco Lukka ('75)
5. Andreas Vaher
6. Robert Veering
9. Rauno Alliku ('82)
20. Sergei Zenjov ('75)
21. Andero Kaares ('46)
89. Maksim Kalimullin

Liðsstjórn:
Konstantin Vassiljev (Þ)

Gul spjöld:
Kristo Hussar ('71)
Markus Poom ('83)

Rauð spjöld: